Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 5
V Miðvikudagur 1. maí 19«S ÞlðÐVIUINN SlÐA 5 Réykjavíkurmótið í knattspyrnu Þróttur og Valur skildu jöfn eftir allgóðan leik í hálfgerðri slyddu og kalsaveðri léku Þrótt- ur og Valur þriðja leik Reykjavíkurmótsins, og þettá veðurfar gerði völlinn sjálfan leiðinlegan og erfiðan á alla lund. Það merkilega gerðist bó. að leikunnn í heild var töluvert fjörlega leikinn. Brá oft fyrir gcðum leik, þar sem bæði lið gerðu sér grein fyrir að sam- leikur er lykill að skemmtileg- um og sigursælum leik. 1 annan stað var skemmti- legt að sjá að bæði iið virtust hafa úthald og þann hraða sem þarf til að gefa leiknum þá spennu sem áhorfandinn kann að meta. Leikmenn og lið mega nefnilega ekki gleyma því að áhorfandinn verður að hafa sitt gaman, og það fær hann fyrst og fremst i leikjum sem éru fjörlega leiknir og með hraða. Þar sem barizt er um knött af lífsgleði unga manns- ins. þar sem bak við og undir kyndir vilji og kraftur og vit. Valur nær sigri Fyrstu mínúturnar var leik- urinn jafn og skiptust liðin á að sækja, og var það Valur sem fyrst ógnaði marki Þrótt- ar. Gerðu Valsmenn áhlaup vinstra megin og komst Matt- hias Hjartarsson allnærri marki og skaut og mátti ekki miklu muna, en Guttormi í marki Þróttar tókst að slá knöttinn í hom. Hægri armur Vals var tölu- vert virkur og tókst hvað eftir annað að brjótast í gegnum hægri arm vamar Þróttar. A 13. mínútu náðu þeir Stein- grímur Dagbjartsson og Berg- steinn Magnússon góðum og hröðum samleik sem endaði með hörku skoti frá Bergsteini sem Guttormur fékk ekki rönd við reist. En Þróttarar voi*u ekki á þvi að gefast upp og sóttu fast en tókst ekki að jafna í næstu lotu, en næstu tíu mínútur voru nokkuð jafnar. Enn eru það Vals menn sem ógna og er Stein- grímur í góðu færi, en beitir fætinum rangt og lyftir knett- inum hátt yfir, og aftur nokkru síðar er Steingrímur í sæmi- legu færi, en skotið var lint og Þróttari bjargar í hom. Þróttarar sækja alltaf og ógna marki Vals þótt þeim tak- ist ekki að skapa sér opin tæki- færi. Leikurinn er alltaf nokk- uð jafn, þó Valsmenn eigi ör- lítið meira í honum. Nokkru fyrir lok hálfleiksins má litlu muna við mark Vals er þröng hafði myndast og Valsmaður bjargað við linu, en það endar rheð því að Björgvin í mark- inu nær knettinum af tilviljun og bjargar. Þegar sex mínútur eru eftir losnar Axel, sem verið hafði í „haldi“ hjá Ormari. og er hann ekki seinn á sér upp og skorar óverjandi fyrir Björgvin sem að vísu fór of fljótt og of langt útúr markinu. Valsmenn sækja meir það sem eftir er, en ekkert gerist. Síðari hálfleikur er ekki nema sjö mínútna gamall beg- ar Valur gerir áhlaup hægra megin og tekst Bergsteini að senda knöttinn vel fyrir, en þar er þá kominn hinn ungi efnilegi Bergsveinn sem skall- ar rétt og fallega í mark. Það var skalli en ekki „stang" eins og svo margir knattspyrnumenn gera og kalla skalla! Næstu 25 mínúturnar gerist ekkl mikið sem verulega er i frásögur færandi, nema hvað báðir berjast og oft með góð- um tilraunum til samleiks. Valur á mun meira í þessum hálfleik og almennt var gert ráð fyrir að Valur myndi vinna. Þó tekst þeim ekki að skapa sér verulega opin tæki- færi þótt sókn þeirra sé meiri. Á 33. mínútu er dæmd auka- spyma á Val nokkuð fyrir ut- an vítateig til vinstri og er spyrnt vel fyrir markið. Sækja Þróttarar hart og ná því að skalla tvisvar í slá, en lotunni lauk með þvi að Jens skaut hörku skoti í hom marksins ó- verjandi fyrir Björgvin. ‘Jafn- tefli 2:2. Litlu síðar munaði ekki miklu að Haukur skoraði; breytti hann stefnu á skoti er stefndi á markmann, en það fór aðeins fyrir ofan slána. Og við þetta sat. Eftir gangi og tækifærum var Valur nær sigrinum, þótt allt- gæti gerzt. LXÐIN: Valur náði betri leik nú en á móti KR um daginn. Sérstak- lega voru framverðimir virk- ari og uppbyggilegri fyrir fram- herjana en þá. Þórsteinn Friðþjófsson átti góðan leik, og staðsetningar bakvarða Vals voru betri en um daginn, sérstaklega Þór- steins. Björn Júlíusson lék nú fyrir Guðmund sem meiddist um daginn og slapp sæmilega frá því. Björgvin í markinu átti mjög góðan leik yfirleitt. Framlínan var oft skemmti- lega virk. Steingrími nefur aukist kraftur og samleikur þeirra Bergsteins og hans var oft skemmtilegur. Bergsveinn sýndi enn að þar er góður efni- viður á ferðinni, en þeir Matt- hías og hann náðu ekki eins vel saman. Hans gerir margt laglega en þyrfti að vera fljót- ari í aðgerðum sínum. Lið Þróttar ætti ekki að burfa að kvíða framtiðinni ef þeir halda saman. Það virðist sem nú sé að skapast það sem svo erfitt hefur verið að fá í lið- ið og það er baráttuvilji og hraði, eða forsvaranleg bjálf- un. Þar hefur Gabor Verið beim góð sending. Verulega veika hlekki í lið- inu er naumast að finna, og yfirleitt fellur það vel saman. Beztir voru Guttormur í mark- inu, sem er greinilega gott efni og maður sem lætur ekkert raska ró sinni. Miðvörðurinn Jón Björgvinsson er sterkur og ákveðinn. Með betra skipulagi gæti Þróttur þétt vöm sína mun betur. Axel og Haukur áttu nokkuð góðan leik, þótt þéir næðu ekki sínu bezta. Dómari var Carl Bergmann. — Áhoríendur voru fáir. Frímann. Nýtt landslið Brasilíu PELE skoraði 3 mörk hjá Frökkum PARÍS — Landslið Brasilítu er nú komið í keppnisferðalag til Evrópu. Liðið sigraði lands- lið Frakklands s.l. sunnudag með 3:2 eftir harða keppni en mjög góðan leik. Pele skoraði öll mörk Brasilíu. Fyrsta markið setti Pele á 29. mínútu með frábæru 50 metra skoti. Fyrri hálfleikur var annars jafn en honum lauk með 1:0. Lið Brasilíu hefur nú verið yngt upp til muna. Fimm val- inkunnar kempur eru horfnar Innanfélags- mót Innanfélagsmót verður hald- ið fimmtudaginn’2. maí n.k. á Melavellinum kl. 17,30- Keppt verður í eftirtöldum greinum: 600 m. hlaupi sveina 15 ára og yngri. 100 m. hlaupi 1 > i 800 — — 1500 — — Kúluvarpi. Frjálsíþróttadeild KR. PELE úr liðinu: Markvörðurinn Gyl- mar, Didi, Nilton Santos. Zos- imo og miðherjinn Vava. Eftirtaldar kempur prýða nú lið heimsmeistaranna: Mauro, Zito. Lima, Mengalvio, Caut- inho, Pele, Pepe allir frá ,San- tos“. Marcos, Ney, Eduardo (allir frá „Cortinthians"), Manga Rildo Garrincha. Am- arildo, Zagallo (allir frá „Bota- fogo“). Altair, Dario, Palmeiro (allir frá „Fluminense"), Djal- ma Santos og Zequinha (báðir frá „Palmeiras"). I Kröfuganga og útikndur verkalfísfélaganna í Rcm 'Jjivík 1. MAÍ KeFst með ]5ví að safnast verður saman í Von- arstræti við Iðnó kl. 14.00 en þaðan leggur k'rofugangan af stað og gengið um Vonar- stræti, Suðurgötu, Aðalstræti, Hafnarstræti, Hverfísgötu, Fraklcastfg, Slcólavörðustig, Bankastræti og Lækjargötu að Miðbæjar- barnaskóla, en þar hefst útifundur að göngu lokinni. Ræðumenn á útifundi verðu: Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur? Jón Pétursson, símamaður og Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.f. FUNDARSTJÖRI: Jon Sn. Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. — Lúðrasveit verka- * lýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni og á útifundinum. MERKI DAGSINS — merki Alþýðusambands íslands verður selt á götunum og kostar það kr. 10.00. — Merkin verða afgreidd á skrifstofu Dagsbrúnar í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu og á skrifstofu Fé- lags járniðnaðarmanna, Skipholti 19. 1. MAlNEFND VERKALYÐSFÉLAGA I REYKJAVlK. I I ! i t l i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.