Þjóðviljinn - 29.06.1963, Qupperneq 3
Laugardagur 29. júní 1963
HðÐVIUINN
SlB A 13
Njósnarinn Wennerström leiddur fyrir rétt í Stokkhólmi í gær
Sænska stjérnin á í vök að verjast,
deilt hart á landvarnaráðherrann
STOKKHÓLMI 28/6 — Réttarhöld í máli sænska ofurst-
ans Stig Wennerström, sem ákærður er fyrir stórfelld-
ustu njósnir sem upp hefur komizt um í Svíþjóð í seinni
tíð, hófust í Stokkhólmi f dag, en þau verða fyrir luktum
dyrum. Hörð hríð er gerð í blöðum að landvarnaráðherr-
anum Sven Andersson og á stjórnin í vök að verjast.
Það eru að sjálfsögðu einkum
blöð stjórnarandstöðunnar sem
deila á ríkisstjórnina og Anders-
son ráðherra. „Dagens N.yheter"
segir að ljóst sé orðið að njósna-
málið ætli að verða enn meira
hneyksli en menn óraði fyr-
ir í fyrstu. Landvarnaróðherr-
anum hafi í ein tvö ár verið
kunnugt um þann grun sem
lá á Wennerström, en sá grunur
hafi verið svo sterkur, að ástæða
hafi þótt til að neita honum um
ákveðna stöðu. Ráðherrann hafi
þó látið undir höfuð leggjast að
skýra réttum aðilum frá þessum
grun og hafi því orðið þess vald-
andi að Wennerström var ráðinn
sérstakur ráðunautur utanríkis-
ráðherrans um afvopnunarmál.
Þetta bendir til þess að mjög
skorti á nægilega samheldni inn-
an ríkisstjórnarinnar, segir blað-
ið.
Ekki kosið
/ Danmörku
KAUPMANNAHÖFN 28/6 —
Stjómarflokkarnir dönsku og
stjórnarandstaðan, að undan-
teknum Sósíalistíska alþýðu-
flokknum, hafa orðið sammála
um að taka jarðnæðislöggjöf
stjórnarinnar sem felld var við
þjóðaratkvæðið aftur upp til
endurskoðunar þegar reglulegt
þing kemur saman í október.
Það er þannig víst að nýjar
þingkosningar gætu ekki farið
fram fyrr en í nóvember, en nú
er talið að ekkert verði úr
kosninaum á þessu ári. Kjör-
tímabilinu lýkur annað haust.
Ríkisstjórnin hefur fram að
þessu lítið látið hafa eftir sér
um njósnamálið, en talið er ó-
hugsandi að Erlander forsætis-
ráðherra komist hjá að gefa yfir-
lýsingu um málið einhve'rn næstu
daga.
Ráðuneytisfundur var um mál-
ið í dag og einnig mun stjómin
hafa rætt, hvort málið breyti
nokkru um þá fyrirætlun að
Krústjoff, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, komi í heimsókn sína
til Svíþjóðar, sem ákveðin er
næsta vor.
Sænski yfirhershöfðinginn Thor-
sten Rapp segir að njósnamálið
sé mjög ílókið og rannsókn þess
muni kosta mikla vinnu og fé og
taka langan tíma. Hann sagði að
sænski herinn væri sem þrumu
lostinn eftir afhjúpun njósnarans.
Wennerström cfursti var í dag
leiddur fyrir rétt í Stokkhólmi.
| Hann gekk í salinn beinn í baki
j og virtist ekkert hafa látið á
sjá eftir andvökunæturnar und-
anfarið. Hann bar sig vel og
ingum dómarans. Þær voru allar
um formsatriði, og að þeim lokn-
um féllst rétturinn á kröfu sak-
sóknarans um að öllum óviðkom-
andi yrði vísað úr réttarsalnum
og málinu haldið áfram fyrir
luktum dyrum.
Kennedy til
London í dag
DUBLIN
seti hélt
28/6
dag
Kennedy for-
ræðu á írska
Kvennaþingið í Moskvu
svaraði skýrt og skorinort spum- | þinginu og lofaði m.a. að Banda.
j ríkin
Fulltrúar Indlands
og Kína deila hart
MOSKVU 28/6 — Enn í dag sló
í hart milli fulltrúa frá Kína og
Indlandi á heimsþingi kvenna,
en þingið hefur verið allróstu-
samt. Það bar við á þingfundin-
um í dag að formanni kínversku
nefndarinnar var ncitað um orð-
ið þegar hún ætlaði að svara
ásökunum indversku fulltrúanna
í garð Kínverja.
Deilur kínversku og indversku
fulltrúanna eru um landamæra-
erjumar á síðasta ári og það
sem af þeim hefur hlotizt í sam-
búð ríkjanna.
Á nefndarfundi í dag fengu
kínversku fulltrúarnir að segja
álit sitt á málinu. Þeir sökuðu
indversku konurnar um að hafa
að ástæðulausu farið að ræða
landamæradeiluna á þinginu og
blásið þannig að glæðum fjand-
skapar milli þjóðanna. Þinginu
væri hins vegar ætlað að efla
samhug kvenna í öllum löndum.
Brezka sendinefndin á þinginu
Deilur kommúnistaflokkanna
Margir leiðtogar
hittast í A-Berlín
BERLÍN 28/6 — Krústjoff, for-
sætisráðhcrra Sovétríkjanna, kom
i dag tll Austur-Berlínar og
þangað eru væntanlegir fyrir
ielgina fleiri Ieiðtogar ríkja
Austur-Evrópu. Látið er í veðri
raka að þeir komi þangað vegna
sjiitugsafmælis Ulbrichts. forseta
Vustur-Þýzkaiands, en enginn
vafi er talinn á að meira sé á
teyði en afmælisfagnaður.
Auk Krústjoffs er búizt við
peim Kadar frá Ungverjalandi,
Movotny frá Tékkóslóvakíu og
öomulka frá Póllandi. Einnig
er búizt við leiðtogum frá Búlg-
aríu og Rúmeníu.
Talið er víst að á fundi þeirra
í Berlín verði fjallað um deilu-
mál kommúnistaflokka Sovétrikj-
anna og Kína, en viðræður full-
trúa þeirra flokka í því skyni að
reyna að jafna ágreininginn eiga
að hefjast í Moskvu á föstudag-
inn kemur.
Búizt er við að Krústjoff, sem
Ulbrieht tók á móti á flugvellin-
um, muni dveljast i Austur-
Þýzkalandi í upp undir viku.
Uppboð
Húseignin Vallargata 11 í Sandgerði, þinglesin eign
Skúla Kriotjánssonar, verður eftir kröfu Guðjóns Stein-
grímssonar hrl. o.fl. boðin upp og seld á opinberu upp-
boði, sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. júlí
kl. 14. Uppboð þetta var auglýst í 18. 25. og 28. tbl. Lög-
birtingablaðsins.
SÝSLUMAÐURINN í GULLBRINGU- OG
KJÓSARSÍSLU.
ræddi í dag lengi við kínversku
fulltrúana í því skyni að fá þá
til að fallast á sjónarmið sovét-
stjómarinnar um friðsamlega
sambúð ríkja með ólík stjórn-
kerfi. Ekki er getið um árang-
ur af þeim fundi.
myndu gera allt sem
þeirra valdi stæði til að koma
í veg fyrir að fleiri ríki eign-
uðust kjarnavopn en nú hafa
þau og ennfremur að koma á
banni við kjamasprengingum.
Kennedy fer á morgun til
London þar sem hann mun
ræða við Macmillan forsætis.
ráðherra.
LONDON 28/6 — Maemillan for-
sætisráðherra Bretlands, sagði
í kvöld í sjónvarpsviðtali að
hann ætlaði sér að hafa for-
ystu fyrir íhaldsflokknum í
næstu þingkosningum, svo fremi
sem honum entist heilsa og
kraftar.
Ungfrú Christine Keeler
Réttarhöld hafin gegn Ward fyrir vændismiðlun
Ungfrú Keeler skýrir frá sambandi
sínu við Profumo og aðra fyrirmenn
„Dr.” Stephen Ward
LONDON 28/6 — Profumohneykslið komst enn á dagskrá
í dag, þegar ungfrú Christine Keeler, hin unga og fallega
vinkona ráðherrans sem varð honum að falli og talin er
munu valda fylgishruni Ihaldsflokksins í næstu kosning-
um, mætti fyrir rétti sem vitni ákæruvaldsins í málinu
sem höfðað hefur verið á hendur öðrum vini hennar, „dr.“
Stephen Ward, en hann er ákærður fyrir vændismiðlun.
Réttarsalurjnn var troðfullur
af blaðamönnum og forvitnum
áheyrendum. Ungfrú Keeler lá
lágt rómur. svo að varla heyrð-
ist til hennar, þegar hún svar-
aði nærgöngulum spurningum
sakgóknarans, Marvyn Griffith-
Jones.
Játar sambandið við
Profumo
Ungfrú Keeler játaði að hún
hefði átt vingott við Profumo
ráðherra og einnig ívanoff,
flotafulltrúann við sovézka
sendiráðið í London. Hún kvaðst
hafa þegið fé af Profumo, en
það hefði ekki verið sér ætlað,
heldur móður sinni. Ekki var
þess getið hvort ívanoff þurfti
einnig að greiða fyrir blíðu
hennar.
Átta ákæruatriði
Saksóknarinn gerði sér mikið
far um að fá ungfrú Keller til
að játa að hún hefði selt blíðu
sína og Ward hefði þegið af
henni fé Ákæruatriðin á hend-
ur honum eru átta. þrjú þeirra
heyra undir lög um kynferðis-
afbrot en hin undir almenn
hegningarlög. Hann er ákærður
fyrir að hafa þegið fé af vænd-
iskonum. misnotað stúlkur und-
ir lögaldri (21 árs) og fyrir að
hafa áft hlut að fóstureyðing-
um.
Sextán ára til London
Keeler sagðist hafa búið hjá
foreldrum sínum skammt frá
London fram til sextán ára ald-
urs. Þá hefði hún flutzt til borg-
arinnar og tekið á leigu íbúð
ásamt einni vinkonu sinni. Hún
kynntist Ward í næturklúbb
þar sem hún dansaði fáklædd.
Ward hefði boðið henni út og
tekið hana heim í sumarbústað
sinn. en þau hefðu aldrei haft
nein mök saman. Hún hafði bú-
ið heima hjá Ward tíma og
tíma. þannig á tímabilinu frá í
júní 1961 til febrúar 1962. en
það var á þeim tíma sem hún
átti vingott ■'dð þá Profumo og
ívanoff.
Hún játaði ag hún hefði út-
vegað Ward margar stúlkur, því
að hann hefði verið mikið upp
á kvenhöndina, en sambandið
á milli þeirra hefði híns vegar
verið eins og milli systkina.
Þegar hún hefði búið hjá Ward
í íbúð hans i Wimpole Mews
hefði hún aldrei haft nema einn
,,vin“ í einu.
Útvegaði Ward fé
Saksóknarinn lét sér ekki
nægja þessa skýringu og tókst
honum að neyða ungfrú Keeler
til að játa að hún hefði þegið
fé af „vinum“ sínum og oft lát-
ið Ward fá peninga þegar hann
var í kröggum. Hann hafði líka
einu sinni þegar hún var illa
stæð bent henni á mann sem
væri fús til að greiða fyrir
blíðu hennar. Hún hefði stund-
um heimsótt mann að nafni Jim
Evlan þegar hana eða Ward
hefði skort fé og hefði fengið
nnkkur hundruð sterlingspund
hiá honum.
Astor lávarður greiddj
húsaleiguna
Saksóknarinn innti hana eftir
því hvernig hún hefði haft ráð
á því að þúa í rándýrri íbúð
í West End sem hún hafði á
leigu ásamt vinkonu sinni. Eftir
nokkurt þóf skýrði hún frá því
að hluti af húsaleigunni hefði
verið greiddur af Astor lávarði.
Vinkona ungfrúarinnar. Mari-
lynn Rice-Davies, sem ekki var
orðin fullra sextán ára þegar
hún komst í kynni við Ward,
bar einnig vitni í réttinum og
kom ■ framburður hennar að
flestu leyti heim við það sem
Keeler hafði sagt. Hún kvaðst
hafa sofið bæði hjá Ward og
Astor lávarði.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
,Johan Hjort":
Lítil sí/d
framan af
vertíðinni
| BERGEN 28/6 — Fiskifræð-
: ingar af rannsóknaskipinu
■ „Johan Hjort“ sem nýkomið er
■ heim frá síldarrannsóknum við
; Island segja að búast megi við
: lítilli síldveiði framan af ver-
■ tiðinni í sumar. Bæði hinir
■ yngri árgangar norsku síldar-
■ innar og íslenzka vorgotssíldin
| hafi brugðizt. Þeir segja að
| ísinn iiggi nú nær Norðvest-
j urlandi en hann hefur verið
■ í mörg ár og sjávarhitinn er
; einnig yfirleitt minni en und-
■ anfarin ár. Þeir telja að
: meginmagnið af gömlu síld-
: inni sé komið á miðin, cn ís-
■ lcnzka vorgotssíldin hafi
■ brugðizt.
«