Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 10
20 StoA HÓÐVILJINN Fimmtudagurinn 23. mai 1963 mín, sagði hann. — Hvað tákn- ar Það orð eiginlega? — Og það veiztu ekki? spurði hún undrandi og saerð. — Nei, Gamet, það vetfc ég ekki. Og ég býst ekki við að neinn annar viti bað heldur. Það tá'knar í raiuninni ekki neitt. Karlmenn „elska“ hunda og kven.fólk „elskar“ falleg föt, og skipstjórar „elska“ skipin sín og smátelpur „elska“ brúð- umar sínar og annað fólk „elsk- ar“ tónlist eða veiðiferðir í Alpafjöllum. Og svo segist fólk elska hvort annað. — Og þú heldur að þvi sé ekki alvara? — Ég held að þetta orðalag hafi bókstaflega ekkert inni- hald, sagði Johm, — Ó, John, sagði hún angur- vær. — Hefurðu aldrei kynnzt fólki sem elskaðist? Hann yppti öxlum. — Ég hef hitt fólk sem sagðist gera það. Ég hef heyrt það tala um ást. Það er kallað upphafin og heil- ög tilfinning. Og svo er hún notuð sem átylla fyrir afls kon- ar heimskupörum og ógeðfelld- um verknaði. „Vegna þess, að ég elska þig. verðurðu að gera allt sem ég vil að þú gerir“. „Vegna þess að ég elska þig, verðurðu að tilheyra mér eins og kjöltu- rakki.“ „Vegna þess að ég elská þig, vil ég tjóðra þig og eiga þig og láta þig uppfylla alla mína duttlunga og allt er það þér fyrir beztu, drengur minn, ég veit betur hvað pér kemur vegna þess að ég elska Þig“. HérareiSslan P E R M A. Garðsenda 21, s,íml 33968. Hárgreiðslu. og snyrttstofa Dömnr, hárgrelðsla við allra hæíl. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstraet- lsmegin Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrtlstofa STEINC OG DÓDÓ. Laugavegl 11. s<mi 24616. 'Rárgreiðslustofau ’ Ó L E Y Sólvallagötu 72 Simi 14853. Hárgreiðslustofa adstdrbæjar (María Guðmundsöóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. John hristi höfuðið með gremju- svip. — Nei, Gamet, ég veit ekki hvað það er, en ég veit hvaða áhrif það hefur. Ég kæri mig ekki um slíkt. Sólargeisli féll á hann frá hlið, þannig að helmingur and- lítsins og kroppsins var í Ijósi, hinn helmingurinn í skugga. Henni fannst sem John hefði alltaf verið þannig, helmingur- inn bjartur, helmingurinn dimm- ur. — Ég skil þig ekki, sagði hún. — Ef þú elskar mig ekki, hvað þá? Biðurðu mig samt sem áður um að giftast þér? — Auðvitað, sagði John. Hann settist við hliðina á henni. — Og hamingjan má vita að það er meira en ég hef sagt við nokkurn annan kvenmann. Gamet fannst hún vera að þreifa sig áfram í myrkri. Hún sagði ekkert, vegna þess hún vissi ekki hvað hún átti að segja. John spennti greipar, horfði i gaupmir sér og sagði alvarlegur: — Mér þykir leirtt að ég skyldi gera þig hrædda. Hátt- vísi hefur aldrei verið mín sterka hlið en ég hef ekki haft áhyggjur af því fyrr en núna. Hann sneri til höfðinu og brosti til hennar. bros hans var iðrun- arfullt og milt, hún fékk kökk í hálsirin. —^Gamé\ sal'ði hann. — Segðu mér hvað það er sem þú vilt að ég geri. Garnet laut höfði. Það var svo erfitt að koma orðum að þessu. Ást átti að koma innan frá og átti ekki að þurfa skýr- ingar við í smáatriðum, rétt eins og kökuuppskrift. En hún reyndi að útskýra þetta. — Ég vil að þú elskir mig, sagði hún. — Það táknar að ég vil ekkí aðeins vera eina kon- an sem þú hefur haft áhuga á! Ég vil vera lífið og sálin og rótin í lífi þínu. Ég vil vera þér meira virði en allt annað i heiminum til samans, vegna bess að svo mikilg virði ertu mér. Og ég vil vita að við verð- um alltaf hvort öðru svo mik- ils virði, hvað sem við gerum og hvað sem fyrir okkur kem- ur. Hún horfði á hann með á- kafa og hún fann til í hjarta- stað. — Skilurðu það núna? John svaraði ekki strax. Hann horfði niður á viHihveitið og rak fótinn í fáein ung öx. Hann horfði á þau rétta úr sér aftur og sagði með hægð: — Ég vildi óska að ég gæti sagt já, Gamet. — Þú skilur ekki enn hvað ég á við? John hélt áfram eins og hún hefði ekkert sagt. — Ég var að því kominn að segja já. En ég sagði það ekki, því að hversu mjög sem þú vildir trúa mér, þá myndi það ekki standa lengi. Ég er ekki duglegur að látast. Hann horfði beint í augu henni. — Ég treysti ekki á framtíð- ina, Gamet. Ég þekki nútíðina og annað ekki. Það er þess vegna sem mér Iíka ekki þessi auðveldu loforð. Karlmaður get- ur lofað því að hann skuli aldrei slá konuna eða hann skuli gera sitt bezta til að sjá henni fyrir fæði og húsnæði. Það er hægt að lofa slíku. En ég skil ekki hvemig hann get- ur svarið að hann muni hafa ákveðnar tilfinningar það sem hann á eftir ólifað. Hvemig getur hann vitað það? Garnet kipraði munninn. Hún mundi hvað Florinda hafði sagt um loforð um eilífa ást og hvað hún hafði sjálf hugsað þann daginn; að John myndi aldrei gefa loforð, nema hann væri reiðubúinn til að standa við það á hverju sem dyndi. Og það hafði svo sem verjð rétt til getið hjá henni. John vildi ekki lofa neinu. Hún spurði hann: — Hvers vegna viltu þá gift- ast mér, John? Hann hikaði ekkl við að svara þvi. — Vegna þess að ég þarfn- a'st þín. Þú hefur tU að bera einhvem innri styrk sem ég dá- ist að og ég er viss um að það mun fara vel á með okkur. — En ef það er allt og sumt — ef það endist nú ekki? — Ef það endist nú ekki, sagði hann. — Þá líður okkur vel saman meðan það endist. Hann brosti til hennar. — Skil- urðu það núna? Allt í einu varð hún reið. Hún haíði orðið hrædd og særð. Fyrst hafði áfallið lamað hana, svo að hún gerði sér ekki ljóst hversu mjög henni hafði sárn- að. En nú fann hún það og bros hans sýndist henni stríðn- islegt, næstum ejns og hann væri að hæðast að henmi, Hún sagði haegt: — Ég skil það. Mér finnst það álíka hressandi og volgt uppþvottaskólp. Hún reis á fætur Og John stóð upp sam- tímis. Hann greip fast í olnbog- ann á hennj og sagði: — Garnet, heimurinn er upp- fullur af karlmönnum sem geta gefið þér þessi hástemmdu lof- orð sem þú vilt heyra. Þú ert bara of góð til þess. Ef þú held- ur fast við það. þá áttu skilið það sem þú færð. •— Og ég fæ — hvað? — Vonbrigði, sagði John. — Þú hefur fengið þau nú þeg- ar. Þér þótti það ekki sérlega gaman — eða hvað? Hún hrökk við, en hann bað ekki um fyrirgefningu. Hann hélt áfram. — Ég hef eimu sinni logið að þér. Daginn í Santa Fe þeg- ar ég sagðist ekki vera með bréf til Olivers. Það var heimskuleg tilraun til að hlífa þér. Ef ég hefði verið hrein- skilinn við þig þann dag, hefð- irðu komizt hjá miklum sárs- auka seinna Sannar það þér ekki neitt? Garnet dró djúpt andann. — Florinda gaf mér sama ráðið fyrir löngu, sagði hún. — En ég átti ekki vom á því frá þér. Ertu alveg hjartalaus, John? — Ég veit ekki hvort ég er hjartalaus eða aðeins skynsam- ur, sagði John. — En ég er að mimnsta kosti hreinskilinn. Ef það særir þig, er það kannski vegna þess að ég er fyrsti raun- verulegi karlmaðurinn sem þú hefur kynnzt. —• Æ, þegiðu, sagði Garnet Hún logaði af reiði. — Ég veit hvað ég vil fá og ég læt mér ekki nægja mimna. Þú segist vera hreinskilinn. Bull og þvætt. ingur. Þú ert harður eins og gler. Þú átt ekki til djúpar til- finnlngar, þú gerir gys að fólki sem hefur þær. Það er svo auðvelt að segjast fyrirlíta það sem maður skilur ekki. Rétt eins og ósvífið fólk sem gortar af því að það hafi enga ánægju af tónlist og segir að fólk sem fer á hljómleika geri það bara af hégómaskap Mér þykir leitt að ég skyldi ansra þig með blaðrinu í mér. Ég mun ekki gera það framar. Hún var svo reið, að hún sá ekki skýrt. Hún hafði hugmynd um að dökkt andlit hans var nærri henni og hann hélt enn um olnbogann á henni og byrj- aði að segja eitthvað. En hún vildi ekkj hlusta á hann. Hún reif sig lausa í skyndi, tók í pilsin og hljóp af stað. Hún hafði verið svo örugg urn það sem hún vildi fá og svo full- viss þess að John væri kominn til baka til að veita henni það. Nú fannst henni hún bafa verið auðmýkt hræðilega. Það var eins og hún hefði beðið um perlur og hann hefði fleygt fyrir hana lófafylli af skelj- um. Hún var rejð honum og enn reiðari sjálfti sér fyrir að hafa talað frá hjartanu. Henni fannst sem hún ætti ekki ögn eftir af stolti sínu og virðu- leik. Ef hann hlægi að henni, þá var ekki annars að vænta eftir þessa dæmalausu hrein. skilni hennar. Hún hljóp yfir hávaxið gras- ið, festist í trjángreinum, hún fann kvisti hrufia á sér kinm- arnar og kræs'ijast í hárið. Bng- ið var þýft og villihveitið náði i hné og var þétt eins og ullar- flóki. Hún hugsaði um það eitt að komasf burt frá John og tók ekki éftir þýfinu fyrr en hún hrasaði og datt á hramm- ana. Hún meiddi sig ekki, ósjálf-, rátt hafði hún borið fyrir sig handleggina í fallinu. En fallið var samt eins og áfall og andar- tak gat hún hvorki hreyft legg1 né lið. Hún hlaut að vera aum- leg ásýndum, hugsaði hún með- an hún reyndi að ná andanum aftur, og eftir því hlægileg. Hún vonaði af hjarta að John hefði ekki séð hana detta. Hálf dös- uð reis hún upp til hálfs. Það var erfitt að ná andan- um að nýju. Hún fann eiginlega hvergi til, en hún var lémagna og hana sveið í olnbogana og lófana. Hún deplaði augunum til að sjá skýrt og þá kom hún auga á John. Hann hafði iagzt á hnén hjá hennj og ætlaði að fara að hjálpa hennj á fætur. Gamet vék undan honum. Hann hefði þó að minnsta kosti átt að geta iátið sem hann sæi ekki þegar hún datt á þennan klunnalega hátt. En auðvitað átti John ekki háltvísi til og hann gerðj sér aldrei neitt upp. Hann hafði einmitt verið að segja henni það. Hana svimaði ennþá, en hún sá þó andlit hans sem laut yfir hana. — Æ, vertu svo góð að hlusta á mig! sagði hann. •— Þú Sagðir einmitt dálítið sem ég hef ekki hugsað Út í fyrr. Kannski er ég ótónvís þegar um ást er að ræða. Það er ef til vill skýringin, því að ég skil það sem þú sagðir um tón- list. Hann kraup hjá henni og tók Þetta kalla ég nú heppni. Þetta er kannski matur. O, — hvað þetta cr þungt! Hvað á ég nú að gera við orðabækur? SKOTTA Þú þekkir alla vini mína hér. Þú dirfist ckki að meiða ncinn þeirra. KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Vcsturlandskjör- dæmi Kosningaskrifstofan er að félagsheimilinu REIN Á AKRANESl, opið frá kl 2 til 11. — SÍMI 630. Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofan er i ÞINGHÓL. KÓPAVOGl. opið frá 4—10. SlMI 36746. Kosningaskrifstofan I HAFN- ARFIRÐI er í GÓÐTEMPL- ARAHÚSINU uppl, sími 50273 Norðurlandskjör- dæmi vestra Kosningaskrifstofa að SUD- URGÖTU 10. SIGLUFntÐI, opiö frá kl. 10 tll 7. — SlMI 194. Norðurlandskjör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK- UREYRI ER AÐ STRAND- GÓTU 7. opið allan daginn. — SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan í NES- KAUPSTAÐ ER AÐ MIÐ- STRÆTI 22. opið allan dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Á SELFOSSl er kosninga- skrifstofan að AUSTURVEGI 10. — SÍMl 253. Kosningaskrifst. í VEST- MANNAEVJUM ER AÐ BÁRUGÖTU 9 (Hólshúsi), opið frá kl 5 til 7 og 8 til 10 — SÍMI 570. Vestfjarða- kjördæmi Kosningaskrifstofa er í GÓÐTMPLARAHÚSINU Á ÍSAFTRÐI og er opin alla daga. — SÍMI 529. Rýmingarsala - Brjóstahöld verð frá kr. 28. VERZLUNIN ÁSA Skólavörðustíg 17 — Sími 15188. ‘S^^BJÖRNSSQN & co. P Sfmi 24204 ’.O. BOX 1586 - REYKMVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 i 4, 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.