Þjóðviljinn - 05.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.07.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 5. júlí 1963 — 28. árgangur — 148. tölublað. 40 síldveiði- skiplenguum 20 þús. mál Síldarflotinn heldur sig nú aðallega út af Mel- rakkasléttu og á Reyðarfjarðardýpi og var saltað af miklu kappi á Raufarhöfn og Seyðisfirði í gær. Á norðaustursvæðinu var vitað um afla hjá 21 skipi með sam'fals 12320 mál og fyrir austan hjá 21 skipi með samtals 7850 mál. ^ íykur útfíutningsverðmætí um 5—7 mílljónir krónu Myndin hér að neðan er af soðkjarnastöð sem reist var í vor við síldarverk- smiðjuna Rauðku á Siglu- firði en talið er að soð- kjarnavinnslan muni í með- alári auka útflutningsverð- mæti verksmiðjunnar um 5—7 milljónir króna og sést á því að hér er um mikils- verða endurbót á verk- smiðjunni að ræða. — (Ljósm. H.B.). Þessi skip höfðu eftirtalinn afla: Norðaustursvæðið: Fiskaklett- ur 250, Haraldur AK 350, Halkion 300, Jón Finnsson 600, Hugrún 350, Steinunn 700 Friðbert Guð- mundsson 120, Björgúlfur EA 350, Eldey 300, Fákur GK 200, Helgi Helgason 1500, Akraborg 500, Sæ- fari EA 850, Þorbjörn 1300, Faxa- borg 700, Ölafur Bekkur 1900, Baldur EA 900, Gullborg 300, Ólafur Magnússon 550 (fékk afl- ann þar sem önnur skip voru fyrir og fengu ekkert), Garðar EA 150, Heimaskagi 100. Reykjafjarðardýpi: Keilir 100, Hafþór RE 150, Ver AK 250, Höfrungur II. 300, Guðmundur Þórðarson RE 1400, Lómur 300, Jón Guðmundsson 500, Arnar- nes 400 Sigurbjörg SU 180, Hringver 300. Halldór Jónsson 1100, Sæúlfur 250, Hoffell 400, Rán SU 250, Jón Gunnjaugsson 300, Baldvin Þorvaldsson 200, Sigurkarfi 200, Gullver 700, Ár- sæll Sigurðsson I. 400, Mánatind- ur 600. '":,?í?S&&v Miðstjórn pólska flokksins á fund VARSJA 4/7 — Miðstjórn Sam- einaða verkamannaflokksins pólska kom saman á fund í Varsjá í dag. Framkvæmdastjóri flokksins, Wladyslaw Gomulka, hafði framsögu um ideólógiskt starf flokksins, en hann er ný- kominn heim frá Austur-Berlín, þar sem hann ræddi við ýmsa aðra leiðtoga flokkanna í Aust- ur-Evrópu, m.a. Krústjoff for- sætisráðherra. Kaupfélagsstjóri ráðinn hjá KR0N í fyrradag var ráðinn nýr kaupfélagsstjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis á stjórnarfundi félagsins og yarð fyrir vailnu Ingólfur Ólafsson, skrifstofustj. KRON. Ingólfur er fæddur 8. ágúst 1927 að Hurðarbaki í Hval- fjarðarstrandarhreppi og eru foreldrar hans Þórunn Magn- úsdóttir og Ölafur Daniels- son bóndi þar. Ingólfur lauk prófi frá framhaldsdeild Sam- vinnuskólans vorið 1951 og réðst skömmu siðar til Kaup- félags Suðurnesja í Keflavík og starfaði þar um tveggja ára skeið. Haustið 1955 var hann ráð- inn skrifstofustjóri hjá KRON og hefur notið vinsælda í sjtarfi fyrir prúðmennsku og dugnað. Við áttum stutt viðtal vi'* nýja kaupfélagsstjórann í gær og var hann heldur íá- máll. Á þessuni erfiðu tímnmót- um vonaðist hann eftlr gððu samstarfi við starfsfólk KRON og að félagsmenn Ingólfur Ólafsson stæðu saman um félag sitt. Hann kvað mikla eftirsjá að fyrirrennara sínum og erfið braut framundan að feta í fótspor þess mikilhæfa manns Reikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1962 afgreiddir í borgarstjórn Hörð gagnrýni á ýms atriði í reikningunum og reksfrinum í gær fór 'fram í borg- arstjórn Reykjavíkur síðari umræða um reikn- inga borgarinnar fyrir árið 1962. Flutti Guð- mundur Vigfússon þar harða gagnrýni á ýms atriði í reikningunum og í reksíri borgarinnar og fyrirtækja hennar og tóku fleiri borgarfulltrú- ar minnihlutaflokkanna í sama streng, einkum varðandi rekstur Raf- magnsveitunnar. Hér á eftir verður drepið á nokkur afriði úr ræðu Guðmundar Vigfússon- ar en tillögur sem full- trúar Alþýðubandalags- ins fluttu varðandi reikningana eru birtar í heild á 10. síðu. Við íyrri umræðu reikning- anna í borgarstjórn fjallaði Guðmundur Vigfússon um nið- urstöður reikninganna í heild en í ræðu sinni í gær fjallaði hann um nokkur einstök at- riði í reikningunum s«m hann taldi athugaverð. Verður drepið I Vesturbæjar 3,8 millj. króna oglaðeins var unnið á árinu fyrir hér á hin helztu þeirra. vegna íþróttasvæðisins í Laug- 351 þús. kr. við sundiaugina Samkvæmt reikningunum ardal 7 milljónir króna eða í Laugardal og nemur óeydd skuldar íþróttasjóður ríkisins samtals 10,8 milljónir. Þá bera fjárveiting 1962 sem geymd var borgarsjóði vegna Sundlaugar I reikningarnir það með sér að I Framhald á 2. síðu. Öngþveiti í lóðarmálum Reykjavíkurborgar: Aðeins búið ai úthluta lóðum undir 320 fbúðir á þessu ári KR sigraði finnska liðið HAKA með 6:2 1 fyrri hálfleik stóðu leikar 5:2 — Umsögn um leikinn verður í blaðinu á morgun.__________________ Við umræður í borgarstjórn í gær um lóðaút- hlutun ben'fi Guðmundur Vigfússon á þá stað- reynd að enn hefði aðeins verið úthlutað lóðum undir 320 íbúðir á þessu ári þrátt fyrir loforð borgarstjóra í febrúar sl. um það að á næstu 3 mánuðum yrði úthluEað lóðum undir 600 íbúðir og auk þess lóðum undir 200 íbúðir síðar á árinu. Guðmundur sagði að þetta væru lélegar efndir og bæru vott um algera uppgjöf borgaryfir- valdanna í lóðamálunum. Óum- deilanlegt væri að það þyrfti að byggja minnst 600—700 íbúðir ár- lega hér í Reykjavik til þess að fullnægja þörfinni og væri á- standið í lóðamálunum því allt annað en glæsilegt, þar sem enn væri ekki búið að úthluta lóðum nema undir helming þeirra íbúða sem þyrfti að byggja. Guðmundur benti einnig á að af lóðaskortinum leiddi síaukið brask með lóðir og íbúðir í bygg- ingu, aukinn húsnæðisskortur ®g stórhækkað verð á íbúðum. Hér væri stefnt að algeru öngþveiti. Sagði hann að borgin yrði að tryggja sér mannkraft og þá sér- staklega tæknikrafta til þess að hægt væri að vinna að undirbún- ingi lóðaúthlunar eins og nauð- synlegt vseri. Drap Guðmundur á verkfræðingaverkfallið og sagði að það væri dýrara fyrir borgina að láta vinnu tæknimenntaðra manna falla niður vikum og mánuðum saman heldur en að hækka kaup þeirra til þess að halda þeim í störfum þar sem allar framkvæmdir borgarinnar grundvölluðust á störfum þeirra og stæðu og féllu með þeim. Að loku flutti Guðmundur eft- irfarandi tillögu: „Borgarstjórnin lýsi'r áhyggj- um sínum yfir því ¦ að ekki skuli á þessu ári hafa verið' úthlutað lóðum fyrir nema um 320 ffoúðir þrátt fyrir þá staðreynd að f borginni þarf að byggja um 700 íbúðir á ári til þess að fullnægja þörfinni fyrir nýjar íbúðir og út- rýma á alllöngum tíma heilsu- spillandi húsnæði. Borgarstjórn- inni er Ijóst, að sá skortur á í- búðum, sem hér er ríkjandi o(5 nú fer óðum vaxandi, á sinn stóra þátt í óeðlilega háu verSi á íbúðum og eykur þar með hús- næðisskostnað borgarbúa. Borgarstjórnin telur því að leita beri allra tiltækra ráða til að hraða undirbúningi nýrra byggingarsvæða, svo að unnt sé að auka svo úthlutun lóða að íbúabyggingar þurfi ekki að dragast eins háskalega saman oe, nú horfir vegna lóðaskortsins. Sérstaka áherzlu leggur borar- st.iórnin á að ráðstafanir séu gerðar til að ljúka hið allra fyrsta undirbúningi fyrirhugaðra byggingarsvæða við Kleppsveg og Elliðavog. svo unnt sé að taka þau svæði til bygginga á þessu ári, svo og að hraða skipulaginu og öðrum undirbúningi Fossvogs- svæðisins." Tillögunni var vísað frð með 9 atkvæðum gegn 5.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.