Þjóðviljinn - 05.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. júní lacici HÖÐVIIHNN SÍÐA 3 Alvarlegasta ástandið síðan 1929, segir „Washington Post" Kynþáttaóeirðirnar í USA fara stöðugt vaxandi og breiðast út WASHINGTON 4/6 —• Kynþáttaóeirðirnar í Bandarí'kjun- um magnast enn og um hvítasunnuna urðu víða átök milli lögreglu og blökkumanna, sem kröfðust réttar síns. Óeirð- irnar hafa borizt út fyrir suðurfylkin og hafa þannig síð- ustu daga orðið árekstrar út af réttarkröfum svertingja í t.d. Pennsylvaníu, Illinois og Kalifomíu og eru ekki horfur á að þeim muni linna. Hið áhrifamikla blað Washington Post segir að þessi átök séu „mesta vanda- mál sem Bandaríkjamenn hafa átt við að stríða eftir kreppuna miklu 1929“. Þeir skipta hundruðum blökktunennirnir sem fangelsaðir hafa verið í Bandaríkjunum siðusiu vikurnar fyrir það eitt að bera með friði fram þá kröfu að lög Iandsins og stjómarskrá séu virt og sumstaðar í suðurfylkjunum er nú svo komið, að öil fangelsi eru oi’ðin yfirfull. Myndin er frá Charlotte í Norður-Karólínu. Um helmingur jarðarbúa býr við sult og seyru Kermedy forseti virðist hafa gert sér ljóst hvílík hætta er á ferðum og var tilkynnt í Was- hington í dag að hann myndi í næstu viku senda þinginu boð- skap um kynþáttavandamálið og jafnframt lagafrumvörp sem auð- velda eiga sambandsstjóminni að sjá um að landslögum um jafnrétti kynþáttanna sé fram- fylgt. Forsetinn mun þó ekki gera sér miklar vonir um að fá frumvörpin samþykkt á þingi, a. m.k. ekki í bráð, og leggur hann nú á það höfuðáherzlu að afla þeim fylgis utan þings, einkum meðal iðnrekenda og annarra at- vinnurekenda í suðurfylkjunum, sem famir eru að finna fyrir hinni stöðugu ólgu þar.. 1 Pennsylvaníu Fyrir helgina særðust um tuttugu manns í átökunum sem urðu í Fíladelfíu í Pennsylvaníu þegar þeldökkir verkamenn héldu fund til að mótmæla því að verktakar sem vinna í þágu hins opinbera neita þeim um vinnu. Skömmu síðar var til- kynnt að bæjaryfirvöldin hefðu fallizt á kröfu blökkumanna um að þeir fengju jafnan rétt til vinnu hjá þessum fyrirtækjum. Kanadalögreglan tekur franska þjóðernissinna MONTREAL 476 — Lögreglan í Kanada telur sig hafa komið upp um fransk-kanadískan hermdarverkaflokk sem hafzt hefur við í Quebec-fylki og unn- ið þar mörg skemmdarverk und- anfarið. Hún hefur handtekið níu félaga í flokknum og er ung stúlka meðal þeirra. Lögreglan hefur leitað þeirra i þrjá mán- uði eftir mörg sprengjutilræði. Geimgeislunin hefur tvöfaldazt VARSJÁ 476 — Geimgeislunin sem berst til jarðar frá fjarlæg- um stöðum í Vetrarbrautinni hefur tvöfaldazt síðustu mánuðina sagði sovéski eðlisfræðingurinn Vernoff á þriðja alþjóðlega geim- rannsóknaþinginu sem hófst i Varsjá í dag. Þetta vakti all- mikla athygli á þinginu, þar sem vitað er að þessi geislun er geim- förum hættuleg. auk þess sem hún hefur ýmis áhrif á jóna- sviðið og þá um leið á útvarps- sendingar. USA sættist við stjórn Haitis WASHINGTON 4/6 — Banda- rikjastjórn hefur ákveðið að taka aftur upp stjórnmálasamband við stjómina á Haiti. en því var slit- ið fyrir skemmstu þegar horfur voru á því um skeið að hinn illræmdi harðstjóri Francois Duvalier mjmdi hrökklast frá völdum. Bandarísk herskip sem verið hafa í námunda evjunnar eru nú farin þaðan. Samkomulag varð einnig um að hætt yrði kynþáttaaðskilnaði í skólum borgarinnar. Mótmæli í Chicago Um 2.000 blökkumenn og kon- ur fóru mótmælagöngu um einn af kirkjugörðum borgarinnar vegna þess að bálstofa í borg- inni neitaði fyrir nokkrum dög- um að brenna Ifk ungrar blökku- stúlku. Engar óspektir urðu. 1 Sacramento í Kalifomíu var því mótmælt að blökkufólki er mismunað þegar um er að ræða úthlutun fbúða í borginni og tóku margir hvítir þátt í þeim mótmælum. I St. John í Michigan var sumardvalarstað lokað eftir að blökkumenn höfðu mótmælt því að þeim er ekki leyfður þar að- gangur. 1 Oklahoma City settust all- margir þeldökkir stúdentar inn í veitingahús þar sem blökku- mönnum er neitað um afgreiðslu. Þeir neituðu tilmælum um að verða á brott og voru læstir inni. 1 Tallahassee f Florida hafa verið stöðugar óeirðir síðustu tvær vikumar. 212 þeldökkir stúdentar og einn hvítur voru þar handteknir og leiddir fyrir rétt, ákærðir fyrir að hafa mót- mælt kynþáttamismunun í einu kvikmyndahúsi borgarinnar. Vfða annars staðar í Flórída hefur verið hreyfing á blökkumönnum. Hundruð handtekin 1 Jackson í Mississippi voru hundruð blökkumanna handtek- in um helgina og eru fangelsi borgarinnar löngu yfirfull. Lög- reglan hefur fengið tvö stórhýsi til umráða að geyma fangana í. Þrátt fyrir fangelsanimar hafa blökkumenn þar ekki sýnt á sér neinn bilbug og lítur flest út fyr- ir að kynþáttaóeirðirnar í Jack- son eigi eftir að magnast enn. Átök urðu einnig um helgina víða annars staðar í suðurfylkj- unum, einkum í Norður-Karólínu. Fidel Castro er farinn til Kúbu MOSKVU 4/6 — Fidel Castro hefur lokið rúmlega mánaðar- dvöl sinni í Sovétríkjunum og fór hann heimleiðis í morgun með sovézkri þotu sem flýgur í einum áfanga frá Múrmansk til Havana. Hann sendi Krústjoff þakkarskeyti úr flugvélinni, róm- aði byltingarhug sovétþjóðnnna, hollustu þeirra við kenningar Marx og Leníns og alþjóða- hyggju verkalýðsins. Hann lýsti jafnframt aðdáun sinni á vis- indaafrekum Sovétríkjanna. iðn- aði og öllum efnahag. Hann sagði að Kúbumenn stæðu f mikilli þaldcarskuld við Sovétríkin, því að það væri stuðningi þeirra að þakka, að Kúbumenn gætu boðið heimsvaldasinnum byrginn og horft björtum augum íraxn á veg. WASINGTON 4/6 — í dag var sett í Washington ráðstefna sem haldin er á vegum Matvæla- og Iandbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) og fjalla á um matvælaskortinn í heiminum. Ráðstefnuna sitja fulltrúar um hundrað landa. Framkvæmdastjóri FAO. dr. B. R. Sen, sem setti ráðstefnuna, sagði að hún væri haldin til að JUNEAU. Alaska 4/6 — Bandarísk flugvél af gerðinni DC-7 hefur farizt undan vestur- strönd Kanada. Flugmenn og farþegar með flugvélinni voru 101 og munu þeir allir hafa far- izt. Kanadísk leitarflugvél varð í morgun vör við brak úr flugvél- inni á hafinu við Grahameyju um 100 milur frá vesturströnd Kanada. Flugvélin er eign félagsins Northwestern Airlines, en hún var í leiguflugi fyrir Banda- ríkjaher frá McCord-flugvelli í W aslhingtonfylki til Elmendorf nálægt Anchorage í Alaska. Með flugvélinni voru 65 bandarískir liðsforingjar, 29 konur þeirra og böm, sex manna áhöfn og einn af embættismönnum bandaríska flughersies. Fyrir einu ári fórst önnur flugvél af DC-7 gerð einmitt á þessum sömu slóðum, en þá tókst hins vegar að bjarga öllum þeim 95 sem með henni voru. ráðgast um á hvern hátt mætti bægja sultinum frá dyrum jarð- arbúa, en helmingur þeirra byggi við sult og seyru. Þetta væri mesta vandamál sem kallaði að i dag og það er ekki hægt að sætta sig við að mikill hluti mannkyns skorti mat, meðan til- tölulega fámennur hópur nýtur allsnægta. Kennedy Bandarikjaforseti talaði einnig á setningarfundi ráðstefnunnar Qg sagði að vinda yrði bráðan bug að því að útrýma neyðinni í heiminum. Að vísu myndi það sennilega ekki tak- ast á einu ári né áratug, en það yrði að gera í tíð okkar sem nú lifum. Ú Þant. framkvæmdastjóri SÞ, sagði í sinni ræðu að 2—3 pró- sent aukning matvælaframleiðsl- unnar væri allt of lílil. Hún þyrfti að aukast um a.m.k. fimm prósent árlega. Ungkratar gegn stjórn S-Afríku STOKKHÓLMI 476 — Ráð- stefna æskulýðssamtaka sósíal- demókrata á Noröurlöndum hef- ur samþykkt ályktun þar sem krafizt er að viðskiptabann sé sett á Suður-Afríku og segir í henni að kynþáttastefna stjómar S-Afríku sé ekki annað en fram- hald af nazisma Hitlens. Ráð- stefnan sem haldin var í Málm- ey um hvítasunnuna sendi stjóm- arleiðtogum stórveldanna fjög- urra áskorun um að þeir beiti sélr fyrir virkum aðgerðum til að binda enda á kynþáttakúgunina í Suður-Afríku. Bandarísk herflutningavél hefur farízt með 101 manni Skrifstofustúlka óskast Skrifleg umsókn, með fullnægjandi upplýsingum send- ist Raforkumálaskrifstofunni, Laugavegi 118, fyrir 11. júní n.k. merkt: „Skrifstof ustúlka“. Fyrirepumum er ekki svarað í síxna. raforkumAlaskrifstofan. TIL SÖLU Prjónavél nr. 7 (lopavél) — Saumavél Veritas (automat- isk) Sokkaviðgerðarvél (Velox). Upplýsingar í sima 51375. LAUFEY jakobsdóttir. Kjötafgreiðsla Nokkrir duglegir karlmenn vanir kjötafgreiðslu cskast til starfa strax. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS. Fró Þjóðhótíðarnefnd Þeir aðilar sem áhuga hafa á að starfrækja veitingatjöld í Reykjavík Þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k. fá afhent umsóknareyðublöð um veit- jngaleyfi í skrifstofu Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, Vonarstræti 8. Umsóknarfrestur er til 8. júní 1963. ÞJÓDHÁTÍÐARNEFND REYKJAVÍKUR Allt til garðyrkju Garðáburður. ailar tegundir. Sáðvélar Arfasköfur Stunguskóflur Garðhrífur Stungugafflar Jarðhakar Plöntuskeiðar Piöntugaffla’- Trjáklippur Trjásagir Sláttuvélar Grasklippur Kantskerar Ristispaðar Garðkönnur Gúmmísiöngur Siöngu-tengi Vatnsúðarar Slönguvindur F R Æ Blóma & matjurtafræ Fóðurkálsfræ Fóðurrófnafræ Gulrófnafræ ÚÐUNARTÆKI Háþrýstidælur Bakdælur Handdælur Duftblásarar. Sölufélag garðyrkjumanna Reykjanesbraut 6. Sími 24366.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.