Þjóðviljinn - 29.06.1963, Side 5

Þjóðviljinn - 29.06.1963, Side 5
ÞJÓÐVILJINN SlÐA 5 Laugardagur 29. júní 1963 .1* JAFNRÉTTISBARÁTTA OG SKILN- AÐARHREYFING MH Fjórtán ára horfði svert- ingjadrengurinn Medgar Evers á bezta vin föður síns skotinn til bana. Hvítur ná- granni þeirra í Decatur í Miss- issippi íann sig tiíknúinn að hefna þess á heíðbundinn suð- urríkjahátt að svertinginn var sagður hafa hrakyrt hvíta konu. Lögmál kynferðislegs of- sóknarbrjálæðis hins hvíta Bandaríkjamanns krafðist blóðhefndar. og kynþætti hans fannst hún sjálfsögð. Það var ekkert veður gert út af þessu morði í Decaíur árið 1940, morðinginn var ekki látinn svara til saka. fyrir þvi er löng hefð að suðurríkjakvið- dómur sakfellir ekkj hvítan manr: sem drepur svertingja undir því yfirskini að verið sé að „verja heiður hvítrar kvenþjóðar suðurrikjanna" eins og það er jafnan orðað. Flíkumar af hiinum myrta fengu að liggja vetrarlangt á akrinum Þar sem hann féU, öðrum ..stærilátum niggurum" til viðvörunar. Iþessum mánuði var röðin komin gð Medgar Evers að falla fyrir morðingjahendi. Hann var skotinn í bakið um leið og hann kom heim til sín að kvöldi dags í Jackson, höf- uðstað Mississippifylkis, og andaðist á dyrahellunni i örm- um konu sinnar og augsýn þriggja ungra baroa. En þetta morð var ekki látið liggja í þagr.argildi. Dauði Evers var heimsfrétt, bandarískir for- ustumenn allt frá Kennedy for- seta lýstu yfir hryggð sinni og hryllingi. alríkislögreglunni var falið að rannsaka málið Og einn af félagsbundnum bar- áttumönnum fyrir viðhaldi kynþáttamisréttis situr í fang- elsi grunaður um ódœðisverk- ið. Þegar Medgar Evers féll fyrir riffilkúlu. var hann er- indreki Framfarasamtaka svert- ingja í Mississippi og forustu- maður fyrir baráttu kynþáttar síns í Jackson fyrir jafnrétti við hvíta menn i háborg kyn- þáttakúgunarinnar í Banda- ríkjunum. Dauði hans var einn af stórviðburðum áköfustu sóknar sem bandarískir svert- ingjar hafa nokkru sinni háð gegn misrétti í daglegu lífi og ofbeldi hvenær sem eitthvað ber útaf. Skólaböm í Birm- ingham í Alabama, sem gengu fylktu liði syngjandi sálma gegn blóðhundum og vatnsfall. byssum „Bull" Connor lög- reglustjóra, hafa þegar knúið Kennedy forseta til róttaekrar breytingar á stefnu ríkisstjórn- arinnar í kynþáttamálum. o.g- öllum sem til þekkja virðist bera saman um. að það sem þegar hefur gerzt sé þó aðeins byrjunin. Hundrað árum eftir að Einc- oln lýsti alla bandaríska svertingjaþræla iausa úr ánauð nötrar bandarískt þjóðfélag af uppreisn tíunda hluta lands- manna gegn þvi að vera leng- ur annars flokks borgarar sök- um hörundslitar sins. Undir forustu Martins Luthers Kings. prestsins sem gerzt hefur Gandhi bandarískra svert- ingja. breiðast óhlýðnisaðgerð- ir með fjöldaþátttöku án vald- beitingar frá hverri borginni til annarrar um öll suðurríkin. Þúsundum saman láta svert- ingjarnir handtaka sig þangað til yfirvöldin láta undan og fallast á einhverjar af kröfum þeirra. sem miða að því að fá jafnrétti viðurkennt í verki þó í litlu sé. Á einum stað: feesf þvi framgengt. að kynþátta- aðskiln. er afnumjnn í stræt- isvögn'um. á -öðrum fá svert- ingjar sðgang að stórverzlun- um rhiðborgarinnar, á þeim þriðja er lofað að taka nokkra menn af þeirra kynþætti í lög- regluliðjð. Á nokkrum mán- uðum hefur meira áunnjzt með virkri baráttu fjöldans á strætum og gatnamótum en svertingjaleiðtogum af gamla skólanum tókst að koma til leiðar með áratuga málarefcstrj fyrir dómstólum og tilraunum til að hafa áhrif á þing og stjóm. Að undanförnu hal’a negrarnir i Danville í Virginíu hvað eftir annað efnt til mótmælaaðgerða gegn kynþáttamisrcttinu í Banda- -íkjunum. I*ar eins og annarsstaðar hefur lögreglan meðhöndlað ’rí af hinum mesta ruddaskap. Myndin sýnir lögreglumenn þar i borg færa negra í fangclsi. Mesffi gigur þeirra sem töldu dómstólaleiðina vænlegasta til áramgurs í baráttunni fyrir jafnrétiti, úrskurður Hæstarétt. ar Bandaríkjanna 1954 um ó- lögmætS kynþáttaaðskilnaðar í opinberum skólum, hefur nú sannfært þorra svertingja um að sú leið sé allsendis ófull- nægjandi til að ná settu marki. Tæpum áratug eftir hægtarétt- ardómiran sér hans næsta lít- inn stað' í skólakerfinu. í suð- urfylkjunum öllum sóttu tæp átta prósent svertingjabarna sömu skóla og hvít börn sið- asta skólpár. f heilu fylki, Ala- bama, er tala svertingja sem skóla sækja með hvítum nem- endum þrír, og það kostaði ríkisstjómina herútboð að koma þessum þrem svertingja- stúdentum í háskólann um síð- ustu mánaðamót. Svertingjarn- ir sjá betur og betur að fjölda- aðgerðir, án ofbeldis en sem fela þó í sér hótun um vald- beitingu. eru langtum áhrifa- meiri en bænarskrár og stefn- ur. Kennedy á kosningu sína í forsetaembættið að þakka fylgi meginþorra svertingja- kjósenda. Samt hélt hann að sér höndum þing eftir þing og beitti sér ekki fyrir neinum nýmælum gegn kynþáttamis- rétti. þangað til átökin í Birm- ingham náðu hámarki í blóð- ugum bardögum og brennum og sömu ógnir blöstu við á næsta leiti i fjölda annarra borga. Þá hristi forsetinn loks af sér slenið, gerðist fyrsti bandaríski þjóðhöfðinginn til að fordæma kynþáttamisrétti í öllum þess myndum í ávarpi ! til þjóðarinnar og lagði fyrir þingið frumvarp um stóraukin völd stjórninni til handa, til að afnema kynþáttaaðskilnað í skólum og á opinberum stöð- um í einkaeign og til að knýja fram aukið kynþáttajafnrétti í atvinnulífinu. Kennedy bað í sjónvarpsræðu sinni hvíta Bandaríkja- menn að setja sig í spor svartra landa sinna og hug- leiða hvorf þeir yrðu fúsir að taka því með þögn og þolin- mæði ef eins yrði að þeim bú- ið. Hann gerði samanburð á íramtíðarhorfum tiu ára svertingjabarns og hvits bams á sama aldri. Helmingi minni líkur eru á að svertingjabarn- ið Ijúki gagnfræðanámi en það hvita og það hefur aðeins þriðjungs líkur móts við jafn- a’.dra sinn til að ljúka mennta- skólanámi. Hins vegar eru helmingi meiri likur á að svertinginn verði atvinnulaus en hviti unglingurinn, þegar að því kemur að þeir leiti sér atvinnu. Meðalævi svertingj- ans er líka sjö árum styttri en hvíta mannsins. Takist hon- um að brjótast til mennta eru hverfandi litlar likur á að hann fái ævistarf í samræmi við menntun sína. Honum =tanda til boða erfiðustu, ó- brifalegustu og verst launuðu verkin í þjóðfélaginu, og þegar samdráttarkippirnir kom.a í bandarískt atvinnulíf er svertingjunum jafnan sagt fyrst upp störfum. Fjöldi iðn- greina er svertingjum lokaður, til dæmis byggingariðnaðurinn eins og hann leggur sig. Hingað til hefur barátta svertingjanna í suðurfylkj- inum gegn löghelguðu kyn- háttamisrétti vakið mesta at- hygli út í frá, en athygli bandarískra stjórnarvalda og þeirra forustumanna svertingja, sem enn trúa því að unnt sé að knýja fram jafnrétti fyrir kynflokk sinn án þess að koll- varpa bandarísku þjóðfélagi beinist einkum að stórborgum Kynþáttaóeirðirnar hófust í Birmingham í Aiabama. Negrarnir gengu fylktu liði um göturnar og kröfðust sjálfsagðra þegnréttinda, svo sem kosn ingarcttar. Lögregian réðist þegar gegn fólkinu, sigaði á það hundum og dældi á það vatni úr há þrýstislökkvidælum. Myndin sýnir lögrcglumenn % etja hundi gegn negra í Birmingham. norðurríkjanna. Þar hafa svertingjar jafnrétti að lögum, en í verki hafa þejr lítjð af því að segja. Þegjandi sam- komulag fasteignasala og yf- irvalda þjappar þeim saman i fátækrahverfum stórborganna. Kynþáttaaðskilnaður ríkir í skólunum hvað sem lögin segja, sömuleiðis i sjúkrahús- um. og kynþáttamisréttið set- ur svip sinn á þessar þýðing- armestu greinar opinberrar þjónustu. Vaxandi sjálfvirkni í iðnaðinum veldur því að þörfin fyrir ófaglærða verka- menn fer síminnkandi, en svertingjunum eru lokaðar flestar leiðir til iðnþjálfunar. Um öll Bandaríkin er atvinnu- leysi svertingja helmingi meira en hvítra, tíundi hver svert- ingi er atvinnulaus á móti tuttugasta hverjum hvítum manni. í stórborgum norður- fylkjanna keyrir þó um þver- bak. f Chicago er samkvæmt síðustu skýrslum fimmti hver svertingj atvinnulaus. Mest er atvinnuleysið meðal unglinga sem hætt hafa skólanámi snemma og komast hvergi í iðnnám „í ofþrengslum ein- angrunarhverfa norðurfylkj- anna eru hundruð þúsunda svertingjaborgara, sem ejga í höggi við vaxandi vandamál sjálfvirkni, húsnæðisskorts og hugvitsamlegs kynþáttamisrétt- i?, að nálgast sprengimark“ segir The Urban League. hið hægfara og hófsama samband n o r ðu rr ík j a s verting j a. Deiglan er tákn bandarískr- ar þjóðfélagshugsjónar, annað hvort eru Bandaríkin færumaðbræða saman í eina þjóð fólk af mismunandi kyn- þáttum frá öllum heimshorn- um eða þau eru ekki neitt. Sá óvenjulegi uggur sem kyn- þáttaátökin í ár hafa vakið í Bandaríkjunum stafar af því að mönnum er skyndilega orð- ið ljóst að framundan, jafnvel á næsta leiti, bíður harðasta prófraun á tilverurétt Banda. rikjanna sem þau hafa mætt síðan í þrælastriðinu. Á hundr- að árum sem liðin eru frá borg- arastyrjöldinni hefur banda- riski svertinginn gert allt sem í hans valdi stendur til að samlagast þjóðfélaginu í kring. um sig, en það hefur hafnað honum jafnharðan. Nú er ris- in upp öflug og hraðvaxandi hreyfing bandarískra svert- ingja sem hafna þvi að vera Bandaríkjamenn, hafna hinum hvita manni, trúarbrögðum hans. þjóðfélagi og háttum, en krefjast hluta af Bandarikjun- um til að stofna þar óháð og fullvalda svertingjaríki. Hreyfing þessi nefnir sig Svarta múhameðstrúar- menn og fylgismenn þennar eru taldir vera um 200.000 af rúmum 18 milljónum banda- rískra svertingja, en áhrifa þeirra gætir langt útfyrir sam- tökin sjálf. Svörtu múhameðs- trúarmennirnir eru upprunnir í stórborgum norðurfylkjanna, leiðtogi þeirra Elijah Muham- ed hefur aðsetur í Chicago, Þejr játa trú spámannsins frá Mekka og Elijah hefur farið pílagrimsför til hinnar helgu borgar í Arabíu. en vafasamt er að múhameðstrúarmenn gamla heimsins vilji við þá kannast sem sanna trúbræður sína. Svörtu múhameðstrúar- mennirnir kenna yfirburði svarta kynstofnsins yfir hinn hvíta, innræta áhangendum sínum kynþáttarstolt og brýna fyrir þeim að slá stríki yfir bandariska fortið sína en leita tengsla við Afríku, land for- feðranna. Um leið og svartur múhameðstrúarmaður kastar kristinni trú, trúarbrögðum þrælahaldaranna, leggur hann niður hið bandaríska ættar- nafn sem þrælahaldaramir gáfu forfeðrum hans. Foringi Svartra múhameðstrúarmanna i New York, sem flestir telja mikilhæfasta leiðtoga hreyf- ingarinnar, nefnir sig Malcolm X. Starf hans og annarra í forustuliði hreyfingarinnar beinist allt að því að búa bandariska svertingja undir stofnun svertingjarikis í suð- urhluta landsins. Jafnvel þeir sem andvígir erp kynþáttakenningu Svörtu múhameðstrúarmann- anna viðurkenna að þeir hafa náð undraverðum árangri í að innræta fylgismönnum sinum sjálfsvirðingu og stelt. Fyrsta krafán til nýliða er að hann loggi niður lestina sem fylgja uodirokun kynstofnsins, • eit- urlyfjanautn, vændi, fjár- hættuspil, óráðvendni, drykkjuskap og reykingar. Forustumennimir hafa alræð- isvald innan hreyfingarinnar og ráða yfir vel þjálfuðu bar- áttuliði sem nefnist Ávöxtur Framhald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.