Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 6
HÓÐVIUINN Fimmtudagur 6, 'júuí 1963 g SfÐA------------------------------------------- Mikil ólga í Grikklandi eftir morð þingmannsins Um hálf mill jón Aþenubúa fylgdi Lam brakis til grafar Langt er síðan annar eins mannfjöldi hefur verið saman kominn á götum Aþenuborgar og var nú fyrir helgina, þegar gerð var útför læknisins og þingmanns- ins Grigoris Lambrakis, sem ofbeldismenn úr fasistasamtökum sjórnarflokksins myrtu eftir fund sem vinstri menn héldu í Saloniki í fyrri viku. Gizkað er á að um hálf milljón Aþenubúa hafi fylgt honum til grafar, en morð hans hefur vakið mikla ólgu í Grikklandi og óttast menn þar að það geti orðið undanfari grímulauss fasisma þar í landi á sama hátt og morð Matteottis á Ítalíu á sínum tíma. Fundur sá sem haldinn var í Saloniki haíði verið boðaður af „Bandalaginu fyrir friði og af- vopnun". Óaldarflokkar fasista sem njóta beins stuðnings stjórnarvaldanna höfðu hótað Lambrakis og öðrum fundar- mönnum öllu iUu, áður en fundurinn var haldinn. Engu að síður leyfði lögreglan ofbeld- ismönnunum að safnast saman fyrir utan bygginguna, þar sem fundurinn fór fram. Lambrakis hafði ásamt einum félaga sín- Sovézkir olíuleitarmenn og starfsbræður þeirra frá banda- riska olíuhrlngnum Caltex keppa nú um hvorir verði fyrri til að finna olíu á Svalbarða. Horfur cru á því að þeir sov- ézku verði á undan, ef nokkra olíu er þá þar að finna, cn miklar líkur eru taldar á þvi. Sovézkir sérfræðingar voru á Svalbarða í allan vetur að undirbúningsstörfum, við mæl- ingar og jarðfræðilegar athug- anir, en í næsta mánuði kem- ur þangað um hundrað manna lið og er ætlunin að byrja að um, þingmanninum Tsarukas, gengið á fund lögreglustjóra borgarinnar fyrir fundinn, gert honum kunnugt um áform fas- ista og farið þess á leit að lög- reglan gerði sínar varúðarráð- stafanir. Lögreglan afskiptalaus En lögreglan fékk engin slík fyrirmæli og horfði í staðinn aðgerðarlaus á að þjarmað var að Lambrakis og öðrum fund- armönnum á leið þeirra til bora eftir olíu þegar í sumar. — Við getum sagt með al- gerri vissu að hér hefur ver- ið olía, segir einn sovézku leið- angursmannanna, Alexei Sjar- koff, við íréttamann „Dagblad- ets“ í Osló. En við getum ekki um það sagt hvort hún er hér enn, fyrr en við höfum borað eftir henni. Sérfræðingar Caltex-félags- ins koma til Svalbarða í júlí og er þá ætlunin að hefja bergmálsmælingar til að leita að líklegum borunarstöðum. En Caltex mun ekki geta byrjað að bora á þessu sumri. fundarins. Sama máli gegndi þegar einn af þingmönnum EDA-flokksins fór af fundinum rétt áður en honum lauk. Lög- reglan lét það afskiptalaust þótt honum væri svo misþirmt að flytja varð hann i sjúkra- hús. Ofbeldismennimir réðust m.a.s. á sjúkrabifreiðina sem kom að sækja hann. Ekið á Lambrakis Fasistum varð þá ljóst þeim myndi allt leyft og þegar Lambrakis kom út úr bygging- unni, ók lítill vörubíll á ofsa- hraða út úr hliðargötu og stefndi beint að honum. Hann tók til fótanna og reyndi að komast undan, en tókst ekki. Hann féll í götuna og hlaut mikil meiðsli, sem hann lézt af tveimur dögum síðar. Lögreglan aðhafðist ekkert til að stöðva árásarmennina sem voru þrír í bílnum. Þeir hefðu allir komizt undan ef einn flokksmaður Lambrakis hefði ekki stokkið upp á pall bílsins og neytt þá til að stöðva hann um 300 metra frá árásar- staðnum, en þar var bíllinn þegar umkringdur. Einn árásar- mannanna komst þó undan, en hinir tveir og flokksbróðir Lambrakis sem stöðvað hafði bílinn voru handteknir. Dæmdur fyrir ofbcldi, þjófnað og nauðgun ökumaður bílsins og morð- ingi Lambrakis reyndis vera maður að nafni Piris Cazamen- is, alræmdur fasisti sem er i flokki Karamanlis forsætisráð- herra, UNR; hann er marg- dæmdur maður, m.a. fyrir of- beldi, þjófnað og nauðgun. Síð- ast hlaut hann dóm fyrir að reyna að aka á verkamenn í kröfugöngu 1. maí í fyrra. Undanfari grímulauss faeisma? Eins og áður segir heíur morðið á Lambrakis valdið mikilli ólgu i Grikklandi, og hefur enn orðið til að grafa undan stjórn Karamanlis sem situr að völdum aðeins í skjóli lögregluvaldsins og kosninga- falsana. Um allt Grikkland hafa verið haldnir mótmæla- fundir vegna morðsins og aug- ljósrar hlutdeildar stjórnar- valdanna í því og hafa stúd- entar einkum haft forgöngu fyrir þeim og hafa orðið illilega fyrir barðinu á vopnuðum sveitum lögrcglumanna. Menn óttast í Grikklandi að morð Lambrakis sé undaníari þess að tekið verði upp grímu- laust fasistískt stjómarfar í landinu á sama hátt og varð eft- ir morð þingmannsins Matte- ottis á ltalíu á sínum tíma. Bent er á að stjórn Karaman- lis verði æ valtari í sessi, en hins vegar muni það ekki ætl- un hans að láta af völdum fyrr en í lengstu lög. Óaldarflokkar fasista hafa haft sig æ meira í frammi í Grikklandi upp á síðkastið og eru þeir skipulagð- ir eftir alkunnum fyrirmynd- um. Stjórnarandstaðan heldur því íram að stjórnin haldi verndarhendi yfir þessum ó- aldalýð og heimili þannig for- ingjum úr hernum að þjálfa hann til óbótaverka. Það geri hún vegna þess að hún treysti ekki lengur hernum og lögregl- unni til að trýggja henni „kosn- ingasigra". Talið er að í fas- istasveitunum séu nú um 30.000 menn og að þeim sé stjómað af háttsettum íoringja úr hern- um, segir fréttaritari „The New Stateman". Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla Kjóslö öll strax í dag sem ekki veröiö heima á kjör- dag. ----- Síðustu forvöö vegna flugmannaverkfallsins. Símar kosningaskrifstofu G — listans í Tjarnargötu 20 eru 17511, 20160 og 17512. Ný sending af Hollenzkum sumarkópum og höttum BERNHARD LAXDAL Kjörgarði. Aðstoðarlœknisstaða Aöstoðarlæknisstaöa viö barnadeild Landspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt væntanleg- um kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um- sóknir meö upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítal- anna, Klapparstíg 29, fyrir 4. júlí n.k. Reykjavík, 4. júní 1963. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Keppa um að finna olíu á Svalbarða Þegar útför Lambrakis var gerð í Aþenu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.