Þjóðviljinn - 08.05.1963, Side 10

Þjóðviljinn - 08.05.1963, Side 10
Miðvikudagur 8. maí 1963 — 28. árgangur — 102. lölublað. Hernámsblöðin verja njósnir bandaríska sendiráðsins Hemámsblöðin öll hafa nú lagt blessun sína yfir hinar viðurs'tyggilegu njósnir bandaríska sendiráðsins um íslendinga. Tíminn og Al- þýðublaðið samþykkja athafnir sendiráðsins með þögn sinni í gær. Vísir og Morgunblaðið lýsa hins vegar yfir því að njósnir bandaríska sendiráðsins séu sjálfsagðar. Afstaða þessara „íslenzku“ blaða stafar að sjálfsögðu af því að allar njósnir bandaríska sendiráðsins um íslendinga eru framkvæmdar með beinnj aðstoð frá skrifstofum hemáms- flokkanna, sem m.a. hafa lagt til vitneskju um stjórnmálaskoðanir manna. Manntalsskrifstofan njósnastofnun? Engu hemámsblaðanna dett- ur í hug að véfengja að gögn þau sem Þjóðviljinn birtir um njósnir bandaríska sendiráðs- ins séu örugg sönnun um at- hafnir þess, enda tala þau sínu skýra máli. 1 staðinn rennur málgögnum Sjálfstæð- isflokksins sérstaklega blóðið til skyldimnar að verja banda- ríska sendiráðið, afsaka og réttlæta njósnimar. Þannig segir Vísir í fyrradag á for- síðu um skýrsluna um Unn- stein Stefánsson: „Þetta nýja „njósnamál" Þjóðviljamanna er þó ekki merkilegra en það að í plagginu sem blaðið birtir er einfaldlcga um almenn- ar upplýsingar að ræða, svipaðar þeim sem allir verða að veita, er þeir sækja um vegabréf til Bandarikjanna og reyndar v er unnt að fá með einu símtali við manntalsskrif- stofuna“. Þannig virðist Vísir gefa í skyn að manntalsskrifstofan sé njósnastofnun fyrir Banda- ríkin! AHir vita þó að á manntalsskrifstofunni er enga slíka vitneskju að fá, hvorki um ættir manna, fjölskyldu- tengsl, einkamál né stjóm- málaskoðanir. Skriðdýrsháttur Morgunblaðsins Morgunblaðið virðist átta sig á þessu og bendir í stað- inn á ýms heimildarrit sem njósnarar geti stuðzt við. eins og „Hver er maðurinn", „Verkfræðingatal" o.fl. Að sjálfsögðu eru slík rit notuð, en í njósnaskýrslunum er ýms atriði að finna sem hvergi sjást á slíkum bókum. til að mynda um stjómmálaskoðanir manna. En þar hafa auðvitað verið hæg heimatökin að leita til skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins. 1 vamargrein sinni fyrir njósnum erlends stórveldis um lslendinga segir Morgunblað- ið m.a.: „Hitt vlta auðvitað allir menn, að hvert eiinasta sendiráð aflar sér upplýs- inga um þá menn sem það hefur skipti við. Ef þetta væru njósnir, stunduðu öll sendiráð um víða veröld njósnastarfsemi. En það sem verra er, tveir íslenzk- ir framtaksmenn hafa að undanfömu sent þúsundum landsmanna fyrirspurnir um ferll þelrra og óskað eftir svömm, því að þeir hyggjast gefa út nýja bók um þekkta Islendinga. Það er lagleg iðja sem þar er stunduð að dómi komm- únistablaðsins“. Þegar sendiráð erlends rík- is safnar „upplýsingum um menn“ eru það þannig ekki njósnir að dómi Morgunblaðs- ins, heldur sjálfsögð starfsemi, hliðstæð mannfræðiritum sem Islendingar gefa út sjálfir! Verður naumast öllu lengra komizt í skriðdýrshætti, og verður sannarlega tilhlökkun- arefni að sjá þegar Morgun- blaðið fer að taka undir ýms ummæli sem í njósnarskýrsl- unum má finna, m.a. um Bjama Benediktsson formann S j álfstæðisflokksins. C Z ^v**6**- ~ ***+£»•» iijrj ~ jí?2. X. f SZt &&***%+*, /fcj* X 23V „U 7 JZSX* M &&*+%**» /<. ■ jgsz. % ^ --oy JScSíZC lAOlZJ £***£%. > - w —-rr rvtSS» Skýrsla um blaðam. Alþýðubl. - sjó 2. s. Enginn snefill af íslenzkri hugsun Ef einhver snefill af ís- lenzkrl hugsun væri eftir hjá ráðamönnum hemámsblað- anna fjögurra, Morgunblaðs- ins, Tímans, Alþýðublaðsins og Vísis hefðu þau að sjálf- sögðu talið uppljóstranir Þjóðviljans mjög alvarlegar staðreyndir. Þau hefðu þá tek- ið undir fordæmingu Þjóðvilj- ans og krafizt þess að þegar yrði bundinn endir á þessar viðurstyggilegu njósnir. Þau hefðu beitt scr fyrir því að ríkisstjórnin vísaði hinum bandarísku njósnarstjórum úr landi og fæli rannsóknarlög- reglunni að hafa upp á Is- lendingum þcím sem hafa hirt fé fyrir að njósna um landa sína, draga þá fyrir lög og dóm og láta þá bera á- byrgð gerða sinna. Þau hefðu lagt áherzlu á það að ríkis- stjórnin bæri fram þá kröfu til bandaríska sendiráðsins að njósnargögnin öll yrðu fram- seld, sem sönnunargögn um ó- löglegt atferli, og þeim siðan tortímt, jafnframt þvi sem nákvæmt eftirlit væri haft með því að sendiráðið tæki ekki upp slíka iðju á nýjan leik. En hemámsblöðin bregðast ekki þannig við vegna þess að þau og flokkar þeirra eru samsek. Þetta eru ekki íslenzk blöð, ráðamenn þeirra lita ekki á sig sem íslendinga, héldur sem liðsmenn f valda- Framhald á 2. siðu. Skráningu á Sigur- pál breytt án vit- undar skipverja Grunur leikur á um al- varlegt misferli hjá bæjarfógetaembættinu í Hafnarfirði, hafi það leyft sér að breyta skips- skráningarskjali effir að sjómennirnir höfðu und- irritað það og án þeirra vitundar. Er hér um að ræða skráningu skipverja á vb. Sigurpáli til síld- veiða, sem fór fram á vegum embættisins 23. apríl síðastliðinn og virð- isf breytingin gerð sam- kvæmt kröfu frá full- trúa L.Í.Ú. og án þess að leitað hafi verið sam- þykkis sjómanna. Stjórnarfundur var haldinn í gærkvöld í Verkalýðs- og sjómanna- félaginu í Sandgerði og samþykkt að krefjast dómsrannsóknar á þessu mis'ferli embættisins. Skipshöfnin á Si-gurpáli lét skrá sig til síldveiða hjá bæjar- fógetaembættinu í Hafnarfirði í ofanverðum aprílmánuði og með orðalaginu „samkvæmt samn- ingi“, með tilliti til úrskurðar fyrir dómstólum, hvort bæri að taka gildan Sandgerðissamning- inn, sem er 40% af heildarafla sjómanna, eða síldveiðisamning L.I.U., dagsettan 20 nóvember í haust, sem er 36.5% af heildar- afla. Samkvæmt upplýsingum embættisins til oddvitans í Sand- gerði, sem jafnframt er skrán- ingarstjóri þar, hljóðaði þessi skráning með orðalaginu „sam- kvæmt samningi". Breyting gerð eftir kröfu L.I.Ú. Oddvitinn í Sandgerði fer fram á staðfestingu þessa í símskeyti daginn eftir og er þá komið ann- að hljóð í strokkinn og kveður embættið skipshöfnina skráða samkvæmt síldveiðisamningi L.1.0. Hvaða pukur hafði gerzt hér í miUitíðinni? Hversvegna snarsnýr embættið umsögn sinni á einum sólarhring? Skrifstofu- maður L.l.O. hafði látið svo lítið að aka suður í Hafnarfjörð og líta inn á skrifstofu embættisins og krefjast breytingar á skrán- ingu sjómannanna. Bæjarfógctacmbættið virðist hafa bugtað sig fyrir þessari kröfu og gert þessa breytingu á skráningarskjalinu með vit- und Eggerts Gíslasonar, skip- stjóra, en án vitundar og samþykkis skipverja. Tregðaðist við að sýna skjalið Eltingarleikur upphefst við skipið næstu daga og náðu til dæmis stjórnarfulltrúar sjó- mannafélagsins í Sandgerði tali af skipverjum hér i Reykjavíkur- höfn. Skipverjar sóru og sárt við lögðu að hafa látið skrá sig með Framhaid á 2 .síðu. Fylkingin Félagsheimilið i Tjarnargötu 20 verður framvegis opið alla daga frá kl. 3"—5.30 og 9.30— 11,30 e.h. Kaffi og kökur á boð- stólum. Þar er gott að líta við og ræða kosningahorfur yfir kaffibolla. Ríkisfyrírtæki fast- ræður verkfræðing Akureyri £ gær. — 1 apríl- mánuði samþykkti Akureyrarbær að ráða til sín nýjan bygginga- verkfræðing og samþykkti að verða við kröfum verkfrasðinga frá 1961 að viðbættum 17% og eins árs starfsaldursuppbót og er þetta í fullu samræmi við kröfur verkfræðinga, er ríkis- stjómin hefur bannað að verða við eins og kunnugt er. Þessi verkfrasðingur er ættað- ur frá Akureyri og heitir Magn- ús Hallgrímsson og hefur ný- lokið prófi. Magnús átti að koma um mánaðamótin og taka við sínu nýja starfi hjá Akureyrar- bæ. En nú hefur það gerst í milli- tíðinni að ríkisfyrirtæki hefur boðið honum betri kjör og er hér um að ræða Vitamálaskrif- stofuna. Magnús hefur þegar byrjað vinnu sína þar. Þ.J. Þjóðviljinn hafði samband við Hinrik Guðmundsson, formann Verkfræðingafélags Islands og staðfesti hann, að þetta væri rétt. Hér væri um ánægjuleg sinnaskipti að ræða hjá ríkis- stjóminni og giftusamlega hefði tekist um ráðningu efnilegs manns. Bazarinn er á laugardaginn Bazarjnn sem Kvenfélag sósíaljsta gengst fyrir til ágóða fyrir Þjóðviljann verður hald- inn n.k. laugardag, 11 þ. m. í Þingholtsstræti 27. f dagbók er skrá yfir þær konur sem veita móttöku mun- um á bazarinn en einnig verður tekið á móti munum í Þing- holtsstræti 27 eftir hádegi á föstudag. Konur. gefið muni á bazarinn og stuðlið þannig að því að gera hann sem glæsilegastan og árangursríkastan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.