Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. maí 1963 ÞJÖÐVILIINN SÍÐA 1 BÓKMENNTAFRÆÐINGUR UNDIR SMJÖRFJÖLLUM VOPNAFJÖRÐUR - FOLK OC BYCCÐ Nei, ég er ekki á móti vélamenningu. Vélarn- ar eiga að gefa mönn- um auknar tómstundir. Þreyta sljófgar hugsun mjög mikið. Vélarnar eiga því að auðvelda andlegar iðkanir. Hitt er annað mál að tóm- stundir eru verri en ekki, sé farið illa með þær. Etnhverju sinni hlustaði ég á frásögn í útvarpinu, sem að orðavali og myndun þeim er brugið var upp með frásögn- inni skar sig úr hversdags málflóði útvarpsins. Höfundur- inn bóndi í Vopnafirði. Þegar ég loks var kominn til Vopna- fjarðar greip ég því fegins hendi tækifæri til að heim- sækja Stefán bónda Ásbjarnar- son á Guðmundarstöðum. Og það var furðu margt rætt á broti úr hvíldardegi. Án efa eru íslenzkar bókmenntir fátækari fyrir það að þessi maður skyldi fela sig austur undir Smjör- fjöllum í stað þess að skrifa, naumast myndi hann hafa orð- ið andlega sjálfdauður fyrir hugleysi né hugmyndaörbirgð. — Vitanlega harðneitaði hann að nokkuð væri hafandi eftir sér, en hér er nokkuð af því sem ég hripaði niður eftir hon- um. Um Stefán er þetta að segja: hann er sonur Ásbjöms Stefánssonar og Ástríðar Sveins- dóttur er bjuggu á Guðmund- arstöðum. Afi hans bjó þar áður. 1 móðurætt er hann skyldur Vatnsenda-Rósu. Hann er fæddur á Guðmundarstöð- um 4/10 1910, og alinn upp þar. — Svo var ég sendur í Ak- ureyrarskóla til Sigurðar Guð- mundssonar og látinn reyna að gera þá reginvitleysu að taka próf upp f 2. bekk. Fyrsta bekkjar stærðfræði var mér ætlað að læra á hálfum mán- uði — og vinna fyrir mér á sama tíma! — Og hvernig fór? — Auðvitað féll ég f reikn- ingi, en íslenzkan bjargaði mér. Ég hafði aldrei gert ritgerð áð- ur, en fékk þó 7,2, og skóla- meistari sagði að það væri gerð undantekning með að hleypa mér í bekkinn vegna þessarar ritgerðar. Svo var ég þama í 2. bekk, en dróst ó- skaplega afturúr....Já ég hafði miklu meiri ánægju af að lesa fólkið en skólabækumar. — Hvemig féll þéf við skólameistara? — Sigurðar skólameistara minnist ég með mikilli virð- ingu og töluverðri velvild; hann var nokkuð þröngsýnn og dálítið einstrengingslegur. Ég sakna hinna frægu ræðna hans á Sal þegar hann var reiður. Einu sinni komst hann að því að piltar voru að spila billiard. Ég man enn úr reiði- lestri hans þá: „Að sjá stein- danðar kúlurnar velta eftir heimsku — grænu borðin á sorphaugi siðmenningarinnar". Undir þessari ræðu leið yfir tvo! Sigurður Guðmundsson skóla- meistari vakti yfir velferð skólans og taldi sig bera á- byrgð á hverjum nemanda i skóianum. — Sóttist þér ekki betur þeg- ar lengra leið? — Ég var í skólanum í þriðja bekk. Við vetrareinkunina sagði skólameistari að einn nemandi hefði sýnt sérstaka framför, og nefndi mig. Svo skellur ógæf- an yfir. Ég fékk mislinga — og einhvem annan krankleika. í vfðavangshlaupinu u(n vorið báðu þeir mig að vera með í liði skólans. Það endaði með því að ég datt niður...... Já, ég gerði það sem ég gat, og vel það. Svo lagðist ég. Þegar ég tók gagnfræðaprófið var ég alltaf sóttur í rúmið. Ég man að Brynleifur Tobíasson sagði við mig daginn fyrir sögupróf- ið: Nú glímum við á morgun! Ég tók dauflega í það, fann vanmátt minn. Ég fékk 7 í sög- unni og þegar ég kvaddi sagði Brynleifur: Þér stóðuð yður vel í sögunni ...... Já. þá voru allir kennarar þéraðir. — I þessu prófi var í síðasta skipti gefið fyrir munnlegt og skrif- legt, næst var gefið fyrir sam- anlagt. Svo byrjaði ég í 4. bekk, en hætti eftir skamman tíma — fannst heilsan farin. Skóla- meistari talaði sérstaklega við mig áður én ég fór og bað mig að halda áfram. Honum virtist áhugamál að ég lyki skólanum, .... ég held að það hafi verið vegna þess að ég stóð mig sæmilega í íslenzku. Hann sagði einu sinni í tíma: Hann er kominn austan úr Vopnafirði — og skákar ykkur öllum! — Hversvegna þótti það und- arlegt að menn kynnu íslenzku í Vopnafirði? með formála eftir Laxness: Jóhann Jónsson. Þeir nafnar, hann óg Jóhann Sigurjónsson, voru brautryðjendur atómljóð- anna; Jóhann tel ég hiklaust ljóðrænastan af yngri skáldun- um — og kvæðið Söknuð eitt af stórbrotnustu ljóðum. Mér finnst atómskáldin síðari ekki ná brautryðjendunum. Steinn Steinarr og Snorri Hjartar eru ágætir. Mér finnst Snorri ná einfaldleika Jónas- ar í: Ein geng ég léttfætt að leita. Mér finnst Snorri Hjart- ar dálítið skyldur Nordal Griég: DA GSTUND HJÁ STEFÁNI ÁSBJARNARSYN! — Vopnaíjörður þótti lengi svo afskekktur. mönnum fannst hann vera einskonar Tíbet Is- lands. — Og fórstu svo úr skólan- um? — Já, ég sagði skólameistara að taugakerfið væri allt í ólagi. Hann reyndi að telja mig af þessu og sagði: Ég er nú tauga- slappur maður, og þó fæst ég við þetta. Endirinn varð þó sá að ég tók pjönkur mínar og hélt heim. Þetta hefur fylgt mér síðan, taugakerfið er ekki í lagi; ég hef farið til margra lækna, en árangurslaust. — En ef þú hefðir haldið áfram, hvað hefur þú fengizt við? — Mér finnst annað slagið að ég vera viss um hvað ég hefði lagt stund á: bókmennta- sögu og bókmenntir. Og svo förum við að tala „um bækur og menn“, þessi bókmenntafræðingur í bónda- klæðum lifir og hrærist í bók- menntum. Spumingum sleppt. — Eftir ljóðrænasta skáld sem ég tel að við Islendingar höfum átt er raunar lítið til. Heimskringla gaf út rit hans hvatningarljóð hans og viðVör- un til íslenzku þjóðarinnar. Ein snjallasta sonnetta á ís- lenzku máli er kvæði Jóhann- esar úr Kötlum eftir Sigurð Thorlacius. Mesta ljóðskáld okkar Aust- firðinga er hiklaust Páll Ölafs- son. Eitt bezta ástaljóð okkar tel ég: „Læt ég fyrir ljósan dag“. — Dæmi um hve innilegt var milli Páls og konu hans get ég sagt þér. Einu sinni þegar pabbi var ungur fór hann árla á sólskinsmorgni upp í Tungu- fell og kom í laut í fellinu sem heitir Kistulág, og þar gekk hann fram á Pál og konu hans sofandi — í faðmlögum; þau höfðu lagt sig þar um nóttina á heimleið úr kaupstað í Vopnafirði. I dag eigum við Þorstcin Valdimarsson. Hann er mjög Ijóðrænn, kvæði hansmjögfág- uð, en hann hefur ort of lítið. Tvö kvæði hans eru mér sér- staklega minnisstæð: Haustljóð á heiðum og erfiljóðið Ingi Lár, Svanur ber undir bringudúni banasár. Haustljóð á heiðum er sérstaklega austfirzkt: hann orti kvæðið komungur. Þor- Stefán Ásbjarnarson steinn er mjög fljótgáfaður maður. Ekki hef ég fylgzt veruléga vel með ljóðagerð ungu skáld- anna, en finnst lítið til þeirra koma; það virðist lítil rækt lögð við ljóðagerð nú. Jón úr Vör er líka ljóðrænn maður, en ekki skil ég í því að hann verði stórskáld. — Snorri Hjartar er efni í stórskáld. Kvæði hans um hernámið ^ finnst mér afarsnjallt kvæði. Bjarni frá Hofteigi finnst mér einn af beztu ritdómurun- um. Höfundar á óbundið mál? Maður talar e'-' um meistar- ann Laxness, skáldsögur og blaðagrein: Ein fegursta grein sem ég hef lesið er um Pourqui pas? og manninn eína sem af komst. Jafnframt er hann einn snjallasti í skamma- greinum, — manstu þegar hann var að skamma Hriflu-Jónas! Þeir tveir eru einna snjallastir í greinum. Thor Vilhjálmsson bregður upp lifandi myndum, segir vel frá. Loftur Guðmundsson finnst mér afturámóti þokukenndur. Gunnar Gunnarsson? Mér finnst það sem ég hef lesið eftir hann vera einskonar frá- sagnir af því sem hann hefur lifað sjálfur. Mér finnst ein snjallasta saga hans (sem ég raunar stautaði mig fyrst fram úr á hollenzku!) vera Sælir eru einfaldir. Það er táknrænt að í einfaldleikanum eru marg- ir sælastir — þótt það hafi ekki gengið svo til á íslandi að menn hafi getað látið hverjum degi nægja sína þjáningu! Islenzkur aðall Þórbergs er hreinskilnasta bók á íslenzku. Þórbergur er hreinskilnastur fslenzkra höfunda — og þótt víðar væri leitað. — Er ekki erfitt að vera bóndi — og lifa í bókmennta- heiminum? — Jú, eins og stendur í kvæðinu: Að yrkja og Unna manni í meinum og myrkri er ekki létt. Það hégómi er tveimur sem heilagt er einum, — en hafa þá tveir hinir rétt? — Telur þú að bókmennta- áhugi sé að minnka á þessari vélaöld okkar? — Séra Sigurjón í Kirkjubæ sagði einu sinni í ræðu á Hofi að vélamenningin myndi fyrr eða síðar leiða mennina til hél- vítis — og sló f stólinn! — Ert þú á móti vélafnénn- ingú? — Nei, ég er ekki á móti vélamenningu. Vélamar eiga að gefa mönnum áuknar fristundir; þreytan sljófgar hugsún mjög mikið. Vélamar eiga bví að auðvelda andlegar iðkanir. Hitt er annað mál. að tómstundir eru verri en ekki, sé farið illa með þær. — Þú ert þá ekki svartsýnn á heiminn né þjóðlna? — Néi, ég er ekki svartsýnrt á heiminn né tilveru þjóðár okkar. Mér finnst fólki alltáf vera að fara fram f ytra útliti, — get ekki sagt um hvort sál- inni fer fram í hlutfalli við ytra útlitið; skæðar tungur segja að það sé í öfugu hlut- falli. Hvað tilveru þjóðarlnnar við- kemur þurfum við fyrst af öllu að Iosna við herinn úr landinu. J. B. Poeti nordici POETI NORDICI Traduceri de Veronica Porumbacu si Tascu Ghcorghiu Bucuresti — 1926. Bók þessi, Norræn ljóð. hefur nýskeð borizt hingað. Þetta er safnrit, ljóð frá öllum Norður- löndunum fimm. Þýdd eru ljóð eftir tuttugu íslenzk skáld og eru þau sem hér segir: Stein- grímúr Thorsteinsson, Jón Ól- afsson, Sigurður Sigurðsson, Jó- hann Sigurjónsson. Jakob Jó- hannesson Smári, Magnús Á. Árnason, Davíð Stefánsson. Jó- hannes Jónsson, Jóhannes úr Kötlum. Tómas Guðmundsson, Halldór Kiljan Laxness. Snorri Hjartarsson, Steinn Steinarr, Þorsteinn Valdimarsson. Stefán Hörður Grímsson. Einar Bragi, Jón Óskar. Jón úr Vör. Sigfús Daðason og Jón frá Pálmholti. Flest af fslenzku ljóðunum eru þýdd af Veronica Porumbacu. mjög vel bekktri skáldkonu í Rúmeníu. Islenzku ljóðin eru tuttugu og átta að tölu og munu þýðingar tuttugu þeirra vera gerðar eftir þýðingum á ensku, sem Magnús Á. Árnason hefur gert. ! i i Bjarni Ben.: „Fremstur sjálfsníðill 1 ,Nú er mikið í húfi, og má marka það á því að Bjami Benediktsson lét sér ekki nægja að skrifa forsíðu Morg- unblaftsinis 1. maf, heldur mun hann í eigin persónu einnig hafa ritað leiðara blaðsins þann dag til að hrósa yfirstjóm sinni f land- helgisgæzlunni. Landslýður veit ekki betur en landhelgisgæzlan sé ný- búin að fara hinar smánar- legustu hrakfarir í viðureign við brezka yfirgangsseggi. og þeir sem vilja geta séð, að þær hrakfarir eru að kenna því, að Bjami Ben. hefur afhent brezka flotanum hluta af ís- lenzkri lögsögu, þ.e.a.s. hann hefur sem dómsmálaráðherra látið Bretum f té æðsta úr- skurðarvald í málum brezkra lögbrjóta í íslenzkri landhelgi. En Bjarni Ben. sannar í leiðara sínum að hrakfarir landhelgisgæzlunnar eru eng- ar hrakfarir, heldur ágætur sigur: „Vegna stillingar og skynsamlegrar framkomu Óð- insmanna (rétt eins og Ööins- menn séu yfirboðarar Bjama og Péturs!) er ennþá aug- ljósara hvar sökudólgana er að finna (?) Þess vegna hljóta allir réttsýnir menn, erlendir sem innlendir (það var var- legra að taka það fram!). að taka málstað Islendinga". Löggæzlumennirnir, verj- endur íslenzks fullveldis, hafa sem sé unnið hinn mesta sig- ur, að vísu ekki á lögbrjót- unum, heldur — á sjálfum sér..... I frægri sögu er sagt frá Kínverjanum Ah Q, sem slæpingjar og misindismenn voru alltaf að áreita. Þeir toguðu í hárpfskinn á hon- um og lömdu hausnum á honum fjórum eða fimm sinn- um við múrvegg. Svo héldu þeir sigurglaðir á brott. Ah Q stóð eftir ringlaður og hugs- aði með sér: „Það er eins og Bjarni Ben. synir mínir hefðu verið að berja mig. Hvernig er heim- urinn eiginlega orðinn!“ Síðan hélt hann leiðar sinnar á- nægður yfir að hafa fengið sigur. Og Ah Q, eins og Bjami Ben., hrósaði sér við alla af „sálfræðilegum" sigrum sín- um. Svo næst þegar slæp- ingjarnir réðust á hann sögðu þeir við hann: „Ah Q, þetta er ekki sonur að berja föður sinn, þetta er maður að berja skepnu. Hafðu það eftir: Maður að berja skepnu". Og Ah. Q hallaði undir flatt og sagði: „Að berja skorkvik- indi — hvað segirðu um það. Ég er skorkvikindi, slepptu mér nú“. Þegar slæpingjam- ir slepptu honum eftir að hafa barið hann duglega voru þeir fullvissir þess að nú ætti Ah Q sér ekki upp- reisnar von. En áður en tíu sekúndur voru liðnar hélt Ah Q af stað, hugsandi með sér að hann væri „fremsti sjálfs- níðill“, og eftir að hafa dreg- ið „sjálfsníðil“ frá, hvað var þá eftir? „fremsti“. Og Ah. Q stóð aftur jafnfætis fjand- mönnum sínum og betur bó. Eftir útvarpsfréttum að dæma virðist sigurinn sem Bjami Ben. vann í leiðara Morgunblaðsins vera dreginn í efa i Bretlandi. Þar er því haldið fram að Bjami Ben. hafi beðið ósigur. Hinsvegar er þess ekki getið að hann hafi áunnið sér neinn sóma með stillingu sinni, heldur þvert á móti að hann hafi farið fram með hinu mesta ofbeldi og reynt að láta sigla varnarlaust brezkt fiskiskip i kaf. Þó Morgunblaðið sé sterkt áróðursmálgagn á Is- landi, þá eru sálufélagar þess í Bretlandi sterkari í út- löndum. Svo kann þvi að fara að „réttsýnir menn“ (að minnsta kosti erlendir) muni ekki einu sinni koma auga á þann mikla sigur sem Bjami Ben. og Pétur Sig. unnu á sjálfum sér. Þá verður Bjami Ben. að skrifa nýjan leiðara í Morg- unblaðið. „Ég er fremstur sjálfsníðili". segir hann þá fe (nema hann ' segi: „fremst * skriðdýr"), og síðan dregur k hann „sjálfsníðill" frá, svo J ekkert verður eftir nema ■ „fremstur“...... En færi nú svo að Bjami Ben. efaðist í hjarta sínu um sigurinn, eða „slæpingjamir“ héldu áfram að áreita hann, J þá er rétt að geta þess að 1 sigrar Ah Q voru miklu fleiri v en getið var hér að framan | og sumir þungbærir. Einu b sinni var Ah Q til dæmis ^ rændur. Og þá gekk honum k erfiðlega að láta huggast. 1 | það sinn fann hann raun- th verulega forsmekkinn af ó- ? sigrinum: „En skyndilega breytti hann ósigrinum í sigur. Hann B hóf upp höndina og sló sig tvisvar fast í andlitið, svo B það brann af sérsauka. Eftir k þessa ráðningu létti honum. ^ því það var eins og sá sem K hefði barið hann væri hann * sjálfur, hinn barði eitthvert | annað sjálf, og brátt fannst honum sem hartn hefðl gefið R einhverjum öðrum á hann — J þó andlit hans sviði enn und- an höggunum. Hann lagðist til hvildar ánægður yfir því I að hafa borið sigur úr být- ? um“. X. I i I <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.