Þjóðviljinn - 19.05.1963, Side 12

Þjóðviljinn - 19.05.1963, Side 12
I I Pappírshús „viðreisnarinnar Eina vörnin, sem málgögn „viðreisnarinnar" reyna að færa fram henni til vamar, er að fjáríramlög til ýmissa framkvæmda hafi hækkað svo og svo mikið í tíð við reisnarstjómarinnar. Þessum tölum fylgja svo hin kynleg- ustu línurit og skýringar- myndir af framkvæmdum sem samkvæmt því eiga að hafa aukizt i réttu hlutfalli við hækkuð framlög. Blekkingar um „viðreisnina" Með þessu halda stjórnar- blöðin að þau geti blekkt kjósendur til að trúa því að framkvæmdir hafi aukizt stórlega undir „viðreisn", — krónan sé alveg jafnverðmæt eftir tvennar gengisfcllingar og hún var fyrir þær. En staðreyndirnar tala öðm máli: Línurit stjómarblaðanna em hinn ákjósanlegasti mæli- kvarði á óðaverðbólgu við- reisnarinnar. Þrátt fyrir stór- hækkuð fjáríramlög í krónu- tölu, hafa framkvæmdir dreg- izt stórlega saman vegna dýr- tíðarinnar. Falsaðar skýr- ingamyndir Hér skulu enn einu sinni birt dæmi þessu til sönnunar. Skýringarmyndimar, sem hér em birtar em teknar úr Morgunblaöinu, Alþýðublað- inu og Fjármálatíðindum, sem gefin eru út af hagdelld Seðlabankans og er ritstjóri þeirra Jóhannes Nordal einn helzti séríræðingur ríkis- stjómarinnar. Morgunblaðið og Alþýðublaðið falsa skýr- ingarmyndir sinar mcð því að sýna stórauknar HÚSBYGG- INGAR, þegar þau birta tölur um hækkun lána á árunum 1956—63. I Fjármálatíðindum, des. 1962, er hins vegar skýr- ingarmynd gerð samkvæmt skýrslum um fullgerðar íbúðir á ámnum 1952—’61. Sú mynd sýnir því aukna krónutölu viðreisnarlánanna i réttu ljósi: FuIIgerðum íbúðum FÆKKAR ár frá ári undir „viðreisn", þrátt fyrir hærri "I asÐ i 1956 1957 1955 Vinstri stjóm —^ «-------- Viiteist, Lánvrattagar'húsnœSismálastjórnaí-fil ibúSabyggtaga á árunma ''TO-6?. Skýringarmynd Morgunblaðsins, — pappírshús „viðreisnarinnar". lán. Skýrsla Fjármálatíðinda nær fram til ársloka 1962, en samkvæmt opinbemm skýrsl- um fækkaði fullgerðum íbúð- um í Reykjavík enn á árinu 1962 niður í 535. Staðreyndirnar tala sínu máli Þannig tala staðreyndirnar sínu máli. Húsin, sem sjást á skýringarmyndum Morgun- blaðsins og Alþýðublaðsins em bara pappírshús viðreisn- arinnar. Og önnur línurit við- reisnarblaðanna era með sama marki brennd. W5S /íy {i ‘fFRí öóíistI 35.57‘looi,«. - H56 A A A..■{*! 50.235.coo.io H5T A A ^ ^ v ; 53.6ii.00o.ao, N58 ■A' A A S 3M.20^.;ooo.í. l«?5S A A A /» 35.Í Oér.ooo... í • néo "?/. Ó73.oob,« m\ AtA A A A 65.9Í9.00Ö.M: lúz A A A A A A A A P Sé. |35oO£.$ö- IS63 85.ou0.ooo:«» Og svona líta pappirshús „viðreisnarinnar’* út i Alþýðublaðinu. OG STAÐREYNDIRNAR j ÍEYKJAVIK 329 349 ÍBÍBÍBÍBÍBÍB ■ i ■ | ■ i ■ | ■ g ■ | ■ t 1952 131 564 70S 229 487 1954 jnhntlnllcfl’ & 1955 -InnnnnnnllnllnH^ '338 1956 ■iEHSrtanBnsHBnBHg 3S2 ■ 1957 innnnnnnrinnnn^ . 347 íLClfi: 1958 -iSnSrMnSnl- 253 1959 InnnnBnnnnnSnanní^' 43o 1960 Innnnnnnnnnnnnnnnnr 451 ðfiúáð 1961 tnlÆnnnnnnnnnnHfi AÐRIR KAUPSTAÐIR 935 l■l■l■l■l■l■l■l■l■l■l■l■l■l $65 ÍHBBÍBÍBÍBÍBÍBÍBÍBÍBÍBÍ"ÍBI" |-j“|zj2jz|zjr|Z|Z|^jZ|L|E|3 740 642 376 Hér er svo skýringarmynd Fjármálatíðinda um þróunilna í íbúðabyggingum undir „viðreisn”. Hún lítur svolítið öðmvísi út en „skýringarmyn dir“ stjórnarblaðanna. Þetta eru líka raunvcru- Iegar íbúðir en ekki pappirshús. Sunnudagur 19. mai 1963 — 28. árgangur — 112. tölublað ■MMMMMMMMmmgMwnaiBmaitiiiAgaai-----Tl-rT Fara skipasmiðir í verkfall á morgun Skipasmiðir í Reykjavík hefja verkfall frá og með morgundeg- inum, mánudegi, takizt samning- ar ekki í dag. Sveinafélag skipasmiða í Rvík hefur boðað verkfall þar sem samningatilraunir hafa ekki bor- ið árangur. Fundir voru á fimmtudag og föstudag með deiluaðilum, og í gær kl. 5 var boðaður fundur samninganefnda að tilhlutan sáttasemjara. I dag hafa skipasmiðir félagsfund í Baðstofu iðnaðarmanna, kl. 2. I skipasmíðastöðvum í Njárð- vík og Hafnarfirði fá skipasmiðir nú 20% hærra kaup en í Reykja- vík og una reykvískir skipasmið- ir því illa að vera ver launaðir. Mikið er að gera í skipasmíði eins og jafnan á þessum tíma árs. KOSNINGAFUNDIR ALÞÝÐUBANDALAGSINS DALVÍK Fundur verður í samkomuhús- Inu f dag og hefst kl. 1.30. Máls- hefjendur verða Björa Jónsson, Araór Sigurjónsson og Hjalti Haraldsson. BLÖNDUÓS 1 dag verður kappræðufundur á Blönduósi milli Ragnars Arn- alds og Bjöms Pálssonar, þriðja manns á lista Framsóknar, en baráttan stendur milli þeirra um þingsæti í kosningunum 9. júní. Ragnar skoraði á Björa til þessa kappræðufundar. GRAFARNES Fundur verður í dag í Grafar- nesi og hefst klukkan 8.30 i sam- komuhúsinu. Málshefjendur em Einar Olgeirsson og Ingi R. Helgason..<»* 0"’" ’ r"”" SKAGASTRÖND Fundur verður í dag í Sam- komuhúsinu á Skagaströnd. Frummælendur eru Ragnar Am- alds og Jónas Árnason. RAUFARHÖFN Fundur verður á mánudags- kvöld í Samkomuhúsinu á Rauf- arhöfn. Málshefjendur em Björn Jónsson, Amór Sigurjónsson, Páll Kristjánsson og Hjalti Har- aldsson. LUNDUR í AXARFIRÐI Fundur verður næsta þriðju- dagskvöld í Samkomuhúsinu að Lundi. Málshefjendur eru þeir sömu og á Raufarhafnarfundin- um. Hans G. Andersen fer til Óslóar Hinn 15. júlí næstkomandi laet- ur Haraldur Guðmundsson, am- bassador, af störfum í Osló fyrir aldurssakir, en Hans G. Andersen núverandi ambassador i Stokk- hólmi tekur þá við ambassadors- starfinu í Osló. Páll Ásgeir Tryggvason, sendiráðunautur í Kaupmannahöfn, mun veita sendiráðinu í Stokkhólmi for- stöðu, sem sendifulltrúi (Chargé d’Affaires a.i.) þangað til nýr ambassador verður skipaður þar. Frá utanríkisráðuneytinu). Fyrirmæli til njósnara ■ Þjóðviljinn birTir hér nýja tegund af njósnaplöggum bandaríska sendi- ráðsins, fyrirmæli til njósnara að afla tiltekinna upplýsinga um tiltekna menn, og um einn er beinlínis sagt að það sé vegna umsóknar um s'tarf í herstöðinni á Keflavíkurvelli. ■ Það kemur fram, sem íslendingum mun þykja brosleg’t, hve mikið njósnararnir leggja upp úr því hvort þessi eða hinn hafi sótt kvöldsam- komu að Hótel Borg 7. nóvember, og hafa haf't þar njósnamenn! ■ Undir fyrirmælunum stendur: R. H. Skýrslan er þannig: Efnj: fyrirmæli. 2. marz 1958. Bls. 9. 9. Komstu að nafni piltsins sem gengur undir nafninu „Bobi“, og sækir þinn eftirlæt- isstað Laugaveg 11. Fáðu að vita hvort hann er sonur elztu syst- ur Sveins Sæmundssonar, yfir- manns Rannsóknarlögreglunnar, hún hefur átt heima á Litla- landi, bæ i Ölfusi, að því er ég bezt veit, en á nú heima í „Pólunum‘‘ í nágrenni Reykja- víkurflugvallar, ef minar upplýs- ingar eru réttar, sem ég hygg að sé. Komstu að því hvort nefndur Bobi sé meðlimur kommúnistasamtaka. Ég vildi bæta því við að þó hann sé meðlimur held ég ekki að hann sé mikill kommúnisti. Kringum- stæður, uppeldi og aðrar aðstæð- ur kunna að hafa komið honum til að verða með, Hann ætlar að sækja um starf í herstöðinni, og sé hann ekki heitur kommún- isti, myndi ég persónulega vera hlynntur því að hann fengi það. Flýttu þér ekki að þessu og farðu ákaflega varlega. 10. Komstu að því hvort Há- kon Guðmundsson (leiðrétt í: Sigurðsson) sem áður hefur ver_ ið minnzt á, var á samkomunni að Hótel Bor.g 7. nóv. 1957. Mér er sagt að hann hafi verið með Sólbjörtu Vigfúsdóttur og Dag- nýju Austan, auk þess sem ég minnist sjálfur. Vittu hvort þú finnur nokkum sem man eftir honum þar, og sé svo skýrðu frá því skriflega, en það sem skýrt er frá verður aö vera staðreynd- ir og einungis staðreyndir. 11. Komstu að því hvort nefndur Bobi hér að framan var á hátíðahöldunum 7. nóv. 1957. Ég þori ekki að fara eftir þoku- kenndu og óljósu minni um það efni, svo að það verður að kom- ast að því og gera manninum ekki rangt til. Athugaðu hvort hann var með Marteini Stefáns- syni, einum af kunningjum sín- um, á 7. nóv. hátíðahöldunum 1957. R. H. ★ lslendingar hafa rekið sig á þær Þannig er njósnurum Banda- ríkjanna leiðbeint, þannig eru þeir látnir kynna sér persónu- sambönd íslenzkra manna og þó sérstaklega stjórnmáiaskoðanir lslendinga. Þetta atferli er reynt að af- saka í blöðum allra hemáms- flokkanna þriggja í gær, í Morg- unblaðinu, Tímanum og Alþýðu- 1 blaðinu. En svo billega verður I ekki sloppið, þessir flokkar vita upp á sig skömmina að hafa lagt persónunjósnum Bandaríkjanna lið. Til þess hafa alltof margir fslendingar rekið sig á þessar njósnir, í sambandi við vinnu- ráðningu og fleira, svo margir íslcnzkir sjómenn hafa orðið fyr- ir barðinu á þeim, verið neitað um landgönguleyfi í Bandaríkj- unum eða jafnvel hraktir úr skiprúmi vegna einhverrar fárán- Iegrar njósnarskýrslu. Þessar njósnir þýðir ekki að ætla að afgreiða sem einhvers konar dútl, sem öllum megi vera sama um. Upplýsingar Þjóðviljans um þessi mál hafa vakið feikna at- hygli og eiga eftir að gera. SUBJECtl ZnatnHtlcna 2 ífer J3 9) Acairlaln tha nca* cf e «bap-vho goaa ty tha nuoa o£ *8CBtf* tt) fragpenta yonr haunt at lans&Tognr #U» /acortaln if auijfiot Sa tba ■on of tha oldoat alator oS Sreinn SaasmnSaaon* Ohlef ConoteWo of ttl Crbninol Fciioej ehe uaei to lire'ot Wtlelanfl, a sm in Oteat aa far es I knov, end is praeentiy reeiains In tha ne«r iim Reykjavlk Airport, if zy InTonaation if eorreot, nnd Ithlnle thnt U 1»» Aaoortaln nleo 1S euhjoot la n wnher oS JJa ecmnlit oaucua. Lot m ndd hare thet nlthongh n aenhere I not tMak that auhjoet ia suoh oS a oosamlst* Oirpisaatanpae,. Iraading nnd otbap ' Infinltiven aoy bftva nll tended to Ofttme þln to jolsa Cuhjaot Sa golng to opply for a poaltion nt the Beie, nuí> U not nn nrdent ' oonaunlat, I vould pareonally llka to neo Ma get tt< .Teke,your on thla nnd go oxtrwly p arefully# 10) Aaoartsin is euhjaat Kaken OuJnundeeon, raforenoed hsrn ln the nhove, vaa nt ta 7 Hovembar 1557 reatlvlttea nt tha Eotel Eorg* X vea told ttot ba vaa ty Solhjorp Tiefu.aaott''r,ppi .Capjy Aua.tan, qulte nelde from oy own reoollootlon of that nffnlr* Seo ÍS you ean find onyone vho roaoahora hla thare, and is »o, euhait youí f inding* in vriting, vlth thé nams and ■ddrees of vþoare.r ney teU you enything, end vhateTer is euhnlttoi must be feate end only fwts* 11) Aaeartaln if eubjaot "BOBl" horo in ths nbove, vaa at tha 7 Bovomber 1557 reatlvltiee nt tho Hotol Borg. X do np.t dare go by a hftzy and a vagu* oomoiy on .thln point, so it haa to bo aaoertainad, nnd aubjoot muat nat bo wrongodl eao'if he vae vith Jhrtoinn Stefanaaon, one of bie eronias, nt thn 7 Hovomber 1557 Foativitioa. RE

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.