Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.05.1963, Blaðsíða 8
8 SlÐA ÞJÖÐVILJINN * Þriðjudagur 7. mai 1963 // ÞA VAR SAGT A GLUGGANUM" „Margt býr í þokunri, þok- aðu lokunni“. En bóndadóttir- in, er vakti og gætti bæjarins, hún lét ekki tröllið á gluggan- um glepja sér sýn, heldur stóð hún trúan vörð um velferð heimilisins, og sjálfrar sín. Svar hennar var ákveðið og neitandi, en kjarni þess var þessi: „Stattu og vertu að steini, engum þó að meini.“ Þannig er íslenzk þjóðsaga full af lífsspeki til varnaðar þjóðinni á göngu hennar gegnum aldirnar. Og tíminn spinmur sinn vef. Tröllsandlit birtast öðru hverju á glugga þjóðarinnar og biðja um að þokað sé lokunni, svo að þau megi með loppu sinni þreifa á þeim verðmætum sem í bæn- um eru geymd, og hafa þau á braut með sér. Islendingar hafa löngum verið tortryggn- ir þegar tröllsandlit hafa birzt á gluggum þeirra, og beðið um að þokað væii lokunni frá bæjardyrum. Þeir hafa því oftast svarað á svipaðan hátt og bóndadóttirin í þjóðsög- unmi, og það hefur verið okk- ar gæfa. Þó fór svo, að íslenzk rík- isstjóm sem kenndi sjálfa sig við viðreisn í þessu landi, hún hlustaði á tröllið, en að þvi búnu þokaði hún lokunni frá bæjardyrum. Hún opnaði að nokkru aftur íslenzka fisk- veiðilandhelgi fyrir erlendum veiðiskipum. Þegar brezk tog- araútgerð var að þrotum komin vegna aflaleysis, þar sem gersamlega hafði mis- tekizt að láta togarana veiða undir herskipavernd í okkar landhelgi, þá rjúka ís- lenzk stjórnarvöld til og opna 12 m’ílna fiskveiðilandhelgina á ýmsum stöðum upp að 6 mílna marítalínu fyrir erlend- um veiðiskipum. Fyrst voru það brezkir sem urðu þessa aðnjótandi, en brátt sigldu aðrar þjóðir í kjölfarið. Land- helgislöggjöfin var rofin. Það heitir víst svo, að um þessi frfðindi gildi samningur, og að okkur verði aftur feng- in í henidúr 12 mílna landhelg- in að skömmum tíma liðnum. En ég spyr þig lesandi góður, treystir þú þeim til að gæta bæjardyra, sem áður ei-u þekktir að því, að hafa þokað lokunni, þegar tröllið bað um að komast í bæinn, svo að það mæti þreifa með loppu sinni eftir nokkrum verðmæt- um? Tröllið mun aftur birtast, og biðja um að bæ okkar verði ekki lokað fyrir því, og hverju verður þá svarað? Verður íslenzka bóndadóttirin þá til andsvara, og vísar tröll- inu á bug, eins og forðum í þjóðsögunni? Eða verður önn- ur istöðuminni þá á verði sem áður hefur komizt í bland við tröllin? Máske tileinkaö sér hugsunarhátt þeirra, og gerir sér ekki grein fyrir öðru en að hún sé úr þeirri fjöl- skyldu? Á svari við þessari spumingu getur oltið gæfa eða ógæfa. llf eða dauði í þessu landi. Leikþáttur á hafinu Þau tíðindi gerðust morg- uninn 27. apríl s.l. að varð- skipið Óðinn kom að Aber- deen-togaranum Melvood, þar sem hann var að veiðum inn- an 6 mílna límunnar undan Skeiðarárósum. 1 stað þess að hlíða stöðvunarmetki varð- skipsins, tók togarinn stefnu til hafs og sinnti í engu fyr- irskipunum Óðins-manna. miklu hraðskreiðara, hélt á FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld Þegar varðskipið. sem var hlið við togarann sveigði tog- arinm allt í einu að því með þeim afleiðingum, að skipin rákust saman. en að því búnu hélt togarinn ferð sinni á- fram á haf út. Þegar hér var komið sögu, þá er sagt að foringi íslenzka varðskipsins, Þórarinn Björnsson, hafi gert um það fyrirspurni til for- stjóra Landhelgisgæzlunnar hvort hann mætti beita fall- byssu varðskipsing til að stöðva togarann, en fengið neitandi svar. Þegar þetta er að gerast á hafinu sitja þeir saman í skrifstofu Landhelgisgæzlunm- ar, forstjóri hennar, Pétur Sigurðsson, og brezki sjóliðs- foringinn Hunt, æðsti maður á herskipinu Palliser, sem sent hefur verið á íslandsmið brezku togurunum til fullting- is. Þáttur Pallisermanna Sagan segir, að hinm brezki herskipaforingi hafi haft skamma viðdvöl í skrifstofu Landhelgisgæzlunnar eftir að honum voru sögð tiðindin um að brezkur togari væri á flótta undan íslenzku varð- skipi Næst gerist það, þegar Palliser nær Óðni og togaran- um Melvood á hafi úti. Her- skipsforingirun fær togaraskip- stjórann til að stöðva skip sitt, það er mannaður bátur frá herskipinu sem heldur rakleitt um borð í togarann, tekur þar meginhluta skipshafnar á- samt skipstjóra og flytur á burt en setur sjóliða um borð 'í togarann í staðinn. Rétt á eftir koma svo íslenzkir varð- skipsmenn um borð í togar- ann, grípa í tómt, þar sem bæði skipstjóri og stýrimaður eru farnir frá borði en í þeirra stað eru komnir um borð sjóliðar úr flota hennar hátignar Bretadrottningar. Hunt flotaforingi tekur skips- höfn togarans um borð til sín, að undanteknum skipstjóra, en með hann sendir hann hraðbát sinn rakleitt um borð í annan brezkan togara, sem er á útleið Þegar nú Þórarinn Björns- son foringi íslenzka varð- skipsins sér að hér eru brögð í tafli, þá vill liann ekki una slíkum málalokum og heldur á Óðni á eftir brezka togar- anum Juniper sem hélt á fullri ferð með stefnu á Skot- land með Smith skipstjóra af Milwood um borð. Næst gerist svo það, að Hunt flotaforingi sækir Smith skipstjóra um borð í Juniper og tekur hann til sín yfir í Palliser, ekki til að af- henda hann ísl yfir- völdum til dóms, heldur einvörðungu til að koma honum undan til Bret- lands Og nú er Smith skipstjóri ásamt stýri- manni og mestum hluta skipshafnar í Bretlandi, fluttur þangað með her- skipi hennar hátignar Bretadrottningar. Og annað er ekki hægt að sjá. þegar þetta er skrif- að, en að brezkum yfir- völdum lí'ki þetta állvel. 1 það minnsta hafa ekki brezk yfirvöld beðizt neinnar afsökunar á framferði Hunt flota- forinigja. svo vitað sé. Hverju var Bretum lofað? Því er ekki að leyna, að illur grunur hefur Unglinga vantar um tíma til innheimtustarfa, fyrir og eftir hádegi. TILBOÐ Vegna byggmgaframkvæmda Menntaskól- ans í R^ykjavík óskast tilboð í húsin á lóðunum nr. 9 og 11 við Bókhlöðustíg og skúr á ióðinni nr. 4A viö Amtmannsstíg til brottflutnings eða niðurrifs fyrir 20. þ.m. — Tilboðin verða opnuö 10. þ.m. kl. 10 f.h„ á skrifstofu húsameistara ríkisins, Borgartúni 7, að viðstöddum bjóðendum. Húsameistaraskrifstofan veitir nánari upp- lýsingar kl. 10—32 daglega. BYGGINGANEFND MENNTASKÓLANS. læðst að mönnum í sambandi við þetta mál. Það er spurt manna á meðal, hvort eirn- hverju þv*i hafi verið lofað í sambandi við landhelgissamn- inginn við Breta. sem íslenzku þjóðinni sé ekki kunnugt um. Samvinna Landhelgisgæzlunm- ar og brezki-a herskipafor- inigja hefur magnað þenn- an grun. Hefur brezkum yfirvöldum verið lofað því, að ekki skuli skotið á brezka landhelgisbrjóta kúluskotum ? Hafi því verið lofað, þá getur maður búizt við að sú vit- neskja sé nú á vitorði brezkra togaras'kipstjóra, sem að sjálf- sögðu mundu nota sér slíkt út í æsar. Framferði flotaforingjans á Palliser, við að koma hinum brotlega togaraskipstjóra und- an íslenzkum lögum, hefur jafnvel verið afsakað í mál- gögnum ríkisstjórnarinnar með því að Smith skipstjóri hafi verið óður. Svo birtist samtal í Morgunblaðinu við vélstjóra togarans. Blaðamað- urinn spyr: „Skipti Smith skipstjóri aldrei skapi í við- ureigninni við Óðin?“ „Hann var alltaf rólegur. En hann var reiður og vonsvikinn yfir afstöðu s'kipherrans á Pallis- er.“ Þannig lýsir vélstjórinm þeim manni sem sagður er hafa verið svo óður að flota- foringinn hafi verið til neyda- ur að koma honum undan. Ennþá hefur litil reisn sézt í sambandi við þetta mál frá hendi íslemzkra valdhafa. og væri þó full þörf á því. Og séu einhverjir leynisamningar til í sambandi við hinn yfir- lýsta landhelgissamning við Breta. þá á íslenzka þjóðin heimtingu á, að fá að vita í hverju slíkur samningur er fólginm. En það er engan veg- inn ástæðulaust að margir halda nú að svo sé, þar sem framkvæmd íslenzkrar land- helgisgæzlu virðist vera koni- in að hálfu í hendur brezkra herskipa og undirtök þeirrár gæzlu algjörlega. Lágkúruhátturinn 1 sam- bandi við þetta Melwood-mál er svo algjör, bæði frá hendi stjórnar Landhelgisgæzlunnar og íslenzkra stjómarvalda, að til eindæma verður að telja. Því er það að Islendinga hefur almennt sett hljóða við þessi tíðindi. Voriö er á næsta leiti Vorið fikrar sig óðum norður eftir - Paris, London, Hamborg eru lausar úr greipum vetrarins. Við þurfum ekki að halda lengra en til Kaupmannahafnar, þar er komið dýrlegt vor. Og þangað flytur Flugfélagið yður á skammri stundu á. þér spariö 1688 krónur með þvi að njóta vorsins í Kaupmannahöfn. Með hinum riýju, lágu vorfargjöldum Flugfélagslns getið þér sparað upphæð, sem jafngildir 7 daga dvöl á góðu hóteli! Og sama máli gegnir um London, París, Amsterdam, Hamborg, - þarf að hugsa sig frekar um? Nú er timinn til að varpa af sér vetrarhamnum og taka sér far með Flugfélaginu til Hafnar á vit vorsins! Leitið upplýsinga hjá ferðaskrif- stofunum eða Flugfélaginu um vorfargjöldin lágu, sem gilda til 1. júní. ~m y JÞ v/gýefaf Á/av/ds^ i i I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.