Þjóðviljinn - 21.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1963, Blaðsíða 7
1 Sunnudagur 21. aPríl 1963 HÓÐVIUINN FRIDSAMLEG SPASSERING SlÐA ^ að vera þú sjálfur. Neina lík- amlega: þú vinnur minnst tíu stundir ó dag, en oftar tólf eða fjórtán. Og ert sæll og glað- ur og fyrirlítur Pólverja eða Ungverja fyrir að eiga fáa einkabíla. Það er ró qg næði út á Bergi. Hér getur þú geng- ið um og hugsað: skyldu ís- lenzkir menntamenn vera eins lélegir og af er látið? Bergið er varla fallegt. En við verðum að muna, að Kefla- vík er þannig í sveit sett, að þar gefast ekki margir mögu- leikar til spásseringa. Allt i kring er fátækleg slétt heiði og langt til fjalla. Vatnsnesið er þaulsetið stassjónum at- vinnulífsins. Njarðvíkurbændur loka veginum til austurs án alla miskunn. Fyrir ofan blik- ar á flugvélaskýli kanans. Jafnvel kirkjugarðurinn, sem áður var svo óralangt í burtu, er nú umkringdur húsum og steypuverki. Bergið er eitt eft- ír. Yzt á berginu er hægt að liggja í leyni og skjóta fugla sem fljúga innfyrir. Á svipuð- um slóðum voru stúlkur kysst- ar á þeim tímum þegar menn nenntu að leggja á sig göngu- för fyrir ástina. Það er mjög leiðinlegt þegar ástin verður bílakandi. Nær bænum verður bergið flókið og margbreytilegt og eru þar turnar og rústir og annað merkilegt. Þar var barizt með vönduðum eikarsverðum, léttum, sveigjanlegum, hertum í eldi. Þeir sem nú hafa safnað skeggi og lífsreynslu stukku þá milii steina með glæsilegu her- ópi og rauðri skikkju yfir öxl- um með Gretti, d’Artagnan og Peter Blood innanbrjósts — alla í senn. Þetta .var á mikl- um umbrotatímum í. þjóðfélag- inu og bókmenntunum. Skamm-'- byssan var að koma til sögu.. Menn voru ,að læra að segja stick ’em up á tíu skrefa færi. Þeir elztu af stríðsmönnunum höfðu þegar verið upp á Velli og spilað billjarð og drukkið eitthvað úr dósum og séð un- aðslegar kvikmyndir. Ofan af bergi er gengið fyrir Grófina og hoppaö yfir slitna víra Dráttarbrautar- innar. Þar taka við þau hús sem öðrum fremur hafa gefið bænum svip — gömul hús og síðskeggjuð mörg hver, þökin bikuð. gaflarnir yfirleitt rauðir — ennfremur háifbrotin bryggja, hór og glæsilega hlað- inn steinveggur, trillubátar í fjöru og sumir ónýtir. Hér stóð ríki „konunga kotunganna" Cins og segir í kvæði. Þetta MlOBRyUMH - tkidiíkúlo, I?SÍ Veröld caltskúranna, geymsluskúranna, bárujárn sins svartbikaðra síðra þaka, trillubátanna. Veröld sem er að hverfa. — Teikning þessi mun vera þrettán ára gömul. En í öðrum enda hússins — salur til fiskþvotts; í þessum sal kynntust foreldrar okkar kynslóðar Chapljn og Mary Pickford, og jtrákamir í Vest- urbænum voru vissir um að upp yfirhonum hefði amma hans Duus hengt sig, og gengi siðan aftur. Það hefðu þótt merkileg tíðindi ef út breidd- ist, þvi Keflvíkingar hafa satt að segja ekki haft rænu á því að koma sér upp ál- „yarlegwrp-JÍraufi*, sgni avíðð ,g?eti borið hróður plassins. Aþessu svæði eru einnig þeir ágætu saltskúrar þar sem kaupmaðurinn sneri til sin guðs blessun með því að bjóða börnum á jólatrés- skemmtun einu sinni á ári — og bauð jafnvel Njarðvíkingum lika eins og svo skemmtilega er tiltekið í prentuðum endur- minningum. Skammt frá þessu gleðihúsi fornaldar stendur glaumhús nútímans, Ungó, að vísu fornlegt hús oS fremur lítið en engu að síður eina samkomuhús þessa stóra bæjar (fyrir utan kvikmyndahúsin auðvitað). Þetta hlýzt af því að vera í nábýli við stórveldi eins og Njarðvíkinga. í þessu húsi hafa mörg orð ver- Vesturbærinn er að sjálf- sögðu miklu sögulegri en austurbærjnn, þótt þar risi að vísu barnaskólinn gamli, steyptur 1911 af grjótmuln- ingi sem afar okkar muldp með sleggjum oní tunnur, barnaskólinn sem hefur séð frægan pörupilt ríða hesti inn gang og berja að dyrum og heilsa skólastjóranum virðulega af hestbaki. Og margt fleira hefur þetta hús séð. En Vest- , urþærinn — það er Þorpið með dönskum kaupmannshús- um, með bálum í fjörunni, með sandkolafiskiríi af bryggj- um. með skylmingum í fjöru- grjótinu, með litlum bárujáms- húsum og óteljandi skúrum íyr- ir aftan, geymsluskúrum, smfða- skúrum, hænsnaskúrum, með takmarkalausri afhafnasemi krakka og unglinga, fjölmenn- um ■ og endalausum' leikjum, með vertíðarfylliríi og reiptogi á sjómannadaginn. Allt á þétta heima í Vesturbænum fyrst og fremst. En margt af þessu er auð- vitað horfið, hús eða sið- ir eða leikir, Keflavík hætti að vera Þorpið, Víkin, Óseyrin. Keflavík varð gullgi’afarabær. Menn þyrptust á völlinn að austan og vestan og norðan. Þá gerðust undur óg stórmerki risin stór þyrping af heimsku- legustu húsum heimsins og köll- uð smáíbúðahverfi. Enda hefur vitur maður sagt, að smáíbúða- hverfin hafi verið eitthvert kænlegasta bragð íhaldsins til að villa um fyrir almenningi í þjóðmálum. Ibúatala tvöfaldaðist. Arkitektúr hinna nýrri húsa er sérkennilegur.' Þau eru yf- irleitt ekki stór en samt er eins og það sé ofvöxtur í þeim öllum Hvílikt himnaríki ‘kvista og útskota og viðbygginga! Og það er alltaf verið að bæta við nýjum kvistum og viðbygg- ingum. Útkoman verður næsta óglæsileg. Og ekki bætir það úr skák, að það er mikill sið- ur í bænum að mála heilan út- vegg á stærri byggingum með einhverju skræpóttu skilliríi með glæsilegum fyrirheitum um það, hvaða stofnun eða fyr- irtæki sé þaraa til húsa. Kefla- vík er eins og unglingur, full- ur af lífsorku, sem hann veit ekki hvað hann á að gera við. Og leitar þá lífsorkan inn á skrýtnar brautir. Unglingur, já. Hvaða fréttir skyldi vera hægt að segja af unglingum? Ætli þeir séu ekki líkir sín- um bæ. Ekki vantar lífsorkuna ræða. Svo gerist mikill vöxtur j, — en hann skortir samræmi, eins og reyndar vöxt bæjarins. Þessi kynlóð fær líkamlegt sjálfstæði og fjárhagslegt sjálf- stæði fyrr en varir. En sálin blessuð, hvað verður af henni? Það veit víst enginn. Það eru klippt nokkur ár aftan af bernsku manna, þessi kynslóð lítvr. njöur á , allan .barnaskap. Og það kemur víst ekkert í staðinn. Kannske íer sálin í merkilegasta bar landsins, stað- settan í miðbænum. kannske fer hún í Krossinn, hver veit? Kannske fer hún í sjónvarpið. En: „senn fer sólinaðskína á sjóinn, á vélbáta mína“. segir Kristinn Eeyr, enn yrkja menn vísur og kviðlinga í blað- ið Faxa, enn kemur mál- fundafélagið saman og ræðir til- veru guðdómsins og örlög skáld- skaparins, enn gerast sögur. Harðvítugur verndari laga og jurtagróðurs mætir merkum Framsóknarmanni og deilir við hann um frelsi einstaklingsins og búpening og segir: Mér finnst að í byggðalagi þar sem ekki finnst gras ættu hvorki að vera sauðkindur né Fram- sóknarmenn. Guðmundur spari- sjóðsstjóri mætir Helga S. Jóns- syni heilbrigðisfulltrúa reiðhjól- andi á götu og segir: Hvað er að sjá til þín! Aldrei getur þú verið eins og maður. Og þegar heilbrigðisfulltrúinn hvá- ir og hefur áhyggjur af sín- um víxlum þá bætir spari- sjóðsstjórinn við: Já, þegar all- ir alminnilegir menn eru komn- ir á bíl, þá ert þú á hjóli. Himininn eys snjó yfir þetta pláss sem vill bráðum kallast borg og sjónvarpskrakkar sem sjónvarpslausir steypa sér á hausinn í sama skafl. Loðn- an glitrar við bryggjumar og rennilegir þorskar glápa aula- lega á forystmenn framleiðsl- unnar. Net eru greidd á bryggj- um og skarkóli spriklar á snær- isspotta. Mávar garga yfir ströndinni. Hver sagði að tilveran væri leiðinleg, hver hélt því fram? Það er hægt að telja mörg sjónvarpsloftnet í þessum bæ. Það má búast við því að þeir sem hafa sjónvarp. séu á- nægðir með sitt hlutskipti. Og þeir sem hafa það ekki. þeir segja gjarna: Það er nú ýmis- legt í þessu. Þó finnst þeim leið- inlegt að koma á sjónvarps- héimili: þér er boðið inn i stofu og þar skaltu sitja fyrir fram- an tækið og allar samræður eru útilokaðar. Þannig komast Keflvíkingar fyrstir manna hér- lendis í snertingu við nýleg alþjóðleg vandamál. Svona er þróun heimsins merkileg — hún tekur af þér hið frjósama erfiði einverunnar og sendir þig I ! OrSsending ! frá | Þjóðleikhúsi ■ Frá Þjóðleikhúsinu hefur " Þjóðviljanum borizt eftir- farandi: Út af ummælum í blöð- C um í skrifum um sýningu ■ Þjóðleikhússins á leikritinu C ANDORRA, að tími hefði ■ verið til kominn fyrir Þjóð- K. leikhúsið að fá erlendan 8 leikstjóra og sýna eitthvert k nýstárlegt verk, vill Þjóð- ^ leikhúsið benda á eftirfar- andi staðreyndir. ,. >’ Í ' Erlendir leikstjórar hafa verið sem hér segir: Simon Edwardsen, Stokk- hólmi 1950, 1952. 1953, 1954, 1955, 1960. Tore Segelcke, Osló, 1952. Walter Hudd, London, 1955, 1957. Sven Age Larsen. Kaup- mannahöfn. 1956, 1957, 1958, 1962. Gerd Grieg, Oslo. 1954. Walter Firner, Vín, 1957. 1963. ! I nefnum við Duushús. Þar ar tvilyft hús og hefur verið mjög glæsilegt —■ í því er merkileg vörulyfta. Um þetta hús hefur Kristinn Reyr ort: Og forðum var faktor hjá firma Duus hann byggði á bjargi eitt bjálkahús tveggja tasiu til þess að njóta útsýnis yfir Asiu. ið látjn falla — bindindissöm. sportmennskuleg og pólitísk. Hvergi hefur Ólafur Thors leikið híutverk sjtt af öðrum eins glæsibrag og einmitt hér. Mætið mér i Kefiavík ef þið þorið, hefur hann sagt. En nú er langt síðan Ólafur hefur sézt á sviðinu og það hefur verið spilað bingó í húsinu > allan vetur og aðalvinningur- inn hefur alltaf verið .sjónvarp- kannske það sé alltaf sama sjónvarpið, ég veit það satt að segja ekki. i húsnæðismálum og það alls ekki skemmtileg. Furðulegustu skúmaskot og allt að því salt- skúrar • voru fylltir af kojum og leigðir út fyrir það verð sem fjárglöggt ímyndunarafl stakk upp á. Þetta er gömul saga og hefur víða gerzt og er ekki beinlínis lofsamieg fyr- ir mannkindina. En svo var farið að byggja. Steypuvélarn- ar öskruðu fram á nótt. Túnin sem við höfðum hent slori á á vorin, voru allt í einu horf- in, kýmar voru horfn- ar úr lífi plássins, en upp var maður lifandi! Sá sem hefur labbað sig inn á barnasýning- ar í kvikmyndahúsum plássins, hann veit upp frá því hvað fullkomlega óbeizluð lífsorka er. Og áður en þessi unga kynslóð er hætt að sækja þess- ar þrjúsýningar hefur hún þeg- ar hafizt handa f framleiðsl- unni — tíu — tólf ára krakkar viiina takmarkalausan vinnu- tíma í frystihúsum og engum finnst það neltt undarlegt. Enginn virðist láta sér detta í hug, að hér er um ákveðna þjóðfélagslega geðbilun að Austurbærinn — nýtt hverfi íbúðarhúsa, nýtt athafnasvæði, söguminna og ópersónulegra en Vesturhlutinn. Myndin er ekki gömul, en hún er nú þegar úr- elt. inn á einhvern skemmtistað gleymskunnar. Og síðan er verkið kórónað með því að bú færð alla skemmtistaði vestur- landa inn í stofu til þín, og bar rrieð er tekið af þér það persónulega erfiði að tala við náungann. Þú hefur bókstaflega enga fyrirhöfn af því lengur Holger Boland. Kaup- L mannahöfn. 1957. " Thyge Thygesen, Kaup- k mannahöfn, 1958. 1960. " Adolf Rott, Vín. 1959. Hans Dahlin, Stokkhólmi. 1961. Soini Wallenius. Gauta- borg, 1961. Gerda Ring, Osló. 1962. Nýstárleg nútímaverk. sem sýnd hafa verið < Þjóðleikhúsinu á síðustu árum: Horft af brúnni, 1957 höfundur Artihur Miller. Horfðu reiður um öxl. höfundur John Osbome. Nashyrningamir. 1961, höfundur Eugene lonesco. Húsvörðurinn. 1962, höf- undur Harold Pinter. Andorra, 1963. höfundur Max Frisch. I ! I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.