Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 4
4 SfÐA HðÐVILHNN Miðvikudagur 1. maí ' 1963 Ctgefandi: Bitstjórar: SamemmgarflokkUT aiþýðu — Sósíalistaflokk urinn. — ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson Cáb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V Friðbióísson. 'fits* íuplýsmgar. orentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími 1.7-500 C5 línur) Áskriftarverð kr 65 á mánuði Mann- réttíndi k llt frá upphafi hinnar alþjóðlegu verklýðshreyf- ingar hefur baráttan fyrir hóflegum vinnu- tíma verið eitt megintakmark launþega; menn skildu það vel að því aðeins býr fólk við sóma- samleg lífskjör að það hafi rúmar frístundir til þess að sinna hugðarefnum sínum, mennfun, skemmtunum og hvíld. Lengi vel var markmiðið 8 stunda vinnudagur, og á það var lögð áherzla á baráttudegi verkalýðsins fyrsta maí. En í fjöl- mörgum löndum er sú krafa nú orðin úrelt með öllu, vinnudagurinn er þegar orðinn mun skemmri. En hér á íslandi hefur launþegum ekkert orðið ágengf í þessu efni; hin samningsbundnu ákvæði um 8 stunda vinnudag fela aðeins í sér tvenns- konar eða þrennskonar kaupgreiðslur á degi hverj- um; kaupinu er aðeins skipt f dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu. Það er mjög algengt að verkafólk á íslandi vinni tvöfalf lengur en starfssystkini þess í nálægum löndum. Og þjóðfélagið neyðir menn til þessarar vinnuþrælkunar; dagvinnu- kaupið á íslandi er miklu lægra en í nokkru ná- lægu landi — svo lágt að ritstjóri Alþýðublaðsins hefur kveðið upp þann dóm að óbreyttur dag- launamaður sem ætlaði sér að lifa af átta stunda kaupi yrði hungurmorða — en muninn reyna menn að vega upp með því að leggja á sig lengri og lengri vinnutíma og sækjast sérstaklega eftir því að vinna á nætumar og á lögskipuðum hvíld- ardögum. Ekki ætti að þurfa að færa rök að því hversu ógnarleg þjóðfélagsleg meinsemd þessi vinnuþrælkun er, menn sem þannig sfrita fara á mis við margt af því sem gefur lífinu gildi, og margir þeirra falla fyrir aldur fram. ^ylfi Þ Gíslason hefur margsinnis lagt áherzlu á það að vinnutekjur manna hafi á undan- förnum árum orðið um það bil tvöfált meiri en svarar fullum dagvinnulaunum verkamanna. Sú staðreynd er til marks um það hversu síórfelld aukavinnan er, en hún gefur einnig til kynna hvert kaupgjald efnahagskerfi íslendinga þolir. Verkefni það sem við blasir um þessar mundir er því það að stytta vinnutímann í eðlilegt horf án þess að nokkuð skerðist árstekjur þær sem Gylfi Þ. Gísla- son talar mest um. Til þess þarf fyrst og fremst breytt fyrirkomulag á atvinnurekstrinum, það þarf að vinna bug á hverskonar skipulagsleysi, aftur- haldssemi og tregðu hjá atvinnurekendum; þeir þurfa að láta sér skiljast það að hámarksákvæði um vinn’itíma eru meðal óhjákvæmilegustu mann- réttinda. Ffc^ráttan fyrir styttingu vinnufímans með óskertu ^ arskaupi hlýtur að verða meginverkefni verk- lýðssamtgkanna á næstunni, á sama hátt og B. S.R.B hefur miðað kröfugerð sína við það að eðlilegur vinnutími einn saman eigi að tryggja áómasa-miegar tekjur Launþegar munu fylkja liðí um bá kröfu í dag, 1. maí. þeir munu hafa hana að leiðarljósi í alþingiskosningum þeim sem fram- undan eru og í öllum aðgerðum samtaka sinna. Á bessn <;viði er hægt að vinna stórsigra á næst- unn; * bofa samstöðu og baráttukjarki. — m. Framhald af 1. síðu. ástæða en oft áður til þess að hvetja allt vinnandi fólk til þess að fjölmenna í kröfugönguna og Þrjótarinn á heim- ieið með Pailíser? Það eitt er að frétta af Mil- wood málinu að utanríkisráðu- neytið hefur borið fram ítrek- uð mótmæli við brezka sendi- herrann hér og krafizt þess að John Smith skipstjóri verði framseldur. Sendiráðið hefur syarað því til. að brezka stjórn- in telji sig ekki eiga sökótt við manninn og geti því ekki framselt hann nauðugan. Af Palliser er það að segja, að hann mun vera kominn til Orkp- eyja með skipstjórann innan- borðs. Skipið kom þar við til :að taka olíu, en ekki er vitað hvert það hefur haldið síðan. Síðdegis í gær barst sakadóm- araembættinu formleg kæra frá Landhelgisgæzlunni og Þórarinn Bjömsson skipherra á Óðni gaf skýrslu um atburðina. Borgardómaraembættið bvað ólíklegt að nokkur sjóréttur yrði í árekstrarmálinu; það yrði trú- lega tekið fyir hjá sakadómara um leið og landhelgisbrotið.' Ofbeldi Breta Framhald af 12. síðu. Við brezku stjórnina að sakast Ýms dæmi eru um það að brezkir togaraskipstjórar hafi einskis svifizt til þess að kom- ast undan landhelgisgæzlunni, og' 'stjóm Bjarhá Benediktssonar á þeim málum ýtir undir þá iðju eins og áður hefur verið rakið. En þetta mál er nú orð- ið miklu clvarlegra og umfangs- meira. Brezki flotinn hefur verið notaður til að b.jarga veiðiþjóf- um undan réttvísinni; nú er við brezku stjórnina að sakast en ekki neinn togaraskipstjóra. Neiti brezka stjórnin að framselja lögbrjótinn neitar hún að virða fullveldi Islands og alþjóðalög. Undirlægjumennimir í rikis- stjóro fslands hafa auðvitað ímyndað sér að þeir mjmdu á- vinna sér vinsemd Breta með samningnum um land-helgina sem: hleypti brezkum togurum inn í sex mílur og afsalaði landgrunn- inu utan 12 mílna. En þeir hafa í staðinn uppskorið hjá Bretum. þá fyrirlitningu sem alltaf verð- ur afleiðing undirlægjuháttar. Framkoma Breta i Milwood- málinu sýnir að brezk stjómar- völd telja að hægt sé að bjóða ríkisstjórn fslands allt — enda hafa þeir af því langa reynslu að það mat sé rétt. mótmæla á þann hátt gerræði íhaldsmeirihlutans í útvarpsráði. Allír með í kröfu- göngu Verkalýðs- félaganna Voldug kröfuganga og glaesi- legur útifundur verkalýðsfélag- anna við Miðbæjarskólann sýna klofnings- og kjaraskerðingar- mönnunum innan verkalýðs- hreyfingarinnar að vinnandi fólk er staðráðið í að bera kröf- ur sínar, kröfur Alþýðusambands íslands, fram til sigurs. Látum kröfugönguna 1. maí verða fyrsta áfangann í sókn til baettra lífskjara. Allir út á götuna í dag. Tak- ið þátt í kröfugöngunni frá upp- hafi. Mætið við Iðnó eigi síðar en kl. 2 e.h. Að geími tilefni vill Verzlimarmannafélag Reykjavíkur taka fram að augiýsing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna varðandi 1. maí er V.R óvið- komandi. Verzlunar- og skrifstofufólk á félagssvæði V.R. mun vinna til kl. 12 á hádegi 1. maí, eink og venja hefur verið. Félagsfólk V.R. ei hvatt til að taka þátt í há- tíðahöldum Fulltníaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Ameríkuleikirnir um síðusiu helgi + Ameríkulcikamir í frjáls- um íþróttum fóru fram um síðustu helgi í Sao Paulo. Meðal afreka voru þessi: 100 nV 1) Figuerola, Kúbu, 10.3, 2) Herrera, Venezuela 10.4 3) Murchinson, USA 10,5. 110 m grindahL; 1) W. May, USA 14.1. 2) Betancourt, Kúbu 14.1, 3) Da Conceiaco, Bras- Ilíu 14.4. 400 m hlaup: 1) James Johnson, USA 46.7, 2) Mel Spence, Jamaica 46.8. Kringlukast: 1)' Humphres, USA 57.82. Stangarstökk: 1) David Tork, USA 4.90 m. 100 m kvenna: 1) Edith McGurie, USA 11.5. 2) Miguelina Cob- can, Kúbu 11.5: Hástökk: Gene Johnson, USA 2.11. 5000 m: Suarez, Argentínu 14.25,8 mín. ir Á morgun fer fram úr- slitaleikurinn í ensku bikar- keppninni. Það eru Leicester og Manchester Unided sem mætast á Wembley. Sendum starfsfólki okkar og landsmönnum öllum beztu kveðjur í tilefni af 1. maí. Bæjarútgerð Reykjavíkur Landsba inki Íslanc Reykjavík — Austurstræti 11- Is - Sími 17780. OTIBC 1 REYKJAVlK: Austurbæj^irútibú, Laugav. 77. Langholtsútibú, Langholtsv. 43 Vegamótaútibú, Laugavegi 1 3 Vesturbæjarútibú, Háskólabíói við Hagatorg Sími 11600 Sími 38090 Sími 12258 Sími 11624 OTIBO OTI Á LANDI: ísafírði — Akureyri Húsavík — » Eskifirði Seifossi — Gríndavík Kefíavik á Afgreiðsla í KEFLAVÍK í húsakynnum Snari | sjóðs Keflavíkur, Suðurgötu 6. ANNAST ÖLL BANKAVIÐSKIPTl INNAN LANDS OG UTAN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.