Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 2
ÞIÖÐVILHNN - Fimmtudagurinn 23. maí 1963 2 SlÐA Stjórn Félags ísl. stórkaupmanna. Sitjandi: Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, Hiilmar Fenger, formaður, Hannes Þorsteinsson. Stand- andii: Ölafur Guðnason, Einar Farestveit, Gunnar Ingimarsson og Jón Ó. Hjörleifsson. Félag ísl. stér- kaupmanna 35 ára I fyrradag minntist Félag ís- lenzkra stórkaupmanna 35 ára afmælis síns með hátiðafundi á Hótel Sögu. Félagið var stofnað 21. maí 1927 og var fyrsti formaður þess kjörinn Arent Claessen aðalræðis- maður en fyrsti framkvaemda- stjóri var Hendrik Sv. Björnsson nú ambassador. Núverandi stjóm skipa hins vegar Hilmar Fenger formaður, Hannes Þorsteinsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Ein- ar Farestveit, Ölafur Guðnason, Gunnar Ingimarsson og Jón Hjörleifsson, en framkvæmda- stjóri er Hafsteinn Sigurðsson. Félagið hefur mjög beitt sér fyrir afnámi hvers konar hafta á verzlun og fyrir því að leggja niður einkasölur ríkisins. Á síð- ari árum hefur eitt aðalbaráttu- mál þess verið krafa um algert afnám verðlagsákvæða. Þá stóð félagið ásamt öðrum samtökum kaupsýslumanna að stofnun Verzlunarsparisjóðsins og síðar Verzlunarbankans. Vátryggingafé/agið hJ. í nýju og góðu húsnæði A laugardaginn var opnuð hér í Reykjavík nýtt húsnæði þekkts fyrirtækis. Það heitir Vátrygg- ingafélagið h.f. og var stofnað f febrúarmánuði árið 1953 af tveim tryggingarfélögum, Carl D. Tulinius & Co h.f. og Trolle & Rothe h.f. en siðarnefnda fé- lagið hefur um áratuga skeið haft á hendi aðalumboð fyrir Lloyd’s tryggingarfélagið brezkt. Síðan Vátryggingafélagið var Stofnað hefur það verið til húsa á Klapparstíg 26, en fljótlega varð þó sýnt að það húsnæði fullnægði ekki þeim kröfum sem starfsemi félagsins gerði. Því var það að fyrir nokkru var hafinn undirbúningur að byggingu eigin húsnæðis. Það er nú risið i Borgartúni 1, rúmgott og bjart með frábæru útsýni yfir Faxa- flóa. Það var gaman fyrir þetta virðulega fyrirtæki að geta hald- ið uppá áratugsafmæli sitt á þennan skemmtilega hátt. Kosningafundir Al- þýðubandalagsias HÚSaVÍk komuhúsinu í Sandgerði næsta Alþýðubandalagið heidur kosningafund í Samkomuhúsinu næsta sunnudag og hefst fund- urinn kl. 2. Málshefjendur eru Bjöm Jónsson, Páll Kristjáns- son, Arnór Sigurjónsson og Hjalti Haraldsson. Akureyri Kosningafundur verður næsta sunnudag í Alþýðuhúsinu á Akureyri og hefst fundurinn kl. 2. Málshefjendur eru Þóroddur Guðmundsson rithöfundur, Hörð- ur Adolfsson, Kristján frá Djúpa- læk. Bjöm Halldórsson, lögfræð- ingur og Rósberg G. Snædal. Keílavík Kosningafundur verður í Ung- mennafélagshúsinu í Kefalvík næsta föstudagskvöld og hefst kl. 8.30. Málshefjendur verða Gils Guðmundssson, Geir Gunn- arsson og Jónas Ámason. Sandgerði Kosningafundur verður í Sam- 17 dagar til kosninga XG Alþýðubandalagsfólk er beðið að hafa samband við kosn- ingaskrifstcrfu G-listans i Tjamargötu 20, — Opið 10—10, símar 17511, 17512, 17513 og 20160. 1) Hverjir eru fjarverandi? Géfið strax upplýsýngar um alla þá, hvaðan sem er af landinu, sem líkur eru á að dvelji fjarri lögheimili sínu á kjördégi — erlendis sem innanlands —. Áríðandi er að allir slíkir kjósi utankjörfundar hið fyrsta. Treystið e.kki að aðr- ir komi á framfæri þeim upplýsingum, sem þið hafið. 2) Ufankjörfundarkosning í Reykjavík er kosið í Melaskólanum kl. 10—12, kl. 2—6 og kl. 8—10 alla virka daga og á helgidögum kl. 2—6. Úti á landi er kosið hjá öllum hreppstjórum oe bæjarfógetum og erlendis hjá íslenzkum sendifulitrúum. 2. Málshefjendur verða Gils Guðmundsson, Geir Gunnarsson og Jónas Ámason. Reykjaneskjördæmi Alþýðubandalagið í Reykjanes- kjördæmi gengst fyrir skemmt- un í Félagsheimili Kópavogs n.k. laugardag, 25. maí, kl. 20,30. Flutt verður stutt ávarp Góð skemmtiatriði. Miðar afhentir í Þinghól, sími 36746 og á kosn- ingaskrifstofunni í Hafnarfirði, sími 50273. ALÞYÐU ÐANDALAGIÐ 3) Sjálfboðaliðar Látið hið fyrsta skrá ykkur til starfa á kjördegi, Alþýðu- bandalagið þarf á starfi ykkar allra að halda nú í kosninga- baráttunni og á kjördegi. Sveinn Einarsson leikhússtjori hjá LJ. Framhald af 12. síðu. aður af borgarstjóra. Hefur sá síðastnefndi enn ekki verið til- nefndur. Hinn nýráðni leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, Sveinn Einarsson. er tæplega þrítugur að aldri, sonur hjónanna Krist- jönu Þorsteinsdóttur og Einars Ö1 Sveinssonar prófessors. Sveinn lauk stúdentsprófi vorið 1954 og hóf þá um haustið nám við Stokkhólmsháskóla í al- mennri bókmenntasögu, leiklist- arsögu og heimspeki. Kandídats- prófi lauk Sveinn 1958 og fjall- aði prófritgerð hans um Jóhann Sigurjónsson skáld. Síðar var Sveinn Einarsson einn vetur í París við framhaldsnám, um skeið fulltrúi í dagskrárskrif- stofu ríkisútvarpsins. 1961 fór hann til framhaldsnáms í Stokk- hólmi og er þar um þessar mundir. Hann var um skamm- an tíma aðstoðarleikstjóri við Riksteatrer i Svíþjóð, hefur síð- an séð um leikhúsþætti í Ríkis- útvarpinu og ritað leiklistar- gagnrýni í Alþýðublaðið. ílllBSÍIÍ LAU6AVEG! 18® SfMI 19113 HÖFUM KAUPENDUR j að 3 herb. góðri íbúð inn- * an Hringbrautar, mikil út- i borgun. J ad tveggja herb. nýlegum ■ íbúðum, miklar útborgan- ■ ' * ir. : ■ að 4—5 herb. hæðum sem : mest sér, miklar útborg- i anir. i að fallegum einbýlishúsum, | helzt við sjóinn, má vera | á Seltjarnamesi eða í ■ Kópavogi. Miklar útborg- j 5 anir. i i J TIL SÖLU: i Kaffi- og veitingastofa f J fullum rekstri á góðum > stað við Laugaveg. Hafið samband við i : ■ s ■ ; okkur ef þér burfið i j að kaupa eða selja j fasteianir. : i Framfíðarstarf ■ ■ ■ i ■ Opinber stofnun óskar eftir að ráða bókara til j starfa í launabókhaldi nú hið fyrsta. Vélritun- j ar- og góð reikningskunnátta nauðsynleg. Um- j sóknir ásamt upplýsingum um menntun og j fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 31. j maí n.k., merktar „Framtíð — 1963“. ■ e ■ ■ ! i .....................................: VERÐLÆKKUN Iðnrekendur Verzlanir j ■ Margar tegundir af fóðurefnum nýkomnar Verðin mjög hagstæð. i ■ « HEILDVERZLUN j V. H. VILHJÁLMSSONAR, I Bergstaðastræti 11. Símar 18418, 16160. Harma- grátur Tímans Það hefur margsinnis gerzt á undanfömum árum að Morgunblaðið hefur tekið Tírnann í karphúsið fyrir slæ- Iega framgöngu í baráttunni gegn „kommúnismanum". Þær hirtingar hafa ævinlega borið þann árangur að Tíminn hef- ur fylgt fyrirmælum Morgun- blaðsins og reynt eftir getu að taka þátt í hinni heilögu baráttu .En nú hefur þetta snúizt við. Tíminn kveðst nú hafa forustu í baráttunni og kvartar sáran um það dag eft- ir dag að stjómarblöðin veiti sér ekki nægilegan stuðning, heldur séu með ótímabærar árásir á Framsóknarflokkinn í staðinn. Þannig er aðalgrein- in á forslðu Tímans í gær harmagrátur yfir því að stjómarblöðin „láti komm- ista í friði"! Vonandi bera eggjunarorð Tímans um hið sameiginlega verkefni hernámsblaðanna allra tilætlaðan árangur. Að minnsta kosti stóð ekki á undirtektum Vísis; hann seg- ir í forustugrein í gær: „Sú stefna Sjálfstæðisflokksins er óbreytt, að lýðræðisöflin í landinu eigi — hvað sem á- greiningi um önnur mál líð- ur — að sameinast um að ráða niðurlögum kommún- ismans . . . Hvenær sem Framsókn sýnir það í verki, að hún vilji raunverulega vinna gegn kommúnistum, mun þeim sinnaskiptum v?rða fagnað af Sjálfstæðismönn- um“. Eina Kuggunin 4) Fyrstu framlögin eru bezt Styrkið kosningasjóð G-listans. Kaupið miða í happdraetti kosningasjóðs og gerið skil fyrir senda happdrættismiða. Komið með framlögin i Tjarnargötu 20. Andstæðingarnir heyja kosningabaráttuna fyrir milljónir auðmannanna, Alþýðúbandalagið fjTir krónur alþýðunnar. Bjami Benediktsson dóms- málaráðherra skrifar athyglis- verða grein í Morgunblaðið í gær. Leggur hann þar fram sannanir fyrir þvi að Her- mann Jónasson þáverandi dómsmálaráðherra hafi i árs- lok 1937 vikið Einari M. Ein- arssyni, skipherra á Ægi, frá störfum samkvæmt kröfu brezku ríkisstjómarinnar. Er grein ráðherrans að sjálf- sögðu beint gegn Hemanni Jónassjmi, en hún er jafn- framt sönnun um freklega í- hlutun Breta um islenzk inn- anríkismál. eitt dæmi af mörgum. Augljóst er hvers vegna Bjami Benediktsson birtir þessi sönnunargögn nú. Sjálf- ur hefur hann látið Breta kúga sig til þess að gera smánarsamning um landhelg- ina og hefur nú í þokkabót verið lítillækkaður í samhandi við Milwood-málið. Hann á auðsjáanlega aðeins eina huggun eftir; hann er þrátt fyrir allt ekki verri landhelg- ismálaráðherra en Hermann Jónasson. — Austri. 5) Bílakostur Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sém hafa yfir bifreið að ráða, þurfa að leggja G-listanum lið 9. júní. Látið nú þegar skrá ykkur í Tjamargötu 20 til starfa á kjördegi. Engan bil má vanta vegna bilunar eða forfalla. 6) Alþýðubandalagið eitt verði sigurvegari Alþýðubandalagsfólk, enn í dag eru þúaundir fslendinga, sem eru óráðnir í þvi hvemig þeir verji atkvæði gínu 9. júní. Ræðið við þetta fólk, vinnufélaga ykkar, kunningja og vini. Túlkið hvar og hvenær sem er hjnn góða málstað Al- þýðubandalagsins og þýðingu þess fyrir hagsmuni islenzkrar alþýðu, fyrfr sjálfstæði fslands og fyrir líf fslendinga að Al- þýðubandalagið verði eini sigurvegari þessara kosninga. Kveðið niður blekkingaáróður hernámsflokkanna þriggja. Völd ríkisstjórnarirmar geta oltið á einu atkvæði — þínu atkvaeði, þinni árvekni, þínu starfi! FRAM TIL SIGURS! Kjósum G gegn EBE og ABD Fré Barnaskélurp Reykjovíkur j Born, sem fædd eru á árínu 1956 og verða því skólaskyld frá 1. september n.k., skulu koma í skólana til innritunar föstudaginn 24. maí, kl. 1—4 e.h. i ■ Ath.: 1. Börn fædd 1956, sem búsett eru á svæði því, er takmarkast af Kringlumýrar- braut, Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Miklubraut, eiga að koma í Sjómanna- skólann til innritunar. s ■ ■ ■ i. Börn fædd 1956, sem búsett eru á svæð- inu milli Sundlaugavegar og -Lauga- lækjar, eiga að koma í Laugarnesskól- ann til innritunar. FRÆÐSLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. > bifreiðaleigan HJÓL ■"*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.