Þjóðviljinn - 11.07.1963, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.07.1963, Síða 5
Fimmtudagur 11. júli 1963 HÓÐVILIINN SÍÐA 5 KONUR SÁTU Á ÞINGI Eftir ÁRNA BERGMANN Þátttaka Síðustu viku júnímánaðar var haldið i Moskvu mesta kvennaþing sem sögur fara af. 1 því tóku þátt 1541 kona frá 113 löndum. Þar af voru um 1280 fulltrúar, 160 gestir, 130 áhorf endur. Margt var svipað með þessu þingi og friðarþinginu sem haldið var í Moskvu í fyrra. Forgöngu um að það var kallað saman hafði Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna (A.L. K.) — sem stofnað var 1945 og hefur einkum notið stuðnings kvennasamtaka sósíalistiskra og margra hlutlausra landa. Sam- tökin hafa sem kunnugt er starfað í náinni samvinnu við Heimsfriðarhreyfinguna. Báðar þessar staðreyndir hafa orðið til þess að tortryggni hefur gætt í garð A.L.K. í ýmsum ríkjum Vestur-Evrópu svo og i Norður-Ameríku og samtökun- um borinn á brýn skortur á hlutleysi. En — eins og á áður- nefndu friðarþingi — kom fram á þessu þingi breytt afstaða; þátttaka í þvi var miklu al- mennari en á öðrum ráðstefn- um sem A.L.K. hefur staðið fyrir, og hún var einkum al- mennari af hálfu kvenna frá borgaralegum löndum. Gott dæmi um þetta er hin fjöl- menna sendinefnd frá Banda- rikjunum, en þaðan komu fimmtíu konur — bæði frá kvennasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti kynþáttanna og frá þeim ungu samtökum sem gert hafa kjamorkuvígbúnað að höfuðóvini sínum (Women Strike for Peace o.fl.). Þingmáf En þótt það væri sameiginlegt með friðarþinginu í fyrra og nýafstöðnu kvennaþingi, að þátttaka í þeim var almennari en áður á ráðstefnum þeirra al- þýðusamtaka sem til eru, þá var og margt ólíkt með þeim. Ágreiningsmál voru færri, og að sumu leyti nokkuð önnur en þau sem komu fram á fyrr- nefnda þinginu. Ágreiningsmál voru færri vegna þess að þingið var að verulegu leyti helgað réttinda- málum kvenna, baráttu fyrir raunverulegu jafnrétti þeirra á öllum sviðum — þ.e.a.s. málum sem konur eiga af eðlilegum á- stæðum auðvelt með að sam- einast um, hverjar sem skoðan- ir þeirra á trú eða stjórnmálum annars eru. Þingskýrslur verða sjálfsagt afbragðs heimildarrit um rétt- indi og baráttu kvenna í öllum löndum — og greinargott yfir- lit um þau mál er að finna í framsöguræðum frá prófessor önnu Matera (Italía) og Vilmu Espan (Kúba) — en þær verða síðan grundvöllur að ályktun- um um réttindi kvenna og barna. Hagsmunir kvenna Anna Matera ræddi um þau mörgu skref til jafnréttis kvenna sem stigin hefðu verið víða um heim. Æ fleiri lönd hefðu viðurkennt rétt kvenna til starfa og til jafnra launa — enda væri sú þróun bæði efna- hagsleg nauðsyn og uppspretta frelsis. En með aukinni þátt- töku kvenna í framleiðslu og öðrum störfum sköpuðust æ ný vandamál: hvernig tengja bæri saman störf konunnar utan heimilis og innan, og þar með, auknar kröfur á hendur þjóð- félaginu um þjónustu við fjöl- skyldurnar. Þá ræddi hún og um þá ánægjulegu þróun síð- ustu áratuga að konan hefur náð jafnrétti innan fjölskyld- unnar í mörgum löndum (só- síalistísku löndin, Norðurlönd, Norður-Ameríka) — og yfirleitt stefnir þróunin að því að hin stóra, þriggja eða fjögurra kyn- slóða fjölskylda, sem lýtur boði og banni föðurins, víkur all- staðar fyrir lýðræðislegri fjöl- skyldu. Ekki svo að skilja að frú Matera teldi að fullur sigur hefði náðst. Hún áleit til dæm- is að þótt konur í sósíalistísk- um ríkjum hefðu náð fullu jafnrétti við karla og stigið að- dáunarverð skref með mjög virkri aðild að þróun þjóðfé- lagsins, þá væri enganvegin hægt að segja að allur vandi væri leystur: það þyrfti einnig í þessum löndum að veita kon- um enn betri fagmenntun og að flýta fyrir því að þær frelsist undan heimilisstörfum. 1 þró- uðum kapítalistískum löndum væri hlutverk konunnar víða orðið allmikið — en þar þyrftu konúr jafnan að vera á verði og berjast fyrir því að það jafnrétti í þjóðfélagi og fjöl- skyldu sem viðurkennt er f löggjöf verði framkvæmd — berjast við íhaldssemi, fordóma og efnahagslegt misrétti. Börnin Ræða Vilmu Espan um rétt- indi bama, menntun þeirra og uppeldi var allmiklu her- skárri en hin ítalska kvenrétt- indaræða. Hún lagði eðlilega mikla áherzlu á þann árangur sem sósíalistísku löndin hafa náð með því að útrýma ólæsi (dæmi: Kína, Kúba), koma á almennri skólagöngu á stuttum tíma, koma á ókeypis heilsu- vemd — en í öllum þessum málum er hlutur kvenna mik- ill (meira en helmingur lækna i Sovétrikjunum eru konur). Hún viðurkenndi ýmsa kosti skólakerfis þróaðra borgara- legra landa, en gat jafnframt um það, hve víða í þessum löndum sómasamleg menntun er háð fjárþagslegum mögu- leikum foreldra en ekki hæfi- leikum. En meginhluti ræðunn- ar var um vandamál vanþró- aðra landa þar sem pólitísk og efnahagsleg ánauð hefur haft í för með sér hræðilega háan ungbarnadauða og nær algeran menntunarskort. Skyldleiki vandamála Iþessum — og öðrum — ræð- um voru hin eiginlegu kvenréttindamál á margan hátt tengd öðrum málum þingsins: aðild kvenna að baráttu fyrir almennum mannréttindum, fullu sjálfstæði þjóða, frið og afvopnun. Þótt með ýmsum blæbrigðum væri munu flestar konur hafa skilið nauðsyn þess að tengja öll þessi vandamál á einn eða annan hátt. Þegar við ræðum um heilbrigði og framtíð barna okkar, getum við ekki gengið fram hjá því heilsutjóni og þeirri fjölgun vanskapninga sem kjarnorku- tilraunir hafa valdið, sagði Vilma Espan, — og því verður að banna þær. Afvopnun er tengd beinum hagsmunum kvenna og barna þeirra — af- vopnun losar fjármagn til skólahalds og barnaheimila. sagði annar fulltrúi. Aua Keita frá Malí, sem hafði fram- sögu um baráttu fyrir þjóðlegu sjálfstæði minnti á það, að í þeim afríkönsku þjóðfélögum, sem hvítir menn eyðilögðu, var konan oft mjög rétthá (naut eftirstöðva ættarsamfélagsins) — en enginn varð fyrir verri búsifjum af ránskap hvítra en einmitt hún. Fulltrúi amerískra kvenna, Margaret Russel, lýsti einnig yfir stuðningi við svipuð sjónarmið — sagði að friðsam- leg sambúð — sem er forsenda allra framfara — væri vart möguleg meðan einhverjar þjóðir búa við ánauð í ein- hverri mynd. Blóð og tár Er friðarhorfur voru ræddar beinlínis, og þó sérstaklega Sigríður Sæland, Ijósmóðir: Vandamál uppeídisstarfs Þessa dagana var haldið ung- lingaregluþing, og stórstúku- þing, ásamt svo mörgum þing- um öðrum. Vandamál þjóðfé- lagsins voru þar til umræðu. Hæst hefur þar borið uppeld- ismál æskunnar, þetta eilífa umræðuefni og ásteitingar- steinn. Já, satt er það, margt fer öðruvísi en ætti að fara. Mörg- um finnst nú í óefni komið í uppeldismálum, og svo mjög að dagblöðin fara á stúfana og spyrja menn hvar orsakanna sé að leita. Fleiri góðir menn leggja sitt til málanna, og benda á leiðir. Hver vill bera ábyrgðina á framkomu ofurölva ungmenna? Lítum í kringum okkur, les- andi góður. Rætur óhamingju unglinganna? Hvemig eru heimilin? Mörg eru þau aðeins matstofa og svefnstaður, og annað ekki. Þau sem eiga að vera vettvangur, þar sem góðar tilfinningar eru ræktaðar í vax- andi þegnum, hinum veika stofni er á að erfa landið. Það þarf að rækta upp virð- ingu fólks fyrir eignaréttinum, hvort sem eigendur eru ein- staklingar eða þjóðin í heild. Þá myndi fljótt minnka sú mikla skemmdarfýkn sem við verðum svo sorglega oft vitni að. Islenzk kona! Er barnið þitt ekki helgasta og dýrmætasta eignin sem þér er trúað fyrir? Ju, vissulega. Þessvegna er mikið leggjandi á sig til að það geti seinna á lífsleiðinni minnzt bernsku sinnar sem dá- samlegs tímabils, og sem góðrar undirsföðu fyrir aðal lífsbar- áttuna. Mæðurnar þurfa að hafa tíma aflögu fyrir börnin. þau eru litlir einstaklingar sem þarfnast athygli og umfram allt ástúðar. Þegar börnin alast upp við þær góðu aðstæður er grundvöllurinn lagður fyrir róstursamasta tímabil ævinnar. 14—20 ára aldurinn. 1 verkamannastétt er lífsbar- áttan svo hörð að móðirin neyðist oft til að vinna utan heimilisins. Tekjur mannsins hrökkva ekki fyrir brýnustu nauðþurftum. Tilraunir eru gerðar til að létta undir með móðurinni með vöggustpfum; það er lofsvert framtak, en leysir þó ekki allan vandann. Síðan koma dagheimilin, og róðurinn verður enn erfiðari eftir því sem barnið stækkar, því að takmörk eru fyrir dval- arleyfum á þeim stöðum. Einn- ig er til önnur tegund hús- mæðra: Hinar svonefndu yfir- stéttarfrúr, sem þurfa ekki annað en benda á hvað heim- ilið þarfnast, og þá er það fengið. Þær gefa sér því miður oft ekki tíma til að hugsa um börnin sín. Þaggað er niður i börnunum með gjöfum o. s. frv. Með því er virðingarleysi fyrir verðmætum boðið heim. Sigríður Sæland Llfið líður fyrr en varir, og áður en móðirin hefur áttað sig er barnið orðið henni fram- andi. Vonir þess og þrár eru móðirinni lokuð bók. Þá kemur spurningin óhjákvæmilega: ,,Hef ég verið börnum mínum sú fyrirmynd og móðir sem ég get verið stolt og ánægð með?“ Þjóði.n á marga ágæta framá- menn í uppeldismálum, en þeir eru alltaf í minnihluta, þó ó- trúlegt sé. Við eigum því mið- ur þjóðarleiðtoga er halda að bezt sé að þjóðin lifi sem mest á vínsölu. Sjoppur rísa upp 1 bæjunum eins og gorkúlur -i haug, en þó virðist sem ein- hverjir sjái hættuna er frá stafar samanber atburðina á Akureyri. Það er nýafstaðið stórstúku- þing, eins og ég gat um áðan. Byrjaði þingið með guðsþjón- ustu í dómkirkjunni. Eftir messu sagði ég: „Gott er að hafa útvarpið, þessi ræða prestsins átti vissulega erindi til allrar þjóðarinnar." En þeg- ar ég gáði betur að, kom í ljós að engu hafði verið útvarpað. Hversvegna hæðast menn oft góðlátlega að kenningum Góð- templarareglunnar? Vonandi ekki vegna þess að hún boðar fegurra mannlíf. Ég held að uppalendum væri hollt að kynna sér starf hennar, svo að hægt væri að benda hinni glæsilegu æsku okkar á kosti þessara kenninga. Nú stendur fyrir dyrum að halda templaramót út í guðs- grænni náttúrunni. Þar mega allir koma sem haga sér eins og mönnum sæmir. Ég held að þið foreldrar sem akið í eigin bíl, ættuð að koma sjálf þangað með unglingana ykkar. Þar þarf ekki löggæzlu utan þá sjálfa sem fyrir mót- inu standa. Hvernig skyldi standa á því? Það er vegna þess að Bakkus er ekki með í förum. Ég heyri sagt, að það sé búið Framihald á 8. síðu Nokkur hluti fulltrúanna, sem sátu kvennaþingið í Moskvu. A frcmstu bckkjunum sitja konur frá Súdan og Kýpur. horfur á banni á kjarnorku- tilraunum, gætti frekar bjart- sýni. Enda gat forseti A.L.K. Eugenie Cotton vitnað bæði í tillögur Krústjoffs um afvopn- un, hirðisbréf Jóhannesar páfa og nýlega ræðu Kennedys — svo og • væntanlegan fund kjarnorkuveldanna í Moskvu. Engu að síður var hvatt til ár- vekni kvenna, að þær skyldu þjarma að stjórnmálamönnum til að þeir uppfylltu loforð sín. En málið vandaðist þegar 'rætt1 var um11 -leiðir og höfuð- verkefni friðarbaráttunnar. Margar konur lögðu þungar áherzlur á baráttu gegn ný- lendukúgun, fasisma og heims- valdastefnu í gamalli og nýrri mynd. Og skyldi þessi barátta vera nátengd baráttu fyrir rétt- látum friði og almennum mannréttindum. Hér voru nefndar þær konur sem sitja í fangelsum Grikklands, Spánar og Portúgals, þær 100 þúsund konur sem Ma Tsf Tsín kvað sitja í fangelsum Suður Víet- Nam (Sjálf hafði hún verið fangelsuð ásamt tveggja ára dóttur sinni). Angólsk kona lýsti brenndum þorpum og myrtum börnum lands síns. Og ekkja Salam Adíls, formanns kommúnista í Isak, sagði frá því grimmdaræði sem geisar í landi hennar: hinir nýju herr- ar landsins hafa varpað vinstri sinnuðu fólki í fangelsi svo þúsundum skiptir, þeir hafa pyndað menn í viðurvist eigin- kvenna þeirra og konur í við- urvist bama þeirra. Og þeir dæma til dauða konur jafnt sem karla. Salurinn grét þegar hann hlustaði á orð þessarar svartklæddu konu. Afstaða Kínverja Varla hafa þær konur fundizt á þinginu sem ekki vildu styðja af alhug hverskonar mótmæli eða aðgerðir gegn of- angreindum glæpum, svo og þeirri fáfræði sem er ávöxtur misréttis og kúgunar. En öðru máli gegnir um það, hvaða á- lyktanir voru dregnar af órétt- læti í heiminum. Hér er kom- ið að Kínverjum. Þeir (og Al- banir, Norður-Kóreumenn og Víet-Nammenn) vildu halda því fram, að hin eina forsenda fyrir friði og réttindum kvenna og barna væri baráttan gegn heimsvaldasinnum og þá fyrst og fremst þeim amerísku. Þeir sögðu, að þeir sem gera frið- samlega sambúð og allsherjar- afvopnun að höfuðverkefni annaðhvort geti ekki eða vilji ekki skilja þjáningar þeirra þjóða sem heimsvaldasinnar kúga. Og geti þessar þjóðir ekki lifað án þess að berjast af öllu afli gegn imperíalisman- um. Einmitt vegna þessa neit- uðu þessar sendinefndir að styðja ávarp þingsins, kölluðu ávarpið of meinlaust. Ennfrem- ur lentu kínverskar í deilum við Indverja út af landamær- um og fóru um þá mjög hryss- ingslegum orðum. Þýðing einingar Afstaða kínverskra vakti litla hrifningu á þinginu. Aftur á móti var hinni öldnu spönsku kempu Dolores Ibar- uri forkunnarvel fagnað, en hún gaf hinni kínversku af- stöðu nokkur svör. Hún lagði áherzlu á það, að þingið styddi réttlátar kröfur kvenna frá Grikklandi, Irak, Suður-Víetnam og fleiri lönd- um. Einnig á það, að barátta kvenna fyrir réttindum sínum og fyrir friði væri nátengd hinni almennu baráttu þjóða fyrir frelsi og framförum. En hún bætti því við, að ekki virt- ust allir skilja hið mikla afl einingar og samþykkis kvenna með ólík viðhorf, hina miklu þýðingu slíkrar einingar í frið- arbaráttunni. Þeir hefðu til dæmis spurt á fundi undirbún- ingsnefndar þingsins: „Hafið þið hugsað ykkur að ná sam- komulagi við frú Kennedy?" Og Dolores svaraði afdráttar- laust, að það vildu þær einmitt gera, svo framarlega sem frú Kennedy vildi hafa samstarf við aðrar konur um friðarmál. Dolores sagði ennfremur: „Leyfið mér, sem hef tekið þátt í að stofna samtök okkar, að gefa ykkur ráð sem byggt er á langri reynslu: leiðin að hjörtum kvenna verður ekki fundin í háværum og hvössum frösum, heldur í bróðurlegum samskiptum og vinsamlegum skilningi ....“ Þingið fékk kveðjur frá Sú- kamo og Krústjoff, frá Elísa- betu Belgíudrottningu og frú Bandaranaika, forsætisráð- herra Ceylon — og frá Valen- tínu geimfara persónulega — enda var henni vel fagnað sem voldugri staðfestingu á mögu- leikum kvenna og réttmæti kröfu þeirra um raunverulegt og virkt jafnréttj. Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.