Þjóðviljinn - 28.04.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.04.1963, Blaðsíða 12
1 -100% -75% -50% -25% Laugardagur varð miklu fengsælli en föstudagur enda hækkaði súlan okkar í 57%. Við þökkum öl'um þeim, scm lögðu fram þessj 314%. í gær bárust mynd- arleg framlög frá Siglu- firði. Selfossi og Akur- eyri. Það er augljóst að vinir Þjóðviljans utan Reykjavíkur ætla ekki að láta súluna verða einka- mál Reykvíkinga. Heyr fyr- ir því! Vlð erum sku’dbundnir að koma þeim skilaboðum á framfæri frá einum á- gætum Þjóðviljavini á Siglufirði, að hann „treysti sér ekki til þess að standa uppréttur fyrr en sú’an er fullreist“. Þökk fyrir vik- una sem leið. Hittumst aftur á þriðjudag. Castro ákaft fagnaö við kontuna ti! Sové trík ianna MOSKVA 27/4 — Fidel Castro, forsætisráöherra Kúbu, kom í morgun með flugvél til Murmansk án millilend- ingar. '®' Stuttu eftir komu Castros var haldinn fjöldafundur ó aðal- torginu í Murmansk, hengdar voru upp stórar myndir af för- sætisráðherrunum Castro og Krústjoff og sovézki og kúb- 'anski fáninn blöktu víða við hún. Gífurlegur mannfjöldi var á fundinum og fagnaði Castro á- kaft þegar hann talaði til fjöld- ans. „Ég mun aldrei gleyma þess- um móttökum, aldrei ó ævinni!“ hrópaði Castro hrifinn. „Við höf- um lesið Marx, Engels og Lenin og nú höfum við tækifæri til að kynnast hvemig kenningarn- ar um alþjóðahyggju verkalýðs- ins eru í framkvæmd“. Castro hóf ræðu sína hægum rómi. en innan skamms var hann farinn að hrópa miklu hærra en túlk- urinn. „Okkur finnst Sovétrík- in hafa breitt út faðminn á móti okkur," sagði hann. Ekkert hefur frekar verið til- kynnt um hvernjg heimsókn Keflavfkurbáiær skipta yfir á síld Keflavík í gær. — Aflaleysi hefur ríkt undanfarið á línu og net og var hæsti báturinn með 9 tonn í gær. Hér var örtröð í fyrradag af síldarbátum og hyggjast Kefla- víkurbátar snúa sér að síldveið- um og hafa Ámi Þorkelsson og Helgi Flóventsson begar breytt yfir á síldveiðar. 30 refir í valnum Þúfum 23/4 — Góðviðri er nú dag hvern og snjóa leysir. Flest fé er fundið, sem saknað var í óviðriskaflanum. Gísli refaskytta hefur banað 30 dýrum í vetur. Á. S. Sunnudagur 28. apríl 1963 — 28. árgangur — 95. tölublað Castros i Sovétr. fer fram, en vitað er, að hann mun fara með lest til Moskvu og er vænt- ' ^ anlegur þangað eftir hádegi á sunnudag. Álitið er að hann verði við 1. mai hátíðahöldin á Rauða torginu í Moskvu. Sennilega fer Castro í opin- bera hei'msókn til Alsir beint frá Sovétríkjunum, en hann er fyrsti þjóðhöfðinginn sem Ben Bella bauð að koma til Alsir. Reynt að sprengja olíustöð á Kúbu KEY WEST 27/4 — Hav- anaútvarpið tilkynnti í dag að tveggja hreyfla flugvél hafi kastað sprengjum yfir Nico Lopez svæðið, í ná- grenni Havana. Sprengjurn- ar sprungu ekki. Kúbustjóm hefur nú í undir- búningi mótmæli til Bandaríkj- anna og mun einnig senda mót- Drengur varð fyr- r bíl í Kópavogi I Skömmu eftir hádegi i gær varð tveggja ára drengur fyrir | bifreið við Álfhólsveg 80 í Kópavogi og kastaðist í götuna og slasaðist töluvert á höfði Litli drengurinn heitir Skarphéð- inn Þórðarson. Hann var þegar fluttur á Slysavarðstofuna og síðan á Landakotsspítala. Norræn leikar- avika hefst hér í dag I dag hefst hér í Reykjavík norræn leikaravika og fer það í annað sinn sem efnt er til slíkr- ar viku hér á landi. Sækir einn þátttakandi frá hverju hinna Norðurlandanna vikuna. en Fé- lag íslenzkra leikara og Þor- valdur Guðmundsson framkvsti. Hótel Sögu standa fyrir heim- sókninni. mælaqrðsendingu íil Sameinuðu þjóðanna vegna loftárásarinnar. í tilkynningu Kúbustjórnar sem Havanaútvarpið sendi út segir: „Kúba lítur svo á, að Bandaríkin beri ábyrgð á þess- um árásum og þeim afleiðingum sem þær kunna að hafa. Sú staðreynd að flugvélin kom frá bandarísku yfirráðasvæði og flaug þangað aftur án nokk- urra afskipta bandarískra stjórnarvalda, sýnir að Banda- ríkin geta ekki skotið sér und- an ábyrgð á þessum atburði. Hefði árásin tekizt samkvæmt á- ætlun. myndi það hafa kostað fjölda mannslífa“. Þessi yfirlýsing var send út efti'r að bandarískur ljósmynd- arj, Alexander Rorke. hafði sagt frá því í Washjngton að hann hafi tekið þátt í árás á olíu- hreinsunarstöð á Kúbu. Hann sagði frá því á svo- nefndu andkommúnistísku njósnanámskeiði á fimmtudag að hann hefði kvikmyndað árás- ina meðan áhöfn flugvélarinnar tendraði napalm-sprengjur með sígarettuglóð áður en þeir vörp- uðu þeim fyrir borð. Utanríkisráðuneytið í Was- hington hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um atburðinn. Eggert Gíslason sýnir skráningar- skjalið 1 gær losuðu þrír bátar Guð- mundar á Rafnkelsstöðum sild í Keflavík, Sigurpáll 300 tunnur, Víðir II. og Jón Garðar 500 tunnur hvor. Stjómarmeðlimir Verkalýðs- og sjómannafélagsins í Sandgerði gerðu Sigurpáli heimsókn og fengu að líta á skráningarskjalið í vörzlu skip- stjórans, Eggerts Gíslasonar, og samkvæmt því skjali er skips- höfnin skráð eftir orðalaginu „samkvæmt samningi". Það má heita furðuleg fram- koma hjá bæjarfógetaembættinu í Hafnarfirði að þykjast einfært að staðfesta í skeyti til skrán- ingarstjórans í Sandgerði, að skipshöfnin sé skráð eftir kjara- skerðingarsamningi LlO eða 36.5% af heildarafla til sjómanna í staðinn fyrir 40% af heildarafla samkvæmt samningi félagsins í Sandgerði. Nú hafið þið lokið við að samþykkja vinstrisinnaðar ályktanir; spurningin er hvort þær nægja til þess að ég geti samið mig inn f hægristjórn. ÆFR Fyrsti maí fagnaður Æ.F.R. Æskulýðsfylkingin í Reykia- vík heldur 1. maí fagnað í Næt- urklúbbnum Glaumbæ (salúrinn niðri) þriðjudagskvöldið 30. aprí! og hefst þessi góðkunni fagnaður klukkan 9 e.h. Til skemmtunar verður: ★ Ávarp. Gunnar Guttormsson, forseti Æ. F. ★ Öttar Guðmundsson flytur skemmtiþátt. (eftirhermur). ★ Hið vestur-indíska tríó, Don Williams leikur og syngur. ★ Hljómsveit Áma Elvar leik- ur fyrir dansi. Vitjið miða á skrifstofu Æ.F.R. í dag frá klukkan 2 til 6 og á morgun á sama tíma. Sími 17513. Krefjast hundrað þúsund kr. fébóta Hlþýóubandalags- fólk Hafnarfirði Munið fundinn annað kvöld klukkan 8.30 í Góðtcmplarahús- inu. — Stjórnin. Frú Ölöf Guðmundsdóttir, VesiturgötU 17 Akranesi, ekkja Sigurðar heitins Hallbjörnsson- ar skipstjóra og síðar útgerðar- manns á Akranesi, og Oörn þeirra, flest búsett á Akranesi, hafa höfðað meiðyrðamál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hend- ur Jóhanncsi Helga rithöfundi, sögumanni hans að bókinn'i Hin hvítu segl svo og útgefcndum • hennar fyrir ummæli sem þar 1 eru höfð um Sigurð Hallbjörns- son. Krefjast stefnendur þess að | ummælin verði dæmd dauð og ómerk, hinum stefndu verði refs- að fyrir ummælin og þcim gcrt að greiða sameiginlega krónur 100 þúsund í bætur til stefnenda, ennfremur krónur 5 þúsund til birtingar dóms í málinu svo og málskostnað. Ummæli þau sem stefnt er fyrir birtust eins og að framan | segir í æviminningabókinni Hin hvítu segl, er Setberg sf. gaf út í desember sl. og Jóhannes Helgi hafði skráð. Eru þau á bls. 55-57 í bókinni og er sá kafli of lang- ur til þess að hægt sé að taká hann upp hér. enda kynni birt- ing hans að kosta nýja stefnu! Hafa þegar orðið allmiklar um- ræður í blöðum um þennan bók- arkafla. Er mál betta líklegt til þess að vekja mikla athygli. enda er hér um hæstu fjárkröfu að ræða sem fram hefur verið borin í hliðstæðu máli. Málið verður tekið fyrir í bæjarþingi Reykjavíkur n.k. fimmtudag 2. maí. Þjóðviljinn snéri sér í gær til Jóhanriesar Helga og spurði hann hvernig honum litist á þessa málshöfðun. Fer svar hans nér á eftir: „Prýðilega. Peningurinn a íslandi er farinn að hugsa. unir því ekki lengur að gera það eitt að velta og velta með steind augu. og gefur nú gaum að bókum sér til af- þreyingar — nema hann vill ráða því hvemig þær eru skrifaðar. Það fær hann ekki. I PatreksfjarSarbátar verSa hæstir / ár Patreksfirði í.gær. — Aflahæsta skipið á vertíðinni er Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum er hefur róið héðan í vetur. Helgi er kominn með rúmlega 1200 tonn og er nú farinn að nálgast íslandsmet Binna í Gröf sem er 1363 tonn. Hæsti Vestmannaeyja- bátur er nú Stígandi með 980 tonn. Skipstjóri á Helga Helgasyni er Finnbogi Magnússon frá Patreks- firði og er skipið á leigu í vetur hjá nokkrum Patreksfirðingum. Næsti bátur að aflamagni á Pat- reksfirði er Dofri og er hann kominn með um 1100 tonn. Skip- stjóri á honum er Héðinn Jónss. I fyrra voru Grindavíkurbátar efstir á vertíðinni, en fiskisæld hefur verið mikil á Bi'eiðafirði í vetur og hefur það ráðið úrslit- ! um að þessu sinni. Bandarísk hjón halda tónleika Bandarísk hjón Roger Drinkal) scllóleikari og Deny Deane fiiðlu- I leikari komu tií landsins fyrir 1 skömmu á vegum félagsins Mus- ica nova og halda tónleika í Hótel Sögu í dsg. Þau hjón hafa bæði hlotið M.A. gráðu frá tónlistardeild háskól- ans í Illinois en Roger kennir nú við Queen’s College í Kaliforníu. Þau hafa einnig ferðazt víða um Bandaríkin til hljómleikahalds, og í fyrrasumar léku þau í Þýzkalandi, Englandi og Belgiu. j Drinkall-hjónin hafa þegar j leikið fyrir nemendur Tónlistar- j skólans, og í dag kl. 3 leika þau á Hótel Sögu. Á efnisskránni eru eftirtalin verk: Sónatína fyrir fiðlu og selló eftir Honegger, Sónata fyrir selló eftir Krenek, austurrískt tónskáld búsett í Bandaríkjunum. Duo fyrir fiðlu og selló eftir Martinu og Duo Karl Kroeger — og er það verk I För þeirra hjóna er styrkt af concertante fyrir fiðlu og selló samið sérstaklega fyrir ,hjón- Queen’s College, sem Roger eftir ungt bandarískt tónskáld, in. I Drinkall hefur starfað við. I Roger og Deny Deane Drinkall. Höggmyndir er hægt að sprengja i loft upp og hrekja aðrar með hótun um barsmið til föðurtúna. Bækurnar em erfiðari viðfangs. En áhuginn er lofsverður. Næst er að höfða mál á þjóðsögur. ts- lendingasögur, síðan málverk, höggmyndir; fá svo sem emn hundraðasta hluta þeirra dæmdan ómerkan: eitt nef eða eyra. háðsglott; krefjast þess að allir drættir í mann- lýsingum séu sleiktir svo vendilega að ásýnd kross- hangans sitji á hverjum hálsi. Annars hélt ég að útgerð á Akranesi bæri sig vel“. Orðsending frá ^venfélaai sésíalista Að venju hefur Carólínusjóðs- stjórn kaffiveitingar 1. mai að Tjarnargötu 20. Konur eru ' in- samlega beðnar að gefa kökur. Um kvöldið verða ágæt skemmti- atriði. Aðgangur ókeypis. Allir 'ósíalistar velkomnir meðan hús- rúm Ieyfir. Carólínusjóðsstjórn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.