Þjóðviljinn - 08.05.1963, Síða 6
g SlÐA
HÖÐVILIINN
Miðvjkudagur 8. maí 1963
Vaxandi samskipti ísiands
og Póllands
Halina Kowalska. Myndin var tekin, cr hún afhenti íslenzk-
um skóiabörnum verðlaui: fyrir ágæta frammistöðu í alþjóð-
lcgrj teiknimyndasamkeppni, sem Pólverjar efndu til í hitteð-
fyrra. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Frú Halina Kowalska, sendi-
fulltrúi Póllands á Islandi er
nú á förum til heimalands síns
eftir nærri fjögurra ára dvöl
hér á landi. Hún hefur starfað
lengi í utanríkisþjónustu Pól-
lands, var m.a. í Englandi og
Svíþjóð áður en hún kom hing-
að, og nú mun hún taka við
störfum í utanríkisráðuneyt-
inu í Varsjá. Við störfum sendi-
fulltrúa á Islandi tekur Boles-
law Piaseeki sem verið héfur
verzlunarfulltrúi hér að und-
anfömu.
Frú Kowalska hefur reynzt
hinn ágætasti ftilltrúi þjóðar
sinnar. Hún hefur eignazt hér
á landi fjölmaíga vini oig
kunningja, hún er mjög vel að
sér um íslenzk málefni og hef-
ur náð góðu valdi á íslenzkri
tungu. Þegar Þjóðviljinn átti
við hana stutt viðtal í tilefni
brottfararinnar var fyrst borin
upp sú hefðbundna spurning
hvemig hún hefði unað hag
sínum á Islandi.
— Blaðamenn eiga væntan-
lega aðeins von á einu svari
■þegar þeir bera fram slíka
spumingu, sagði frú Kowalska
og brosti. En ég segi það af
fullri einlægni að dvöl mín hér
á Islandi hefur verið ákaflega
ánægjuleg; hér hefur mér liðið
vel. Að öðrum kosti hefði ég
ekki dvalizt hér svona lengi;
fjögurra ára vist f einu landi
er óvenjulega langur tími í ut-
-----------------------—-----®
Ragnhildur Helga-
dóttir sækir þing
Ewrópuráðsins
Fimmtánda ráðgjafarþing Evr-
ópuráösins hófst í Strassborg í
gær, mánudaginn 6.. maí, og
standa fundir þessa fyrsta hluta
þingsins í 5 daga. Það dagskrár-
mál, sem mesta athygli hefur
vákið er umræða um stefnu
Evrópuráðsins og efnahagssam-
starf Evrópuríkja. Meðal þeirra,
sem þátt taka í umræðunni, eru
Edward Heath, ráðherra og að-
alsamningamaður Breta í Brúss-
el. Halvard Lange, utanríkisráð-
herra Noregs, Gunnar Lange, við-
skiptamálaráðherra Svíþjóðar,
Bruno Kreisky, utanríkisráðherra
Austurríkis og Pflimlin fyrrver-
andi forsætisráðherra Frakklands.
Af Islands hálfu mun frú
Ragnhildur Helgadóttir alþingis-
maður sitja ráðgjafarþing Evr-
ópuráðsins að þessu sinni.
anríkisþjónustunni, í Svíþjóð
var ég til að mynda hálft
þriðja ár. Ég hef átt þess kost
að ferðast býsna mikið um
landið, og þegar ég fer nú til
Póllands mun ég taka með mér
minningar um ógleymanlega
náttúrufegurð og dugmikla, við-
felldna þjóð.
— Hvemig hafa samskipti
Islands og Póllands þróazt að
undanfömu?
— Það er mikið ánægjuefni
að þau samskipti hafa aukizt
verulega á öllum sviðum. Verzl-
unarviðskipti eru auðvitað und-
irstaða annarra samskipta, þau
hafa farið vaxandi að undan-
fömu, og við erum þeirrar
skoðunar að hægt sé enn að
auka þau til muna, báðum að-
ilum til hagsbóta.
Menningarsamskipti hafa
einnig farið vaxandi. Ég nefni
sem dæmi að löndin hafa skipzt
á námsstyrkjum, nokkrir Is-
lendingar hafa verið við nám
í Póllandi að undanförnu, og
næsta vetur mun pólskur náms-
maður njóta styrks frá íslenzka
ríkinu.
Pólskar kvikmyndir hafa vak-
ið athygli hér á landi óg m. a.
verið sýndar á vegum Filmíu.
Til tals hefur komið að Filmía
gangist i haust fyrir sérstakri
pólskri kvikmjmdaviku.
Þá hafa verið góð samskipti
á sviði tónlistarmála. Ýmsir á-
gætir íslenzkir tónlistarmenn,
eins og Ámi Kristjánsson,
Magnús Blöndal Jóhannsson, Jón
Nordal og Bjöm Ölafsson hafa
tekið þátt í alþjóðlegum tón-
listarhátíðum í Póliandi, og Is-
lendingar hafa kynnzt Bohdan
Wodiczko, sem stjómaði sinfón-
íuhljómsveitinni um langt skeið
og til að mynda píanóleikaran-
um Halina Czemy-Stefanska,
sem hélt hljómleika á vegum
Tónlistarfélagsins 1 vetur.
Einnig hefur verið skipzt á
myndlistarsýningum, og margt
fleira mætti nefna um ánægju-
lega samvinnu þjóðanna.
— Hafa vináttufélögin ekki
stuðlað að auknum menning-
arsamskiptum?
— Jú, þau hafa unnið ágætt
starf. Ég skal nefna sem dæmi
að Pólsk-íslenzka menningar-
félagið í Varsjá gekkst á sínum
tíma fyrir ritgerðasamkeppni
um efnið: Hvað veit ég um Is-
land? Það bauð ágæt verðlaun,
sem m.a. voru lögð til af pólska
útvarpinu og norræna flugfé-
laginu SAS. Þátttaka var mikil,
ekki sízt írá ungum háskóla-
stúdentum. Formaður Pólsk-
íslenzka félagsins er hinn víð-
kunni prófessor, Margaret
Schlaueh.
— Nú verður Varsjá mikið
breytt þegar þér komið heim
eftir þessa löngu útivist.
— Já, fáar borgir í heimi
hafa breytzt jafn gersamlega
og Varsjá, enda mátti hún heita
rústir einar í styrjaldarlok.
Áætlað er að 1967 verði því
mikla verki lokið að bæta allt
það efnahagslega tjón sem
leiddi af hermdarverkum naz-
ista í höfuðborginni. En auð-
vitað verða aldrei bættar þær
ógnarlegu höx-mungar :em þjóð-
in varð að þola meðan nazist-
ar hexnámu landið og sex
milljónir manna voru sviptar
lífi í fangabúðunum i Póllandi
og öðrum tortímingarstöðvum.
Við getum byggt borgir að nýju
eflt iðnað okkar, þróað allt
efnahagslífið svo að það full-
nægi þörfum almennings í sí-
vaxandi mæli, en til þess að
þjóðin geti einbeitt sér að þeim
verkefnum þurfum við á traust-
um friði að halda. Þess vegna
er það sjálf undirstaðan að
stefnu Pólverja í utanríkismái-
um að beita sér fyrir friðsam-
legri sambúð þjóða með ólík
hagkerfi, fyrir banni við til-
raunum með kjamorkuvopn,
fyrir algerri afvopnun. Við
höfum miklar áhyggjur af víg-
búnaðarkapphlaupinu, ekki sízt
af síaukinni endurhervæðingu
V-Þýzkalands, þeirra afla sem
leiddu sárastar hörmungar yfir
Pólland í síðustu styrjöld. Þess
vegna hafa Pólverjar beitt sér
sérstaklega fyrir friðarsvæði i
Mið-Evrópu þar sem öll kjarn-
orkuvopn væru bönnuð, og það
er okkur mikið gleðiefni að sú
tillaga nýtur nú vaxandi fylg-
is.
Því minnist ég á þetta að í
Póllandi eru utanríkismálin ná-
tengd öllum áthöfnum okkar,
hvert hús sem við reisum úr
rústum síðustu styrjaldar er á-
minning um það að baráttan
fyrir friði er öllu æðri.
— Má ég svo að lokum, sagði
frú Kowalska, biðja Þjóðvilj-
ann að færa íslenzkum vin-
um mínum beztu þakkir fyrir
samvistimar í þessu fagra landi
sem varð því nákomnara mér
sem ég dvaldist hér lengur og
kynntist því betur. Ég hverf
héðan með ánægjulegar minn-
ingár og mun oft rifja þær
upp.
Bréf til höfundar Reykjavíkur-
bréfs Morgunbl. frá Akureyri
Eftirfarandi afrit af
bréfi til ritstjóra Morgun-
blaðsins hefur Þjóðviljan-
um borizt með ósk um
birtingu, ef Mbl. sæi sér
ekki faert að birta þaö:
Akureyri. 28. apríl 1963.
Hr. ritstjóri.
Það hefur löngum þótt bera
vitni um ódrengilega máls-
meðferð og íllan málstað að
taka einhvem kafla úr ræðu
eða riti andstæðings. slíta
hann úr samhengi við megin-
efnið og umsnúa svo mein-
ingunni.
Mig langar að vekja athygli
á því, að einmitt þetta gerð-
ist í Reykjavíkurbréfi í blaði
yðar sl. sunnudag. Þar er til-
færður kafli úr grein úr Mun-
in, skólablaði M.A., sem Jó-
hannes úr Kötlum hafði áð-
ur gert að umtalsefni í Þjóð-
viljanum. 1 grein þessaii var
m.a. rætt um ýmislegt það.
sem miður þykir fara í þjóð-
félaginu og íslenzkir mennta-
menn hvattir til að gera sitt
til úrbóta. Höfundur Reykja-
víkurbréfs birtir kafla úr
greininni, þar sem rætt er
um hin óheillavænlegu áhrif
gróðahyggjunnar og peninga-
valdsins á menningu og hugs-
unarhátt þjóðarinnar og lætur
að því liggja. að greinarhöf-
undur og Jóhannes séu að
hælast um yfir því, sem mið-
ur fer í þjóðfélagi okkar. En
öllum, sem annaðhvort hafa
lesið greinina í Munin eða
pistil Jóhannesar, má ljóst
vera að svo er ekki, heldur
þvert á móti.
Ef höfundur Reykjavíkur-
bréfs vill hafa það sem sann-
ara reynist, þá biður hann
greinarhöfund og Jóhannes
afsökunar á að hafa snúið út
úr orðum þeirra og leiðrétt-
ir þennan misskiining fyrir
lesendum sínum. Greinina er
honum leyfilegt að birta í
heild ef þurfa þykir.
Með fullri vinsemd og virð-
ingu fyrir blaði yðar.
Rögnvaidur Hannesson.
P.S. Afrit af bréfi þessu hefi
ég sent Þjóðviljanum.
Skógrækt ríkisins
verð á trjáplöntum vorið 1963
I. Skógarplöntur.
Tegund Aldur Pöntun Pöntun
25—250 stk. yfir 250 stk.
Kr. pr. stk. Kr. pr. stk.
Birki 3/ 1.50 1.00
Birki 2/2 , 3.00 2.00
Rauðgrenó 2/2 '1 2.25 1.50
Blágrem 2/2 7 2.25 1:60
Hvítgreni 2/2 1 3.00 2.00
Sitkagreni 2/2 ? t 3.00 2.00
Sitkabistarður 2/2 1 ! 3.00 2.00
Lerki 2/2 3.00 2.00
Bergfura 3/0 r 7 1.50 1.00
Bergfura 2/2 2.25 1.50
Stafafura 3/0 3 2.25 1.50
Stafafura 2/2 3.00 2.00
Fjallaþinur 3/2 3.00 2.00
Minnsta pöntun sem afgreidd er með lægra
verðinu er 250 stk. af hverri tegund og ald-
ursflokki Pöntun, sem er 25—250 stk., er á
hærra verðinu og ekki verða seld færri en
25 stk. á því verði.
3arðplöntur.*
Stærð cm. Kr. pr. stk.
Birki 100—125 30.00
— 50—100 20.00
— 30— 50 10.00
— í limgerði 5.00
Reynir 100—125 30.00
— 75—100 20.00
— undir 75 15.00
Álmur yfir 75 25.00
— í limgerði 10.00
Alaskaö.-p yfir 75 15.00
— 50— 75 10.00
Elri yfir 75 10.00
Sitkagreni yfir 30 15.00
Sitkabastaröur yfir 30 15.00
Hvítgrerú yfir 25 15.00
Blágreni yfir 25 15.00
Broddfura yfir 20 15.00
Þinur yfir 25 15.00
Ribs I. fl 15.00
Sólber 10.00
Skrautrunnar 10.00—25.00
Hnausap’öntur eru seldar á hærra verði
eftlr stærð og aldri.
Tekið á móti pöntunum til 20. maí n.k.
HAFNFIRÐINGAR
NÝ SENDING:
Dömuv^ski — Blússur — Pils
Undirlatnaður í miklu úrvali.
Verzlið bar sem vöruvalið er mest.
Verzlunin SIGRÚN
Strandgötu 21. — Sími 50038.
'S*.i«>i>BJÖRNSSON * CO.
P.O. BOX 1M4
Sími 24204
- REYKJAViK
RÚMAR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
KYNNIÐ YÐUR
MODEL 1963
Verkamenn— Verkamenn
Óskum að ráð.? nokkra verkamenn strax.
Mikii og stöðug vinna.
VERK H.F. Laugavpgi 105.
k
i
k
*