Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 4
4 SfÐA ÞJÓÐVILIINN Laugardagur 1. júní 1963 Sameiningarflokktir aifcýíhi — Sósialistaflokk urinn. — ívax H. Jónsson, Magnúa Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) FrétUritatjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðbjófsson. Ritstjórn auglýsingar. prentsmiðja: SkólavörSust. 19 Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuSi Sjómannadagur l/'égna ákvörðunar ríkisstjómarinnar um kosn- ingadag 9. júní hefur sjómannadegi ársins v„. ið holað niður á annan í hvítasunnu, og mun hans nokkuð minnzt í blöðum í dag, vegna þess að blöðin koma ekki út aftur fyrr en að sjómanna- deginum liðnum. Þó mikið skorti á að dagurinn hafi fram að þessu öðlast reisn og innihald sem íslenzkum sjómannadegi hæfir, er það engin of- rausn þó sjómönnum sé sérstaklega helgaður einn dagur ársins og starfs þeirra minnzt. því enn virðist það eiga harla langt í land að sjómennimir og starf þeirra sé metið að verð- leikum. Það er ekki nóg að minna á þá sfaðreynd að engir sjómenn í heimi draga jafnmikinn fisk- afla á land, að nútímaþjóðfélag á íslandi er óhugs- andi án starfs sjómannanna. Hitt sýndi meiri skilning á nauðsyn þjóðfélagsins og nauðsyn sjó- mannanna ef orðið væri við kröfum þeirra um sæmileg kjör og vinnuaðstæður allar, að fullt til- lit væri fekið til þess þegar kaup sjómanna og kjör eru ákveðin hve langur vinnudagur þeirra er og vinnan erfið og áhættusöm, og kostar þá flesta langdvalir frá heimili sínu og ástvinum. J þessum málum hefur það gerzt síðustu árin að Vinnuveitendasambandið og ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins hafa hvað eft- ir annað ráðizt á sjómannakjörin og réttindi sjó- manna og reynt að skerða þau, og tekizt að skerða þau. Hér hefur verið um beinf samspil ríkisstjórn- innar og samtaka útgerðarmanna að ræða. Það hefur ekki gerzt á öðrum sviðum hin síðari ár að samtök atvinnurekenda hafi vogað sér að segja upp kjarasamningum til þess að skerða launa- kjör, eins og Landssamband íslenzkra útvegs- manna hefur gert með sjómannakjörin. Og það er langí síðan auðklíkur landsins hafa sýnt af sér aðra eins ósvífni og þegar Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda sendi í fyrra inn á Al- þingi kröfuna um eyðileggingu togaravökulaganna og hótaði að togaraútgerð skyldi annars lögð niður á íslandi! Og það er ekki venjulegt orðið að laun- þegar séu neyddir til að standa í 131 dags verk- falli eins og togarasjómennirnir í fyrrasumar, til að fá fram eðlilegar lag’færingar á samningum. Og það er helcjur ekki alvanalegí að sett séu gerðardómslög til þess að stela verulegum hluta af samningsbundnu kaupi síldveiðisjómanna eins og gert var í fyrra með gerðardómslögum Emils Jónssonar, formanns Alþýðu’flokksins. En við þess konar „viðurkenningu“ hafa íslenzkir sjómenn átt að búa síðastliðið ár. Og enn vofir gerðardóm- ur yfir til skerðingar á kjörum síldveiðisjómanna, gerðardómur um síldarverðið, sem ríkisstjómin og Kvöldúlfur krefjast lækkunar á. gjómenn og vandamenn þeirra fá einstakt tæki- færi 9. júní fil að svara gerðardómi Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins, mótmæla árásum LÍÚ og afstýra frekari árásum á sjómannakjörin — með því að fella gerðardómsflokkana og efla Alþýðubandalagið. Þannig getur 9. júní samt orð- ið hinn merkasti sóknardagur. — s. I I I * í I i, I EINN DROPI AF FOSFÓR Á HVERJUM MORGNI I H Sunnlenskttr teinœrtngur, fomt sniS, (B, Sammnctsson). Æviferill manna mótast stundum af sterkum augna- blikum og ristir rúnir lífsins í veðurbarin andlit íslenzkra manna. Þcffar hundrað ára camall öldungur lítur yfir farinn veg, þá skýtur einmitt tveim slík- um örlagastundum upp í huga gamla mannsins fyrr en aðrir merkilegir atburðir og eru þær tengdar íslenzkri sjósókn, þar sem lífið hangir í þræði eða slokknar fyrir fullt og allt. Þannig er oft líf íslenzkrar sjómannsfjölskyldu. Undirspilið er þungur niður Eyrarbakkabrimsins og vlt- undin er éins og sár kvika eft- ir atburðarás, sem tekur kannski nokkrar mínútur, en þetta mínútuspil minninganna er orðið að stórum og Iýsandi kyndlum í gömlum huga, sem er tcngdur heilli öld. Skömmu fyrir síðustu alda- mót er bjartur og fagur vetr- armorgunn á Eyrarbakka og menn ganga rösklega til skipa sinna og veðurglöggir formenn leggjast niður á ströndina og leggja eyrað í sandinn og hlusta eftir dyn sjávarhljóð- anna og margvísleg náttúru- hljóð viröast boða gott veður þennan dag. Það er svolítill asi á pllturium, enda fiski- sæld góð á miðunum undan- farna daga. I þessum stóra hóp cr Jón Asgrímsson og er rösklega þrítugur og þegar orðinn harðreyndur sjómaður eftir margar vertíðir. Formaður hans er harðduglegur sjósókn- ari og munu gamlir sjómenn á Eyrarbakka ennþá minnast Páls Andréssonar frá Nýjabæ. Þennan blíða morgun réru þeir út á mið á svokölluðum Hafnarslóðum og dvöldust þar fram eftir degi. Seinni hluta dags bregður skyndilega til hafáttar og eftir skamma stund er komið vitlaust hríð- arveður með vaxandi sjávar- gangi. Teinætíngurinn brýzt í gegnum hafrótið og ekki sér áralengdina gegnum hríðar- mugguna og fjallháar öldur kasta þessari Iitlu bátskel sem fisi. Jón Ásgrímsson sit- ur undir einni árinni og er þriðji maður til hlés og hver vöðvi og hver sin er spcnnt til hins ýtrasta í sameigin- legu átaki þessa lifróðurs. ÞeSr ná sundinu og hvítur brimskaflinn gin við sjónum og þeir eru að búa sig undir- síðasta sprcttinn. Allt í einu rís brotsjór fyrir aftan skipið og þeir hverfa í hvítfyssandi flauminn. Jón Ásgrimsson segist hafa raknað við sér næst með árina milli handa og sýnir það traust handtök og skyldurækni við verk sitt, og þarna velkist nú Jón í hol- skeflum líðandi stundar. Slíkar örlagamínútur rista djúpt í vitund manna. þegar mcnn kikja inn um dyr ei- lífðarinnar og var Jón fá- orður um þær. — Sástu nokkurn engil, Jón? — Ja, hérna, hvað ætli ég hafi sosum séð. Man eftir því, að ég hugaði að tóbaksbaukn- Jón Ásgrímsson, hómópati. inum og hvítur brimskaflinn vex óðfluga, og drunurnar verða þyngri frá sjóvarnar- garðinum. 1 ‘’•-■■■' * Svartar þústir skjótast , milli húsa í rökkrinu og um, mmum og hefði gjaman tínast einhvernvegin í sömu viljað fá mér í ncfið. Jóni var hinsvegar bjargað upp í annan teinæring og reyndist lífgjafi hans Guð- mundur Steinsson, formaður frá Eyrarbakka. En þama fómst Páll Andrésson. formaður og eiinn skipsfélagi hans þennan vetr- ardag. Þrjátíu ár Iíða í tímans rás og nú er komln vélaöld. Einn vetrardag í skammdeginu stendur sextugur öldungur við gluggann sinn og hugar að veðrinu og hann hefur rokið upp með hafátt. Brimveifan lemst í storm- átt og niður að vestasta sjó- garðshliðinu. öldungurinn slæst í förina og hópurinn stækkar í hlið- inu. Litlir mótorbátar með deplandi ljós birtast hver af öðrum úti á sundinu og inn- siglingin er metin og vegin. Er leiðið fært? Eiga bátarnir að taka stefnuna til Þorláks- hafnar? öldungurinn þekkir kannski einn bátinn betur en annan og verður sérstaklega starsýnt á þennan bát. Einn af sjó- mönnunum er einkasonur hans og heitir hann Víglundur og stendur á þrítugu. Stundum hverfur báturinn fyrir ölduhrygg, og kvíði sezt að gamla manninum. Honum verður kannskS hugsað til tengdadóttur sinnar og tveggja kornabaraa þeirra hcima við eldinn. En allt í einu rís sjór und- ir hekkið og bátnum hvolfir og hann er horfinn í sortann. Þannig horfir gamall maður á einkason sinn farast og hverfa í það hafrót á sömu slóðum og hann hafði barizt fyrir lífi sínu með eina ár á öld tcinæringa. Ennþá era í minni þau orð, sem gamli maðurínn lét falla á þessari stundu: — Þá er Villi minn farinn, og mér ber að ganga heim og huga að konu hans og börnunum. Og hann reyndist þeim hlífi- skjöldur á þungbæram áram. ión Ásgrímsson hómópati hundrað ára á morgun Nú situr Jón Ásgrímssori i hárri elli á Vistheimilinu Grund í Reykjavík qg verður hundrað ára á morgun, hvita- sunnudag. Gamli maðurinn er nokkuð snöggur upp á lagið og heyrir ekki alltof vel, en einkennileg glóð kviknar sem snöggvast við óvæntum spurningum og einhvemvegin finnst manni þessi glóð manneskjuleg og lifandi og hlý í uppruna sín- um. — Hvemig finnst þér Eyr- arbakkabrimið, Jóri minn? — O — já, hann brimar stundum við Eyrarbakka. — Pinnst þér þetta brim músíkalskt? — Ja, sér er nú hver mús- ikin í heiminum. Meira var nú ekki sagt að sinni. Jón' Ásgrímsson er faeddur að Stærrabæ í Grímsnesi og voru foreldrar hans Asgrímur Sigurðsson bóndi þar og Þur- íður Guðmundsdóttir. Þau hjónin. áttu 22 böm og var Jón firomtr-í-Töðinni. Foreldrar Jóns bjuggu siðar að Stóra Hálsi í Grafningi og ennfremur að Gljúfri í ölf- usi og hefur þetta verið harð- sótt líf fyrir stóra fjölskyldu með bam á hverju ári. Jón sagði mér eftirfarandi sögu. — Móðir mín dó í hárri elli á Eyrarbakka og varð 93 ára gömul. Þegar við bjuggum að Gljúfri í ölfusi og ég var varla vaxinn úr grasi, þá kom : ■■■'■ - |t;' «* Þilskip um aldamót. ... ? 'É. hún einu sinni heim af engj- unum eitt sumarkvöld og þeg- - ar hún íeit inn baðstofugólfið;. þá lágu þar sofandi seytján böm hennar sitt á hverju ári; Það hefur verið mikil sjón fyrir fátæka sveitakonu. Húö'5: brá sér þegar fram í fjós og mjólkaði kýmar og vakti dsyífe eitt og eitt bam í einu og gáf því að drekka. Einu sinni drap elding tvær kýmar hennar. Það þótti gömlu konunni mikið og ó- bætanlegt tjón. Langafi Jóns Ásgrímssonar hét Jón Sigurðsson og flutti um 1780 suður á landaðnorð- an og bjó að Reykjanesi við Brúará í Grímsnesi og átti Þorgerði Amórsdóttur garnla á Reykjanesi. Jón Sigurðsson var Skagfirðingur dg skyldur Reynistaðabræðrum og urðu þeir úti við fjárrekstur á Kili eins og frægt er í þjóð- sögum og kvæðum. Jón Sig- urðsson var talinn með gild- ustu mönnum að karlmennsku og listfengur í eðli, sínu. Sig- urður sonur hans bjó að Bjamarstöðum í Grímsnesi og Framhald á 8. síðu. rjm L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.