Þjóðviljinn - 13.07.1963, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 13.07.1963, Qupperneq 5
I r jgardagur 13. iúlí 1963 ÞIÓÐVILIINN Viktoría Halldórsdóttir: ÞAD DUGAR EKKERT MÓK LENGUR Síðan ofurölvun unglinga og bama á ferðareisu um Þjórsár- dal í vor var gerð kunn öllufn landslýð, bæði í blöðum og út- varpi, virtist rofa til í hugum margra og fólki fannst að eitt- hvað væri nú ekki alveg eins og það í réttu lagi ætti að vera í menningarþjóðfélaginu. Marg- ir hristu krullaða kollana. and- vörpuðu og sögðu: Ja, hvemig æskan er orðin. En hver hefur alið upp þá reykvísku æsku sem þarna var að skemmta sér, og við hvaða siðvenjur og umhverfi er hún uppalin? Sú glæsilega æska sem hér um ræðir kom saklaus inn í þennan heim og steig glöð sín fyrstu spor á frjálsri grund. En fljótlega varð gildra á veginum sem sýndist girnileg. Það voru sjoppur og vínbarir, sem ís- lenzk stjórnarvöld höfðu leyft að setja á stofn. Þar eyddu borgárbörnin flestum frístund- um sínum. Þessi ómenningar- bæli voru eins og þéttriðið net um alla borgina og staðsett sem næst skólum og vinnu- stöðvum. Mörgum heimilum hefur reynzt ókleyft að vernda börn sín frá þessum gildrum. Það hefur einnig verið kappsmál stjórnarvalda að koma vínveitingaleyfum á sem flest hótel, og létu þau allar aðvaranir um skaðsemi þess- ara aðgerða eins og vind um eyru þjóta. Stjórnarvöldin hafa byggt og leigt stórhýsi til af- nota fyrir vínsöluna og auglýst með Stolti, ört vaxandi sölu, ört vaxandi milljónafjölda, sem áfengissalan færir ríkinu. (54 millj. á fyrra helmingi þessa söluárs.) Ríkið byggði svo fanga- geymslu til að stinga inní mönnum, sem af áfengis- drykkju áttu ekki samleið með mönnum. Aðalvinna lögregl- unnar mun vera að sinna bess- háttar fólki sem orðið er dýrum lýkt vegna áfengisneyzlu og kann ekki fótum sínum forráð. Það mun látið óátalið af yf- irvöldunum þá að bílstjórar kaupi vín í stórum stíl í á- fengissölunni, og þó vita allir að þeir kaupa það aðeins til að selja það þeim sem of ungir eru til að fá afgreiðslu í Á- fengisverzlun ríkisins. Þessir óheillafuglar selja í bílum og skúmaskotum eftir lokunartíma vínverzlana og eru sem sagt hjálparsveitir ríkisins til að koma áfenginu ofan í ungling- ana á ferðalögum og skemmti- stöðvum um land allt. Þessir leynivínsalar svo- nefndu hafa lítið verið gagn- rýndir af þvf opinbera, sem vonlegt kann að vera, því að beir hafa unnið með ríkinu að því að fjölga að mun milljón- um þeim. sem áfengisverzlun ríkisins státar af. þó beir hagn- ist dálítið sjálfir af sölunni, leynivínsalarnir; því að sagt er, að þeir leggi drjúgt á vöruna. TTnpivaðsla þessara leynivínsala -r öllum kunn, og gárungar ">fa að orðtaki sín á milli, um ■ sem kaupa sér bílskrjóð og yra unglinga um allar sveitir dansleiki og til útilegu: Tann er á grænni grein, — :nn að fá sér bíl og farinn T selja“. Okkur eldra fólkinu finnst vrgir aðilar fara mjög gá- islega með fjöregg þjóðarinn- ■ æskuna, með öllum þessum förum, — að freista hennar •q freklega sem gert er með :ssu fossandi áfengisflóði úr lum áttum. Fullorðnu fólki kst misjafnlega að gæta sín, ^egar vín er á borðum og í bílum, og er þá að undra að unglingar falli fyrir því tízku-fyrirbæri, sem nú herjar grimmilega á siðgæði og feg- urð og hefur þegar orðið mörgu íslenzku heimili ólæknandi meinsemd, komið mörgum efni- legum unglingum á glæpa- braut, valdið ólýsanlegum þján- ingum, slysum og upplausn heimila? Þegar falleg stúlka og táp- mikill piltur verða dýrum lík inni í Þjórsárdal, hrökkva menn við, en sá seki, sem seldi þeim brjálæðismeðalið, er ekki sóttur til saka. Smánin fellur á þá unglinga, sem neyttu þess áfengis, sem íslenzk stjórnar- völd kaupa inn í landið til að hagnýta heimsku og kæruleysi eða barnaskap þegnanna, og þar við situr. Grísirnir gjalda, en gömul svín valda. Það hefur margt verið ritað og rætt um Þjórsárdals- hneykslið. Menn hafa yfirleitt talið það sorglegan vitnisburð um mistök í uppeldinu, og mun það sannast mála, að svo sé, eins og ég hef bent á hér að framan. — Um það atriði þarf að ræða í fullri hreinsskilni, en ekki vappa kringum sann- leikann eins og köttur kring- um heitan graut. Allir íslenzk- ir foreldrar og uppalendur ættu fyrir löngu að hafa gert sér Ijóst, að hætta vofir yfir börnum og unglingum með því áfengisflóði, sem streymir út úr áfengisverzlun ísl. ríkisins. Valdhöfum þjóðarinnar finnst eflaust, að þeir geti farið sínu fram og boðið þjóðinni hvað ’ sem er, þar sem fólkið tekur varla eftir því, sem er að ger- ast í kringum það, — þegir við öllu, aðeins hrekkur upp af dvalanum, ef eitthvað stórkost- legt kemur fyrir, en fellur svo aftur í sama mókið. Það dug- ar ekkert mók lengur. Þjóðin er meira og minna slösuð á sál og líkama vegna drykkjuskapar, mörg heimili ó- fær um að ala upp böm. Þeir finna það bezt, sem fást við kennslu og uppeldismál, hver vandi þeim er á höndum vegna breyttra aðstæðna og rótleysis í öllum háttum, og framkomu margra unglinga, sem má telj- ást uggvænleg. Þær mörgu og sívaxandi vínsölu-milljónir, sem stjórnin státar af. eru ó- umdeilanlega sorglegir blóðpen- ingar, og við þær loðir bölvun og óhamingja, sem oflangt mál yrði um að ræða í lítilli blaða- grein. Islenzka þjóðin er að upplagi tápmikil og getur fært ríkinu nægar tekjur með vinnu sinni til sjós og lands. Hún þarf ekki á milljónum áfengissölunnar að halda, enda munu þær millj- ónir flestar fara aftur til þess að annast aumingja og upptætt heimili, — munaðarleysingja, sem hafa orðið áfengissölunni að bráð. Síaukin löggæzla vegna drykkjuskapar lands- manna mun líka hirða drjúgan skerf, að ógleymdum þeim starfsmannahóp, sem annast sölu, — og svona mætti lengi telja. En mesta tapið, sem þjóðin verður fyrir af áfengissölunni, verður aldrei metið svo sem vert væri, og verður ekki bætt með milljónum, hvað margar sem þær verða, ef haldið er á- fram á sömu braut. Það hefur tíðkazt nú í seinni tíð að fá útlenda sérfræðinga til hjálpar ríkisstjórn Islands í erfiðum kringumstæðum, og kvað hafa þótt tryggara held- ur en ráð innlendra eingöngu. Nú vil ég leyfa mér í allri vin- semd að benda ríkisstjórn Is- lands á að ráða til sín sér- fræðing frá Svíþjóð til hjálpar við að leysa þann vanda, sem þjóð vor er komin í vegna á- fengisneyzlu. Á nýliðnu vori var sagt frá því í dagblöðum, að í Svíþjóð kunni menn að leysa þann vanda, sem íslenzka þjóðin þarfnast nú að leysturverði taf- arlaust. Þar hvarf áfengi af markaðnum vegna verkfalla, sem bruggarar sænska ríkisins gerðu. Áhrifin af því, að áfeng- ið var tekið úr umferð, létu ekki á sér standa: Sænska út- varpið skýrði frá því, að slys- um hefði fækkað stórkostlega; skýrslur lögreglunnar sýndu ört fækkandi afbrot unglinga, og hverskonar vandræðum í umferðamálum var að miklu leyti aflétt. Sænska ríkið hef- ur þarna fengið leiðarvísi að hinni réttu lausn til úrbóta á ómenningu og tjóni, sem áfeng- issala veldur. Að endingu þetta: Islenzka ríkisstjórnin hlýtur að sjá, að eina trygga leiðin er að loka áfengisverzlun ríkis- ins og öllum vínveitingastöðum, til að byrja með yfir sumar- mánuðina, og gefa starfsfólkinu, sem. þar hefur unnið, langt frí. Þetta fólk myndi gleðjast, og þjóðin öll myndi fagna því að geta unað algáð við vinnu skemmtun og hvíld eitt sumar, eftir alla þá brotsjói, sem yfir hafa gengið að undanförnu. Lögreglan gæti einbeitt sér að því að verja landið fyrir smygli af sjó og úr lofti. Og ef trúlega væri unnið að, myndi árangur- inn verða sá, að fáir landsmenn myndu óska eftir því, að ríkið opnaði aftur með haustinu á- fengiselfina, sem flest vand- ræði í uppeldismálum stafa frá. Ég vóna, að fólk hætti að hrista kollinn yfir spillingu, en einbeiti sér að því að fá fram raunhæfar aðgerðir til að stöðva tjón og vandræði lands- manna, svo hinn fagri gróður, æskan, fái að alast upp í hreinu andrúmslofti og geti skemmt sér algáð á fögium stöðum íslands, sem svo margir eru, að fáum mun endast ævin til að skoða þá alla. 1. júlí 1963 Viktoría Halldórsdóttir, Sólbakka, Stokkseyri. 328 nemendur í Vesturbæjarskóla Gagnfræðaskóla Vesturbæjar var slitið 1. júnj sl. Innritaðir nemendur á s.l. hausti voru 328 í 13 deildum. Fastjr kennarar voru 14 auk skólastjóra, en stundakennarar voru 10. Unglingpróf þreyttu 45, 41 nemandi innanskóla og 4 utan- skóla. 41 stóðst prófið, þrír stóð- ust ekki og einn lauk ekki prófi. Hæsta einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Arngeir Hreiðmar Lúð- víksson, 8,11. Hæsta einkunn á 3. bekkjar prófi hlaut ÓU Már Aronsson úr verknámsdeild, 8,56. Hæsta einkunn á prófi upp úr 1. bekk hlaut Guðrún Guð- mundsdóttir 8,57. Bókaverðlaun hlutu þeir, sem skarað höfðu fram úr í námi og einnig trún- aðarmenn úr nemendahópi fyr- ir vel unnin störf. 4 gagnfræð- ingar hlutu bókaverðlaun frá British Council fyrir góða kunnáttu í ensku, þau Sævar Guðmundsson. Nína Gautadótt- ir, Inga Aðils og Þórunn Ein- arsdóttir. Inga Aðils'hlaut einn- ig bókaverðlaun frá þýzka sendiráðinu fyrir þýzkukunn- áttu. Óskar Magnússon, skólastjóri ræddi nokkuð húsnæðisvandræði skólans, en sneri síðan máli sínu til hinna nýju gagnfræðinga og bað þá hafa það ætíð hugfast, að trúmennska og skyldurækni í starfi væri bezta veganestið, þegar þau gengju nú inn í skóla lífsins, og árnaði þeim allrar blessunnar. Sagði hann síðan slitið 35. starfsári skólans. Landsprófsdeild skólans var slitið 13. júní. 23 nemendur luku prófi, þar af 18 með meira en 5.00 í landsprófsgreinum og 14 með framhaidseinkunn (6.00 og yfir). Hæsta einkunn á landsprófi að þessu sinni hlaut Hafsteinn Skúlason, 8,57 næst hæstir voru Matthías Halldórsson, 8,20 og Rögnvaldur Ingólfsson, 8,16. Ársrit og tímarit Garðyrkjuritið 1963, ársrit Garðyrkjufélags íslands, er komið út, Efni ritsjns er mjög fjölbreytt, greinar lengrj og styttrj um 30 talsíns og rit- ar ritgtjórjnn mjög margar þeirra, m.a. Hitt og þetta, Grænar jurtir á góu, páska- hret, Landið brejdir svip, Fjör- efni grænmetis, Garðyrkjumál, Gömul er garðyrkjan, Hvemig kemur blómunum saman?, Skuggablóm, Skjólgirðingar, skjólibelti o.fl. Þá ritar dr. Björn Sigurbjörnsson greinina Garðávextir úr frystiskáp, Sturla Friðriksson skrifar um gu’.rófnaafbrigði, Sverrir Vil- hjálmsson á greinarnar Nýjung í matvælageymslu og Frysting islenzks grænmetis, Reynir Vil- hjálmsson ritar: Starf garð- yrkjumannsins í byggingariðn- aðinum, Axel Magnússon: Leys. anleiki og blöndun áburðar- efna og Skordýralyf og myind- un ónæmis gegn þeim. Þá eru greinar eftir Óla Val Hansson og^ gitthvað fleira efni. í Iðnaðarmálum, 1.—2. hefti þ.á. er m.a. sagt frá verk- stjórnarnámskeiðum veturinn 1962—’63, Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur ræðir um ís- lenzka ull og gærur sem hrá- efni til iðnaðar Sagt er frá atvinnudeild háskóians, sem átti 25 ára starfsafmæ'i ó sl. ári og birt löng grein um i'- lenzka rannsóknastarfsemi og gildi hennar. Sitthvað fleira r í ritinu. SIÐA R Úr víðri veröld JAPAN — Sem kunnugt er verða næstu olympíuleikar, hin- ir átjándu í röðinni, lialdnjr í Tokio á næsta ári. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem efnt er til þessarar miklu íþróttahátíðar í Asíu. — Japanir hafa á undanförnum árum búið sig af kappi undir leikana, reist ný og fullkomin íþróttamannvirki, komið upp olýmpíuþorpi og haft mikinn viðbúnað í hótel- og gistihúsamálum. — Japanska undir- búningsnefndin skýrði nýlega frá því að alls yrðu 2.768.000 aðgöngumiðar til sölu í sambandi við olympíuleikana, þar af verða 20 þúsund miðar seldir eriendis og hefst sala þeirra í marzmánuði n.k. — Myndin er af aðalíþróttaleikvanginum í Tokio. UNGVERJALAND — Hér sér inn í aðalvélasalinn í hinu mikla raforkuveri (orkugjafi: kol) skammt frá Tisapalkon í Ungverjalandi. Aðaltúrbínurnar eru fjórar, og framleiða 50 þúsund kílówöj,t hver. RÚMENÍA — Á síðustu árum hefur borgin Iasi í norð-aust- ur hluta Rúmeníu komizt í tölu hinna mestu iðnaðarborga þar í landi og jafnframt orðið mikilvæg menningarmiðstöð. Uppbygging borgarinnar hefur verið hröð og sést hér á mynd- inni eitt af hinum nýlegri íbúðarhverfum borgarinnar. MONGÓLÍA — Það hafa mörg hús risið upp í Ulan-Bator höfuðborg alþýðulýðveldisins Mongólíu á siðustu árum. — Á myndinni sjást nokkur ný íbúðarhús í borginnl. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.