Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. júr.í 1963 MOÐVIUINN SlÐA 7 Hafsteinn bóndi í Vogatungu: Hafsteinn Markússon í Voga- tungu býr skammt frá brúnni sem Tíminn gerði landsfraega forðum, þegar ranngóknarlög- reglumaður atihugaði hvort hann gæti ílutt sumarhúsið sitt yfir hana — en Tíminn sagði að þar hefðu kommúnist. ar verið að laumast við að njósna fyrir: — kínverska her- irm! (Þið vitið að Tíminn hall. ar aldrei vísvitandi réttu máliO Við skulum líta um slund inn til Hafsteins. — Segðu mér Hafsteinn, hvers vegna varðst þú svona róttaekur? — Hvers vegna varð ég svona! Það var af þvi að ég las fleira en eitt blað, fleira en ísafold eða Tímann. Ég varð kommúnisti á því að lesa Tímann og Þjóðviljann sam- tímis. Ég var milli tvítugs og þrí- tugs þegar Eysteinn kom vest- ur á Snæfellsnes til að út- breiða Framsóknarflokkinn. Þá talaði hann um Breiðfylkingu afturhaldsins. Þá sagði hann að allt væri betra en íhaldið. Litlu siðar var hann kominn í samstjóm með íhaldinu! Ég man líka að á framboðs- fundi mættu eitt sinn frá Al- þýðuflokknum Haraldur Guð- mundsson og Ingimar Jóns- son, ef ég man rétt, og það er ekki ofmælt að þeir áttu fund- inn. Það var fyrst og fremst deilt um eitt mál: nefskatta. tolla og aðrar álögur ríkisins á nauðsynjavörum. Þeir Ingi- mar töldu nefskattaaðferð- ina ranglátasta skattafyrir- komulag sem hugsazt gæti. Nú kemur Bencdikt frambjóðandi Alþýðuflokksins og hcldur því fram að söluskaltar séu rétt- látustu skattar sem hugsazt geti! ! ! Það hefði ekki verið þolað á hinum gömlu dögum Alþýðuflokksins að breyta Og nokkur ókindarhátt skattalögunum þannig að há- tekjumennimir græddu mest á skattalækkun. — Breyttir tímar segja þeir. — Jó. það var einhverja fyrstu daga ,,viðreisnarinnar“ að talsmaður Alþýðuflokksins réttlætti þessa stefnubreyt- ingu — algera afneitun á upp- hafjegri stefnu, með því að nú væru allt aðrir timar, nú væri hin gamla stefna orðin úr- elt — Það vantaði aðeins að hann segði að það væri orðið úrelt að borða og klæðast!! — Þú nefndir „viðrejsn" . .. — Já, eitt hið alljótasta í „viðreisninni“ tel ég hækkun- ina á byggingarkostnaði, sem hefur orðið s'ík, að þótt lán- in hækki um þriðjung nægir það ekki til að vega upp á móti verðhækkunum þeim sem orðið hafa á byggingarefni á „viðreisnartímabilinu". Annað er raunar ekki betra, það, hve vextir hafa verið hækkaðir og Iánstiminn stytt- ur. — Þetta segir Framsókn líka. — Já, því nú er hún utan stjómar. En var það ekki Framsókn sem 1950 felldi stjóm Sjálfstæðisflokksins af því ihaldið ætlaði að lækka gengið, og var það ekki Fram- sóknarflokkurinn sem samdi sig inn í stjórn eftir kosning- ar, lækkaði gengið — hækkaði verð erlcnds gjaldeyris um 74,3%? Nei. óheiðarleikinn í mál- ftutningj Framsóknar yflggertg-, ur flest annáð, þ'eir hamra á því ár eftir ár sem þeir vita að er ekki nema hálfur sann- orð um Framsóknar leikur eða hrein lýgi. Hægri mennirnir hafa gert róginn að vopni Framsóknar og Timans. Engan mann hefur Framsókn þó einbeitt sér eins mikið við að rægja og ófrægja og Einar Olgeirsson. í barnalegastri mynd 1 birtist þessi óbermis- háttur Framsóknar þegar hún — sem segist vera vinstri flokkur — hneykslast á engu meir en því að Alþýðubanda- lagið eigi fulltrúa í Norður- landaráði! Þeir hneykslast á- kaflega yfir því að Bjarni Ben. hafi „hleypt Einari Olgeirssyni inn í Norðurlandaráð", eins og þeir orða það. Þeir segja að Bjarni Ben, sé íhaldsmaður, og með honum sé hægt að vinna því það viti allir að hann sé íhaldsmaður. og spyrja svo með vandlætingarsvip hver geti unnið með Einári Olgeirs- syni fyrst Bjami Ben. hafi „hleypt honum inn í Norður- landaráð“! Já, þeir reyna að setja Einar Olgeirsson til hægri við Framsókn!! En ástæðan fyrir ó- kindar og óbermishætti Framsóknar í rógsherferð- inni gegn Einari Olgeirs- syni er blátt áfram sú, að Eysteinn og hægri mennim- ir vita að Einar Olgeirsson er sá maður í Alþýðubanda- laginu sem þeir geta aldrei lokkað inn á hægri stefnu og ráðstafanir til að auð- velda þeim riku að græða á þeim fátæku. Já, hvílíkt hneyksli að Al- . þýðubandalagið gkuli eiga full- trúa í Norðurlandaráði! Fram- sókn hneykslast ekkert á því að Alþýðuílokkurinn eigi full- Hafstcinn Markússon trúa í Norðurlandaráði — enda kratarnir afdönkuð vjnnu- kona Framsóknar — en að Al- þýðubandalagið, miklu stærri flokkur. skuli eiga þar full- trúa, um það eiga þeir engin orð nógu sterk. S’.ík er lýðræð- isást Framsóknar. Þarna sést hvað þeir meina með lýðræð- ishjalinu. Og svo eru Framsóknar- menn að tala um persónu- dýrkun. Ég efast um að hún hafj nokkru sinni verið meiri á Stalín austur í Rússlandi en hún bæði er og hefur verið á foringjum Framsóknar hér á íslandi, og væri hægt að nefna næg dæmi þess að Framsókn- armenn hafa komið sér sam- an um eitthvað, en fengið svo fyrirskipun frá Eysteini og þeytzt út um allar jarðir til að afturkalla fyrri ákvarðan- ir gínar. Eða hvort, hafa menn gleymt dýrkuninni á vilja for- ingjanna þegar sr. Bjami var í íramboði? Það gerðist nýlega i einu héraði að menn komu saman til fundar og gerðu einróma, lögmæta samþykkt um að víta landbúnaðarráðherrann fyrir meðferð hans á áburðarsölu- málinu. Þetta var i Framsókn- arsveit og það var Framsókn- armaður, sem gekkst fyrir sam- þykktinni. Sami Framsóknar- maður gekkst fyrir því litlu síðar — eftir tilmælum að sunnan — að gerbreyta sam- þykktinni!! Hvað er dýrkun á vilja foringjanna ef ekki slíkt? — En er það nú ekki rétt hjá Framsókn að kommúnistar séu vondir við bændur? Nú hlær Hafsteinn og segir: — í tið nýsköpunarstjórnar- innar — fyrstu ríkisstjórninni sem „kommúnistar“ áttu sæti í — fengu bændur 42ja ára lán með 21/2% vöxtum. Samt segir Framsókn að nýsköpun- arstjómin hafj verið versta stjórn fyrir bændur! Ef Framsóknarflokkurinn hefði verið frumherji að lög- unum um 21/2 % vexti og 42ja ára lán, þá hefði Framsókn fengið mikið hól í Tímanum! — og það vita vist raunar fá- ir Framsóknarmenn annað en Framsókn hafi komið á þess- um lágu vöxtum — begar bún var í stjómarandstöðu!! — Af hverju varð sexmanna- nefndin til? — Hækkunin sem bændur fengu á vöru jina fyrsta haust- ið eftir að sexmannanefndar- samkomulagið var gert var slík, að aldrei hefur oríið neitt svipuð hækkun á framleiðsluvörum bænda. Samt segir Framsókn að nýsköpunarstjórnin hafi verið versta stjórn fyrir bændur sem nokkru sinni hefur setið!! Það er vesælt þegar menn geta ekki verið þekktir fyrir að viðurkerjpa. f;apn],fijs.at(n. Þá finnsf mér broslegt hvað Framsókn er hreykin af sjálfri sér í Efnahagsbandalagsmál- inu. Framsókn var æst að ganga bandalagið strax og það var nefnt, og lengi eftir það. Þegar sósíalistar höfðu skýrt tilganginn með Efnahags- bandalaginu og í ljós kom að bændur voru almennt farnir að sjá hættuna af að ganga í það, þá snýst Framsóknarfor- ustan — og segist alltaf hafa verið á móti því! — Svo þú treystir Frmsókn ekki í Efnahagsbandalagsmál- inu? — Nei. ég treysti Framsókn ekki i Efnahagsbandalagsmál- inu, því þeir segja eitt í dag og annað á morgun — eða krafðist ekki Framsókn brott- farar hersins 1956 og heimtaði svo 1958 að herinn yrði kyrr! Á kreppuárunum voru eitt sinn útvarpsumræður og rifizt um hvort gera ætti Kvöldúlf upp. Eysteinn talaði og sagði: Kvöldúlfur verður ekki gerður upp. Ég ber ábyrgðina. Svo kom Hermann, og hvað sagði hann? Fjármálaóreiða Kvöld- úlfs er gífurleg, en það skap- ar svo slæmt fordæmi að gera hann upp að það er ekki hægt. Eða með öðrum orðum: Það er búið að koma á fjármálasvína- ríi — og við viljum viðhalda því. Mér finnst ekkert undarlegt þó það séu olíublettir í stélinu á svona fuglum. — En um hvað telur þú bar- izt í þessum kosningum? — Það er náttúrlega alveg augljóst, en það er og hefur verið alla tíð erfiður bardagi fyrir sósíalista, því þeir hafa alltaf þurft að berjast við andstæðing sem ekki hefur sézt. er það? Framhald á 10. síðu. „Því kann margur hin þöglu svik” Á kosningafundi Alþýðu- bandalagsins á Akureyri 26. maí sl. var Þóroddur Guð- mundsson skáld frá Sandi meðal ræðumanna. Alþýðu- blaðið hefur tvívegis vikið að ræðu hans á dularfullan hátt, og er Þjóðviijanum það mjög kærkomið tilefni til að koma boðskap Þórodds á framfæri við Iesendur sína. Kaflar þeir sem hér fara á eftir eru teknir úr Verka- manninum á Akureyri, og mun lesandi fljótlega sjá af hverju viðkvæmni Alþýðu- blaðsins stafar. —O— „Fátt hefur glatt mig meir á þessu vori en það, að eining tókst um samstarf Alþýðu- bandalagsins og Þjóðvamar í kosningunum 9. júní. Þessir flokkar einir hafa hreinan skjöld í hernáms- og lands- sölubraski síðustu áratuga, en það brask hefur sett svartari blett á þjóð vora en nokkuð annað síðan á Sturlungaöld. Þessir flokkar einir hafa og frá upphafi tekið eindregna af- stöðu gegn fyrirhugaðri aðild vorri að Efnahagsbandalaginu. sem stjórnarflokkamir hafa barizt fyrir, en Framsókn verið hálfvolg í, þar til hún loks tók af skarið nokkru fyrir kosning- ar. Ég sé að vísu enga ástæðu til að tortryggja hinn ágæta formann þess flokks um heil- indi í málinu, né heldur frjáls- lynda skoðanabræður hans þar. En þeir munu eiga við ramm- an reip að draga, þar sem eru hægri (Varðbergs-) öflin í flokknum. Það er því engin furða, þó að íhaldið, krátar og ýmsir í Framsókn hafi illan bifur á þessari samstöðu Alþýðubanda- lagsins og Þjóðvarnar, enda eru öll hægri blöðin, að Tímanum og Degi meðtöldum, (ef ég má nefna þau hægri blöð), full af Þóroddur Guðmundsson hnífilyrðum í garð Alþýðubanda- lagslistans og frambjóðenda hans, ekki sízt Amórs Sigur- jónssonar og Gils Guðmunds- sonar, manna, sem ég ber alveg sérstaklega mikið traust til fyr- ir þekkingu, áreiðanleik og aðra mannkosti. Annað mesta gleðiefni mitt á þessu vori var fregnin um samþykkt U. M. S. Borgar- fjarðar þess efnis, að lslend- ingar segðu upp hervamar- samningnum við Bandaríkja- menn og segðu sig úr Atlants- hafsbandalaginu. Var sem þá bjarmaði aftur af gamalli glóð ungmennafélaganna, glóð, sem um skeið virtist hafa verið kulnuð. Þarna voru á ferð ung- ir menn, sem þorðu að rjúfa þögnina við röngum málstað. Ugglaust verða þeir stimplaðir kommúnistar fyrir bragðið. En ætla má, að senn fari að draga úr sárasta sviðanum, er sá stimpill eitt sinn olli. Miklu fremur má nú segja, að hann af andstæðingum frelsis og mannréttinda sé settur á full- trúa húmanismans, málsvara jafnaðar, sannleiks og friðar, og sé því í raun og veru eitt hið mesta heiðursmerki. Þriðja fagnaðarfréttin er mér hefur borizt til eyrna á þessu vori, er útlend: sigur Verka- mannaflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar í Bret- landi. Mér finnst, aðhannhljóti að vera eins konar fyrirheit um nýjan dag á himni frelsisins í heiminum og fyrirboði um betri tíð íslenzkum verkalýð og vinnustéttum til handa, að þær láti aldrei framar Dofrann í berginu svipta sig sjálfstrausti til dáða, né heldur Iða Skriða galdrakarl ræna sig ávöxtunum af erfiði sinu, en allra sízt tröllin Vana og Steingerði halda sér í jámgreipum kúgunar og ófrelsis. íslenzkur verkalýður mætti læra það af Bretum að gefa nú stjórnarflokkunum þá ráðningu, sem dugir, fyrir öll þeirra tilræði við íslenzka menningu og sómasamleg lífs- kjör fólksins til sjávar og sveita. Góðir áheyrendur! Ég er kominn hingað til þess að leit- ast við að bæta fyrir m£n þöglu svik, rjúfa þögnina við hinum ranga málstað, þögn, sem mörg um. Sú þögn hefur að vísu sparað oss ýmis óþægindi. Með þvi að rjúfa hana köllum vér glóðir elds yfir höfuð vor, glóð- ir vandlætingar þeirra, sem þakka forsjóninni fyrir. að þeir skuli ekki vera eins og toll- heimtumenn og bersyndugir, þ. e. fylgjendur Alþýðubandalags- ins og Þjóðvarnarflokksins sem á máli Morgunblaðsins, eru að- eins taldir saman standa af kommúnistum og handbendum þeirra, er þetta heiðraða blað og fleiri „íslenzk" málgögn telja ýmist landráðamenn eða fífl. Ég hef kynnzt mörgu fólki úr öllum stjómmálaflokkum og hika ekki við að segja, að í þessum fordæmdu flokkum eru sízt færri góðir Islendingar hlutfallslega en í öðrum flokk- um, nema gagnstætt sé. Mér er ekki kunnugt um. að þetta fólk hafi gert annað fyrir sér en vera á móti hersetu og for- mælendur frelsis, friðar og hlutleysis. Þær hugsjónir þóttu a.m.k. í eina tíð engin goðgá. Og hvers vegna er það fjar- stætt, að ísland sé án erlends hers eins og t.d. Danmörk, Nor- egur og Finnland, eða hlutlaust eins og t.d. írska lýðveldið. Svíþjóð, Austurríki og Sviss? Fram á þennan dag hef ég aldrei flokksmaður verið, en hef á hverjum tíma greitt þeim flokki og mönnum atkvæði mitt, sem ég hef treyst bezt í það og það skiptið. Á meðan ég átti heima austur í Suður- Múlasýslu kaus ég Eystein Jónsson og Lúðvík Jósefsson. Heimilisfastur í Norður-lsa- fjarðarsýslu var ég meðmæl- andi og kjósandi Hannibals Valdimarssonar. Síðan ég flutt- af oss hafa gerzt allt of sek ist til Hafnarfjarðar, hef ég alltaf kosið lista Alþýðu- flokksins í bæjarstjóm. Ég greiddi atkvæði gegn kjör- dæmabreytingunni á sínum tima, af því að ég leit svo á. að með henni, eins og hún var gerð, væri stigið stört spor frá lýðræði í áttina til einræðis og flokksræðis, svo sem áþreifan- lega hefur síðan komið á dag- inn. Og seinast kaus ég Fram- sóknarflokkinn i góðri trú á efsta mann listans í Reykja- neskjördæmi. En hver getur nú láð vinum frelsis og friðlýsing- ar Islands, þó að ekki sé þeim auðið að kjósa aftur á þing einn æðsta prest Varðbergs- klíkunnar, sem stofnuð var og sett til höfuðs Samtökum ner- námsandstæðinga, merkustu frelsishreyfingu hér á landi síðustu áratugi?" Ræðu sinni lauk Þóroddur með þessum orðum: „Sannfærður um. að stór- aukið fylgi Alþýðubandalags- ins og Þjóðvarnarflokksins í þessum kosningum muni um fram allt annað stuðla að varð- veizlu sjálfstæðis þjóðarinnar, hvet ég alla frelsisunnar.d' menn, hvar í flokki sem þeir hingað til hafa staðið. að greiðs lista þessara flokka atkvæði sitt. Alþýðubandalagið og Þjóð- vörn hafa um tvo áratugi stað- ið allra flokka öruggastan og ðhvikulastan vörð um sjálfstæði tslands. Og ég treysti því, að svo muni enn verða. Kjósið því efstu menn G-list- ans, Björn Jónsson og Amór Sigurjónsson á þing! Gerið sig- ur þeirra sem glæsilegastan!“ r Ur ræðu Þoroddar Guðmundssonar ikólds frá Sandi á Akureyri 26, mar sl. j i i 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.