Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudaguí 1. maí 1963 — 28. árgangur, — 97. itölublað. I Þrefalt blað í dag - 1. maí Þjóðviljinn er í dag, 1. maí, samtals 28 síður — tvö 8 síðna blöð og eitt 12 síðna blað. Lesendur eru vinsamlega beðnir að athuga, að frá öðru aukablaðinu var gengið og það prentað áður en ákveð- ið var í gærdag, að sfækka blaðið enn úr 24 síðum í 28 vegna m'ik ils magns auglýsinga og efnis. Voru þá ekki 'tök að breyta klaus- unni e'fsí á forsíðu þess blaðs. VARÐSTAÐA UM MANNRÉTTINDI! - SÓKN TIL BÆTTRA LlFSKJARA! ALLIR MEÐ í kröfugöngu ýðsfélaganna I dag minnist alþýða Reykjavíkur 40 ára afmælis fyrstu kröfugöngunnar, sem farin var hér á landi með því að f jölmenna í kröfugöngu verkalýðsfélaganna, sem hefst við Iðnó kl. 2 og á útifundinn við Miðbæjarskólann. Vinnandi fólk fylkir sér um 1. maí-ávarp og kröfur Alþýðusambandsins,' sem 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna hefur gert að sínum kröfum. í kröfugöngunni verða m.a. bornar þessar aðal- kröfur: Kauphækkun, styttri vinnu'tíma — Burí með yinnuþrælkunina — Dagvinnan verður að tryggja lífskjörin — Verndum. félagaírels'ið — Verndum sjálfstæði íslands — Enga aðild að Efna- h'agsbandalaginu — Engin hernaðarbandalög — Allsherjarafvopnun. Eðvarð Sigurðsson Jón Snorri Þorleifsson Björn Þorsteinsson Jón Pétursson . Hannibal Valdimarsson Mætið öll í kröfu- göngu verkalýðsfélag- anna við Iðnó stund- vislega kl. 2 í dag. Voldoig kröfiiganga og glæsilegur útifundur við Miðbæjarskólann er verðugt svar við þeirri fyrirætlun klofningsmannanna að leggja niður 1. maí-kröfugönguna á 40 ára afmæli hátíðahald- anna þennan dag. Með þátt- töku í kröfugöngunni frá upphafi getur vinnandi fólk sýnt afturhaldinu að það er ráðið í að standa vörð um réttindi sín og sækja fram til bættra lífskjara. Hátíðahöld 1. maí-nefndar verkalýðsfélaganna hefjast með þvi að safnazt verður saman við Iðnó M. 2 e.h. og þaðan verður lagt af stað í kröfugönguna. Gengið verður um Vonarstræti, Suðurgötu, Aðalstræti, Hafnar- stræti Hverfisgötu. Frakkastíg, Skólavörðustíg, Bankastræti og Lækjargötu að Miðbæjarskólan- um, en þar hefst útifundur að göngunni lokinni. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngunni og á útifundinum. Utifundurinn við Miðbæjarskólann Ræðumenn á ú(.ifundinum verða: Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar, Björn Þor- steinsson, sagnfæðingur, Jón Pétursson, símamaður og Hanni- bal Valdimarsson, forseti AI- þýðusambands íslands. Fundarstjóri verður Jón Snorri Þorleifsson, formaður Térsmiðafélags Reykjavíkur. Merki dagsins merki Alþýðu- sambands Islands, verður selt á götum borgarinnar og kostar kr. 10.00. Mótmælið gerræði útvarpsráðs Sérstök ástæða er til þess að vekja enn athygli á þeirri ó- svífni afturhaldsins að meina Aliþýðusambandi íslands aðgang að úbvarpinu á þessum hátíðis- degi verkalýðsins og fella niður ávarp forseta Alþýðusambands- ins. Rödd verkalýðssamtakanna má ekki heyrast íl útvarpinu á hátíðisdegi verkalýðsins og mun það einsdæmi í lýðfrjálsum löndum. Það er því enn ríkari Framhald á 4. síðu. <S^- Áskorun til reykvískrar alþýðu 1. maí-nefnd verkalýðsfélaga í Reykjavík ásamt fjölmörgum forystumönnum verkalýðsfélag- anna hefur sent frá sér áskorun til vinnandi fólks uin að fylkja sér um l.maí-ávarp Alþýðusam- bandsins með þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum við Miðbæjarskólann. — Fer áskor- unin hér á eftir ásamt undir- skriftuin: „Við undirrituð skorum á al- þýðu Reykjavíkur ad fylkja sér um 1. maí-ávarp Alþýðusam- bands Islands og fjölmenna til þátttökú f kröfugöngunni «g á útifundinn við Miðbæjarskólann. Minnumst þess með voldugri þátttöku, að í dag eru liðin 40 ár frá því að fyrst var farin kröfuganga á Islandi". Fagnar stórsigri Palmiro Tojg:Iiatti, leiðtogi ítalska kommúnista- flokksins, lýsti því yíir í dag að kosningasigur flokksins hefði verið glæsilegri en beztu vonir hefðu staðið til. Sagði hann að þetta sanni svo ekki verði um villzí að allar sögusagnir um ágreining innan flokksins væru ekki á rökum relstar. — ^ Sjá 3. síðu. Eðvarð Sigurðsson, formaður, Dagsbrúnar Snorri Jónsson, formaður, Fálags járniðnaðarmanna. Jón Sn. Þorleifsson, formaður, Trésmiðafélags Reykjavíkur Einar Ögmundsson, ; formaður Vörubílstjórafél. Þróttar Haraldur Tómasson, í stjórn S. M. F. Kari Arnason, varaformaður, Fé- lags bifvélavirkja Helgi Arnlaugsson, formaður Sveinafélags skipasmiða Birgitta Guðmundsdóttir, for- maður A. S. B. Magrét Auðunsdóttir, formaður, Starfsstúlknafél. Sóknar Lárus Bjarnfreðsson, formaður, Málarafélags Reykjavíkur. Magnús Magnússon, formaður Félags blikksmiða Þorsteinn Þórðarson, formaður Sveinafél. húsgagnabólstrara Bolli Ólafsson, formaður Sveina- félags húsgagnasmiða Halldóra Guðmundsdóttir. for- maður Nótar Gísli Einarsson, formaður Rak- arasveinafél. Reykjavíkur Sigurður Runólfsson, formaður, Mjólkurfræðingafél. íslands Páll Bjðrnsson, varaformaðuri Iðnnemasambands Islands Helgi Þorkelsson, formaður. Skjaldborgar Magnús Vilhjálmsson, skipa- smiður ÞórðUr Gíslason, trésmiður Hörður Jóhannsson, blikksmiður Kristján Jóhannsson, verkam. Guðjón Jónsson, járnsmiður Hólmfríður Jónsdóttir, fóstra Bjamfríður Pálsdóttir, starfs- stúlka Margrét Sigurðardóttir, klasðsk. Leifur Ólafsson, málari Elín Björnsdóttir, afgreiðslu- stúlka Jóhann Elíasspn, húsgagnabólst. Þráinn Þorsteinsson, húsgagna- smiður. I.maí 1923-1965 AiþýÖusamband fslands 1963, m 1. maí-merki Alþýðusambands Islands verður selt á götum borgarinnar í dag á vcgum 1. maí-nefndar verkalýðsfélaganna. Merkið kostar krónur tíu og verður afgreitt til sðlubarna ag annarra á skrifstofu Dagsbrúnar, Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og á skrifstofu Félags járniðnaðar- manna að Skiphotti 19. Opíð' í báðum stððum frá klukkan níu til tólf og klukkan eitt til fimm eftir hártcgt Listi Alþýðu- bandalagsins í Austurlands- kjördæmi Gengið hefur verið frá framboðslista Alþýðubanda- Iagsins í Austurlandskjðr- dæmi við alþingskosning- arnar 9. júní næst komandi, og er Iistinn þannig skip- aður: 1. Eúðvík Jósepsson alþing- ismaður, Neskaupstað. 2. Asmundur Sigurðsson fyrrv. alþingismaður, Reykjavík. 3. Helgi Seljan kennari, Reyðarfirði. 4. Sævar Sigbjarnarson bóndi, Raufarholti N-Múl. 5. Seinn Stefánsson skóla- stjóri, Seyðisfirði. 6. Sigurður Blöndal skógar- vörður, Hallormsstað. 7. Antonius Jónsson bif- reiðastjóri, Vopnafirði. 8. Guðlaugur Guðjónsson sjómaður, Fáskrúðsfirði. 9. Benedikt Þorsteinsson verkamaður. Hornafirði. 10. Jóhannes Stefánsson fanmkvæmdastjóri, Nes- kaupstað. Vegna þrengsla i blaðinu í dag verður birting mynda að bíða að sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.