Þjóðviljinn - 05.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Otgcfandi: Sameiningarflokkur alfcýðu — Sósíalistaflokk« urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. SigurO- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V FriSbíóísson. Ritst.ió-’-’ *—íuelýsingar, orentsmiðia: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Á.skriftarverð kr. 65 á mánuði Síðustu forvöð ■C*regn Þjóðviljans um fyrirætlanir vestur-þýzka auðhringsins Baader um risas’tórt erlent fisk- iðjuver á Seltjarnarnesi þegar innlimun íslands í Efnahagsbandalagið væri komin í kring hefur vakið geysiathygli, og komið mönnum til vitund- ar um þá hættu sem vofir yfir íslandi og íslenzk- um atvinnuvegum takist ekki að afstýra inngöngu íslands í bandalagið. Tnnlimunarmennirnir í stjórn Sjálfstæðisflokks- ins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins ha'fa unnið að því leynt og ljóst að gera ísland sem girnilegast fyrir erlenda auðhringi. Með geng- isfellingum undanfarandi ára hefur verkakaup ís- lenzkra manna verið leikið þannig, að ekki er það líklegt til þess að trufla fyriræ'tlanir erlendra auð- hringa um fjárfestingu á íslandi. Ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins í Seðlabankanum hafa hótað að halda áfram á braut tilefnislausra gengisfellinga. Og þess skyldi minnzf að ekki einungis hin eiginlega Varðbergsklíka í Framsóknarflokknum hefur vilj- að innlimun íslands í Efnahagsbandalagið, held- ur töldu ráðamenn Sambands íslenzkra samvinnu- félaga fyrir tveimur árum ásamt erindrekum stjómarflokkanna æskilegt að ísland sækti um fulla aðild að bandalaginu. Og sjálfsagt, hefur sú afstaða ekki verið án vítundar og vilja flokks- stjórnar Framsóknarflokksins. jgrlendir auðhringir eru vel á verði, hvar sem þeir eygja bráð. Þeir berjast um hvern þann hluta auðvaldsheimsins sem ekki er þegar þaulnuminn og uppskiptur milli þeirra. Og enginn skyldi halda að það sé lítill biti að fá þá aðstöðu til fisk- veiða og fiskiðnaðar á íslandi sem innlimun ís- lands í Efnahagsbandalag Evrópu gæfi auðhring- um Vestur-Þýzkalands, Frakklands og annarra bandalagslanda. Uppkaup Þjóðverja á jörðinni Sandhólaferju og nú hneykslisleigan á Bygggarði á Seltjarnarnesi og fleiri tilburðir benda ónotalega á hvernig verið er að búa í haginn fyrir þá stund, þegar auðhringir Vestur-Evrópu hefðu fengið sama rétt til íslenzkrar landhelgi og atvinnu- reksturs á íslenzku landi og íslendingar sjálfir. En það yrði með innlimuninni í Efnahagsbandalag Evrópu sem stjórnarflokkarnir hafa barizt fyrir og Framsóknarflokkurinn einnig léð máls á. Jnnlimunarmennirnir íslenzku, sem síðustu árin hafa verið eins og útspýtt hundskinn milli höf- uðborga Efnahagsbandalagslandanna í landsölu- erindum, hafa nú hörfað í orði kveðnu vegna ná- lægðar kosninganna. En hættan er yfirvofandi, úr Efnahagsbandalagsmálinu verður skorið á næsta kjörtímabili, og hinir erlendu auðhringir eru sýnilega bjartsýnir á að innlimun íslands komisf í kring. Það geta því verið síðustu forvöð nú á sunnudaginn að afsfýra innlimun íslands í Efnahagsbandalagið og innrás auðhringa með hundruð þúsunda erlendra verkamanna. Og það verður bezt gert með því að efla samfylkingu Al- þýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins, styrkja þau öfl á Alþingi sem treystandi er til að vinna af fullri einbeittni gegn innlimuninni. — s. ÞIOÐVILIINN Dr. Bjarni Guðnason. Varði doktorsrit- gerð á laugardag Á jaugardaginn varði Bjarni Guðnason doktorsrit- gerð sína ,,Um Skjöldungasögu“ í hátíðasal Háskólans að viðstöddu fjölmsnni. Fóru andmælendur viðurkenn- ingarorðum um ritgeröina. Dr. Matthías Jónasson, forseti heimspekideildar Háskóla ís- lands stjómaði athöfninni ofí skýrði í lok hennar frá því að doktorsefni hefði staðizt próf- raunina. Andmælendur af hálfu Háskólans voru þeir dr. Einar Öl. Sveinsson og dr. Jakob Benediktsson. Báðir fóru and- mælendurnir viðurkenningar- orðum um ritfíerð Bjama Guðnasonar sem fyrr var safít, töldu hana ágætlega upp byggða og strangvísindalega. Ýmsar aðfinnslur og athuga- semdir höfðu þeir þó fram að færa, bæði um orðfæri á rit- gerðinni og efnisatriði. Fyrri andmælandi, dr. Einar Ól. Sveinsson, kvað verulegan feng að ritgerð Bjama Um Skjöldungasögu og hún væri höfundinum til sóma. Síðari andmælandi, dr. Jakob Bene- diktsson, lagði áherzlu á að doktorsefni hefði unnið þarft verk með ritgerð sinni. Doktorsefni, sem í upphafi athafnarinnar gerði stuttlega grein fyrir námsferli sínum og tilurð ritgerðar sinnar, svaraði andmælendum. aðfinnslum þeirra og athugasemdum. Dr. Bjami Guðnason er 35 ára að aldri, sonur hjónanna Margrétar Pálsdóttur og dr. Guðna Jónssonar prófessors. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1948, var vetrarlangt við nám í London og lauk magist- ersprófi í íslenzkum fræðum frá Háskóla Isiands vorið 1956. Þá um haustið var hann ráðinn lektor við Uppsalaháskóla og gegndi því starfi um sex ára skeið. K.S.Í. Í.B.R. K.R.R. Í kvöld kl. 20.30 mætast á Laugardalsvell- inum þýzka meistaraliðið HOLSTEIN KIEL og íslandsmeistararnir FRAM Dómari: Grétar Norðfjðrð. — Línuverðir: Daníel Benja- minsson og Baldur Þórðarson. Ríkharður Jónsson leikur með Fram. Nú koma þrumuskotin! — Hvor sigrar nú? --------------------------- Miðvikudagur 5. júni 1963 ••■■■■■•■••••■■■■■■•■■■■■■••••■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■•■•■■■■■■■■"■■•■••■•■■■■*-"*"""j| P® ^ • 1 I F|®rir aa til kosainga ■ • . ■ i ■ j Alþýðubandalagsfólk er beðið að hafa samband vja kosn- : : ingaskrifstofu G-listans i Tjarnargötu 20. — Opið 10—'10, j j simar 17511, 17512. 17513 og 20160. ■ ■ ■ 5 ■ • ■ 5 ■ J j 1) Hverjir eru fjarverandi? ■ * ■ ■ : Gefið strax upplýsingar um alla þá, hvaðan sem er af ; ■ landinu. sem likur eru á að dvelji fjarri lögheimili sinu á j j kjördegi — erlendis sem innanlands —. Áriðandi er að allir * : slíkir kjósi utankjörfundar hið fyrsta Treystið ekki að aðr : | ir komi á framfæri þeim upplýsingum, sem þið hafið. I 2) Utankjörfundarkosning ■ ■ ■ ■ ■ I Reykjavík er kosið f Melaskólanum kl. 10—12, kl. 2—6 : • ■ : og kl. 8—10 alla virka daga og á helgjdögum kl 2—6. Ötj, j : á landi er kosjð hjá öllum hreppstjórum og bæjarfógetum j : og erlendis hjá islenzkum sendifulltrúum. j 3) Sjálfboðaliðar ■ ■ ■ ■ ■ r j Látið hið fyrsta skrá ykkur til starfa á kjördegi Alþýðu j : bandalagið þarf á starfi ykkar allra að halda nú i kosningá- j • baráttunni og á kjðrdegi ■ ■ • ■ • ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ 4) Kosningasjóður ■ ■ f ■ ■ ■ j Styrkið kosningasjóð G-listans. Kaupið miða i happdrætti ; j kosningasjóðs og gerið skU fyrir senda happdrættismiða j 9 ■ • Komið með framlögin 1 Tjarnargötu 20. ■ ■ j Andstæðingarnir heyja kosningabaráttuna fyrir milljónir j [ auðmannanna, Alþýðubandalagið fyrir krónur alþýðunnar. j 5) Bílakostur j f Alljr stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. sem hafa yfir : j bifreið, að ráða. þurfa að leggja G-listanum lið 9 júni. Látið f f nú þegar skrá ykkur í Tjarnargötu 20 til starfa á kjördegi j f Engan bil má vanta vegna bilunar eða forfalla. j 6) Alþýðubandalagið eitf verði sigurvegari \ j Alþýðubandalagsfólk- Enn í dag eru þúsundir fslendinga j ■ sem eru óráðnir i þvi hvemig þeir verji atkvæði sinu 9 f | iúni Ræðið við þetta fólk. vinnufélaga ykkar. kunningja os : : vini Túlkið hvar og hvenær sem er hinn góða málstað AI- f þýðubandalagsins og þýðingu þess fyrir hagsmuni íslenzkrar j j alþýðu. fyrir sjálfstæði fslands og fyrir líf fslendinga að A1 f : bvðubandalagjð verði eini sigurvegari þessara kosnjnga f Kveðið niður blekkingaáróður hernámsflokkanna þriggja j j Völd ríkisstjórnarinnaT geta oltið á einu atkvæði — þinu j j atkvæðd, þinni árvekni, þínu starfil : uí t FRAM TTL SIGURS! I I i Kjósum G gegn EBE og ABD j ■ ■ s ■ ■ ■ ■ ■ ■ •■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•• bifreiðaleigan HJÓL “Sríí KOMIN HEIM HENNY OTTÖSON, kjólameistari. Langholtsvegi 139, Sími 24250. Geríð skii við kosningas/óð G-listms i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.