Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. júní 1963 — 28. árgangur — 122. 'tölublað. 16 SIÐUR, 12 og 4 Þjóðviljanum fylgir í dag 4 síðna aukablað, — helgað unga fólk- inu og þingkosningunum. — Af föstu efni laugardagsblaða fellur niður vegna þrengsla í aðalblaðinu ÓSKASTUNDIN, síða barnanna. — Á morgun, hvítasunnudag, koma engin blöð út. Þjóðviljinn kem- ur næst út á miðvikudaginn 5. júní. ^i Upplausn \ á Framsókn- arfundi Það bar tíl í Hafnarfírði í f yrrakvöld. að almennur kjósendafundur Framsókn- armanna leystist upp með öllu, er frambjóðendur flýðu af hólmi! Til fundarins var boðað f Góðtemplarahúsinu kl. 8,30, en þá voru engir mættir nema málshefjend- ur. Hringt var i ofboði til Reykjavíkur og beðið um liðsauka og eftir hálftíma voru 25 mættir. Jón Skaftason tróð fyrst- ur í ræðustólinn og f jallaði ræða hans um baráttu hans fyrir sameiginlegum fram- boðsfundum í Reykjanes- kjördæmi. Eftir ræðu máls- hefjenda stóð upp þekktur Framsóknarmaður í Hafn- arfirði. og bað um orðið og varð þegar fjaðrafok upp við borð fundarstjórn- enda. Hvað átti nú að taka til bragðs? Nokkrir menn voru sendir upp í ræðustólinn og entust illa. Að lokum sleit Björn Ingvarsson lögreglu- stjóri fundi sem fundar- stjóri og hljóp hann með frambjóðendum af fundi. En Framsóknarmaðurinn stóð upp í sæti sínu og lýsti því yfir að hann segði sig úr Framsóknarflokkn- um. Þá varaði þessi Fram- sóknarmaður eindregið við stjórnarsamstarfi við íhald- ið eftir kosningar og hafa frambjóðendur fundið lykt- ína sennilega fyrirfram af þessum ræðumanni. Að lokum las hann upp kvæði eftir Feig Fallanda- son er var ort á sínum tíma til Heimdallar. félags ungra íhaldsmanna.. Þar Sfendur meðal annars: „Aldrei finnst þar ærleg hugsun og engin frelsis- brá". VESTURÞYZKT FISKiÐJUVER REIST A SELTJARNARNESI? ¦ Hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps hefur fyr- ir skömmu leigt óstofnuðu hlutafélagi eignarjörð hreppsins, Bygggarð. Að hlutafélagi þessu stend- ur fyrst og fremst vesturþýzki auðhringurinn Baader, sem selt; hefur hingað mikið af fisk- vinnsluvélum. ¦ Látið er í veðri vaka að ætlunin sé að plast- verksmiðja verði reist á landi Bygggarðs, en kunn- ugir vita að auðhringurinn hefur tryggt sér þessa aðstöðu í því skyni að geta komið þar upp um- fangsmiklum fiskiðnaði, þegar búið væri að inn- lima ísland í Efnahagsbandalag Evrópu og erlend- ir aðilar hefðu jafnrétti við íslendinga til fisk- veiða og fiskiðnaðar. ©- Leigjendur Bygggarðs eru Gísli I Hermannsson verkíræðingur, \ umboðsmaður Baader-hringsins þýzka á Islandi, en hann var áður einn af framkvæmdastjór- um SÖIumiðstððvar Hraðfrysti- hiísanna; Magnús Sigurlásson framkvæmdastjóri í Þykkvabæ, en hann hafði forustu um að koma stórbýlinu Sandhólaferju í hendur Baaderhringsins í fyrra, cinmitt á þeim stað við Þjórsá þar sem rætt hefur verið um hugsanlega hafnargerð; og Gunn- ar Thordarson bankaritari i Búnaðarbankanum. Hlutafélag þeirra hefur ekki enn verið stofnað opinberlega, en kunnug- ir vita að fjármagnið er fyrst og fremst komið frá Baader- hringnum. Flokksmál Sjálf- stæðisflokksins Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins f hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps hafa komið þessu leigumáli í gegn, þeir Karl Bergmann Guð- nmndsson, starfsmaður í Seðla- bankanum. og Snæbjörn Ás- geirsson, frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Gildir leigumálinn fyrst um sinn í 50 ár. Talið er að Jón Tómasson, sem nýlega hætti slörfum sem sveitarstjóri, hafi elcki verið hrifinn af þessari ráðstöfun, en nýi sveitarstjór- inn. Heimdellingurinn Bjarni Beinteinsson, verður væntanlega þeim mun áhugasamari. Ekkert til sparað Auk Bygggarðs hafa leigutak- arnir að undanförnu reynt að fá næsta býli við Bygggarð, Ráðagerði. keypt eða leigt. Einnig hafa þeir farið fram á að fá þrjár lóðir í Nestúni til Framhald á 3. síðu. Bygggarður á Seltjarnarnesi. Efri myndin er tekin að sunnanverðu við bæjarhúsin og sér heim að staðnum. Hin myndín er tekin í fjörunni að norðanverðu og má greina Reykjavíkurborg í baksýn vinstra megin. — (Ejósm. Þjóðv. A. K.). Sjómenn svara hinn 9. júní árásunum á síldveiðikjörin HaUdór Kiljan Laxness undirritar áskorun til ríkisstjórna og almennings um baráttu gegn hungr- inu í heJminum. Við hlið hans situr Clement Attlee, fyrrverandi Ieiðtogi br^zka Verkamanna- flokksins. SJÁ VIÐTAL Y!f> Kll JAN í OPNU SJÓMANNAÐAGURINN átti að . verða 9. júní. en ríkisstjórn- ín ákvað að sá dagur skyldi verða kosningadagur. Há- tíðahöld Sjómannadagsins 1963 fara fram annan hvita- sunnudag. á mánudagin: kemur . ÞESSI RAEíSTÖFUN ríkisstjórn- arinnar á sjómannadegi árs- ins minnir sjóme.nn á, að ríldsstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins hefur gert hverja stórárásina af annarri á sjómannakjörin, þó ef tírminnilegust sé gerðar- dómslöggjöf Emils Jónssonar, formanns Alliýðuflokksins. En , með henni var rænt. um 20 milljónum króna af samnings- bundnu kaupi síldveiðisjó- manna í fyrrasumar og af- ' hent útgerðarmönnum. )MENN MINNAST líka síend- urtekinna árása íhaldsklík- j unnar sem ræður Eandssam- I bandi íslenzkra útvegsmanna > á sjómannakjörin. Sjálfstæð- ' isflokkurinn hefur nú for- ' mann XÁXS i framboði. eins ' og tíl að storka sjómönnum. Og nýr gerðardómur cr í undirbúniingi til að rýra enn kjör síldveiðisjómanna, í . þetta sinn með lækkun síld- arverðsins. SJÖMENN GETA SVARAÐ á kosningadaginn 9. júní. Svar- að fyrir gerðardóminn og árásir LlU á kjörin, afstýrt nýjum gerðardómum og nýj- um árásum. Þeir geta gert það með því að fella gerð- ardómsflokkana frá völdum, með því að efla Alþýðu- bandalagið. • viÐTAIa við togarasjómann er á opnu blaðsins í dag og leið- arinn er Iíka um sjómanna- mál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.