Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 3
Laugardagurinn 25. maí 1863 HÖÐVIUINN sída 3 I landamærum Dóminikanska lýðveldisins og Haiti Mikiil atifundur í Moskvu 'yawrmxmttM aiMæe ' - * WHBMKKKM A &r !•••! 1*1.1 <. J Ji ite. Geysilegurmannf|oldihlyddi ; ÍRRHílU M: 'Ui IH - ; n: u MOSKVU 24/5 — Á annað hundrað þúsund manns voru í gær á útifundi sem haldinn var í Moskvu til heiðurs Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu. Þeir Castro og Krústjoff héldu báðir langar ræður og var ákaft fagnað af hinum mikla fjölda fundarmanna. Krústjoff fullvissaði Castro um að Sovétríkin myndu standa við loforð sín og koma Kúbumönnum til hjálpar með öllum tiltækum ráð- um, ef Bandaríkjamenn svikju heit sín um að láta þá í friði. Það er enn ófriðlegt á landamærum Haiti og Dóminikanska lýðveldisins, þótt enn hafi ekki komið til neinna átaka þar. Dóminikanska stjómin hefur sent liðsauka til landamærasveita sinna og sést hér einn herflokkur hennar á leið til landamæranna. Fjórír Bðndaríkjamenn hafa kliffö Everesttind KATMANDC 24/5 - inn miðvikudag og vann amerískur mannahópur það - Síðastlið-1 verið þörf. Þá bættist það við, fimmtudag að þegar allhátt var komið brast f jallgöngu-1 þá bolta og reipi til að snúa við, afrek, að og urðu því að halda áfram ganga í tvennu Iagi á hæsta fjall jarðar. fjalliö Everest í Hiimalajafjöllum. Þeir William TJnsoeld og Thomas Hornbein náðú tindinum frá vestur- hlíðinni, og eru þeir fyrstu í heiminum, sem það heppnast. Barry Bishop og Luther Jerstad, sem fóru hina venjulegu leið eft- ir austurhiíðinni. stóðu á tind- inum á miðvikudag. Bishop og Jerstad náðu tind- inum á nóni eftir staðartíma. Þrem klukkustundum síðar kom- ust þeir Unsoeld og Hombein á leiðarenda. Brezkur fjallgöngu- máður, er þátt tók í leiðangrin- um á Everest 1953, hefur látið svo um mælt, að förin upp vest- urhlíðina sé mesta afrek í fjall- göngum, er sögur fari af. Fjallgöngumennimir voru heppnir með veður, og á mið- vikudag var lítill sem enginn vindur á fjallinu. Unsoeld og Hþrnbein tilkynntu það aðal- stöðvum leiðangursins í útvarpi, aa ferðin upp vesturhlíðina hefði vérið erfið og mikillar varkámi hvað sem tautaði og raulaði. Talsmaður aðalstöðvanna sagði svo á fimmtuadgskvöld, að hin- ir fjórir göngugarpar væru vænt- anlegir til aðalstöðvanna á föstudagskvöld. Bent er á nokk- ur atriði, sem gera þessa fjall- göngu merka fremur öðrum. í fyrsta lagi er þetta í fyrsta sir.n, sem Everest er klifið tvis- var sinnum samdægurs. 1 öðru lagi er þetta í fyrsta sinn. sem vesturhlíðin er klifin, en hún Kosmos 18. á braut um jörðu MOSKVU 24/5 — Átjánda gervi- tunglinu af gerðinni Kosmos var skotið á loft frá Sovétríkjunum í dag. I tilkynningu um geim- skotið er ekki sagt annað en tunglinu sé ætlað að afla upp- lýsinga utan úr geimnum. Kosm- ostunglin eru talin hafa verið af tveimur gerðum og þykir víst að fjögur þeirra a.m.k. hafi ver- verið látin lenda aftur á jörðinni. hefur til þessa verið talin ill- fær. I þriðja lagi má svo geta þess, að þetta er fyrsta skipti, sem nokkur klífur upp aðra hliðina og niður hina. Samkvæmt útvarpsfréttum frá aðalstöðvum leiðangursins hefur þá William Unsoeld og Barry Bishop kalið nokkuð á fótum, en þeir gistu í 8500 m hæð. Er nokkur hætta talin á að þeir kunni að fella tær af þeim sök- um. Krústjoff varaði Bandaríkin við að hætta sér út í „ný ævin- týri á Kúbu“ og sagði að slíkt myndi leiða af sér enn meiri hættu en vofði yfir heiminum þegar Kúbudeilan stóð sem hæst s.l. haust. Sovétríkin myndu æv- inlega standa við hlið Kúbu- manna og koma þeim til aðstoð- ar ef þeir þyrftu þess með. Þjóð sem gert hefur byltingu á fyrir 10.699 Serkir reiSubúnir að fara til Angóla ADDIS AEBA 24/5 — Ben Bella forsætisráðherra Alsír, lýsti því yfir á ráðherrafundi Afríkuríkj- anna í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu, í dag að tíu þúsund serkneskir sjálfboðaliðar biðu þess óþolinmóðir að geta komizt til Angóla til að aðstoða lands- menn í baráttunni gegn hinum portúgölsku nýlendukúgurum. Ráðherrafundi Nato í Ottawa er lokið Háifri lest af gulli stolið í Engiandi London 24/5 — Þrír grímu- klæddir menn gerðu árás á föstudag á geymsluhús dýrra málma í London. Vörðinn börðu þeir niður og höfðu á brott með sér hálfa lest af gulli. Verðmæti 'ýfisins er meir en 30 milljónir islénzkra króna. Glæpalýðurinn ók á brott í vörubíl. Alls voru bað 40 gullstengur, sem stolið var. og vó nver þeirra 12 kg. Þjófarnir voru klæddir sam- festingum og höfðu dregið sliki- sokka fyrir andlitin. Vörðurinn, sem var barinn og bundinn, slapp úr fjötrum stundarfjórð- ungi síðar, og gerði lögreglunni ’-egar aðvart. Það er hald inná, áð þfófunum hafi tekizt ’ ieynast inni í byggingunni ■r um daginn, meðan unnið r að flutningi. Lögreglan 'leitar dyrum og dyngjum um alla London, og allra flugvalla er vendilega gætt. En þó er ætlun manna, að þýf- ið, sem er eitt hið mesta sem um getur í enskri sögu. sé tryggilega falið £ London, og þar verði stengumar bræddar upp. OTTAWA 24/5 — Vorfundi ráð- herranefndar Atlanzhafsbanda- lagsins lauk í Ottawa í dag. AI- gert samkomulag varð um það á fundinum að leggja hluta af kjarnorkubúnaði aðildarríkj- anna undir herstjórn bandalags- ins í Evrópu. Er hér um að ræða brezkar sprengjuflugvélar, bún- ar kjarnavopnum, og þrjá bandaríska Polaris-kafbáta. Skipaður verður sérstakur að- stoðarforingi Lemnitzers, hins bandaríska yfirmanns herafla Nato í Evrópu, og er ætlunin að Páfi hressist Páfastóli 23/5 — Jóhannes páfi, sem gefið var blóð á miðviku- dag er honum elnaði sóttinn, var miklum mun hressari á fimmtu- dag. Tilkynnt hefur þó verið, að fram að 2. júní muni páfi hvflast til þess að safna kröftum á ný. A fimmtudag kom páfi í glugg- ann í bókasafninu, en var þá mjög fölur. Hann blessaði hóp af pflagrímum, er safnazt höfðu saman á torginu fyrir neðan, og rómur var mikill yfir málinu. A þessu hvíldartímabili páfa mun hann ekki gefa mönnum áheym, nema knýjandi ástæður komi til. hann fjalli fyrst og fremst um kjarnavígbúnað. Þá verður liðs- foringjum úr herjum aðildar- ríkjanna veittur greiðari aðgang- ur en áður að málum sem varða kjamavopn. Þessi nýmæli breyta engu um það meginatriði að það verður eftir sem áður á valdi Banda- ríkjanna einna hvort og hvenær bandarísk kjamavopn verða not- uð. Á ráðherrafundinum var eng- in ákvörðun tekin um hina bandarísku tillögu um að koma upp svonefndum „marghliða kjarnaher" innan Nato, en einn- ig samkvæmt þeirri tillögu myndi Bandaríkjastjóm hafa úr- slitaákvörðun um hvort kjama- vopnum skuli beitt eða ekki. sér erfiða göngu og leiðin til sósíalismans er vörðuð mörgum erfiðleikum, en á þeim má sigr- ast, sagði hann. Hver þjóð hefur ótvíræðan rétt til að rísa upp gegn harðstjórn, arðráni og kúg- un, bætti hann við. Standi Bandaríkin ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Kúbu, munu Sovétríkin neyðast til að uppfylla þau loforð sem þau hafa gefið Kúbumönnum. Krústjoff sagðist vilja gera Bandaríkjastjóm ljóst hvílík hætta væri á ferðum, ef hún héldi áfram að leika sér að eld- inum. Ný átök á Karibahafi myndu stofna öllu mannkyni í hættu, sagði Krústjoff. Friðurinn í heiminum byggir á valdajafnvægi milli ríkja auð- valdsins og sósíalismans, sagði hann' ennfremur, en þau valda- hlutföll breytast stöðugt sósíal- ismanum í vil. Kerfi nýlendu- kúgunar og heimsvaldastefnu er senn úr sögunni. Friðsamleg sambúð er eina meginreglan sem kemur til greina í samskiptum hinna ýmsu ríkja, hvert svo sem stjómarfar þejrra er. Stéttabaráttan heldur áfram og harðnar í auðvalds- ríkjunum og sigur sósíalismans er vís, en honum verður ekki komið á með stríði. Sovétríkin eru viss um sigur í hinni frið- samlegu efnahagssamkeppni sinni við Bandaríkin, enda sýna skýrslur, sem samdar hafa verið á vegum SÞ, að efnahagsþróunin er tvöfalt hraðari í sósíalistísku löndunum en auðvaldsheiminum, sagði sovézki forsætisráðherrann. Verður lengur en ætlað var Áður en Castro tæki til máls föðmuðust þeir Krústjoff og ætl- aði fagnaðariátunum þá aldrei að linna. Castro sagði að hann myndi dveijast lengur í Sovétríkjunum en ráð hefði verið fyrir gert, en annars hafði verið ætlunin að heimsókn hans lyki með þessum fjöldafundi. Hann lýsti yfir fullu samþykki sínu við stefnu sovét- stjórnarinnar í Kúbudeilunni s.L haust og sagði að Sovétríkin hefðu aldrei hikað andartak að koma Kúbumönnum til aðstoðar þegar Bandaríkin ógnuðu þeim. En enda þótt allar tilraunir heimsvaldasinna til að brjóta byltinguna á Kúbu á bak aftur hefðu mistekizt fram að þessu, þýddi það ekki að þeir hefðu látið af þeim. Kúbumenn hafa sigrað vegna þess að flest ríki heims styðja þær þjóðir sem berjast fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Castro talaði í heila klukku- stund og lauk hann máli sínu með því að bera fram þakkir til sovétstjórnarinnar og Krústjoffs persónulega fyrir allan stuðning við Kúbumenn. I gærkvöld var síðan haldin veizla í Kreml Castro til heiðurs og var honum þar sýnd marg- vísleg virðing. Bresnéff forseti afhenti honum Leninorðuna og jafnframt var hann sæmdur nafnbótinni „Hetja Sovétríkj- anna“, en næsta fátitt mun vera að útlendingar hljóti þann sóma. Tveir unglingar myrtir í Svíþjóð S' [’.OKKHÓLMI 24/5 — 1 gær fi ndust lík tveggja unglinga, a mgrs^átján ára og hins fimm- tan'ara, í skógi einum á Skáni í Svíþjóð. 1 fyrstu var talið að um dráp og sjálfsmorð hefði ver- ið að ræða, en lögreglan telur nú víst, að þeir hafi báðir verið myrtir. Suðnrnesieferð á sunnudaginn Á sunnudag verður farið á Suðurnes á vegum Ferðaskrjf- stofu ríki'sins. Lagt verður upp frá Ferðaskrifstofunni Lækjar- götu 3, klukkan 10 f.h. og ekjð til Grindavíkur, en þar géfst tækifæri til að ganga á Þor- bjarnarfell. Þaðan liggur leið- in út í Reykjanesvita, og síðan að Hafnabergi. í berginu er talsvert varp, og skilyrði ágæt til þess að fylgjast með fuglin- um. Til Reykjavíkur er áætlað að koma um 7 leitið. Ráðlegast er að hafa nesti með í ferðina, því ekki verður stanzað við greiðasölur á leiðinni. Leiðsögu- maður verður Bjöm Þirsteins- son, sagnfræðingur. Farmiða- sala og upplýsingar hjá Ferða- skrifstofunni fyrjr hádegi í dag, og fcl. 9—10 á morgun. Sími 11540. i Kjarnasprenging í Nevada-eyðimörk WASHINGTON 24/5 — Bandaríska kjarnorkumálanefndin skýrði frá því í gær að daginn áður hefði kjamasprengja verið sprengd neðanjarðar í Nevadaeyðimörkinni. Sprengjan var af meðalstyrkleika, þ.e. sprengimáttur hennar var á við 20.000—1.000.000 lestir af TNT, Fyrir rúmri viku hafði nefndin afboðað áður kunngerðar kjarnasprengingar £ Nevada, en talsmaður hennar vildi í gær ekki gefa neina skýringu á því hvers vegna sprengingin í fyrradag hefði verið gerð þrátt fyrir þá afboðun. í Ný, sjálfstæð, elnörð rödd um Sovétríkln VALDIÐ OG ÞJOÐIN w // eftir ARNÓR HANNÍBALSSON, Höfundur bókarinnar, „Valdið og þjóðin" hefur lokið prófi í heimspeki og sálarfræði frá háskólanum í Moskvu. Hann hefur ferðazt um landið og kynnzt mönnum og málefnum. Ritgerðir Amórs Hanníbalssonar um lífið í Sovét eru skrifaðar af sannfærandi réttsýni og hófsemi. Höfundur flytur mál sitt á skýru og skorinortu máli og er óháður allri pólitík. Við lestur þessara snjöllu ritgerða munu íslendingar í fyrsta sinn fá rétta og all ítarlega mynd af stjóm og hagkerfi Sovétríkjanna, kynnast hugprýði og þolgæði þjóðanna þar. — Bókin fæst hjá öllum bóksölum. Verð 155.00. HELGAFELLSBÓK. 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.