Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞJÖÐVILIINN Fimmtudagurinn 23. mai 1963 Verksmiija bænda og verkamanna VOPNAFIÖHÐUR - FOLK OG BYGÖÐ „Ég tel að Vopna- fjörður sé að mörgu leyti heppilegasti stað- urinn til að reisa á síld- arverksmiðju, og væri þar sæmileg höfn myndi enginm ágrein- ingur verða um þetta. Vopnafjörður liggur bezt, allra þeirra staða sem til greina koma, við síldarmiðunum við Langanes. Sigling það- an er stutt og hrein“. Nei, framanskráð er ekki tekið úr raeðu neins frambjóð- anda, og ekki heldur úr kosn- ingafrumvarpi, sem slett hef- ur verið inm á Alþingi mán- uði fyrir kosningar. Þessi orð er að finna í Snæfelli, tímariti ungmenna og iþróttasambands Austurlands, árið 1947. Höf- undur þeirra er Bjarni Þórð- arson í Neskaupstað, sem ekki hefur svo vitað sé geng- ið með þingmanni í maganum. Hinsvegar er sá maður kunn- ur fyrir það að telja að at- vinnuvegirnir eigi að vera til fyrir fólkið, en ekki fólkíð fyrir atvinnúvegina. Þessi orð eru heldur ekki sögð í neinni tíkarlegri löngun einhveinar nýríkrar moldar- hrúgu til að gleypa sjálft sem mest gull á sem skemmstum tíma, því þess hefur enn ekki heyrzt getið að lífshugsjón Bjarna Þórðarsonar væri að hagnast á náunganum. Og Bjarni Þórðarsoru sagði meira í Snæfelli: „Það sem einkum mælir gegn því að Vopnafjörður verði valinn er hafnleysið. — En ég hygg að sá þröskuldur sé ekki óyfir- stiganlegur. — Það hefur á- reiðanlega margt verið gert vitlausara í hafnarmálum ís- Iendinga, en þó höfn yrði gerð á Vopnafirði......En það er fjölmargt sem mælir með því að gerð yrðu hafnarmann- og byggð síldarbræðsia á Firmakeppni Bridgesam- bands Islands er nýlokið og sigraði HREYFILL. s.f. Fyrir Hreyfil spilaði einn af lands- liðsmönnum okkar, Hjalti Elí- asson. I öðru sæti var Trygg- ing h.f., spilari Guðjón Jó- hannsson og þriðja Bflasala Björgúlfs, spilari Benedikt Jó- h'-nnsson. ¥ Úrslit hafa nú borizt i mannúðarkeppni þeirri, sem haldin var til ágóða fyrir hungrað fólk í heiminum. Ein» og kunnugt er af fyrri skrifum hér í þættinum tók Bridgefélag Reykjavíkur þátt í keppninni og sigruðu hjá því Sigurður Helgason og Vil- hjélmur Aðalsteinsson. 1 keppni þessari er spilað um forkunnar fagran grip, Chari- ty Challenge Cup. og hlutu hann að þessu sinni Mr. Gre- gory og Mr. Grundy frá Bolt- on Golf Club i Bretlandi. Fengu þeir 75,63 prósent skor, sem er sérstaklega góð út- koma. Þeir félagar Sigurður og Vilhjálmur fengu 64,1%. mjög sæmilega skor, sem dugði þó aðeins í 57. sæti Efstu fjórum pörunum bárust skrautrituð verðlaunaskjöl að SUdarverksmiðja Vopnafjarðarhrepps, — fyrsta síldarverksmiðja sem bændur og verkamenn reisa í sameinin.gu. Vopnafirði. Vopnaf jörður ligg- ur bezt, allra þeirra staða sem til greina koma, við síldarmið- unum við Langanes .... “ Þegar Bjami Þórðarson skrifaði framanskráð var enn vor í atvinnumálum okkar Is- lendinga. Nýsköpunarstjómin hafði þá á undanfömum árum af kappi lagt grunninn undir bætta afkomu íslenzku þjóð- arinnar. En einmitt á árinu 1947 tók Stefanía sáluga við völdum: Framsókn, Ihald og kratar sameinuðust um það að hætta slíku framferði og fara eftirleiðis í einu og öllu eftir vilja ríkisstjómar bandarískra fjárplógshringa. Þessum þrí- höfða s'kósveini braskhyggju og erlendra sjónarmiða tókst með ýmsum myndbreytingum, að lafa við völd næsta áratug og hindia það að hafizt væri handa um byggingu síldar- verksmiðju á Vopnafirði. En svo gerðist það, að Framsókn rámaði I það að fátækir bændur hefðu á sínum tíma stofnað flokkinn til þess að vinna fyrr alþýðu sveit- anna en alls ekki fyrir olíu- sala, gjaldeyrisbraskara, hlutabréfaspekúlanta og emb- ættasníki í höfuðstaðnum — og myndaði vinstri stjóm með sósíalistum. Og Vopnfirð- ingar gripu tækifærið: verka- menn í Vopnafirði og bændur Hjalti Elíasson, sigurvegari í firmakeppni Bridgesambands íslands. Hann spilaði fyrir HREYFIL sl. Rætt vii Sigurjón Þorbergs son framkv.stjVopnafirði í Vopnafjarðardölum ákváðu að byggja sjálfir síldarverk- smiðju, fyrst til valda var komin stjórn sem ekki bein- línis bannaði þeim að byggja né hundsaði þá, heldur veitti þeim nauðsynlegan stuðning. Vopnafjörður er fyrsta og eina hreppsfélagið, sem á síld- arverksmiðju, eina sveitin í Landinu þar sem verkamenn á mölinni og bændur í dölum sameinast um að byggja og eiga stórt atvinnufyrirtæki. Og nú erum við komin til kauptúnsins á Vopnafirði. Þáð kafarýkur úr allstórri bygg- ingu á sjávarbakkanum og mikinn hita leggur á móti okkur; það leynir sér ekki á lyktinni hvað hér er unnið. 1 gamalli byggingu finnum við forstjórann, Sigurjón Þor- bergsson. Hanin er önnum kaf- inn, en loks koma út frá hon- um ungir menn — og þá er röðin komin að okkur. utan. sem afhent voru á að- alfundi Bridgefélags Reykja- víkur sl. þriðjudagskvöld. A Fréttir eru nú óðum að berast frá hinum ýmsu lönd- um Evrópu, hvernig lands- lið þeirra verði skipuð á Evr- ópumeistaramótinu í Baden- Baden í Þýzkalandi í sumar. Hollenzka liðið verður skip- að þremur pörum — Boend- er-Helleman (Hague) — Cats- Verboeg (Amsterdam) — Ouds- hoorn-Kornalijnslijper (Rott- erdam). Mér kemur nokkuð á óvart, að enginn af hollenzku spilurunum, sem heimsóttu Bridgefélag Reykjavíkur í haust, eru i liðinu, sérstak- lega þar sem tveir þeirra. Kreyns og Slavenburg, eru nýbakaðir Hollandsmeistarar með miklum yfirburðum. Finnar spiluðu yfir 500 spila keppni um landsliðsrétt- indin og sigruðu þessir menn: Jokinen-Sulin (171) — Guth- wert-Kajaste (128) — Laakso- Nupponen (72). Nöfnin koma ókunnuglega fyrir sjónir og eru þetta eflaust nýliðar hvað Evrópumet snertir. Irar senda gamalkunna landsliðsmenn: Read-Shrage, Coman-Fitzgerald og nýlíöa- parið MacHale-Barry. — Hvenær byggðuð þið þessa síldarverksmðju, Sigur- jón? — Það var byrjað að byggja hana 1958. — Það hafði lengi verið óskadraumur að fá hingað verksmiðju. Það var oft samþykkt áskorun á ríkisstjórniina að byggja síld- arverksmiðju austan Langa- ness — en sú áskorun kom aldrei til framkvæmda. — En hvemig stóð þá á því að þið fenguð loks þessa þráðu verksmiðju? — Hreppurinn á verksmiðj- una, og sjónarmið ríkisstjóm- arinnar á þeim tíma (1957— ’58) voru okkur það velviljuð að þetta kom til framkvæmda. Þetta hefur allt verið byggt upp fyrir ríkistryggð lán, án þess hefði þetta ekki verið unnt fyrir okkur. — Það hefur þurft óvenju- lega framsýni og áræði til að sveitarfélag réðist í slíka framkvæmd. Vom ekki marg- bridge ■ Frá Sviss kemur sterkt lið og spiluðu fjórir þeirra á Evr- j ópumeistaramótinu í Torquay: : Bardola-Bernsconi-Besse- Ort- • iz. Með þeim eru Durouvenoz oe Jacobi. : ■ ■ ■ ♦ ■ ■ ■ Heimsmeistarakeppnin verð- ur haldin í St. Vincent á Ital- ■ íu dagana 14.—24. júní n. k. ■ Þar keppa Frakkar, ttalir, j Bandaríkjamenn og Argen- : tínumenn. ttalir eru núver- • andi heimsmeistarar en for- • föll verða í hinu gamla sigur- j sæla liði þeirra. Liðið verður j skipað Belladonna-Ticci Cam- : illo Pabis (kemur í stað Av- arelli) — D’Alelio-Chiaradia — Forquet-Garozzo. ■ * | Ölympiukeppni, með röðuð- ■ um spilum, verður spiluð í ■ haust dagana 30. október og 6. nóvember. Að venju sjá i Ástralíumenn um framkvæmd i keppninnar. og væri óskandi • að Bridgesamband tslands • hlutaðist til um þátttökurétt. ■ ir sem töldu fjai-stæðu að verja fé hreppsins í slíkt? — Einstaka maður var smeykur við að hleypa hreppnum í svona miklar skuldir, en þegar fór að ganga vel vill enginn missa þetta. — Hvenær tók verksmiðjan til starfa ? Og hver eru af- köstini? — Fyrstá sumárið vár verk- smiðjan ekki tilbúin í byrjun síldarvertíðar, en hóf starf á árinu. Afköst voru 2000 mál á sól- arhring til að byrja með, en eru nú orðin 4500—5000 mál. Þá höfum við löndunartæki og lýsisgeymslan hefur verið stækkuð svo hún rúmar nú 3900 tonn. Áður þurftum við að flytja lýsi til geymslu á Hjalteyri, með geysilegum aukakostmaði. — Hve mikla framleiðslu hafið þið komizt upp í? — Það var unnið úr 146 þús. málum sumarið 1961, og nú, í ágúst, erum við orðnir jafnháir og í fyrrahaust. — Fyrir hve mikið hafið þið framleitt? — Með því að áætla áriö I ár höfum við framleitt fyrir 135 millj. kr. Árið 1961 skil- aði góðum hagnaði. — Eru menn þá ekki hætt- ir að áttast um fé hreppsins — eða hvað kostaði verk- smiðjan ? — Jú, menn eru hættir að vera hræddir við að verksmiðj- an sökkvi í skuldir. Stofn- kostnaðurinn var ekki nema 5 milljónir. — Hve mikið hefur verið greitt í vinnulaun á þessum árum? — Vinnulaun 1961 voru 2,7 millj. kr. Samtals höfum viö greitt í vinnulaun til ársloka 1961 7,4 millj. kr. — á 4 árum. — Eruð þið kannski að hugsa um að stækka verk- smiðjuna? — Það er ekki niægilegt að auka afkastagetuna. Okkur vantar meiri mjölgeymslu, höfum 2500 tonna geymslu núna, en afköstin 1961 vnm 3500 tonn. Það hefði mátt hafa stærri verksmiðju hér, því samtals í 31 sólarhring hafa skip þurft að bíða afgreiðslu hér í höfn- inni, en þróarrýmið er 25 þús. mál. — Hve margir vinna við verksmiðjuna? — Það vinina við hana 60 —70 manns, heimafólk og að- komufólk, því heimafólkið hrekkur ekki til. — Hefur e’kki fjölgað í þorpinu síðan verksmiðjan var byggð ? — Nei, það hefur ekki fjölgað að neinu verulegu ráði ennþá, en lifnaðarhættir hafa breytzt, menn ei-u hættir að hafa kýr og kindur, tekjurnar hafa aukizt og menm lifa bet- ur en áður. — Hvernig er höfnin? — Höfnin er frekar grunn; Fellin eru stærstu skip eem hafa komið hér að bryggju. Það er fyrirhugað að loka sundinu fyrir sjávargangi að austanverðu, eni á vetrum getur gert mikið rót í höfn- inni meðan sundið er opið. Dýpið er takmarkað, og er erfitt að breyta þvi; það er klapparbotn í höfninni. Okkur vantar meira við- legupláss þegar svona mikil umferð er komini um höfnina — og það er verið að láta sig dreyma um að byggja nýja hafnarbryggju. Vita- stjórnin hefur teiknað þetta og áætlað verkið á 11—12 millj. kr. — O — Þegar framangreint rabb fór fram var vinnslan í verk- smiðjunni í fullum gangi. — Á s.l. sumri tók sáldarverk- smiðjan á Vopnafirði á móti 246 þús. málum síldar, mjöl- framleiðslan varö 5900 tonm og lýsið 5600 tonn. Söluverð þessa varð um 70 millj. kr. brúttó. Bændur í hreppnum nutu þeirra vildarkjara að fá síld- armjöl eftir þörfum vaxta- laust til aprílloka og var auk þess veittur 1000 kr. afsláttur á hverju tonni. Svo vitnað sé aftur í grein Bjarna Þórðarsonar í Snæfelli, segir hann eftir að hafa talið upp það er ynndst við bygg- ingu slldarverksmiðju á Vopnafirði: „Loks myndi þjóðarbúið auðgast um milljón á milljón ofan“. Á síðasta sumri skipti það milljónatug- nrv’ J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.