Þjóðviljinn - 28.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.05.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagairinn 28 maí 1983 HðÐVILJINN 8ÍÐA J BAGT EIGA ÞEIR. SEM STÆRA SIG AF LANDHELGISSAMNINGNUM Hér cru svart á hvítu sýnd þau hafsvæði, sem við að alþjóðareglum um grunnlinur fyrir firði og flóa máttum helga okkur hvenær sem var, áður en samnJngurinn var gerður við Breta, en samkvæmt honum eru nú um alla framtið háðar samþykki þcirra. afhentur erlendri þjóð þvert ofan í gildandi íslenzk lög. Þegar þess er einnig gætt, að grunnlínurnar voru ekki hreyfðar á ýmsum þeim stöð- um,þar sem við að alþjóða- reglum um firði og flóa áttum rétt til útfærslu en getum nú engu breytt nema með sam- þykki Breta, verður enn greiniilegra, að við Islendingar höfum verið látnir kaupa okk- ar eigin eignir óbærilega háu verði af Bretum. Réttindi Breta í landhelgi Islands En fyrst svo er um hið græna tré, útfærslu grunnlín- unnar, hvað þá um hin atriði landhelgisamningsins ? Ér það okkur hagur að leyfa Bretum veiðar innan 12 mílna landhelginnar í 3 ár á þeim tímum og þeim stöðum. sem þeir kusu sér? Auðvitað eru 3 ár í sögu þjóðar ekki ógnarlangt tíma- bil. En nú má öllum ljóst vera, að það var ætlan stjórn- arinnar, að hér væri ekki um 3 ór að ræða einvörðungu, heldur1 var það stjórnarinnar áform, að þá yrðu bæði Bret- ar .og Islendingar orðnir aðil- ár að Efnahagsbandalagi Ev- yRWy.fiZ Á grunóvelli þess voru notin af íslenzkri landhelgi komin á nýtt samningsstig, ef þau þá voru ek'ki beinlínis heimil öllum aðildarríkjum að jöfnu. Undir þriggja ára ákvæð- inu bjuggu svi'k, og það er á engam hátt séð fyrir endann á því, hvernig framhaldi þessa máls reiðir af. Nú erum við boðnir á Iandhelgis- og markaðs- ráðstefnu hjá Bretum Vafalaust hafa menn veitt því athygli, að Bretar eru nú að efna til ráðstefnu um land- helgismál. Þeir bjóða að samn- ingsborðinu til sin fyrst og fremst þeim þjóðum, sem hafa orðið vontoiðlar Efnahags- bandalagsins eins og þeir sjálfir. En þótt Island hafi ekki opinberlega komið þv5 í verk að sækja um a'ðild að EBE, þá erum við samt meðal þeirra þjóða, sem boðnar eru til fiskmarkaðs- og landhelgis- ráðstefnunnar hjá Bretum. Það verður ekki mikill vandi fyrir stjórnarflokkana, sem samþykkt höfðu fyrir síðustu kosningar að hvika hvergi frá 12 mílna landhelgi umhverfis allt landið, og gerðu svo En hér hefur aðeins verið fjallað um þá hlið landhelgis- samningsins við Breta, sem opinberlega hefur verið birt- ur. Hitt er þó vitað og við- urkennt frá upphafi af stjóm- arvaldanna hálfu, að hluti samningsins var ekki birtur heldur er leynilegur viðbótar- samningur. Þau atriði sem mes' voru auðmýkjandi voru Ieynileg Hvergi hefur það opinber- lega verið sagt, hvaða ákvæði sá hluti samningsins kveður á um. Frá upphafi var þó vitað, að þar voru ákvæði svo niður- lægjandi og auðmýkjandi fyrir Islendinga, að stjórnin taldi sér ekki fært að birta þau einkum með tilliti til þess, að hún ætlaði að túlka samning- inn sem „stórsigur Islands í landhelgismálinu“ eins og við höfum svo oft heyrt smánina nefnda. Einnig eru í leynisamningn- um ákvæði svo hliðholl brezk- um veiðiþjófum, að stjómin mun hafa beðizt undan þvi, að þau væru auglýst opinber- lega. En þótt þagað hafi verið samninginn við Breta eftir þær, að sverja fyrir frekari landhelgissvik fyrir þessar kosningar en setjast svo að borðinu með Bretum og semja að nýju, ef þeir fengju að- stöðu til, eftir næstu kosning- ar, enda er það margyfirlýst stefna þeirra, að ekki þurfi að vanda íslenzkum útvegi kveðj- urnar, þvi við getum hvort sem er ekki lifað á honum. þunnu hljóðu um ákvæði leyndsamningsins, þá þegja ekki staðreyndirnar um fram- kvæmd þeirra. Hver sá sem fylgiet með íslenzkum sjávarútvegsmálum og framkvæmd landhelgisgæzl- unnar sér nú blasa við að minnsta kosti þrjú efnisatriði leynisamningsins. Hlutaðeigandi embættis- mönmum verða ekki ætluð þau lausatök og það ábyrgðarleysi sem framkoma þeirra sýnir, ef ekki lægi fjötur leynisamn- ingsins á bak vi'ð gerðir þeirra aða aðgerðarleysi öllu heldur. 1. leyniákvæði Islendingar fá ekki að hagnýta landhelgina til togveiða umfram Breta 1 FYRSTA LAGI hlýtur það að vera atriði í leynisamn- ingnum, að engir skulu fá meiri rétt til botnvörpuveiða í landhelgi Islands en Bretar, ekki einu sinni Islendingar sjálfir. Hver man ekki eftir þvi, þegar mikill hluti vélbátaflot- ans í Eyjum og víðar tók upp botnvörpuveiðar sakir manm- eklu og ýmissa annarra að- stæðna á yfirstandandi vertíð Framhald á 10. síðu. Hluti samningsins er leyndur 1 Eyjablaðinu, sem út kom hinn 16. maí s.l. birtist grein sú er hér fer á eftir um „stór,sigurinn“ í landhelgis- málinu við Breta, sem stjórn- arflokkarnir leyfa sér svo að nefna án tilits til stað- reyndanna. Greinarhöfundur hefur á nokkrum stöðum, þar sem fjallað var sérstaklega um deilur Vestmannaeyjablað- anna um mál þetta, vikið málfari til almennara horfs. Fátt er táknrænna um blygðunarleysi stjómarflokk- anna en tal þeirra um land- helgismálið. Því lýsa þeir sem stórsigri sínum yfir Bretum og hagfelldri lausn fyrir ís- lenzka hagsmuni. Og jafn- framt tala þeir um andstæð- inga sína sem svikara við mál- stað Islendinga. En þegar íhaldið og hækju- lið þess ræðir þessa dag- ana um „stórsigur" sinn í landhelgismálinu eru þeir þó furðu seinheppnir, því Mill- wood-málið hefur opnað augu margra þeirra, er áður höfðu takmarka'ð innsæi í málið, fyr- ir því hvers eðlis „lausn land- helgismálsins" raunverulega er. Reynt að breyta smán- inni í heiðurskrans Það eru mikil fim, sem í- haldið heldur fram um að- gerðir vinstri stjórnarinnar í landhelgismálinu. Ekki er það þó alls staðar á sama veg, sem haldið er fram af íhalds- ins hálfu í því efni. I Vestmannaeyjum er því t. d. haldið fram, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi ólmur viljað færa út grunmlínur 1958 en ekki fengið því ráðið fyrir of- ríki Alþýðubandalagsins. Þessa firru hefur íhaldið þó líklega ekki leyft sér að bera á borð annars staðar, En þótt það sé óneitanlega nokkur freisting að rekja þessa og fleiri hliðstæður sundur i einstökum atriðum og sýna fram á þau botnlausu ósannindi sem ba'k við þær liigja, þá skal hér yfir það hlaupið. Þess 5 stað er vert að rifja upp aðalatriði um gang land- helgismálsins eins og það ligg- ur fyrir í staðreyndum sem máli skipta, því niðurlæging þjóðarinnar og vesöld stjóm- arvaldanna breytast ekki í heiðurskrans, þótt um núver- andi stjórn sé skrifað lof af mönnum, sem sjáandi sjá ekki og heyrandi heyra ekki, það sem gerzt hefur og er að ger- ast. (Ftfærslan úr 4 í 12 mílur, en grunnlínur Ólafs Thors látnar standa Árið 1958 var landhelgi Is- lands færð út úr 4 mílum í 12 m'ilur frá grunmlínum allt umhverfis landið. Þetta var gert í beinni andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og óbeinni andstöðu við Alþýðuflokkinn. Grunnlínum var hinsvegar ekki breytt neinsstaðar, því nefndir flokkar færðust sér- sta'klega undan því að slíkt væri gert í einum og sama á- fanganum með stækkuninni út í 12 mílur. Reymt var að hafa um málið eins mikla samstöðu innanlands og hægt var, og því voru þeir látnir ráða þessu. Það er því furðulegt, þegar íhaldið talar um það sem glæp, að ekki var gunnlínun- um breytt jafnhliða útfærsl- unni i 12 mílur. Slík er þung ásökun á Sjálfstæðisfl., því þær grumnl'ínur, sem glæpur var að láta standa. óbreyttar voru á sinni tið ákveðnar af Ólafi Thors. Eignir Islands keyptar dj'ru verði af Bretum Nú er það hinsvegar rétt, að útfærsla grunnlínanna var mál sem beið síns tíma og hefði verið góð og lofsverð 1961, ef ekki hefði fylgt henni hið versta ákvæði alls þess vonda samnings, sem núver- andj ríkisstjóm gerði við Breta. En það var ákvæðið um að aldrei framar skyldu Islendingar færa út landhelgi sína frekar, nema að fengnu leyfi Breta eða eftir úrskurði alþjóðadómstólsins, sem allir © *-a* G'unr.ífo.vrfiir • •••• Gnjnrjry^ P*kve*Art01t»ói* U*t0fíNÞS}&USV£9 ORero Þótt stjómmála- flokkarnir hétu því fyrir síðustu kosningar að halda fast á rétti Islands til 12 milna landhelgi umhverfis landið allt, sömdu þeir um veiðirétt Breta og síðar einnig Þjóðverja á þeim svæðum Iandhclg- innar, sem svörtu reitirnir á korti þessu sýna. vita að engin lög hefur til þess að dæma eftir í sliku máli, og að samþykki Breta er ófrávíkjanlegt skilyrði frekari útfærslu meðan samm- ingurinn er í gildi, en honum er ætlað að gilda um alla framtíð. Jafnvel útfærsla grunnlín- anna, sem annars væri eind ljósi pumkturinn í svikasamn- ingi ríkisstjórnarinnar við Breta, er því of dýru verði keypt. Þetta ákvæði samningsins um samþykki Breta við frek- ari útfærslu er líka algert brot gegn íslenzkum lögum, því árið 1948 voru samþykkt á Alþingi svonefnd land- grunnslög, sem kveða svo á, að Islendingar telji sig eiga, eina og óháða, lögsögurétt á öllu landgrunninu við Island. En með saomningunum við Breta er sá réttur að parti i i i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.