Þjóðviljinn - 28.04.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA HðÐVILIINN Sunnudagur 28. apríi- .1963.. Oteefandi: Samemingarfloltkui alþýðu — Sóslalistaflokk urinn — Bitstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðþjófsson. Ritst*'- * •' •'■■"'ýsingar Drentsmiðia Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 tínur) Áskriftarverð kr 65 á mánuði Valdníösla Fulltrúar stjórnarflokkanna í útvarpsráði hafa samþykkt að forsetar Alþýðusambands ís- lands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja skuli ekki fá að flytja ávörp í útvarpinu 1. maí. Tillöguna um þetta bann flutti Benedikt Grön- dal, fulltrúi Alþýðuflokksins, þess flokks sem taldi sig áratugum saman hluta af verklýðs- hreyfingunni, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdu tillögu hans af alefli, þótt annar þeirra hafi reynt að láta á sér béra í samtökum opin- berra starfsmanna. Munu landsmenn veita því sérstaka athygli að stjórnarflokkarnir telja það tímabært einmitt nú að óvirða launþegasamtök- ín á ruddalegasta hátt; mættu launþegar muna þann hug þegar gengið verður til kosninga eft- ir nokkrar vikur. \ En atferli meirihluta útvarpsráðs sýnir ekki að- eins hvern hug stjórnarfloKkárnir bera til launþegasamtakanna, það eru dæmi um vald- níðslu sem ekki á að þola. Ríkisútvarpið er eign þjóðarinnar allrar, en ekkert einkaleikfang þeirra manna sem alþingi kýs til þess að sjá um framkvæmd laga og reglugerða um útvarps- rekstur á íslandi. Það er að sjáífsögðu eín af frumskyldum ríkisútvarps að flytja boðskap launþegasamtakanna á baráttudegi þeirra, og þeir menn sem ræna þeim rétti eru að taka sér vald sem þeir eiga ekki; þeir eiga að vera ’ ión- ar almennings 1 störfum sínum en engir einræð- isherrar. Atferli slíkt sem þetta myndi óhugs- andi í nokkru nálægu landi; hvarvetna setja verklýðssamtökin svip sinn á útvarpssendingar fyrsta maí án tillits til ágreinings sem uppi kann að vera. ITitað er að ofbeldi meirihlu'ta útvarpsráðs staf- * ar af því einu að agentum s’tjórnarflokkanna falla ekki skoðanir Hannibals Valdimarssonar, forseta A.S.Í., og Kristjáns Thorlacius, forseta B.S.R.B. En Benedikt Gröndal og félögum hans koma stjórnmálaskoðanir þessara forustumanna ekkert við. Forsetar heildarsamtakanna eru kjörnir lýðræðislega af fulltrúum tugþúsunda launþega um land allt; stjórnmálaflokkar sem neita að viðurkenna þann rétt launþega sýna jafnfram’t í verki hvern hug þeir bera til lýð- ræðis. Valdníðsla meirihluta útvarpsráðs er harkalegt brot á anda útvarpslaganna, hvað sem bók- stafnum líður. Þeir menn sem þannig hegða sér kuna ekki skil á frumatriðum lýðræðislegra vinnubragða. Fái þeir óáreittir að halda iðju sinni áfram munu þeir færa sig upp á skaftið, á svipaðan hátt og komið hefur fram í útvarps- dagskránni um langt skeið, og breyta útvarpi íslenzku þjóðarinnar í áróðursfæki ríkisstjórn- arinnar og þeirra flokka sem að henni standa. — m. SKAKÞATTUR&RtTSTI.SVEINNKRlSTtNSSON TVEIR EFNILEGIR Þeir Jón Hálídánarson og Bragi Kristjánsson eru einna efnilegastir af hinum yngstu meisturum okkar. Ekki hafa þeir líkan skákstíl. Jón teflir að jafnaði fremur rólega. en Bragí lætur oft vaða á súðum og er mjög hættulegur sóknar- skákmaður. Segja má að sókn- arstíll sé yfirleitt tamari ung- um skákmönnum, enda er það æskumanna að ryðja nýjar brautir, jafnbliða þvú, sem þeir endurnæra klassískar kenni- setningar með ferskum blóð- straumum. En slíkt krefst gjarnan sterkra, þróttmikilla aðgerða í sóknarformi. Ekki er þó ástæða til að ótt- ast um sáluhjálp ungra skák- manna. þótt þeir beiti fremur rólegum stíl, eins og Jón Hálf- dánarson. Sumir frægustu skákmenn sögunnar hafa beitt fremur ró- legum skákstíl, og nægir að nefna Steinitz og Capablanca í því sambandi. Sá fyrrneíndi var þó einn mesti tímamóta- maður skáksögunnar og hefur af sumum verið talinn frum- kvöðull þess skákskóla, er við búum við að nokkru leyti enn þann dag í dag. Þannig getur nýsköpun einn- ig verið farsæl, þótt hún gerist ekki með neinum ofsahraða. Róm var ekki byggð á einum degi. og það tók sjálfan skap- arann cirka 48 klukkustundir að koma saman einni einustu veröld. Því skyldu þá ekki dauðlegir menn geta ieyft sér að taka hlutina með svolitlum rólegheitum annað veifið? En nóg um það. Hér er ég með skák milli beirra Braga og Jóns, er þeir tefldu á síð- asta íslandsþingi. Þar er það sá sókndjarfi. sem sigri fagnar. en betta er vafalaust ekki síðasta skákin, sem þeir tefla sín á miWi. svo hinn fær vafalaust mörg tæki- færi til hefnda. Kannske eiga bessir tveir ungu menn eftir að fylla raðir stórmeistaranna í ríki skákar- innar. Skákin er tefld í 9. umferð. Hvítt: Bragi Kristjánsson. Svart Jón Hálfdánarson. spAnskur leikur. 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6 3. Bb5. a6 4. Ba4, Rf6 5. 0—0, b5 (5.-----Be7 er öllu algeng- ari og líklega öruggari leið fyrir svartan). 6. Bb3, Be7 7. d4 (Leikur Braga er að miklu leyti grundvallaður á því, að svartur lék b5 i 5. leik. 7. — — Rxd4 8. Bxf7t! og 7.-------- exd4 8. e5 væri hagstætt hvít- um). 7.------d6 8. c3, Bg4 9. h3 (Ungu meistararnir þræða troðnar slóðir viljandi eða ó- viljandi. Fram að þessu hafa þeir t.d. fylgt skák. sem þeir Keres og Geller (Keres hvítt) tefldu é 17. skákþingi Sovét- ríkjanna. Geller lék 9. — — Bh5 og framhaldið varð 10. d5, Ra5 11. Bc2, c6 12. dxc6 o. s. frv. Hvítur fær á þann hátt þægilega stöðu út úr byrjuninni, en engan afgjörandi ávinníng). 9. ------ Bxf3 (Þessi leið er áhættusamari fyrir svartan). 10. Dxf3 (Hvítur hafði að sjálfsögðu peðsfórn þessa i huga, begar hann lék 9. h3. Hugmyndin er liklega á svipuðum aldri og Bragi sjálfur. Um réttínæti fórnarinnar má sjálfsagt deila, en allavega færir hún hvít- um þægilega sóknaraðstöðu). 10. ----- exd4 11. Dg3 (Bragi segir mér, að meist- ari Tal hafi komið einna fyrst fram með þennan leik, sem ógnar peðinu á g7. Áður var talið gott fyrir hvítan að leika llHdl. Nú er úr vöndu að ráða fyr- ir svartan. 11.-----0—ú væri miður gott vegna 12. Bh6, Re8 13.Bd5, Dd7 14. cxd4 o. s. frv. 11. — — g6 væri hinsvegar mjög veikjandi leikur). 11. -----Kf8 (Kannski er þetta bezti úr- kosturinn). 12. Rd2, dxc3 13. bxc3, g6? (Líklega er leikur þessi frumorsök þess, að Bragi nær fljótlega óstöðvandi sókn. Jóni er nauðsynlegt að leita virkari varnarúrkosta, og kom þá 13. — — h5 og síðar eftir at- vikum h4 sterkast til álita). 14. f4. Kg7 15. e5, Rd7 (Nauðugur, viljugur 15.------ Rh5 16. Df3 Ra5 17. Í5! væri auðvitað ekki glæsilegt fyrir svartan). ’ 16. Bd5, Rdb8 (Ekki er nú staðan björgu- leg). 17. m (Bragi teflir lokasóknina skemmtilega). 17.------dxe5 18. Df3. e4 (Tilraun til að trufla hinar samræmdu sóknaraðgerðir hvits, sem misheppnast bó. En Jón átti raunar ekki annars úrkosta, því ella tapar hann strax manni). 19. Rxe4! (Svo einfalt var það. Nú yrði fljótt um svartan, eftir 19. — — Dxd5 20, fðt Kg3 21. fxe7. Rd7 22. Bh6, Rxe7 23. Df6! og hvítur mátar). 19-------f6 (Staða svarts er auðvitað með öllu vonlaus orðin). 20. Rg3, Re5 21. Rh5t!. Kf8 (Dauðadómurinn innsiglaður. Eftir 21.-----gxh5 22. Dg3t. Kf8 23. Bh6t, Ke8 24. Ha—dl væri barátta svarts bó einnig vonlaus). 22. Bh6t, Ke8 23. Rg7t, Kf8 (Ef kóngurinn fer til d7, mát- ar hvitur í 2. leik). Bragt Kristjánsson 24. Re6t, Ke8 25. De4 gxfS 26. Rg7t. Kf8 27. Rxf5t og Jón gafst upp. Braga standa fjölmargar vinningsleiðir opnar, en sú einföldust aö vinna svörtu drottninguna í 3. leik. Tilþrifamikil skák og lær- dómsrík. UTBOÐ rilboö óskast um allmikið magn af stálpípum suðubeygjum til nitaveituframkvæmda. Útboðslýsinga má vitja á skrifstofu vore Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar UTBOÐ Tilboð óskast í raíiögn og símalögn i vöru- skemmu Reykjavíkurhafnar á Grandabryggju. Útboðslýsinga má vitja á skrifstofu vora Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar UTBOÐ Tilboð óskast um sölu á a.m.k 7500 mr af gang- stéttarhellum Útboðslýsir n á skrifstofu vora Vonarstræti Innkaupastotnun Reykjavíku rborgar TILKYNNING um að$tQ?'jgjald í Reykjanesskattumdæm! Ákveðið er að innheimta í Reykjanesskattumdæmi að- stöðugjald á árihu 1963 samkvæmt heimild í III. kafia !aga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga og reglu- gerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Eftirtalin sveitarfélög umdæmisins hafa ákveðið notkun ofangreindrar heim- ildar: "* ** Hafnarfjarðarkaupstaður Keflavíkurkaupstaður Kópavogskaupstaður Grindavikurhreppur Hafnarhreppur Miðneshreppur Gerðarhreppur Nj arðvíkurhreppur Vatnsleysustrandárhreppu. Garðahreppur Selt j arnarneshreppur Mosfellshreppur Kj alarneshreppur. Gjaldskrá liggur frammi hjá umboðsmönnum skatlstióra í viðkomandi sveitarfélögum og á skattstofunni í Haín- arfirði. Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðár er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eign- arskatts í Reykjanesskattumdæmi, en eru aðstöðu- gjaldsskyldir þar, þurfa að senda skattstjóra serstckj framtal til aðstöðugjalds, fyrir 10. mai n.k., sbr. 14- gr. reglugerðarinnar. 2 Þéir, sem framtalsskyldir eru í viðkomandi sveitar- félögum í Reykjanesskattumdæmi, en hafa með hönd- um aðstöðugjaldsskylda starfsemi i öðrurri sveitarié- lögum.þurfa að senda skattstjóranum í Reykjanesskatt1 umdæmi sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar, svo og þeir, sem framtalsskyldir eru utan Roykjanesskattumdæmis, en ,hafa með höndúm aðstöðugjaldsskylda starfsemi í éinhverjum ‘áður- nefndra sveitarfélaga. 3. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld. þeirra teljast til fleiri en eins gjal-lflokks, þuffa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöld-. unum tilheyrir hverjum- einstökum gjaldflqkki. sbr. 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind gögn vegna aðstöðugjalds-álagningoif þurfa að hafa borizt til skattstjóra eigi síðar en 10. maií n:k. að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið svo og skipting í gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að greíða aðltöðu- gjald af öllum útgjöldum, skv. þeim gialdflnkllí sem hæstur er. Hafnarfirði. 26. apríl 1963 SKATTST JÓRINN f REYKJ ANESUMDÆM1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.