Þjóðviljinn - 05.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.07.1963, Blaðsíða 10
 36-48 klst. vinnuvika opinberra starfsmanná í kjaradómi er miðað við að vinnuvika ríkisstarfsmanna sé mismunandi eftir starfsgreinum og starfsaldri, frá 36 stundum upp í 48, eins og skýrt var fró hér í blað- inu í gær. Um daglegan vinnutíma gilda þessi ákvæði í kjaradómnum: 1. 48 stunda vinnuvika skal unnin á tímanum frá klukkan 8.00 til kl. 12.00 og kl. 13.00 til kl. 18.00 alla virka daga, nema laugardaga, þá klukkan 8.00 til kl. 12.00. 2. 44 stunda vinnuvika skal unnin á timanum frá kl. 8 til kl. 12.00 og kl. 13.00 til kl. 17.00 aUa virka daga, nema laugar- daga, þá kl. 9.00 tU kl. 12.00. Alþjóðavinnu- málastofnunin vill ráða fslending Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf hefur tilkynnt félags- málaráðuneytinu, að ákveðið hafi verið að ráða mann frá Islandi, Jamaica eða Uganda til starfa í þeirri deild stofn- unarinnar, sem fjallar um sam- vinnumál og málefni smáiðn- aðar. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 23 til 35 ára, hafa háskólapróf eða hliðstæða menntun. Þekking á starfsemi samvinnufélaga, skipulagi þeirra og stjórn, er æskileg. Góð enskukunnátta er nauð- synleg og umækjandi sem ráð- inn yrði til starfsins mundi einnig þurfa að læra frönsku ef hann ekki kann hana þegar. Nefnd sú sem velur úr um- sóknum getur látið umsækjend- ur ganga undir skriflegt próf. Umsóknareyðublöð fást í fé- lagsmálaráðuneytinu, sem gefur nánari upplýsingar. Umsóknar- frestur er til 9. ágúst n.k. 3. 38 stunda vinnuvika skal unnin á tímanum frá klukkan 9.00 til kl. 12.00 og klukkan 13.00 til kl. 17.00 alla virka daga, nema laugardaga, þá klukkan 9.00 til klukkan 12.00. 4. 36 stunda vinnuvika og skemmri skal unnin á tímanum frá klukkan 8.00 til klukkan 12,00 og klukkan 13,00 til kl. 17.00 alla virka daga, nema laug- ardaga, þá klukkan 8 til kl. 12.00. Um það, hvenær starfstími hefjist, skal ákveðið í samráði við starfsmennina með samþykki viðkomandi starfsmannafélags. Heimilt er að haga vinnudegi með öðrum hætti en að framan greinir, ef aðilar eru um það sammála. Á tímabilinu frá 1. júní til 30. september ár hvert er heim- ilt, með samkomulagi forstöðu- manna hlutaðeigandi stofnana og starfsmanna, að fella niður vinnu á laugardögum, enda lengist dag- vinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á 5 dögum. Framangreind ákvæði valda því ekki að daglegur vinnutími nokkurs starfsmanns lengist frá því sem nú er. Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur eftir því, sem við verður komið vegna eðlis starfs- ins. Verði eyða i daglegum, sam- felldum starfstíma kennara, skal greiða fyrir hverja kennslustund í slíkri eyðu laun, er nemi % hluta dagvinnukaups samkv. 8. grein. Föstudagur 5. júlí 1963 — 28. árgangur — 148. tölublað. Dr. Páll stjórnarj Láðrasveit Reykjavíkur j ásunnudag N.k. sunnudag, kl. 3.30 j síðdegis, mun Lúðrasveit : Reykjavíkur Ieika á Aust- i urvelli undir stjórn dr. Páls j Isólfssonar. Dr. Páll var stjórnandi ■ Lúðrasveitarinnar um 12 ára skeið árin 1924 til 1936 j og verður efnisskráin á j hljómleikunum á sunnudag- ■ inn svipuð og hún var á ■ þeim tímum sem dr. Pll stjómaði sveitinni. Einleik- : ari á hljómleikunum verð- j ur Bjöm Guðjónsson. Ekki er að efa, að marga i Reykvíkinga mun fýsa að ■ heyra hljómsveitina leika á j sunnudaginn á Austurvelli j undir stjórn dr. Páls. — Myndin er tekin á ■ þjóðhátíðardaginn í fyrra, : er Lúðrasveit Reykjavíkur : lék á Austurvelli. — (Ljðsm. P. Thomsen). j Cuttormur Guttorms- son fær verðluun úr sjóði Duðu Hjörvur 28. júní sl. samþykkti dóm- nefnd fyrir Hejðursverðlauna- sjóð Daða Hjörvar einróma að veita Guttormi Guttormssyni skáldi heiðursverðlaun sjóðsins úr gulli „til góðra minja um komu skáldsins heim á ættland sitt, þá er hann var nær hálf- niræður. og flutti þá enn þjóð sinni kvæði sín og talaði til hennar á tungu feðra sinna með þeým ágætum, að ein útvarps- stund varð hjartnæmur atburð- ur í sögu íslenzkrar tungu“, eins og segir í fréttatilkynningu dómnefndarinnar. Skáldið tók við heiðursverð- laununum í gær í útvarpinu og ávörpuðu tveir dómnefndar- manna Guttorm við það tæki- færi, formaðurinn Helgi Hjörv- ar. og dr. Guðni Jónsson próf- essor sem er fulltrúi heimspeki- deildar í nefndinni. Einnig kom Guttormur fram og þakkaði veittan heiður. Sýndi Andorru á 14 stöðum úti á lundi Sl. sunnudag kom leikflokkur Þjóðleikhússins til Rcykjavíkur eftir vel heppnaða leikför um Norður- og Austurland. Sýndi flokkurinn Icikritið Andorra eftir Max Frisch. Aðsókn að leiksýningunum úti á landi var mjög góð, sennilega betri en í fyrri leikferðum Þjóð- lei'khússins. Að jafnaði sáu um Tillögur Alþýðubandalagsins varð- andi reikninga Reykjavíkurborgar Við síðari umræðu um reikninga Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1962 sem fram fór á borgarstjórnarfundi í gær lögðu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins fram eftirfarandi tillögur sem reistar eru á þeirri gagnrýni er fram kom bæði í athuga- semdum Hjalta Kristgeirs- sonar endurskoðanda við reikningana og í ræðum borgarfulltrúa Alþýðubanda- Norræn póstmáluráð stefnu í Reykjuvík I gær hófst norræn póstmála- ráðstefna hér í Reykjavík, Mæta þar alls 19 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, þar af 5 frá íslandi, en ráðstefnan stcndur yf- ir 3 daga. Þátttakendur i póstmálaráð- stefnunni eru: Frá Danmörku: Gunnar Peter- sen, póst- oð símamálastjóri, Ame Krog, forstjóriog J. M. S. Andersen, skrifstofustjóri. Frá Finnlandi: Oiva Salola, póst- og símamálastjóri, Harras Kolinen, forstjóri, Touno Puolanne, for- stjóri. Frá Noregi: Karl Johann- essen, póstmálastjóri, William M. Sjögren, forstjóri, Einar Döving, skrifstofustjóri. Frá Svíþjóð: Erik Swartling, póstmálastjóri, Helge Jáder, aðalforstjóri, Karl Axel Löfgren, forstjóri, Torbjöm Seid- en skrifstofustjóri, Ture Nylund, fv. skrifstofustjóri. Frá Islandi: G. Briem, spóst- og símamála- stjóri, Bragi Kristjánsson, for- stjóri rekstursdeildar. Páll Daní- elsson, forstjóri hagdeildar, Matt- hías Guðmundsson, póstmeistari í Reykjavík, Rafn Júlíusson, póstmálafulltrúi. Ritarar ráð- stefnunnar eru: Kjell Hávered, fulltrúi, Sveinn G. Bjömsson, deildarstjóri, Friðný Sigfúsdóttir, fulltrúi. Á dagskrá ráðstefnunnar eru alls 18 mál, sem snerta ýmist póstsambandið milli Norðurlanda. samvinnu Norðuriandanna innan alþjóðapóstsambandsins, auk ým- issa annarra mála, sem ofarlega eru á baugi á alþjóðavettvangi póstmálanna. lagsins við umræðurnar í borgarstjóm- Tillögunum var öllum vísað frá af íhalds- meirihlutanum í borgarstjórn gegn atkvæðum Alþýðu- bandalagsmanna. „1. Borgarstjómin felur borgar- stjóra að sjá um að lokið verði hið allra fyrsta fram- kvæmdum við smíði náðhúss við Miklubr. og Lönguhlíð, svo unnt sé að taka það til notk- unar á n. k. hausti. 2. Borgarstjómin leggur áherzlu á að rekstrarhagnaði hafnar- innar sé jafnharðan varið til að bæta aðstöðu við höfnina, bæði með nýjum framkvæmd- um og nauðsynlegu viðhaldi eldri mannvirkja og tækja. Borgarstjómin telur að þess beri að gæta að höfnin sé á hverjum tíma sem bezt búin áhöldum og vinnuvélum, sem nota þarf við rekstur hennar og framkvæmdir. Leggur borgarstjóm áherzlu á þetta nú þegar ætla má að að því líði að ráðizt verði í stórfellda stækkun hafnarinnar. 2. f því skyni að leitast við að draga úr hinum óhóflega við- haldskostnaði bifreiða og vinnuvéla, er nam á s.l. ári 11,5 millj. kr„ ályktar borgar- stjóm: 1. að fela borgarstjóra að láta athuga hvort ekki sé unnt að minnka viðgerðarkostn- aðinn með auknu og stöð- ugra eftiriiti með þessum tækjum. 2. að féla borgarstjóra að sjá um að nauðsynleg endumýj- un bifreiða fari fram svo fljótt að borgarsjóðun verði ekkl fyrir óþörfum og Óhag- kvæmum útgjöldum af við- haldi úr sér genginna og úreltra tækja. 3. að leggja áherzlu á að hrað- að verði byggingu hins nýja Áhaldahúss, og því búin sem bezt aðstaða. svo það geti annað sem mestum hluta viðhalds bifreiða og vinnuvéla borgarrekstursins. 4. Borgarstjómin telur nægan og hentugan og fullkominn vélakost í eigu borgarinnar sjálfrar eitt af grandvallar- skilyrðum þess að gatnagerð verði framkvæmd með hag- kvæmum hætti fyrir borgar- sjóð og gjaldþegna borgarfé- lagsins. Borgarstjómin leggur því á- herzlu á, í framhaldi af á- kvörðunum sínum um fram- kvæmdir í gatnagerð á næstu tíu áram, að gerðar verði ráð- stafanir án tafar til að búa Áhaldahúsið sem bezt tækjum til gatnagerðar, svo unnt sé að hverfa frá því óhagkvæma fyrirkomulagi að leigja þessi tæki af einkaaðiljum fyrir a. m. k. 20% hærri leigu en reiknuð er af vélakosti borg- Framhald á 2. síðu 260 hverja sýningu, sýnt var á 14 stöðum en sýningar urðu alls 16. Sýnt var í tveimur nýjum félagsheimilum, þar sem Þjóð- leikhúsið hefur ekki sýnt áður: í nýja félagsheimilinu á Blöndu- ósi og í nýju samkomuhúsi á Fáskrúðsfirði. 25 leikarar og aukaleikarar tóku þátt í þessari leikför Þjóð- leikhússins, og mun þetta vera ein fjölmennasta leikför sem farin hefur verið hér á landi. Leikritið Andorra var alls sýnt 20 sinnum í Þjóðleikhúsinu í vor. en ákveðið hefur verið að sýna það aftur í byrjun næsta leikács, í haust. Leikárið hefst 1. sept- ember, en þá er væntanlegur ballettflokkur frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og mun sýna hér nokkrum sinnum á vegum Þjóðleikhússins. EBE þegar orðin pélitísk heild FRANKFURT 4/7 — Walter Hallstein, aðalframkvæmda- stjóri EBE, sagði í ræðu hér i dag að bandalagið væri þegar orðin pólitísk heild og því myndi koma að því fyrr en var- ir að öll aðildarríkin yrðu að samræma stefnu og framkvæmd- ir sínar í landvamamálum. Sýningargestir Þjóðleik- hússins 86.264 síðastl. ár Alls sáu 86.264 sýningargestir leiksýningar Þjóðleik- hússins á síðasta leikári. Sýningarnar urðu alls 208 tals- ins, þar af 192 í Reykjavík og 16 utan Reykjavíkur, en leikárinu lauk sl. laugardag með sýningu leikflokks Þjóð- leikhússins á leikritinu Andorra á Blönduósi. Á leikárinu vora sýnd 9 verk- efni, þar af 1 gestaleikur. Hér fer á eftir skrá yfir sýn- ingar og tölu leikhúsgesta á leik- árinu.a 1. JOSE GRECO BALLETTINN — gestaleikur spánsks ballett- flokks. — Stjómandi: José Creco. 9 sýningar. sýningar- gestii! 5.699, 2. IIÚN FRÆNKA MÍN eftir J. Lawrence og R E. Lee. Leik- stjóri: Gunnar Eyjólfsson. 29 syningar, 10.879. sýningargestir 3. SAUTJÁNDA BRÚÐAN eftir Ray Lawler. Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. 17. sýningar, sýningargestir 3.880. 4 DÝRIN 1 HÁLSASKÚGI bamaleikrit eftir Thorbjöm Egner. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Hljómsveitarstjóri: Caií JBSllicŒi. 42 sýningar. sýn- ingargestirt 23.825. 5. PÉTUR GAUTUR eflir Henrik Ibsen. Leikstjóri: Gerda Ring. Hljómsveitarstjóri: Páll Pam- pichler Pálsson. 41 sýning, sýningargestir 21.923. 6. Á UNDANHALDI eftir Fran- cois Billetdoux. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 10 sýn- ingar, sýningargestir 2.178. 7. DIMMUBORGIR eftir Sigurð Róbertsson. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. 11 sýningar. sýn- ingargestir 2.391. 8. ANDORRA eftir Max Frisch. Leikstjóri: Prófessor Walter Fimer. 20 sýningar í Reykja- vík, 16 úti á landi, sýningar- gestir 6.263 í Reykjavík, 3.547 úti á landi. Sýningargestir alls 86.264. þar af 82.717 í Reykjavík og 3.547 utah Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.