Þjóðviljinn - 11.07.1963, Page 2

Þjóðviljinn - 11.07.1963, Page 2
SlÐA MðÐVILJINN Fimmtudagur 11. júlí 1963 Dr.Richard Beck iætur af störfum I vestur-íslenzka vikublaðinu Lögbergi-Heimskringlu var ný- lega skýrt frá því, að dr. Ric- hard Beck, prófessor í Norður- landamálum og bókmenntum við Ríkisháskólann í Norður- Dakota í Grand Forks, hafi við lok þessa skólaárs látið af embætti fyrir aldurssakir sem forseti hinnar erlendu tungu- máladeildar skólans. Sam- kvæmt ákvörðun nefndar þeirrar, sem yfirumsjón hefur með æðri menntastofnunum í ríkinu, verða deildarforsetar og yfirmenn sérskóla innan há- skólans að láta af embætti þeg- ar þeir ná 65 ára aldri, en dr. i Richard Beck varð 66 ára 9. júní s.l. Hann heldur hinsvegar áfram háskólakennslunni í Norðurlandamálum og bók- menntum, en því starfi hefur hann gegnt um 34 ára skeið, eða síðan haustið 1929. Geta háskólakennarar þar vestra gegnt kennslustörfum til sjö- tugsaldurs. Dr. Richard Beck, segir í Lögbergi-Heimskringlu, hafði skipað forsetaembættið í tungumáladeildinni samfleytt síðastliðin 10 ár, og hefur deildin verið í örum og stöð- ugum vexti á því tímabili. Tala kennara og nemendafjöldi hef- ur tvöfaldazt og voru kennarar í deildinni 16 sl. skólaár og stúdentar milli 1500 og 1600 tals- ins. En innan deildarinnar fer fram öll kennsla í háskólanum í erlendum tungumálum og bókmenntum. Þessi mál eru kennd þar: Gríska, latína, þýzka, franska, spænska, rúss- neska, norska og íslenzka. Stjóm slíkrar háskóladeildar er því bæði umfangs- og ábyrgð- armikið starf, enda gengur hún næst enskudeildinni að kenn- ara- og stúdentafjölda. í þakkarbréfi til dr. Richards Beck fóru forseti og varafor- seti Ríkisháskólans í Norður- Dakota lofsyrðum um deildar- forsetastarf hans og bentu sér- staklega á það, að samhliða embætti þessu og mikilli kennslu, hefði honum unnizt tími til að halda áfram ritstörf- um sínum og fræðiiðkunum. Létu þeir í ljósi ánægju sína yfir því, að nú gæfist dr. Ric- hard Beck meiri tími til slíkra fræðistarfa. Alþjóðaþing CI0S í New York í haust XIII. Alþjóðaþing CIOS (Al- þjóðanefndar vísindalegra stjóm- unarmála) verður haldið í New York dagana 16.—20. september næstkomandi. Á undan og eftir sjálfu þing- inu verður efnt til sérstakrar fræðslustarfsemi, heimsókna og kynnisferða, þar sem þátttak- endum gefst tækifæri til þess að kynnast i reynd ýmsum greinum stjórnunar 1 bandarísk- um iðnaði og viðskiptum. CIOS (Comité International de l’Organisation Scientifique) er, sem kunnugt er, alþjóðafélags- skapur stjómunarfélaga. Megin- tilgangur er að halda á lofti á alþjóðavettvangi grundvallar- reglum og aðferðum vísindalegr- ar stjómunar, til þess að stuðla að bættum lífskjörum þjóða með betri nýtingu mannafla, tækja og auðlinda, CIOS lætur sig varða alla þætti efnahagslífs- ins svo og þá starfsemi, er sam- kvæmt eðli viðkemur vísinda- legri stjómun. Stjómunarfélag islands gerð- ist, skömmu eftir stofnun árið 1961, aðili að CIOS. Er nú svo komið, að félagsskapur þessi er myndaður af stjómarfélögum eða landsnefndum 38 þjóða. Þær eru nú: Argentína, Ástralía, Austurríki, Belgía, Brasilía, Kan- ada, Chile, Columbía, Finnland, Frakkland, Vestur-Þýzkaland, Bretland, Grikkland, Guatemala, Hong Kong, ísland, Indland, Ir- land, ísrael, Italía, Japan, Líban- on, Mexíkó, Holland, Nýja-Sjá- land, Noregur.-.Berú,- .Filipseyjar,. Suður-Afríka Suður-Kórea, Singapore, Suður-Rhodesia, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Bandaríki N-'AirreríkU og Vene- zuela. Á þinginu verða bæði flutt ávörp og erindi af færustu mönnum víðs vegar að. Gefst þátttakendum kostur á að fræð- ast um helztu viðhorf og nýj- ungar í stjómun, og verður eink- um lögð áherzla á, að þar veit- ist mönnum hagnýtar upplýs- ingar, sem þeir geta svo aðlagað hinni daglegu starfsemi sinni. Auk almennra funda starfa mis- munandi stórir umræðuhópar. En rík áherzla verður lögð á af hálfu framkvæmdanefndar, að stuðla að persónulegum kynn- um þátttakenda. Aðalstöðvar þingsins og funda- staðir verða í hinu nýja New York Hilton Hotel, svo og Waldorf Astoria Hotel. Þinggjald er 100$ fyrir þátt- takanda, 50$ fyrir eiginkonur þeirra. En sérstök dagskrá er ætluð konum þátttakenda með- an þeir eru að þingstörfum. Þeir, sem hug hefðu á að sækja XIII. Alþjóðaþing CIOS og fá nánari upplýsingar þar um, hafi sem fyrst samband við Stjórnunarfélag Islands. og sól í Hallar- garðinum Jafnt ungir sem aldnir hafa óspart notað sér sumar- b'íðuna undanfama daga og verið sem mest úti við í sól- inni. — Þessar myndir eru teknar í Hallargarðinum; það er verið í bílaleik í þurrum gosbrunninum og svo em á- horfendur sem fylgjast með af athygli! — (Ljósm. Þjóð- viljans A.K.). SVEFNSÚFAR - SÓFASETT HN0TAN, húsgagnaverzlun Þórsgöfu 1 Ú Þant á ítalíu • ROM 10/7 " O Þant, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, kom fyrri hluta dags í heimsókn til Róm. Hann mun ræða við ' helztu stjórnmála- menn Itala, og einnig mun hann ganga fyrir Pál páfa VI. tJ Þant kom til Rómar frá Genf, en þar sat hann fundi í því ráði Sam- einuðu þjóðanna, er hefur með höndum fjárhagsleg og félags- leg málefni. Einnig mun fram- kvæmdastjórinn heimsækja Pisa, Flórens, Torino og Milano. Frá ítalíu fer Ú Þant aftur til að- alstöðva Sameinuðu þjóðanna í New York. Styrkir Hugvísindasjóis bifreiðcleigan HJÓL Hverfisgðtu 82 6fml 16-370 50 þús. kr. styrk hlutu: Fræðslumálaskrifstofa Reykja- víkur — Sálfræðideild skóla. — Til rannsóknar á skólaþroska og námsárangri 6—8 ára barna og stöðlunar á þroskaprófi (gegn jafnmiklu framlagi frá Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur). Gísli Blöndal cand oecon. — Til að rannsaka orsakir vaxtar ríkisútgjalda á íslandi. Guðmundur Magnússon fil kand. — Til að vinna að licenti- at-rjtgerð um efnið Framlelðsla Við óviss skilyrði. Hörður Ágústsson listmálari. — Til að kanna íslenzka húsa- gerð til sjávar og sveita á síðari öldum. Jón P. Emils cand. jur. — Til að rannsaka réttarreglur um fé- bótaábyrgð hins opinbera og ljúka ritgerð um það efni. Ölafur Halldórsson cand. mag. — Til að vinna að rannsóknum vegna inngangs að textaútgáfu af Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu. Sr. Sveinn Víkingur fyrrv. biskupsritari. — Til að semja rit um kirkjur og bænhús á Islandi frá nrmhafi til vnrra daSa. 40 þús kr. styrk hlaut: Landsbókasafn Islands. — Til stuðnings við kaup á hinni miklu bókaskrá General Cata- Iougc of Printed Books, sem gef- in er út af British Museum (gegn a.m.k. jafnháu framlagi annars staðar frá). 30 þús. kr. styrk hlutu Sr. Jónas Gíslason sóknarprest- ur. — Til að rannsaka sögu siða- skiptanna á Islandi. Kristján Árnason B.A. — Til að vinna að ritgerð um exstenti- alheimspeki nútímans og áhrif Sören Kierkegaards á hana. Nanna Ölafsdóttir mag art. — Til að rannsaka erlend áhrif á þjóðfrelsisstarf Islendinga á fyrri hluta 19. aldar á sviði stjómmála, mennta og atvinnu- hátta. Dr. Sveinn Bergsveinsson próf- essor. — Til greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar vegna Islands- farar til að rannsaka 1) þróun önghljóða í íslenzku, 2) form í dróttkvæðum hætti. 25 þús. kr. styrk hlaut: Listasafn Islands. — Til stuðn- ings við kaup á ritverkinu Allgemeines Lexikor. der bild- end en Kunstler. 20 þús kr. styrk hlutu: Geöverndardeild barna. — Til kaupa á bókum og tækjum vegna geðheilbrigðisrannsókna á böm- um. Gunnar Sveinsson mag. art. — Til að kanna rit sr. Gunnars Pálssonar, einkum skáldskap hans og fomkvæðaskýringar, og aðrar heimildir um ævi hans, rita ævisögu hans og búa kvæð- in til prentunar. Kristmundur Bjarnason fræði- maður. — Til að rita ævisögu Gríms amtmanns Jónssonar. Sveinn Einarsson fil. kand. — Til að Ijúka rannsókn á dönsk- um áhrifum á íslenzka leiklist, einkum á árunum 1890-1910. 10 þús. kr. hlutu: Dr. Björn Ií. Þórólfsson fyrrv. skjalavörður. — Til að rannsaka sögu Þingvallafunda, sem haldn- ir voru vegna deilunnar við Dani um sjálfstæðismálið á tíma- bilinu 1848-1907. Páll V. G. Kolka fyrrv. héraðs- læknir. — Til að rannsaka is- lenzka læknisfræðisögu. Formaður Hugvísindadeildar er dr. Jóhannes Nordal bankastjóri. Aðrir í stjóminni eru: dr. Hall- LAUGAVEGI 18®- SIMI 1 9113 Höfum kaupenduí með miklar útborg- anir að: Húsi í ná- grenni Revkjavíkur með góðri lóð, 2— 3 herbergja í- búðum 4— 5 herb. íbúSum 5— 6 herb íhúðum 5—6 herb hæðum með allft sér Parhúsum. einhvlis- húsum. HÖFUM KAUPANDA AÐ 3— 4 herbergja húsi ( ná- grenni Revkjavíkur með stórri lóð. Góð útborgun. TIL SÖLU 2 herb. ný íbúð við Aust- urbrún. 2 herb. íbúð í Selási (smíð- um. 2 herb. góð íbúð í Vogun- um. 1, veðréttur laus. Ot- borgun 120 þúsund. Lítii íþúð f Gerðunum með sárinngangi. Stofa, eld- hús og snyrtiherbergi. Otborgun 80 þúsund. 3 herb. íbúð við Sogaveg Otb. 100 bús.. 3 herb. hæð og 2 herb. I risi við Kárastíg. Sérinn- gangur. sér hiti. Otb. 175 þúsund. 3 herb efri hæð við Óð- insgötu, sér inngangur. 3 herb. ný og glæsileg íbúð í Laugamesi. 3 herb. eóð íbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á fvrstu hæð. 1 veðr. laus 3 herb. hæðir 90 ferm. I timburhúsi við Engjaveg. Góð kjör. 3 herb. stór kjallaraíbúð Langholtsveg. Sérinn- gangur. 3— 4 herb. glæsileg fbúð við Safamýri. næstum full- gerð. 4 herb. hæð með allt sér við Óðinsgötu. Verkstæð- ispláss á jarðhæð. Raðhús í enda við Skeiðar- vog með fallegum garði. Vandað timburhús við Heiðargerði. Falleg, frá- gengin lóð. Timburhús 105m2 við Hverf- isgötu á 400m2 eignarlóð. Hæð, ris og kjallari. Hentugt fyrir verzlun, skrifstofur eða félags- heimili. I SMlÐUM: 4— 6 herb. glæsilegar íbúðir í borginni. f KÓPAVOGI: Efri hæðir i tvíbýlishúsum í smíðum. Allt sér. Parhús í smíðum við Birki- hvamm. Arkitekt Sigvaldi Thordarson. 3 herb íbúð. 100 ferrn,, i smiðum við RevnihVamm: Allt sér. 3 herb. hæð i timburhúsi við Nýbýlaveg l veðr laus. Góð kjör 3 herb. hæð við Lindar- veg. Sérinngangur. F.inn- ig góð byggingarlóð á- samt teikningu. f smíðum f Garðahreppi alæsilegt einbýlishús. Hafið samband vjð okkur ef pið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. dór Halldórsson prófessor, dr. Kristján Eldjám þjóðminjavörð- ur, Ólafur Bjömsson prófessor og Stefán Pétursson þjóðskjala- vörður. Ritari deildarinnar er Bjami Vilhjálmsson skjalavörð-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.