Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 12
Skipasmiðir eiga rétt á kauphækkun
■ Verkfall skipasmið-
anna í Reykjavík hefur nú
staðið frá 20. maí og virð-
ast atvinnurekendur ekkert
vilja gera til að koma til
móts við sveinana, þar sem
sáttasemjari hefur enn ekki
boðað til sáttafundar frá því
verkfallið hófst. Fyrir verk-
fallið voru hins vegar
haldnir tveir árangurslaus-
ir samningafundir.
■ Verkfallið er algert og
samheldni skipasmiðanna
góð. Þrjózkuleg framkoma
atvinnurekenda í þessu máli
vekur almenna furðu, þar
sem öllum má ljóst vera að
ekki verður komizt hjá því
að veita skipasmiðunum
sanngjama kauphækkun.
■ Skipasmíðastöðvar í
nágrenni Reykjavikur eru
þegar farnar að greiða mun
hærra kaup en greitt er hér.
jþeqar éqgql *e
tic £o(us(&fui*t
tC cevinleqq (taq-,
kiraemast <35
nota eiugougu
hin MÍksióru
/50.000 Hull
rtceq/a c h ei/a
-i'óú é t
Leikur aS
núllum
Fjölbreytt hátíðahöld á
sjómannadag
Að hessu sinni verður Sjó-
tnannadagurinn haldinn hátíð-
legur mánudaginn 3. júní. (ann-
an í hvítasunnu). Þar scm fyrsti
sunnudagur í júní er hvítasunnu-
dagur og næsti sunnudagur er
kjördagur var ákveðið að nota
mánudaginn.
Hátíðahöldin hefjast með því
að klukkan 8 um morguninn
verða dregnir fánar að húni á
skdpum í höfninni, kl. 10,30 er
hátíðamessa í Laugarásbíói. séra
Óskar J. Þorláksson prédikar,
klukkan hálf tvö leikur Lúðra-
sveit Reykjavíkur á Austurvelli
og 15 mínútum síðar verður
mynduð þar fánaborg úr fán-
um sjómannafélaga og með ís-
lenzkum fónum.
Hátíðahöldin á Austurvelli
hefjast klukkan 2 með því að
biskupinn minnist drukknaðra
sjómanna. Að þessu sinni verð-
ur minnst 28 manna og verða
þá stjömur í fána Sjómanna-
dagsráðs orðnar 829 síðan 1937.
Á þessum 26 árum hafa þvi
Jóhannes páfi heyr nú dauða-
stríð sitt. Tilkynnt var í páfa-
garði í gær, að vonir fimmtu-
dagsins væru að engu gerðar,
og á föstudag hefði páfa slegið
alvarlega niður aftur. Hann var
meðvitundarlaus. er blaðið fór
I prentun í nótt.
Páfi hefur liðið miklar kvalir,
sem nú taka eftir öllu að dæma
senn enda. Framan af var hann
með fuilri rænu, og gerði sér
'fulla grein fyrir að hverju dró;
Bróðir hans og systir voru á
leið að banabeði hans, en ekki
er vitað hvort þeim auðnast að
sjá hann á lífi. >au koma frá
Norður-Ítalíu. en þaðan er páfi
aettaður.
Fyrri hluta dagsins í gær fékk
drukknað 32 sjómenn á ári til
jafnaðar. Að lokinni minningar-
athöfninni syngur Guðmundur
Guðjónsson óperusöngvari.
Ávörp flytja þeir Emil Jóns-
son ráðherra, Baldur Guðmunds-
son útgerðarmaður og Garðár
Pálsson stýrimaður. Pétur Sig-
urðsson alþingismaður og for-
maður Sjómannadagsráðs af-
hendir síðan verðlaun og heið-
ursmerki, en björgunarafreks-
verðlaunin verða afhent í Vest-
mannaeyjum. Loks syngur Guð-
mundur Guðjónsson. Lúðrasveit-
in leikur á milli atriða .
Að loknum hátíðahöldunum á
Austurvelli verður kappróður
í höfninni og ef til vill sund-
keppni.
Sjómannskonur munu annast
kaffiveitingar frá klukkan 2 í
Sjálfstæðishúsinu og í Slysa-
varnafélagshúsinu við Granda-
garð.
Um kvöldið verða svo dans-
leikir í Breiðfirðingabúð. Glaum-
Jóhannes páfi síðasta sakra-
mentið. Síðari hluta dags kall-
aði hann til sín sjö kardinála
og ræddi við þá, en átti þá
mjög erfitt um mál. Seint í
gærkvöld misstj hann svo með-
vitund, sem fyrr segir.
Nánustu vinir og ættingjar
páfa hafa verið vjð sjúkrabeð
hans. og um gervallan heim hafa
kaþólskir menn lagst á bæn og
beðið fyrir líðan hans. í gær-
kvöld voru svo öll ljós slökkt
í sjúkraherberginu. Qg talsmað-
ur páfastóls lét svo um mælt,
að hér fengi mannlegur máttur
ekki lengur neitt að gert. Mikill
mannfjöldi hefur verið saman
kominn á Péturstorginu i Róm
í dag
bæ. Ingólfskaffi, Silfurtunglinu
og Sjálfstaeðishúsinu. Sjómanna-
hóf verður að Hótel Sögu, Súlna-
salnum.
Sjómannadagsblaðið kemur út
að venju. Það er að þessu sinni
sérstaklega tileinkað Akureyri.
Það verður selt á götunum á-
samt merki dagsins.
Tekjur dagsins ganga að venju
til Hrafnistu, en að þessu sinni
fara þó 20.000 krónur til sum-
ardvalarheimilis sjómanna-
bama sem verður starfrækt að
Laugalandi í Holtum. Það er
þegar fullskipað.
Sjómannadagurinn í ár er hinn
25. á Akureyri. Allur ágóði af
deginum þar mun renna í slysa-
söfnunina norðanlands.
Ilinar árlegu kappreiðar Fáks
fara fram á annan f hvítasunnu.
Að þessu sinnii er þátttaka óvenju
lega góð, 40—50 hestar, og meg-
in hlutinn eru hestar, sem ekki
hafa komið fram áður.
Skeiðhestar eru 10 og virðast
allir, eftir því sem til þeirra
hefur sézt á æfingu, að þeir séu
mjög líklegir til afreka. Gengi
skeiðsins virðist fara hækkandi
og er félaginu mikið fagnað-
arefni. Af eldri skeiðgörpum má
nefna, Loga Jóns í Varmadal og
skeiðhesta hins alkunna hesta-
manns Sigurðar í Laugamesi,
Hroll og Litlu-Glettu, að ó-
gleymdum Goða Höskulds á Hof-
stöðum. En fullvíst er að hinir
yngri skeiðhestar munu veita
Slys í qcer
★ Klukkan 22.28 í gær varð
það slys á mótum Hofsvallagötu
og Víðimels, að 9—10 ára gam-
all drengur. Hjörtur Hall að
nafni varð fyrir bíl. Hjörtur vaí
á reiðhjóli. Hann kvartaði um
eymsl í hendi. Hjörtur var flutt-
ur á Slysavarðstofuna
ALÞÝÐUFLOKKSFORKÓLF-
ARNIR hæla sér mjög af því,
að í tíð núverandi stjóraar hafi
hámarkslán húsnæðismálastjórn
ar hækkað úr kr. 100 þús. í kr.
150 þúsund.
HITT MINNAST þeir eðlilega
ekki á, að „viðreisnin" hefur
hækkað byggingarkostnað með-
alíbúðar um kr. 160 þúsund
þannig að hún hefur ekki að-
eins gleypt lánahækkunina held-
ur allt lánið og vel það. Hún
hefur gert þessar 150 þúsund
krónur að tómum núllum.
ÞAÐ ER ÞVl leikur að núllum
þegar hagspekingur Alþýðu-
flokksins, frú Gylfi, er að bolla-
Ieggja um auknar íbúðarbygg-
ingar vegna hækkaðra lánveit-
inga.
þessum köppum fulla samkeppni.
Á stökki, 300 m sprett færi,
kepppa hvorki meira né minna
en 18 hestar og er mjög erfitt
að segja um hver muni bera
sigur af hólmi.
1 folahlaupi verða reyndir níu
folar, en á stökki, 350 m sprett
færi, keppa fjórir hestar.
Að loknum hlaupum, munu
konur og karlar úr Fák sýna
ýmiss skemmtiatriði á hestbaki,
og mun sumt af því koma yngri
kynslóðinni mjög á óvart. Þá
munu flokkar eldri og yngri
Fáksfélaga keppa í naglaboð-
reið, en sú keppnisgrein hefur
vakið mikla kátínu á undanföm-
um hestamannamótum.
Vegna hinna bættu aðstæðna
til veitingasölu með byggingu fé-
lagsheimilisins, verða nú veiting-
ar fjölbreyttari en áður. Dregið
verður i hinu árlega happdrætti
félagsins á kappreiðadaginn eins
og venja hefur verið og getur
sá er hlýtur 1. vinninginn, sem
er hestur, farið ríðandi heim til
sín að kvöldi, ef hann kærir sig
um. I því sambandi má geta
þess að happdrættishestar Fáks
á undanfömum ánim hafa revnzt
gæðingar.
Jóhannes páfi
á banabeðnum
Kappreióar Fáks
2. í hvítasunnu
Kennaraskólanum
var slitið í gær
Kennaraskóla Islands var slit-
ið í gær. Er það í fyrsta skipti,
sem skólanum er slitið í hinum
nýju húskynnum. 217 nemendur
voru skráðir í skólann í haust,
af þeim er gengu til prófs stóð-
ust 192 prófið. en 14 féllu.
Á almennu kennaraprófi hlutu
þessir nemendur hæstar eink-
unnir: Jóhanna Steinþórsd. 8,82,
Sigrún Pálsdóttir 8,64 og Guð-
björg Tómasdóttir 8,63. I handa-
vinnudeild hlaut Helga Þórar-
insdóttir hæsta einkunn. 9,21. Þá
kom Nanna Baldursdóttir með
9,09 og Benóný Eiríksson 8,65.
1 stúdentadeild hlaut Sverrir
Bjarnason hæsta einkunn, 8,67,
Anna G. Jónasdóttir hlaut 8,65
og í þriðja og fjórða sæti voru
þær Elísabet Þórisdóttir og Ása
Jónsdóttir með 8,62.
Skólastjórinn. dr. Broddi Jó-
hannesson sleit skólanum með
snjallri ræðu. Ávörp fluttu for-
seti íslands Ásgeir Ásgeirsson
og Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra. Kom það fram í
ræðu ráðherra, að ríkisstjórnin
hefur ákveðið að verja 400 þús.
krónum til listaverkakaupa, er
prýða skulu hinn nýja skóla.
Fomir nemendur skólans
færðu honum góðar gjafir, og
verður það ekki talið hér. >á
flutti hinn aldni skólastjóri
Freysteinn Gunnarsson, ávarp,
þskkaði hlýleg orð í sinn garö
og ámaði skólanum allra heilla.
mm
Myndlisfarfélag-
ið sýnir í Lista-
mannaskálanum
1 gær var opnuð í Listamanna-
skálanum vorsýning Myndlistar-
félagsins. Á sýningunni eru að
þessu sinni 72 verk eftir 22 lista-
menn, 60 málverk og 12 högg-
myndir. Þetta er í annað sinn,
sem vorsýningin er haldin, en
ætlunin er að halda hana árlega
héðan í frá.
Sýningin verður opin klukkan
1-10 daglega í þrjár vikur.
Nokkrar myndanna eru til sölu.
Formaður Myndlistarfélagsins er
Finnur Jónsson.
Góð gjöf til
Listasafnsns
f gær fór fram i Listasafni
fslands afhending 7 málverka,
2ja teikninga og einnar högg-
myndar eftir franska lista-
menn.
Aðdragandi að gjöf þessari er
sá, að fyrjr nokkrum árum var
hér stofnað Listasafnsfélag og
er markmið þess að auðga Ljsta-
safnið af erlendri list. Lista-
safnsfélagið hefur áður gefið
Listasafninu þrjú málverk eftir
fræga franska listamenn og er
eitt þeirra, eftir Auguste Herbin,
nú orðið eitt verðmætasta mál-
verk safnsins.
Á síðasta ári var hér á ferð
franskur maður. Reymond Oli-
ver, og var honum sagt frá
Listasafnsfélaginu og þótti hon-
um ákaflega mikið til koma og
hefur hann ásamt Listasafnsfé-
laginu stuðlað að þessari gjöf
franskra listamanna til Lista-
safns Islands.
Ambassador fslnds veitti verk-
unum formlega moitoku i Paris
fyrir nokkru síðan og eru lista-
verkin eftir eftirtalda menn:
Jean Cocteu, Mathieu. Yves
Brayer, Yves Thomas, Montis,
Jean Piaubert, Collomariny,
Bordeaux-Le Peoq, Gauthier-
Constant og Jean Bertrand
Tessiev.
Sérlega mikil eign fyrir Lista-
safnið eru málverkin eftjr Piau-
bert og Mathieu en þeir eru
þekktastir listamannanna og
góðir fulltrúar nútímalistar
Frakka.
Við móttöku listaverkanna
hér í Listasafninu var íll-
margt manna samankomið og
hélt Gunnlaugur Þórðarson ræð-
ur á frönsku Qg íslenzku og
gerði grein fyrir tilkomu þess-
ara listaverka. Einnig talaði
ambassador Frakka á íslandj og
var góður rómur gerður að
ræðum þeirra.
Glæsilegur fundur
1 gær hélt Alþýðubandalagið
almennan kjósendafund í Hafn-
aríirðl. Fundurinn var hinn
glæsilegasti, fjölmenni mikið og
hlutu ræðumenn hinar ágætustu
undirtektir.
Ræðumenn á þessum fundi
voru þeir Geir Gunnarsson. al-
þingismaður, Þóroddur skáld
Guðmundsson frá Sandi og þeir
rithöfundamir Jónas Ámason og
Gils Guðmundsson. Þess er vert
að geta, að kvöldið hentaði á
flestan hátt illa til fundahalda,
veður miður gott og auk þess
unnið langt fram eftir kvöldi á
flestum vinnustöðum bæjarins.
Þó fylltist húsið þegar af fólki.
Sýndi þessi fundur glögglega, að
mikill sóknarhugur er nú I hafn-
firzkri alþýðu, og hafa Alþýðu-
bandalagsmenn í Reykjaneskjör-
dæmi fullan hug á þvi að gera
hlut sinn sem glæsilegastan i
þessum kosningum.
!
KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞÝÐUBANDALAGSINS I KEFLAVÍK
er á Austurgötu 20 - Sími 92-1811 - OPIÐ fró klukkan 4-10
I
I