Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞIÖÐVILIINN Þriðjudagur 7. maí 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT ennið meðan hann braut heil- ann. Staurfótinn rétti hann fram á gólfið. Hann gat beygt hnéð örlítið. en hann var ósköp stirður og klunnalegur i gangi. — Er einhver maður sem þú dáir öðrum fremur? spurði Garnet. — Traustur og góður maður sem íítill drengur mætti vera hreykinn af að heita í höfuðið á? Texas strauk skeggið. — Jú, reyndar frú. Hann brosti feimn- islega til hennar. — í>ér getið kallað hann Stefán Austin, stakk hann upp á. — Stefán Austin? endurtók hún spyrjandi. — Ég held ég hafi aldrei heyrt um hann. — Það var maðurinn sem grundvallaði lýðveldið Texas, sagði hann. — Stefán Austin var hughraustur maður, ung- frú Garnet. Hann var ekki að tvínóna við hlutina. Faðir hans fékk fyrstu Bandaríkjamennina til að flytjast þangað. Þá var hann ekki nema tuttugu og sex ára. Og seinna stjómaði hann uppreisninni sem gerði Texas að frjálsu ríki. Það var svo mikil hrifning í rö.dd hans að Garnet spurði: — Þekktir þú hann? — Já. frú. ég þekkti hann. Ég man eftir honum frá þvi að ég v'ar lítill drengur. Hann var góður vinur fjölskyldunnar. Satt að segja — og Texas lyfti höfð- inu hreykinn — komum við til Texas ásamt honum. — Þú ert þá ekki fæddur í Texas? spurði Gamet. Hórcireí^lan P E R M A Garðsenda 21. slmi 33968 Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Síml 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ. Laugavegi 11. simi 24616. Hárgreiðslustofan SÓLEV Sólvailagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTDRBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegj 13 simi 14656 Nuddstofa á sama stað — Nei, frú. Ég er fæddur í Mississippi. Það voru engir Bandaríkjamenn í Texas þegar ég fæddist. Hann brosti og það var angurværð í mildum, brún- um augunum þegar hann bætti við: — Ég var eilefu ára þegar við komum til Texas með Stef- áni Austin. Það var mikilmenni, ungfrú Gamet maður sem allir drengir bera virðingu fyrir. — Það var einmitt þannig maður sem ég átti við, sagði hún. — Þakka þér fyrir, Texas, Stefán skal snáðinn heita. Stef- án Hale. — Ja hérna, sagði Texas. Hann leit njður í körfuna og rétti fram fingur sem litlu bamsfingumir lukust um. Eftir nokkra þögn reis hann stirðlega á fætur. — Hm, ungfrú Gamet, ég bakka yður kærlega fyrir að þér létuð mig velja nafn á hann. Það var mér mikill heiður. Hann stakk höndunum í vas- ana og stóð á miðju gólfi eins og hann væri í vandræðum með sjálfan sig. Loksins sagði hann að hann yrði víst að koma sér njður í eldhúsið og fá sér baun- ir. Hann opnaðj dymar en á brösikuldiijum jtanzaði hann og leit til baka á Garnetu og barn- ið og augnaráð hans var svo milt og blítt og angurvært að Gamet 'fánh ill. Hahn' lókaði dyrunum og Gamet mundi hvað hann hafði sagt við hana á ranchói Don Antoníós: — Reyn- ið ekki að skilja neinn okkar. Við erum aðeins samsafn af glöt- uðum sálum. Hún leit á litla bamungann í körfunni. Stefán Hale, heitinn eftir Stefáni Austin. Hún velti fyrir sér hvað komið hefði fyr- ir Texas eftir að hann var drengsnáðinn sem fylgdi hetj- unni sinni. Hana sveið í augun, Kannski var heimskulegt að gráta yfir einhverju sem liðið var hjá, en hún gat ekki að sér gert. Hún vissi nú að Texas var enginn viðvaningur í laeknishjálp. Hann hafði tekið á móti baminu og ‘kennt henni að annast það og síðustu dagana hafði hann veitt henni alla nánustu hjálp og hann var hvorkj hiikandi né feiminn. Hann hafði framkvæmt allt með alvöru og festu eins og þetta væri hans eigjnlega köllun Eitthvað hlaut að hafa komið fyrir Texas. Garnet velti fyrir sér hvað það gæti verið. Hún vissi það ekki. Hún vissi það eitt að hann var hér án vina eða ættingja, já nafnlaus meira að segja, og nú meira að segja hálf ör- kumla og riði kannski aldrei framar Fagnaðarslóðina. Hún velti fyrir sér hvort hann legðist í drykkjuskapinn þegar hann af- bæri ekki lengur einstæðings- skapinn, að enginn hirti hót um hvað um hann yrði. En hún hirti um það. Hún myndi aldrei gleyma því hvers virði það var henni að hafa hann hjá sér nóttina sem Stef- án fæddist. Meðan hún og Tex- as lifðu í sömu veröld, þá átti hann vin. Hinn þrettánda ágúst 1846 þegar Stefán var fimm daga gamall. héldu Bandaríkjamenn- imir innreið sína í Los Ang- eles. Texas útbjó sæti á vegg- bekknum, svo að Garnet gaeti setið við gluggann og horft á náungana koma þrammandi. Það voru sjóiiðar úr bandaríska flotanum undir forustu Stock- tons sjóliðsforingja og herdeild Frémonts sem samanstóð af mönnunum sem hann hafði haft með sér til landsins og sjálf- boðaliðum, em bætzt höfðu í hóp- inn fyrir norðan. Þeir komu þrammandi með lúðrablæstri og blaktandi fánum meðan angelen- óarnir stóðu og horfðu á, með nokkrum áhuga en dálítið hissa á öllu þessu brambolti. Kanarnir hrópuðu húrra og hlógu og hrópuðu fagnaðar- kveðjur. Hér var ekki veitt nein mótspyma heldur. Pico og Castro voru flúnir til Mexíkó. Þeir höfðu flúið hvor fyrir sig, því að þeir höfðu svo lengi eld- að grátt silfur að jafnvel ekki framandi árás gat sameinað þá. Það fór fiðringur um Garnetu þegar hún sá bláu einkennis- búningana og gamalkunnu fán- ana sem hún hafði ekki séð svo lengi. Hún hélt í barnsvögguna og braut heilann um það hvort Stefán myndi nokkurn tíma elska landið sitt jafnheitt og hún elskaði það. Hún hristi höfuð- ið. Nei, hann myndi ekki elska það á sama hátt nema hann yrðj einhvern tíma sjálfur land- flótta. Göngunni var iokið. Nokkrir af áhorfendunum flýttu sér að torginu tií að horfa á fánann dreginn að hún, aðrir lögðu leið sína í krárnar til að fá sér hressingu eftir veruna í sólinni. Gamet heyrði hvernig glamr- aði í krukkum og krúsum á neðri hæðinni Gg hún heyrði raddklið. Leikur hljómsveitar- innar ó torginu dró ögn úr hávaðanum. Hana verkjaði j bakið. Hún sneri sér við til að segja Tex- as að hún vildi gjarnan halla sér útaf aftur. En Texas var ekki inni! Garn- et hafði verið svo niðursokkin í að horfa út um gluggann að hún hafði ekki heyrt hann fara. En nú heyrði hún gegnum ysinn og lúðraþytinn haltrandi skref hans á leið niður stigann! Fótatakið hélt áfram eftir litla ganginum fyrir neðan stigann, framhjá eldhúsinu og inn í barinn. Garnet lagði höfuðið fram á handleggina. Hún kenndi svo innilega í brjósti um hann. Hún skildi ekkj hvers vegna hann þurfti að drekka sig fúllan i dag. en henni fannst sem orsök- in tii þess væri um leið undir- rótin að eyðilögðu lífi hans. Barnið vaknaði og fór að gráta. Hann var svangur og blautur og í fyrsta skipti hafði Texas gleymt honum. Garnet skipti á honum og tók hann síðan upp í rúmið til sin og gaf honum brjóst. Það var svo und- arlegt að gera allt þetta án þess að Texas hjálpaði henni. Bærinn var eins og iðandi mauraþúfa. Úr veitingastofunni niðri og kránum í grennd og húsi Estellu neðar í götunni heyrði Garnet hlátur og söng. Það var eins og allir væru að skemmta sér. Skyldí Texas lika vera að skemmta sér? Það fór að kvölda. Birtan inni breyttist og gránaði. Gólfið hristist af hávaðanum niðri! Garnet geispaði og sneri sér í rúminu. Hún var þreytt og líka svöng því að hún hafði ekkert borðað siðan um morguninn! Öðru hverju vaknaði Stefón og hún sussaði honum í svefn. Hún var með höfuðverk af sulti. Það var komið myrkur þegar Florinda kom loks með kvöld- matinn. Hárið á henni var úfið, það voru vínblettir í kjólnum og önnur ermin var hálrifin frá. — Ég er svo leið yfir þessu, vina mín, sagði hún um leið og hún setti frá sér kertið og gaf Garnetu handklæði framaná sig- — Þú ert auðvitað að farast úr hungri. Svona nú, bo.rðaðu þetta. Ég skal taka strákinn um leið og ég er búin að þvo rnér um hendurnar. Gamet þakkaði fyrir sig og fór að borða. Florinda sá sjálfa sig í speglinum og hló og stundi um leið. — Drottinn minn, að sjá útlitið á mér. En við hverju er að búast þegar maður þarf að snúast kringum herinn og flot- ann í senn. Það er satt að segja mildi að ég skuli enn vera í heilu lagi. En skemmtilegt var það. Hún hellti vatni í fatið og bretti upp ermarnar. — Og þeir voru ósínkir á aurana, sagði hún og brosti glaðlega til Garn- etar. — Hvað verða þeir lengi á barnum? spurði Gamet. —• Það hef ég ekki hugmjmd um. En ég held að liðsforingj- amir hafi sett þeim tímatak- mörk. Ég afgreiði þá meðan þeir borga drykkinn Jæja, þama kemur Mikki. sagði hún þegar barið var að djmum. Hún fór til dyra og Mikki fékk henni bakka. — Hann er með te handa okkur báðum, sagði Flor- inda. — Hann Mikki kariinn er sannariega vinur í raun. Hún tók Stefán litla upp og hjó um hann. Síðan settist hún á vegg- bekkjnn, Dálitla stund sátu Þær þama og dreyptu á teinu, þegjandi og ánægðar. Svo spurði Garnet eft- ir Texas. Florinda yppti öxlum og svar- aði því til, að því miður væri Texas augafullur. Og hann hefði fengið grátkast. Hann hefði set- ið á gólfinu úti í homi með flösku í hendinni og tárin höfðu fossað niður kinnamar þar til Florinda þoldi ekki lengur að horfa á hann. Hún hafði beðið barþjónana tvo að hjálpa honum heim. Þessvegna hafði staðið svona á kvöldmatnum handa Gametu. Florinda hafði ekki getað farið úr bamum fyrr en piltamir komu til baka. Jú, þeir höfðu hjálpað honum heim Og senora Vargas hafði lofað að annast hann. Texas borgaði ríflega fyrir sig og hún var vön honum. Florinda bað Gametu að hafa ekki áhyggjur af hon- um. — Vertu bara góð við hann þegar þetta er um garð gengið hjá honum, sagði hún. Hún sagði með réttu að annað væri ekki hægt að gera fyrir hann og Gamet varð að viðurkenna að svo væri. 34 En það kona á daginn að hertaka Los Angeles varð ekki Fimm milljónir eins og hús- bóndinn óskaði. Bless. Afsakið húsbóndi. Þctta er skattfrjálst. Já. þetta er huggulegra. SKOTTA Cc> King Featurés Syntjicate, Inc., 1962. World rights reserved. ÍO~ ? Þú fékkst nú sæmilega fyrir þennan gamla þinn. Þegar maður hugsar út í asigkomulagið. KJÖRGARÐUR Karlmannaföt Verð kr. 1940 — 2350 — 2420 — 2650 — 3000. Unglingaföt Verð kr. 1290 — 1645 — 1790 — 1850. T erelene-buxur Verð kr. 735 — 785. Stakir jakkar Verð kr. 1090 — 1290. Frakkar Verð kr. 1550 — 1895. Saumum eftir máli Urval af enskum fataefnum nýkomið. Zlltíma 1, Tækifærisverð! Vegna flutnings seljum við næstu daga eftirfarandi á sér- lega hagstæðu verði: Eldhússeít (borð og 4 stólar) á aðeins kr. 2.800.00 Eldhúsborð 3 teg. af eldhússtólum frá kr. 350.00 Eldhúskolla Ctvarpsborð á kr. 495.00. Þetta eru allí vandaðar vörur á tækifærisverði. — Notið tækiifærið og verzlið við okkur. STÁLSTÓLAR BRAUTARHOLTI 4, 2. hæð. Sími 36562 og 24839 á kvöldin. t Þökkum auðsýnóa samúð við andlát og jarðarför bróður okkar. mógs og írænda f ÞORKELS ÞORKELSSONAR, Freyjugötu 46 Eiín Þorkelsdóttir Guðmundur Þorkelsson Grímur Þorkelsson Sigríður A. Valdimarsdóttir Þorkell Valdimarsson Sigriður Guðmundsdóttir Valdimar Þórðarson Ólöf Þorkelsdóttir Sigríður Jónsdóttir Sigurður B. Valdimarsson Ásthildur Guðmundsdóttir Oddný Grímsdóttir Þorkeil Grímsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.