Þjóðviljinn - 30.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1963, Blaðsíða 4
4 síða HðÐVILJINN Fknmtudagnrinn 30. maí 1963 Ctgeíandi: Sameiningarflokkur albýSu — Sósíalistaflokk urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V FYiðbjófsson. Ritstjó-" '—aup’ýsingar. orentsmiðia: Skólavörðust. 19 Sirni 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði Nýr gerBardómur gjómannadag má undirbúa með ýmsu móti. Sum- um þykir það ærið fyrir sjómannastéttina gert að nefna einn dag á ári þeim til heiðurs, og láta einhverja landkrabba þenja sig í ræðum, eða þá „sjómannafulltrúa“ á borð við íhaldsþingmanninn Pétur, sem boðaði það á hátíðahöldum 1. maí að verkamenn hefðu sett flest úr skorðum á íslandi með því að knýja fram of hátt kaup! lafnframf undirbúningi slíks „sjómannadags“ eru hinar ýmsu deildir íhaldsins að undirbúa nýjar árásir á sjómannakjörin.. Ríkisstjórnin ákveður að Síldarverksmiðjur ríkisins skuli gera samflot við Kvöldúlf og aðra eigendur einkaverksmiðja og krefjast þess að bræðslusíldarverðið lækki í sum- ar um tíu krónur málið, alveg án tillits til þess að markaðsverð á síldarlýsinu er nú ört hækkandi og stórum hærra en þegar bræðslusíldarverð var ákveðið 145 kónur í fyrravor. Takis't Ólafi Thors forsætisráðherra og Ólafi Thors eiganda Kvöld- úlfs að undirbúa sjómannadaginn með þessum hætti hefur fyrirfram verið rænt af sumarkaupi sjómanns á meðalsíldarbát á þriðja þúsund krón- um og auðvitað miklu meira af sjómönnum á hærri bátunum. Jginmitf núverandi stjórnarflokkar og núverandi ^ ríkisstjórn hefur komið sér þægilega fyrir til slíkra árása á fiskverð. Það var gert með löggjöf- inni um verðlagsráð sjávarútvegsins, þar sem bundið er í lögum að verðákvörðun sjávaraflans skuli ljúka með gerðardómi ef samkomulag næst ekki. Það þótti óhæff fyrirkomulag ef útvegs- menn og sjómenn 'færu að standa saman í samn- ingum við vinnslus'töðvarnar um verð sjávarafl- ans, og þá var rokið til þessarar gerðardómslög- gjafar. ^ugljóst er að vísvitandi er stefn't að því Hvað eftir annað af viðsemjendum sjómanna og út- vegsmanna að gerðardómsákvæðin komi til fram- kvæmda. Og meira að segja er hindrað samkomu- lag um oddamann gerðardómsins eða yfirnefnd- ar verðlagsráðs. í sjötta skiptið síðan 1961 er verð- ákvörðun nú vísað til yfirnefndarinnar, og í ein þrjú skipti hefur orðið samkomulag um oddamann- inn. Því er nú neitað um ákvörðun bræðslusíldar- verðsins, og stólar ríkisstjórnin og Kvöldúlfur sennilega á að Hæsfiréttur verði svo vænn að skipa sem oddamann gerðardómsins einhvern innst úr búri íhaldsins og ríkisstjórnarinnar, mann á borð við Davíð Ólafsson, sem geti svo raunveru- lega ráðið bræðslusíldarverðinu í sumar að geð- þótfa stjórnarinnar. jginn gerðardómur á sumri, til að stela af sfld- veiðisjómönnum, — það virðist orðið stefnu- skráratriði ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokk- anna. Hver veit nema sjómennirnir og skyldulið þeirra eigi nógu mörg atkvæði 9. júní til að svipta þá völdunum sem þannig haga sér. — s. tónlist Sinfóníu- tónleikar Sextándu og síðustu tón- leikar Sinfóníusveitarinnar á þessu starfsári fóru fram í Samkomuhúsi Háskólans hinn 24. þ.m. Á efnisskrá hljómsveitarinn- ar sjálfrar voru tvö ákaflega ólík tónverk. enda eftir and- stæðumar Brahms og Wagner sem um skeið urðu tilefni býsna harðra flokkadrátta í tónlistarheiminum, þar sem fylgismenn hvors um sig átt- ust við. Þær deilur eru nú hjaðnaðar að mestu, en hins- vegar hefur reyslnan orðið sú að Wagner hefur reynzt æ torveldara að halda til jafns við Brahms að gildismati eftir- tímans, og getur það varla talizt annað en eðlilegt, ef borin eru saman tónverk þeirra, eins pg til dæmis þau, sem þama voru flutt, forleik- ur að óperu Wagners „Söng- meistararnir frá Niimberg” og fjórða sinfónía Brahms. Þó að forleikurinn sé allgott tónverk, er ekki um það að deila, að sinfónían ber þar stórlega af. Hljómsveitin. sem William Strickland stjómaði eins og að undanfömu, virtist vel fyrir kölluð og skilaði báðum tónverkunum með hinum mesta sóma. Milli þessara efnisþátta var orgelkonsert með undirleik hljómsveitar eftir Francis Poulenc. Bandaríski organ- leikarinn Power Biggs lék konsertinn á rafmagnsorgel. Þó að tónn þessa hljóðfæris sé nokkuð sérstæður og falli sjálfsagt ekki öllum í geð, var fróðlegt að fá að heyra á það leikið þetta verk hins franska tónskálds, sem nú er nýlátið, eigi sízt þar sem verkið var flutt af svo snjöllum og ágæt- um organleikara sem Power Biggs er. — Þetta voru síðustu tón- ieikamir, sem William Strick- land stjómár hér að sinni. Hann hefur í vetur unnið gott starf með hljómsveitinni, og skal honum hér með þakkað það. um leið og honum eru beztu óskir í té látnar. B. F. Tónleikar Tónlistar- félagsins Fimm danskir tónlistar- menn léku fyrir áheyrendur Tónlistarfélagsins á mánu- dagskvöldið. Hér var að verki kvartett sá. sem kenndur er við Poul Birkelund, ásamt píanóleikaranum Eyvind Möll- er. Kvartettinn er þannig skip- aður, að í stað annarrar fiðl- unnar í venjulegri strengja- ferleikssveit kemur flauta. Flautuleikarinn er PoulBirke- lund sjálfur. á fiðlu leikur Ame Karecki, á lágfiðlu Herman Holm Andersen og á knéfiðlu Alf Petersen.''c öll verkin á efnisskránni að einu undanteknu em Sam- in fyrir flautu og aukvhenmar tvö eða þrjú af fýrrnefpdum fjórum hljóðfæmm, Verk þessarar hljóðfæraskipunar em fremur sjaldheyrð á tón- leikum, þó margt sé til í þeim flokki verðmætt og fallegt, eins og efnisskrá þessara tón- leika veitir nokkra hugmynd um. Hér vora samvaldir tón- listarmenn á ferðinni. Leikur þeirra í fimm tónverkum eftir Haydn, Paisiello (1740—1816). Mozart og Beethoven var með miklum ágætum á alla lund. 1 slíkum samleik fer ekki hjá því, að athyglin beinist sér- staklega að flautunni. og hér stóð hún fullkomlega fyrir sínu. Poul Birkelund verður að kallast fágætur snillingur á hljóðfæri sitt. Óvenjulegir tónleikar, en á- •’ægjulegir. B. F. Frá hinum nýju samsetningarverksmiðjum A.M.C. í Belgíu: Rambler Classic 4ra dyra Sedan — með eftirfarandi: Rambler Classic 1. Aluminium-vél með tvöföldum blöndungi 138 hestöfl. 2. Varanlegur frostlögur 3. Weather Eye miðstöð og þíðari. 4. Framrúðusprauta 5. Stoppað mælaborð og sólhlífar — spegill i hægri sólhlíf. 6. Tviskipt bak og afturhallandi framsæ 7. Púði í aftursæti „folding arm rest“ 8. Svampgúmmí á gormasætum framan og aftan. 9. Vasar fyrir kort og fleira innan á báðum framhurðum. 10. Toppur hljóðeinangraður með trefjagleri. 11. Þykk teppi á gólfum framan og aftan. 12. Rafmagnsklukka. 13. Tvöfaldar öryggisbrcmsur og sjálfstillandi bremsur. 14. Sérstakar „heavy duty“ bremsur gerðar fyrir háan „Evrópu“-aksturshraða. 15. Styrktir gormar og demparar. 16. Keramik-brynjaðir hljóðkútar og púströr. 17. Heilir hjólhlemmax 18. Bakkljós. 19. Framljósablikkari. 20. 700x14 slöngulaus , Rayon dekk með hvitum hringjum. 21. Kvoðun og sérstök ryðvörn. 22. Export verkfæri, stuðaratjakkur, felgu- lykiU og varadekk. 23. Motta í farangursgeymslu og hlif fyrir varadekkið. 24. Cígarettukveikjari og tveir öskubakkar að framan — 2 að aftan. 25. Þykkara boddystál en á öðrum bifreiðum. 26. 3ja ára eða 54.000 km. akstur án smurn- ingar undirvagns. 27. Verksmiðjuábyrgð i 12 mánufii eða 19.000 kílómetra. 28. 6.000 km. akstur á olíu- og sigtisskiptingu. 29. 2ja ára ábyrgð á hljóðkút og púströri gegn ryðtæringu. 30. Ryk- og vantnsþéttur frá verkstniðjunni með tvöföldum þéttiköntum. Klassiskt, stílhreint útlit, vandaður frágangur, lúxus innanklæðning, yf- irdrifinn kraftur með aðeins 12—13 1. benzíneyðslu. Rambler-ending á- samt 30 ofangreindum „standard“- atriðum, sem innifalin eru í verðinu hafa sannfært þá vandlátustu 'sem hafá efMi á góðri amerískri bifreið í Rambler-verðflokknum. Rambler Classic hefur verið valin „bifreið árs- ins 1963“ af Motor^Trend” Magazinej dDJS A vegna yfirburða Rafhbler yfir aðrar tegundir. Biðjið um „X-RAY“bókina er sýnir yfirburði Rambl- er á óhrekjanlegan hátt. Allir varahlutir af lager eða beint frá London með næstu flugvél. Kynnist Rambler. — Pantið Rambler — mjög fljót afgreiðsla. — Afgreiðsla af lager úr sendingu er kom 27. þ.m. ArpH.: 30 Classic ’63 eru komnir til landsins og eru 40 væntanlegir næstu vikur. ., » RAMBLER UMBOÐIÐ: Jón Loftsson h.f. Rambler verkstæðið: Hringbraut 121. Sími 10-600. | Umboðsmaður Þjóðviljans í Kefla- vík er nú Magnea Aðalgeirsdlóttir, Vatnsnesvegi 34, sími 1666. — Ný- ir kaupendur gjöri svo vel að snúa sér til hennar. — Þá er Þjóðvilj- inn seldur í lausasölu á eftirtöldum aíoMiöiT jklTBlHH STIOl stöðum: Matstofunni VlK Aðalstöðinni Isbarnum Lindu Stjörnunni Hafnarbúðinni Blöndu Kaupid og lesið ÞJÓÐ VILJANN ,ií 4B > I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.