Þjóðviljinn - 21.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.05.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagurinn 21. maí 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 3 Kynþáttaóeirðirnar í Birmingham A annal þúsund nemendur veria reknir úr skólunum Mynd þcssi var tekin í Birmingham í Alabama og sýnir glögg- lega ruddasbapinn sem yfirvöldin nota í viðleitni sinni til að brjóta á bak aftur baráttu negranna fyrir þeim réttindum sem þedm er beitið í stjórnarskránni bandarísku. Negrinn liggur á jörðinni og hvítur slökkviliðsmaður sparkar í höfuð hans til þess að hann liggi kyrr á meðan hann er handjárnaður. Slíkt er „land frelsisins"! VVASHINGTON og BIRMING- HAM 20/5. Kennsiuyfirvöldin i Birmingham hafa ákveðið að vísa 1.081 negrastúdentum úr skólum borgarinnar. Stúdentar þessir hafa tekið þátt í mót- mælaaðgerðum gegn kynþátta- misréttinu í Bandaríkjunum. Þeir sem náð hafa 16 ára aldri verða reknir fyrir fulit og allt, hinum verður meinuð skólavist um óá- kveðin tíma. Stúdentar þessir hafa setið í fangelsum að und- anförnu. I öómum hrundið I dag hratt hæstiréttur Banda- ríkjanna úrskurði dómstóla í fjórum suðurríkjum i máli negra og hvitra manna sem mótmælt hafa kynþáttamisréttinu með því að neita að yfirgefa kaffihús sem cinungis eru ætluð hvítum mönn- um. Úrskurður hæstaréttarins varð- ar tvö mál í Birmingham í Ala- bama, eitt í Greenville í Suður- Karólínu, Durham í Norður- Karólínu og New Orleans í Lou- isiana. Ennfremur hratt réttur- inn dómi sem kveðinn var upp Skákeinvígið í Moskvu 22. skákin vari jafntefli 'etrosjan heimsmeistari í máli sex negra sem neitað höfðu að yfirgefa „hvítan" skemmtigarð í Savannah í fylk- inu Georgia. Fylkisstjóri fyrir rétti Hæstirétturinn vísaði ennfrem- ur á bug tilmælum frá Ross Bamett fylkisstjóra og Paul Johnson varafylkisstjóra í Miss- issippi. Þeir höfðu farið fram á að þegar yrði látið niður falla mál sem höfðað hefur verið gegn þeim vegna lítilsvirðingar vjð réttinn varðandi óeirðimar sem áttu sér stað er negrastúdentinn James Meredith krafðist inn- göngu í fylkisskólann í Oxford í fyrra haust. Hæstirétturinn hefur ákveðið að taka málið til meðferðar um miðjan október- mánuð næstkomandi. Strætisvagnafarmar í fangelsið Meira en 400 negrar voru handteknir í gærkvöld í borg- inni Durham í Norður-Karólínu. Sök hinna handteknu var sú að þeir dirfðust að mótmæla því að gert er upp á milli kynþátta á veitingahúsum borgarinnar. Enn- fremur var efnt til mótmæla- aðgerða í Greensboro í Maryland í gær og var það fimmti dagur- inn í röð. Enginn var handtek- inn þar í gær, en á föstudags- kvöldið vom um 400 negra- stúdentar þar í borg fangelsað- ir. 1 gærkveldi varð lögreglan í Durham að grípa til strætisvagna til að flytja negrana til íangels- is. Negrarhir höfðu efnt til fjöldagöngu til veitingahúsa sem eru í eigu Howards nokkurs Johnsons. Johnson þessi rekur fjölmörg veitingahús í borginni og er negrum meinað að stíga þar fæti inn fyrir dyr. Negrarn- ir sungu í kór: Sá timi mun koma að við getum borðað hjá Howard Johnson. Sjúkrahús — 'tukthús Negrarnir í Greensboro söfnuð- ust saman úti fyrir kaffihúsum og kvikmyndahúsum í miðbiki borgarinnar. Auk þess héldu um 900 til sjúkrahúss sem nú er notað sem fangelsi. Þar eru í haldi um 700 negrar af þeim 914 sem handteknir hafa verið í borginni frá því á miðvikudag í fyrri viku. Fangamir hafa neitað að gefa yfirlýsingu um að þeir muni ekki taka þátt í frekan mótmælaaðgerðum. Nenni styður miðvinstrí RÓM 20/5. — Miðstjórn vinstri- sósíaljstaflokksins ítalska sam- þykkti í gærkvöld með 45 at- kvæðum gegn 35 tillögu frá Pietro Nenni. leiðtoga flokksins, um að flokkurinn skuli halda áfram að styðja miðvinstri sam- steypustjórnina. Ennfremur var samþykkt að halda flokksþing dagana 18.—21. júlí. Hákarlar drápu 22 MANILA 20/5. — Fyrir þrem dögum átti sér stað hryllilegt slys úti fyrir austurströnd Luzon-eyju í Fillippseyjaklasanum. Báti með 42 menn jnnanborðs hvolfdi og um ieið og ó- happið vildi til þusti urm- ull hákarla á vettvang. Óttast er eð hákarlarnir hafi orðið 22 þeirra sem í bátnum voru að bana. Er þar einkum um börn að ræða. Úh börn í biðröðum NAIROBI 20/5. — I gær fóru fram kosningar til fylkisþing- anna í þrem af sjö fylkjum Kenyu. Um það bil 90 prósent atkvæðisbærra manna tóku þátt í kosningunum og stóðu margir ' tólf klukkustundir samfleytt í biðröðum úti fyrir kjörstöðunum. Að minnsta kosti þrjár konur ólu börn á meðan þær biðu eft- ir því að fá að greiða atkvæði. Sums staða:1 beitti lögreglan tára" gasi gegn kjósendum sem hún taldi að hefðu æsingar í frammi. Kosningar fói-u ekki fram í Norðausturhéruðum landsins. en Somalifólkið þar hefur ákveðið að sniðganga kosningarnar vegna þess að Bretar hafa neitað að verða við kröfu þeirra um að fá að sameinast Somali-lýðveldinu. Kosningarnar halda áfram á miðvikudag og fimmtudag. Verða þá kosnir fulltrúar í öldunga- deildina. Næstkomandi sunnu- dag fara svo fram kosningar til fulltrúadeildar þjóðþingsins. Tigran Petrosjan Kosningar í Neðra-Saxlandi MOSKVU 20/5. — I dag vann | Tigran Petrosjan heimsmeistara- j titilinn í skák af Ianda sínum ' Botvinnik. 22. skák þeirra kapp- anna vari jafntefli -og tryggði Petrosjan sér þar með þann hálfa vinning sem hann þurfti til að velta Botvinnik úr scssi. Petrosian er 33 ára að aldri. jafnteflinu. Þar með var út- séð um það að heimsmeistar- inn gamli gæti náð þeim 12 vinningum sem hann þurfti til að halda titlinum. Skáinni lauk með jafntefli í aðeins ellefu leikjum. Sigursæll meistari Mikail Botvinnik er 51 árs að aldri og hefur lengstum haldið heimsmeistaratitlinum síðastlið- in 15 ár. Titilinn vann hann 1948. Arið 1956 tapaði hann honum til landa síns Vasilíj Simsloff en vann hann aftur ári síðar. 1959 tapaði hann titlinum til Mikail Tal, sem einnig er frá Sovétrikjunum. Einnig í það sinn vann Botvinnik titilinn aft- ur ári síðar. Nú hefur skákreglunum verið breytt þannig að fráíarandi heimsmeistari hefur ekki lengur rétt til að krefjast einvígis um titilinn við keppinaut sinn að ári liðnu. Til þess að vinna tit- Mikail Botvinnik ilinn að nýju verður Botvinnik því fyrst að sigra aðra beztu skákmenn heimsins á venjulegu ’ kandidatamóti. Sósíaldemókratar juku fylgi sitt Heyja átti heimsmeistaraein- vígið í 24 skákum, en í dag var tilkyhnt að viðureigninni væri lokið er Petrosjan hafði tryggt sér 12 og hálfan vinning með Ísland á gervitungia- ráðstefnu PARÍS 20/5. — í dag komu saman til fundar í París ful!- trúar 19 Evrópulanda til að ræða mál varðandi fjarSkipti um gervihnetti. ísland og hin Norðurlöndin taka þátt ráð- stefnunni. Rætt verður um sam- starf Evró*| '<ja á grundvel'i bandarískra tp'agna um a' heimskerfi fjarskiptagervi hnatta. HANNOVER 20/5. — 1 gær fóru fram kosningar til fylkis- þingsins í Neðra-Saxlandi í Vest- ur-Þýzkalandi. Atkvæði voru tal- in í nótt og urðu úrslit þau að Sósíaldemókratar hlutu 73 full- trúa, Kristilegir demókratar 62 og Frjálsir demókratar 14. Nokkrir smærri flokkar buðu einnig fram en enginn þeirra hlaut fimm prósent greidra at- kvæða sem þarf til þess að fá mann kjörinn. Síðustu kosning- ar til fylkisþingsins fóru fram árið 1959. Þá hlutu Sósíaldemó- lcratar 66 fulltrúa, Frjálsir demó- lcratar 10 og Kristlilegir demó- kratar 51. Þýzki flokkurinn hlaut 18 fulltrúa, en þeir gengu síðar I í þingfokk Kristilegra, þannig að flokkur Adenauers hefur raun- ar tapað sjö fulltrúum. Almennar þingkosningar fóru síðast fram í Neðra-Saxlandi ár- ið 1961. Miðað við úrslit þeirra kosninga hafa Sósíaldemókratar bætt við sig nokkru fylgi, en stjórnarflokkamir báðir, Kristi- legir og Frjálsir demókratar tap- að. Sósíaldemókratar fengu nú 44,9 prósent atkvæða en höfðu 38.7 prósent í þingkosningunum. Kristilegir demókratar fengu nú 37.7 prósent en höfðu 39. Frjáls- ir demókratar fengu 8,8 prósent en höfðu 13,2. 1 Neðra-Saxlandi voru 4,7 milljónir manna á kjörskrá en kosningaþátttaka rúmlega 70 prósent Tizkuverziunin WÐRÚN Rauðarárstíg 1 — SÍMl 15077. Bílastæði við búðina. Tollalækkanir, frjálsræði í innflutningi og afnám hafta hafa gert oss kleift að hafa nú meira vöruval, meiri gæði og hagstæð- ara verð en áður. Höfum fyrirliggjandi: KJÓLA frá kr. 680,00. KÁPUR frá kr. 1.790,00. REGNKÁPUR úr poplíni frá 1.375,00. REGNKÁPUR úr Terrylene frá 1880,00. PILS frá kr. 565,00 o.m.fl. • Komið og berið saman • verð og gæði. • Sendum gegn • póstkröfu um allt land. •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.