Þjóðviljinn - 16.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.05.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagurinn 16. maí 1963 Brimar við bölklett Framhald af 7. síðu. þessara manna, nema Jakob er eitt mesta listaskáld þjóðar- innar, og Jón Helgason óborg- anlegur, og inn í þennan þriðja flokk smella þeir svo Þorsteini Valdimarssyni. Þorsteinn yrkir nú lítt eða ekki nema hreinar perlur, og hann er mestur hagsmiður bragar. eins og sagt var í gamla daga, sem komið hefur fram með þjóðinni á síðari öldum. Að meta hann að þriðjungi við Tómas. eins og þá Jakob og Jón, er náttúrlega list út af fyrir sig, sem minnsta kosti iægi ekki eftir þá Gunnar Benedikts- son og Sigurð Nirðdal. Það er ekki vafi á því, að nefndin hefur ekki litið í skáldskap Þorsteins, fyrst hún gat ekki fallizt á sjónarmið fulltrúa Alþýðubandalagsins, sem þama bæðj gat og hefur túlkað auð- velt sjónarmið. En Þorsteinn hefur kveðið: Eg kom þar á veg, sem klærnar sýndi einn rytjufálki og róminn brýndi. Og þá sá nefndin i spegilinn,4 og rytjufálkinn brýndi róminn, og sýndi klæmar, og það fór Einar Bragi, Halldóra B.Bjöms- son og margir fleiri rithöfundar og listamenn, alls ekki finn- anlegir á skránni, og má segja að í slíku misrétti, taki nefnd- in sér vald, sem alveg sérstakt innræti þarf til að nota, en slíkt víla ekki slíkir fyrir sér, jafnvel að það heyrist íhalds- skrattahláturinn í þeim, yfir því að geta þannig beitt rót- tæka höfunda rangindum. Alveg sérstaka athygli vekur að ekki einn einasti þjóðfræða- rithöfundur fyrirfinnst á þessari úthlutunarskrá, eins og nú væru slíkar bókmenntir einskis virði hjá söguskáldskapnum. Þetta er því merkilegra, sem allar okkar fornbókmenntir, eru þjóðfræðabókmenntir og fyrir þær er þjóðin írægust. Fyrir þær þekkir þjóðin sjálfa sig og hefur alltaf þekkt. Fyrir þær komst hún á legg, úr alda áþján og fyrir þær er þjóðar- sálin djúp, sem alltaf má kanna og kafa til nýrra og merki- legra þjóðfræða iðkunar. En hér á nefndin ekki sök á máli því sjálft alþingi hefur skilið hér á milli og slettir í þjóð- fræðarithöfundana smásleikjum. Þar fær Magnús á Syðrahóii 3000.00 kr., eg 2000.00 kr., Gils og Guðni prófessor eitthvað svipað, og í fyrra létu þeir það alveg undir höfuð leggjast, að skipta sleikjunni, og eru víst furðusögur af Þjóðfræðirithöf- undarnir munu þó, enn sem fyrr, gera þau verk, sem að mestu gagni koma er tímar líða. Má segja að hér sé allt í stíl, og er enn á það að minnast að nefndin sæla, hefur sett Vilhjálm S. Vilhjálmsson í næst efsta launaflokk, 25. þús. kr. Víst er Vilhjálmur gildur karl, og ekki ber að telja þetta eftir honum, þótt nefndin skíni * 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 þarna enn í sínu ljósi. En í rauninni átti Viihjálmur að '"•ra í sérstökum heiðurslauna- flokki, því hann er sá eini sem búið hefur til hugtak yfir það sem hér hefur gerst, en það er brimar við bölklett. Ég skora á ríkisstjórnina að eyði- ; leggja nú þegar þetta: skrattaverk þessarar nefndar, 1 og kemur það þó líklega; fyrir lítið að vænta þess, að skrattaverkastjórnin bæti um | skrattaverk og mun hitt nær að' skora á þjóðina að sjá til þess, eftir 9. júní það herrans ár 1963, að slíkum og öðrum-skratta verkum verði hætt á íslandi. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. þar. Ekki fær einn ejnasti söngv- ari eina einustu krónu, og verða þeir víst að vera hóg- værir eftir þvílíkt listmat, og ólíklegt að við þurfum að hlakka til. að þeir syngi í út- varpinu, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Þorsteinn Hannesson, eða þær Þuríður Pálsdóttir, Snæbjörg og Sigur- veig o.fl. o.fl. Hér er mikil fólska á ferð- inni gagnvart góðum og vin- sælum listamönnum. Ekki er að spyrja að því að svona nefnd getur hæglega sett ýmsa hjá sem ekki standa þeim að baki, sem verða fyrir náðinni. Þannig eru góð skáld, eins og Elías Mar, Sigurður Róbertsson, Fyrstu umferð er nú lokið í firmakeppni Bridgesam- bands Islands og eru þessi fyrirtæki efst: Stig 1. Hreyfill s.f. 123 Hjalti Elíasson 2. Ásaklúbburinn 118 Sigurhjörtur Péturss. 3. Álafoss 114 Lárus Hermansson 4. Verzlunin Grund 113 Dagbjört Bjamadóttir 5. Trygging h. f. 113 Guðjón Jóhannsson 6. Edinborg h.f. 113 Karitas Sigurðsson 7. Útvegsbanki Islands 110 Gunnar Guðmundsson 8. Rekord 110 Zakarías Daníelsson 9. Fasteignaval Jóns Arasonar 109 Jón Arason 10. Kjöt & Grænmeti 109 Rósa Ivars. Úrslitaumferðin verður spiluð í Skátaheimilinu í kvöld kl. 20. Úrslit f bridgekeppni Bridgefélags kvenna urðu þau, að í einmenningskeppn- inni sigraði Guðrún Einars- dóttir, en í tvenndarkeppn- inni sveit Eggrúnar Arnórs- dóttur. 1 sveit Eggrúnar eru auk henmar Hjalti Elíasson og hjónin Jón Arason og Halla Bergþórsdóttir. Fyrir stuttu spiluðu Is- landsmeistaramir, sveit Þór- is Sigurðssonar, við sveit Torfa Ásgeirssonar í Bikar- keppninni. Lauk leiknum með óvænitum sigri Torfa og em Islandsmeistararnir þar með úr lei’k. Áræði í sögnum réði úr- slitum í þessim ieik, en i Bílaleigan i Reykjavik Blaðið hefur verið beðið að birta eftirfarandi athugasemd: „Heiðraði ritstjóri. I dagbiaðinu Vísi birtist þriðjudaginn 14. maí sl. grein, sem nefnist „Bílaleigur í Reykjavík". Skiptar munu skoðanir um ýmislegt, sem þar er staðhæft, eins og gengur. Vegna þess. að Bílaleigan Bíll- inn á engan hlut að sumum þeim skoðunum, sem fram eru settar í þessari grein, biðjum við yður um rúm fyrir eftir- farandi í heiðruðu blaði yðar: í áminnztri grein Vísis er talað um gejgvænlegar afleið- ingar harðnandi samiíeppni í þessari þjónustugrein. Okkar bridge því hafði sveit Torfa greini- lega yfirburði. Mun ,,taktik“ hafa ráðið því að nokkru, því erfitt er fyrir meislara- flokkssveit að vinna efstu sveit í landsliðsflokki, að öllu jöfnu, með því að segja alltaf pass. Hér er eitt sýn- ishom: N—S á hættu, austur gef- Norður A D-10-4-3 V Á-3 ♦ 9 4» Á-K-8-6- 5-2 Vestur A G-9-8-5-2 V K-G-7-5 ♦ Á-10-4-2 4> ekkert V ♦ * Austur A 6 V D-10-8-6-2 ♦ K-D-G-8-7- 5-3 + ekkert Suður A Á-K-7 9-4 6 D-G-10-9- 7-4-3 Þar sem menn Torfa sátu n—s gemgu sagnir þannig, að austur opnaði á fimm tiglum, suður sagði sex lauf, vestur sex t.ígla. sem norður doblaði. Þetta eru heldur æfintýralegar sagnir en endirinn varð einn niður, 100 til n—s. Á hinu borðinu opnaði austur á þremur tíglum, suðúr pass, vestur fimm tígla, sem morður doblaði. Fimm tíglar unnust slétt og græddi sveit Torfa því 14 stig á spilinu. skoðun er sú, að samkeppni muni, þegar til lengdar lætur, fyrst og fremst tryggja við- skiptavinum bílaleiganna full- komna þjónustu, og álítum að síður en svo sé hér á döfinni neitt tiltakanlegt almennt vandamál. Sérstaklega viljum vlð taka af öll tvímæli í sambandi við þann harða dóm, er „flestar bílaleigurnar" og „forstöðu- menn þeirra" leggja á landa sína sem leigutaka bifreiða. I nefndri grein dagbl. Vísis er svo að orði komizt: „Flestar bílaleigurnar virðast taka þá (þ.e. erlenda ferðamenn) fram yfir innfædda. Forstöðumenn þeirra segja, að útlendingar séu ábyggilegri og kurteisari en ís- lenzkir leigjendur. Einkum liggur þeim ekki gott orð til sjómanna, sem fá leigðan bíl, fara í tveggja og þriggja daga ferðir í landlegu eftir að hafa greitt hinar föstu þúsund krón- ur fyrirfram, en eiga svo ekki meiri peninga, þegar til greiðslu á leigunni kemur.“ Um framangreint talar auð- vitað hver eftir sinni reynslu. Flestir erlendir ferðamenn hafa reynzt hinir ágætustu leigutak- ar hjá okkur og að öllu leyti verðugir þeirrar þjónustu, sem við látum í té almennt, án til- lits til þjóðernis. Hins vegar viljum við láta koma skýrt fram og svo, að ekki verði um villzt, að við teljum útlendinga hvorki ábyggilegri né kurteis- ari en fslenzka leigutaka. Þá berum við s>iómönnum, hvort sem er í landlegum eða öðrum fríum hið bezta orð. Þeir hafa frá upphafi verið meðal beztu viðskiptavina okkar. Með þökk fyrir birtinguna, Bílaleigan Bíllinn. Guðbjartur Pálsson. STARFSSTOLKUR ðSKAST Starfsstúlkur vantar í eldhús Landspítalans til sumarafleys- inga. Upplýsingar gefur mat- ráðskonan í sima 24160. • • • bréf til bltósins • • * Athyglísverð frétt um hnött í himingeimnum Frá því hefur verið skýrt, að fundin sé ný jarðstjarna í him- ingeimnum, og þykir mér þessi fundur tíðindum sæta, þvi að jarðstjarnan sem fundizt hefur. er fylgihnöttur annarrar sólar eða m.ö.o. er í öðru sólkerfi. Van de Kamp heitir stjörnu- fræðingurinn sem þessa upp- götvun hefur gert, og er í Bandaríkjunum. Nú kemur það raunar ekki á óvart að svo skuli hafa reynzt að reikistjömur fylgi einnig öðrum sólum, því nú munu flestir eða nær allir stjörnufræðingar vera komnir á þá skoðun, að svo hljóti að vera. En einusinni var þó svo og fyrir ekki ýkjalöngu, að hinu gagnstæða var mjög hald- ið fram í nafni vísinda, bótt undarlegt megi heita, og skal hér í fáum orðum greina frá ástæðunum fyrir því. Þegar Brúnó hafði fundið. á sextándu öld, að „stjömurnar sem við sjáum sindra um him- ininn“ eru sama eðlis og frelsari sá og fróvgari, sem við köllum sól eða m.ö.o. það að til eru óteljandi sólir, þá hugs- aði hann sér, að ef til vill mætti koma auga á reikistjörn- ur þeirra með því að gefa nógu nákvæmlega gætur að daufum stjörnum í nágrenni þeirra. En vegna þess hve fjarlægðirnar til annama sólstjarna em gíf- urlegar, þá varð sú ekki raun- in á og það þótt sjónaukinn væri uppfundinn. og jafnvel hinir allrasb ij sjónaukar nútímans megna ekki að leiða þetta í ljós. Það hefur aldrei tekizt að eygja eða ljósmynda reikistjörnur i öðrum sólhverf- um. En eftir þvi sem stjörnu- fræðinni fór fram að öðru leyti, fór að koma að því að heim- spekingar og vísindamenn settu fram heimsmyndunarkenningar (kosmogoníur): Immanúel Kant einna fyrstur og Laplace nokkru síðar, en áður hefur Swedenborg líklega verið bú- inn að hugsa eitthvað líkt. Stóð svo alllengi að kenning þessara ágætu vitringa var almennt álitin rétt. En upp úr aldamótum síðustu fór Bandaríkjamaður að nafni T. C. Chamberlin. sem að vísu var merkur jarðfræðingur og mjög frægur (þó að hann segði reyndar að á Grænlandi væri það ekki að finna. sem ungur íslenzkur jarðfræðingur fann þar nokkrum árum síðar) að hugsa sér nýja kenningu og var hún á þá leið að reikistjörnurn- ar hefðu orðið til við einskon- ar árekstur eða það að aðkom- andi sól hefði farið fram hjá bessari í lítilli fjarlægð. Eftir þessu átti sólhverfi vort að vera því nær einsdæmi í alheimi. Kenning þessi dró ekki mikla athygli að sér fyrst í stað, en um 1930. um þær mundir sem fór að syrta að síðari heims- styrjöldinni var eins og hún færðist öll í aukana, og var henni almennt haldið fram í bókum á þeim árum. Varð þessi kenning að sjálfsögðu til að draga úr og veikja húgs- un manna um líf á öðrum stjörnum, og má nú nærri geta að hafi einhversstaðar verið komin fram kenning um sam- band við líf á örum stjörnum og átti eigi síður erfitt uppdrátt- en hinar frumlegustu og bezt brautryðjandi kenningar hafa oftast átt, að þá hafi þetta ekki bætt aðstöðu hennar. En hafa nú rökin fyrir þeirri kenningu verið ljós og örugg í bygg- ingu, að þau gæfu þeim sem aðhylltust hana afl til sannfæringar, þá er hægt að sjá fram á, að einmitt fylg- ismenn slíkrar kenningar muni bá hafa haft réttari hugmyndir um það að til væru reiki- stjörnur fjarlægra sólhverfa heldur en jafnvel hinir virt- ustu vísindamenn iarðarinnar á sama tíma. Hugmynd sú. sem hinir virtustu vísindamenn gerðu sér var röng, eins og síð- ar kom á daginn. begar fariö var að rannsaka undirstöður hennar (v. Weiszacker o.fl.), og á síðari árum hefur sú skcðun náð almennri viðurkenningu að það eigi sér engin rök að halda, að sólhverfi það sem við byggjum, sé eitthvað einstakt eða tilviljunarkennt fyrirbæri. Ýmislegt hefur líka komið fram, sem gefið hefur tilefni til að álykta um tilveru reiki- rtjarna með öðrum sólum. en nú hefur það verið leitt af merkjanlegum sveiflum á hreyf- ingu einnar næstu nágranna- stjörnu okkar um geiminn, Barnard-stjörnunnar, að hún hljóti að hafa með sér reiki- stjömu, sem sé heldur stærri en Júpíter. stærsta iarðstjam- an í þessu sólhverfi. og kenn- ingin um einstæði þess þannig endanlega hrakin. Þorsteinn Guðjónsson. Tilkynning frá yfirkjörstjórn Vesturlandskjördœmis Við kosníngar þær til alþingis, sem fram eiga að fara hinn 9. júni n.k. eru eftirtaldir listar í framboði i Vesturlandskjördæmi: A-listi Alþýðuflokksins Benedikt Gröndal, Bogahlíð 20, Reykjavík Pétur Pétursson, Hagamel 21. Reykjavík Hálfdán Sveinsson, Sunnubraut 14, Akranesi Ottó Árnason, Ólafsvík Sigurþór Halldórsson, Borgarnesi Magnús Rögnvaidsson, Búðardal Lárus Guðmundsson, Stykkishólmi, Snæbjörn Einarsson, Hellissandi, Bragi Níelsson, Stillholti 8, Akranesi Þorleifur Bjarnason. Heiðarbraut 58, Akranesi B-listi Fram- sóknarflokksins Ásgeir Bjarnason, Ásgarði, Dalasýslu Halldór E. Sigurðsson, Borgarnesi Daníel Ágústínusson, Akranesi Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, Snæfells- nessýslu Alexander Stefánsson, Ólafsvík Ingimundur Ásgeirsson, Hæli, Flókadal Kristinn B. Gíslason, Stykkishólmi Geir Sigurðsson, Skerðingsstöðum, Dalasýslu Guðmundur Sverrisson, Hvammi, Mýrasýslu Guðmundur Brynjólfsson, Hrafnabjörgum, Borgarfjarðarsýslu. D-listi Sjálfstæðsflokksins Sigurður Agústsson, Stykkishólmi Jón Árnason, Akranesi Ás.geir Pétursson, Borgarnesi Þráinn Bjarnason, Hlíðarholti, Staðarsveit Friðjón Þórðarson, Búðardal, Dalasýslu Eggert Ólafsson, Kvennabrekku, Dalasýslu Sigríður Sigurjónsdóttir, Hurðarbaki, Reýkholtsdal Páll Gíslason, Akranesi Jón Guðmundsson, Hvítárbakka, Andakílshreppi Pétur Ottesen, Ytra-Hólmi, Borgarfjarð- arsýslu. G-listi Alþýðubandalagsins Ingi R. Helgason, Reykjavik Jenni R. Ólason, Stykkishólmi Pétur Geirsson, Borgarnesi Helgi Guðmundsson, Akranesi Einar Ólafsson, Lambeyrum, Dalasýslu Skúli Alexandersson, Hellissandi Haraldur Guðmundsson, Ólafsvík Þórður Oddsson," Kleppjárnsreýkjum Bjarni Arason, Hvanneyri, Andakinshr. Guðmundur Böðvarsson, Kirkjubóli, Hvítársíðu F. h. yfirkjörstjómar Vesturlandskjördæmis Hinrik Jónsson, formaðuí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.