Þjóðviljinn - 28.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.04.1963, Blaðsíða 10
'T' SÍÐA 1 V- ÞIÓÐVILIINN Sunnudagur 28. apríl GWEN BRISTOW: j HAMINGJU LEIT í allan sannleika. Hún talaði hægt og skýrt. — Garnet, ég er ekki núverandi ástmey Silkys, og ég vinn ekki fyrir hann. Ég á helminginn af fyrirtækinu. Garnet var undrandi. — Það hafði ég enga hugmynd um. — Abbott leigir okkur þetta hús, sagði Florinda. — Silky rak hér sanástofu, en hann vildi færa út kvíarnar. Við raeddum þetta þegar hann kom til Kerr- idge. Ég gekk í félag við hann. Skilurðu það? Garnet kinkaði kolli. — Nú leikur þér auðvitað forvitni á að vita hvaðan ég fékk stofnféð, og þú ert of vel sið- uð til að spyrja. Ég skal segja þér það. Manstu eftir því, þeg- ar ég fékk þér aura fyrir far- gjaldinu frá New Orleans til St. Louis, að ég tók þá úr buddu sem ég hafði saumað inn- ani lífstykkið? — Já. ég man það. — Það var bankinn minn. Ég hélt ég væri nokkuð örugg í New Orleans, en svo gat líka verið að ég þyrfti að þjóta af stað fyrirvaralaust, eins og kom lika á daginn. Svo að ég saumaði buddu inn í hvert ejn- asta lifstykki sem ég átti og á hverjum morgni þegar ég fór á i -----—----;-T Hárqreið'-ían fætur, setti ég skartgripina mína í hana og næga peninga til að halda mér uppi um tíma. — Þú ert svei mér forsjál, sagðí Garnet með aðdáun. — Ekkj alltaf. En ég læri smátt og smátt. Og eitt veit ég. Vertu aldrei uppiskroppa með peninga. Peningar eru það þýðingarmesta í þessum heimi. Garnet brosti Qg hrukkaði ennið um leið hún hugsaði sig um og hristi höfuðið. — Nei, það er ekki rétt, Florinda. — Hvað er þýðingarmeira? spurðj Florinda. — Það veit ég ekki. Það er eitt af því sem ég þarf að kom- ast að. En það eru ekki pening- ar. Florinda brosti með umburð- arlyndi Hún teygði handlegg- inn yfir veggbekkinn og tók pyngju Gametar. Hún hafði legið frammi síðan fyrr um dag- inn þegar Gamet hafði tekið hana upp til að borga Isabel fyrir breytinguna á svörtu kjólunum Florinda vó pyngj- una í höndunum á víxl, og fann hve notalega þung hún var. Þeg- ar hún lagði hana frá sér leit hún á Garnetu þýðingarmiklu augnaráði. teSdu aá,komast af án þeirra. vina mín, sagði hun. 32 P E RÍVI A. GaTðsenda 21. sími 33968. Hárgreiðslu- os • snyrtistof a Dömur, hárgreiðsia við allra hæfl. TJARN ARSTOF AN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Simi 14662. Hárgreiðslu. og snyrtistofa STEINTJ OG DÓDÓ. Laugavegi 11. simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa ADSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656 Nuddstofa á sama stað Júnímánuður var fremur kald- ur, þoka og mikið blómskruð. Svo birtist sólin aftur með júlí- mánuði. Eftir það var sólskin hvem einasta dag. Fjallarunn- arnir brunnu. svo að þeir urðu alla vega guíir og fjólulitir og grasið skrjáfaði undir fæti eins og pappír. Rétt eftir að þurrkatíminn byrjaði, kom hópur kaupmanna með fregnir af nýjum óeirðum fyrir norðan. Mennimir sögðu að Frémont hefði farið til Oreg- on eins og hann hafði fengið skipun um, en fljótlega kom hann aftur til Norður-Kalifom- iu. Strax og þangað kom bloss- uðu aftur upp deilur. Þeir sögðu þannig frá: Don Mariano Guadalupe Vallejo, l einn af auðugustu mönnum í Kaliforníu. bjó á ranchói sínu fyrir norðan San Francisco-vik- ina. Morgun einn í júní héldu þrjátíu og þrir kanar innrejð sína á landareign hans. Þejr sögðust vera hópur uppreisnar- manna sem ætti að taka við stjómartaumunum og þeir væru þama með samþykki Frémonts. Þeir flykktust inn i stofur sen- ors Vallejos, dmkku sig fulla í víni hans og heimtuðu penna og pappir. Sumir þeirra kunnu ekki að skrifa og margir þeirra sem gátu það. voru of fullir til að halda á penna. En hinir settu saman yfirlýsingu sem kunn- gerði að Kalifornía væri nú lýð- veldi. Þegar því var lokið tóku þeir senor Vallejo og fjölskyldu hans til fanga og marga aðra kunna menn i nágrenninu. Fang- amir urðu að þramma til búða Frémonts og þaðan í Sutter virkið, þar sem þeir voru lok- aðir inni. Og að lokum drógu þeir fána að hún á ranchói senors Vallejos. Maður að. nafni Todd gerði fánann. Sumir sögðu að hann hefði búið hann til úr laki og rauðu flúnelsundirpilsi. Todd málaði rauða stjörnu i hornið á lakinu og teiknaði björn sem horfði upp á stjömuna. Neðst festi hann ræmu úr rauðu flón- eli með bókstöfunum „Republic California“. Eða réttara sagt, hann ætlaði að skrifa það. en hann var eitthvað ruglaður og gleymdi i-inu í orðinu „republ- ic“. Hann bætti því síðan inn fyrir ofan c-ið. Fáninn var al- veg í samræmi við annað sem gerðist þennan dag. Af hinum þrjátíu og þremur mönnum sem ruddust inn á heimili senors Vallejos, voru ör- fáir verkamenn úr þorpum og landssetrum, en flestir áttu hvorki heimili né höfðu atvinnu. Tuttugu þeirra höfðu verið skemur en átta mánuði í Kali- forníu. Lakin, bandaríski kons- úllinn í Monterey og Montgo- mery, sem var skipstj. á banda- ríska herskipinu sem lá í San Francisco-víkinni, fordæmdi samstundi? framkomu þeirra. Kaupmennirnir og ranchó-eig- endurnir voru mjög áhyggjufull- ir yfir því sem gerzt hafði. Þessir Bandarikjamenn áttu þarna blómleg viðskiptl og þeir vildu helzt halda þeim áfram. Að vísu höfðu þeir látjð að þvi liggja. að þegar Kalifornía vildi fá frelsi, myndu þeir fúslega leggja fram aðstoð sína. En þeir vildu að allt færi fram með vináttu. — Þeir vildu ekki að Kalifomíubúar héldu að Banda- ríkjamenn væru kolvitlaust fólk. Kanarnir sem búsettir voru í Los Angeles töluðu með van- þóknun um uppistandið í veit- íngastofu Silkys. Þeir 'fullviss- uðu heimamenn um að þeir stæðu ekki ; neinu sambandi við þennan trantaralýð fyrir norðan og Frémont græfi sína eigin gröf, ef hann hypjaði sig ekki aftur til Oregon. Reið og gröm sögðu Silky og Florinda Gametu frá þeim sam- tölum sem fram fóru á barnum. Garnet var örvílnuð. Hún var dauðþreytt. Hún átti von á barn- inu eftir fáelnar vikur og henni fannst hún hafa íengið að kenna á nógum erfiðleikum. — Eigið þið við, spurði hún, — að okkur verði kennt um þetta vegna þess eins, að við erum frá Bandaríkjunum? Silky var að færa bækur sin- ar og hann sneri upp á yfir- skeggið og hristi höfuðið. Silkv gat verið nógu alvarlegur ef hann vildj. — Ég held að við þurfum engu að kvíða. frú Hale Við erum vel liðin í Los Angel- es. Fólkið hér kemur hingað á hverju kvöldi til að drekka vín °g spila monte. Hér vita allir að náungar eins og ég og Abbott og flestir okkar komum ekki ná- lægt svona pakkj eins og þeim •fyrir norðan. Gamet varð rórra og hún sneri sér aftur að saumunum. Silky hélt áfram að leggja sam- an tölur. Viðskiptin gengu ve? og Silky var í bezta skapi. að hvorugt þeirra myndi forsmá Garnetu á það, að hún hafði ekki enn samið um greiðslu fyr- ir fæði og húsnæði. Hún hafði sagt Florindu að hún vildi gera það. en Florinda hafði svar- að: — Þess þarftu ekki. Kjötið er svo ódýrt hér, að þú getur ekki einu sinni borðað fyrir dollar á mánuði. En Garnet hafði staðið fast á því að borga sinn hluta Bæði Silky og Flor- inda höfðu mikinn áhuga á að græða, og Garnet var viss um að hvorugt þeirra myndi forsmá peninga þegar frá ljði. Auk þess átti hún von á bami og hún hafðj grun um að hvað Silky snerti að minnsta kosti, gerði regluleg staðgreiðsla allan mun- inn á grenjandi krakkaormi og litlu englabarni. Hún ákvað að tala við Abb- ott og fá upplýsingar um fjár- hag sinn áður en barnið fædd- ist. Þegar hún fór upp á loft þetta sama kvöld. skoðaði hún sjálfa sig i speglinum. í New York hefði henni ekki komjð til hugar að fara út fyrir dyr. En hún hafði tekið eftir því að í Kalifomíu fóru barnshaf- andi konur allra sinna ferða og öllum þóttj það eðlilegt og sjálfsagt. Hún aetlaði að fara til Abbotts á morgun, ef Flor- inda vildi fylgja henni þangað og vish henni leiðina. Umhugsunin um að hún bæri ábyrgð á miklum eignum var dálítið ógnvekjandi. þvj að hún hafðj svo lítið vit á slíku. Heima hafði faðir hennar látið hana hafa vasapeninga og Oliver hafðj alltaf verið örlátur. Þeg- ar hana langaði til að verzla í New Orleans hafði hann feng- ið hennj einn eða fleiri seðla. f Santa Fe hafði hann fengið henni lófaf.vlli af mexíkönskum peningum áður en hún hafði svo mikið sem farið fram á peninga. Eftir að þau komu til Kaliforníu hafði hún alls ekki notað peninga fyrr en hún greiddi Isabel fyrir breytinguna á kjólunum svörtu. Hún hafði boðizt til að borga efnið í barna- fötin, en Florinda hafði sagt: — Þú ert búin að borga það. Ég bað Abbott um að færa það á reikning Olivers. Florinda hafði vit á fjármálum. Hún hafði sagt Garnetu hversu mikið hún ættj að greiða Isabel í saumalaun og hún vissi öll deili á hinu undarlega samblandi af pening- um og húðum og reikningsvið- skiptum sem' viðgengust alls staðar í Kalifomiu. Þegar Flor- jnda kom upp í herbergið um kvöldið. sagði Garnet henni að hún ætlaði að finna Abbott. Florinda kinkaði kolli. — Auðvitað skil ég það vina mín. Það er óþægilegt að vita ekki hvernig ástatt er i fjár- málunum. Ég skal fara með þér á morgun — .Tosé getur afgreitt á barnum og eiginlega þarf ég að fá mér skó. Gamet sat á veggbekknum fyrir framan gluggann og starði á sfjörnurnar. Hún sá Stóra- björn og mundi hvernig faðir hennar hafðj sýnt henni hana þegar hún var bam. Skyndjleg heimþrá greip hana. Meðan hún horfði á stjörnurnar sagði hún allt i einu: — Ég vildi óska að bamið mitt yrði ekki útlendingur! Florinda var að tína saman óhreina tauið sem Isabel átti að fá næsta dag. — Það er synd og skömm, Gamet. sagði hún, — að þú skulir þurfa að vera hér gegn vilja þinum. Haltu honum upp á snakki f þrjár mínútur. AUt í lagi. Sendu hann inn. Jæja. Andrés minn. Héma sérðu fátækan og gamlan mann í áhyggjum sínum um eigin velferð. SKOTTA Þetta er sætasti og bezíi stráKurinn, sem ég hef fyrirhitt. Má ég fara í bíó með honum? Hafnarfjörður Menn helzt vanir verksmiðjuvnnu óskast til starfs í verksmiðju Lýsi & Mjöl h.f., — Vakta- vinnu. Upplýöingar í símum 50697 og 50797. LÝSI & MJÖL H.F Hafnarfirði. Aðstoðar- hjúkrunarkonur váritár á 'sjúKrá’hus Ákraness, 1. júní n.k. Upp- lýsingar veitir yfirhjúkrunarkona. Einnig vant- ar Ijósmóður sem allra fyrst. SJÚKRAHÚS AKRANESS. EVINRUDE utanborðsmótorar hafa staðið sig mjög vel við síldveiðar og hvarvefna sem þeir hafa verið notaðir. Nú er rétti tíminn til að fá hjá oss mótora fyrir hækk- un, sem verður í byrjun maí. €» H: 1 i UÆ /Uk 2 Laugavegi 178 — ■ sími 380Qo V arahlutni iónusta vSc«ím^b-jÖRNSson * CO. p.0. Suí. 24204 13W • RfYKMVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.