Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ------------------------- ; DVIUINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Skammsýni gjórnarblöðin guma einatt af því hversu góðan árangur „verzlunarfrelsið" hafi borið, hillur verzlananna svigni undan hinum fjölbreytilegasta varningi, og verzlunarhallirnar setji sívaxandi svip á höfuðborgina. Vís'f er ánægjulegt að geta valið úr sem mestum varningi í landinu, en því aðeins eru vörurnar tiltækar að þeirra er aflað með íslenzkri framleiðslu; leyfi þau sem innflytj- endur hafa fengið til skyndilána erlendis og nema nú hundruðum milljóna króna munu reynast skammgóður vermir, sé ekki aflað gjaldeyrisverð- mæta 'til að greiða lánin á réttum tíma. 'yöruúrvalið er afleiðing framleiðslan sjálf er undirstaðan. En ríkisstjórnin og sérfræðing- ar hennar eru önnum kafnir við að horfa á afleið- inguna eina saman. Á þetta benti aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna nýlega, en hann lagði áherzlu á þá staðreynd „að meðal stærstu kaupenda á hraðfrystum fiski hafa verið svonefnd jafnvirðiskaupalönd. Nú hefur dregið mjög úr innflutningi frá þessum löndum og þá jafnframt úr sölumöguleikum til þeirra. Skorar því fundurinn á hæstvirta ríkisstjóm íslands, að hún geri einhverjar þær ráðstafanir, sem tryggi að útflutningur sjávarafurða til þessara landa aukist í stað þess að dragast saman“. Forráða- menn hraðfrystihúsanna telja þannig að ríkis- stjórnin hafi skert hagkvæmustu markaði íslend- inga og þar með takmarkað framleiðsluna með stefnu sinni í verzlunarmálum; þar er að sjálf- sögðu um að ræða alvarlega öfugþróun sem hlýt- ur að bitna á sjálfu vöruúrvalinu fyrr en varir, verði ekki bætt úr. |7n það er ekki nægilegt að afla verðmæta; þjóð- arheildin þarf einnig að hagnýta þau af fyrir- hyggju. Hinn óvenjulegi aflafengur síðustu árin og hækkandi verð á afurðum okkar hefði að tals- verðu leyti þurft að renna til þess að efla atvinnu- líf okkar, gera það fjölbreyttara og öruggara. En stjórnarvöldin hafa ekki beitt sér fyrir því að hér yrði komið upp einu einasta meirihátíar atvinnu- fyrirtæki. í staðinn hefur fjöldi innfluttra bif- reiða numið um það bil þremur þúsundum á þessu ári, og mun andvirði þeirra naumast vera undir 450 milljónum króna. Slíkur innflutningur færir að vísu ríkissjóði 'fekjur, sem Gunnar Thor- oddsen getur grobbað af; og víst er þægilegt að hafa tiltækilegt í landinu nægilegt af nýjum bíl- um. En þessi einhliða hagnýting á framleiðslu okkar er tóm neyzla og þægindi, eykur yfirbygg- ingu efnahagslífsins án þess að styrkja undirstöð- una. ^tjórnarblöðin eru nú þegar farin að gefa í skyn að efnahagskerfið sé í hættu vegna viðreisn- arinnar. Þau eru farin að tala opinskátt um „mögru árin“ sem kunni að vera framundan. Þá verður „forsjóninni“ um kennt en ekki þeirri rík- isstjórn sem hafnaði fyrirhyggju og áætlunarbú- skap og hélt að afleiðingarnar væru mikilvægari en undirstaðan. — ------------- HÓDVILIINN • .......vr ---—-------------—-----------Laugardagur 27. júlí 1963 Handknattleiksmótið: ÍR gerði jafntefli vii FH í meistara- flokki karla, FH vann Breiðablik 12:9 SÖLVASON & C0 íNMt/E/MTA m&fá* SELFOSSI — Sími 56. Loksins er komin á markaSinn einföld, en g6S og ódýr, kartöfluupptokuvél VerÖ, rúmar 5 þúsund kr-, knúin eins og sláttuvél, auðveld í ásetningu á sér- hverja dráttarvél — Hún er tvímælalaust bezta hjálpin við kartöfluupptökuna. Upplýsingar gefa umboðsmenn Islandsmótið í handknattleik utanhúss hélt áfram á fimmtu- dagskvöldið, og fór fram tveir leikir í meistaraflokki kvenna og einn í meistaraflokki karla. Það þótti nokkrum tíðindum sæta, að í meistaraflokki karla gerði IR jafntefli við FH, og það merkilega skeður að ÍR- ingar sækja á í síðari hálfleik en F7f hafði yfir í hálfleik. Úrslit leiksins urðu 21:21. Markmaður iR-inga varði af mikilli snilld, og örvaði það allt liðið, sem ógnaði FH-ing- um mjög alvarlega. FH-ingam- ir áttu heldur slakan leik, og tókst ekki að hrista iR-ingana af sér. Ef FH hefði unnið þennan Jeik hefðu þeir mátt tapa fyr- ir Víkingi á sunnudaginn. Þetta gerir mótið spennandi, þvi að ef FH gerir jafntefli við Víking verða liðin að leika aftur. Vinni hinsvegar annarhvor þýðir það sigur í mótinu. ^ I kvennaflokki sigraði FH Breiðablik með 12 mörkum gegn 9. og verður það að telj- ast góð frammistaða hjá Breiðabliki. Valur vann Þrótt einnig í meistaraflokki með 10:1, sem eru miklir yfirburðir. Vafalaust er það skynsamlegt hjá Þrótti að safna saman stúlkunum á mót þetta sem undirbúnings- Kristján Mikaelsson leiki fyrir vetrar-keppnistíma- bilið. Þær eiga mikið eftir að læra, og ef þær nota sumarið sem undirbúningstíma má nokkurs af þeim að vænta í vetur. Mótið heldur áfram í dag kl. 3.30 og keppa þá í kvennaflofcki Valur og Breiðablik og í karla- flokki KR-ÍR, og getur það orðið skemmtilegur leikur þvi bæði liðin eru búin að koma svolítið á óvart með því að sigra óvænt. Sem kunnugt er fer mótið fram í Hafnarfirði, og hófst á laugardaginn var. Meistaraflokkur kvenna: FH — Þróttur 15:4 Víkingur — Breiðablik 15:9 FH — Víkingur 8:3 Meistaraflokkur karla: FH — KR 42:21 KR — Vikingur 13: 9 Víkingur — ÍR 19:16 H+V. Næsta stórverkefni frjálsíþróttamanna 20 valdir til landskeppn- innar við Vestur-Noreg Landslið Islendinga í frjáls- um íþróttum, sem keppa á við Vestur-Noreg í Álasundi 6. og 7. ágúst næstkomandi hefur verið valið og er skipað sem hér segir: 100 m hl. Skafti Þorgrímsson IR og Einar Gíslason KR. 200 m hl. Valbjörn Þorláksson KR og Skafti Þorgrímsson IR. 400 m hl. Skafti Þorgrímsson ÍR og Kristján Mikaelsson IR. 800 m m. hl. Kristleifur Guðbiörnsson Helgi Hólm IR. 1500 m hl. Halldór Jóhannesson KR og Halldór Guðbjömsson KR. 5000 hl. Kristleifur Guðbjömsson KR og Agnar Leví KR. 3000 m. hindrunarhlaup. Kristleifur Guðbjömsson KR og Agnar Leví KR, 110 m grindahlaup Valbjörn Þorláksson KR og Kjartan Guðjónsson KR, 400 m. grindahlaup. Valbjörn Þorláks- son og Helgi Hólm IR. Hástökk Jón Þ. Ölafsson IR og Kjart- an Guðjónsson KR. Langstökk Úlfar Teitsson KR og Einar Frímannsson KR. Þrístökk. Jón Þ. Ólafsson IR og Úlfar Teits- son KR. Stangarstökk. Val- björn Þorláksson KR og Heið- ar Georgsson IR. Kúluvarp. Jón Pétursson KR og Guð- mundur Hermannsson KR. Kringlukast. Þorsteinn Löve IR og Hallgrímur Jónsson Tý. Spjótkast. Valbjörn Þorláksson KR og Kjartan Guðjónsson KR Sleggjukast. Þórður B. Sigurðs- son KR og Þorsteinn Löve IR. Fararstjóri íslenzka landsliðs- ins verður Ingi Þorsteinsson, formaður Frjálsíþróttasam- bandsihs, en þjálfari Benedikt Jakobsscri. Liðið fer utan 3. ág. og kemur heim 11. ágúst. i>f.r ÚtfP0k ÓUPMUmSON ík-Stm/ 'IWO Norðurlanda- met 15 ára stúlka Um síðustu helgi háðu Frakk- land og Danmörk landskeppni í frjálsum íþróttum kvenna. Keppnin fór fram í Kaup- mannahöfn og sigruðu frönsku stúlkumar með 64 stigum gegn 53. 1 fyrrai sigruðu þær frönsku einnig, þá með 69 stigum gegn 48, en keppnin var háð í Par- ís. Mesta athygli í keppninni vakti 15 ára gömul dönsk stúlka, Else Hadrup að nafni, vegna frábærs árangurs í " spretthlaupunum. Fyrir tveim vikum bætti hún danska metið í 200 metra hlaupi kvenna, hljóp þá á 24,7 sek., en í lands- keppninni bætti hún þetta met sitt um 5/10 sek., hljóp á 24,2 sem jafnframt er nýtt Norður- landamet. 100 metra hljóp hún á 11,7 sek. Jón Þ. Ölafsson Ahorfenaamet Ahugi almennings á lands- keppni Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna í frjálsum íþróttum um síðustu helgi var geysi- mikill eins og fram hefur kom- ið í fréttum. Fyrri keppnisdag- inn voru um 70 þúsund áhorf- endur á Lenínleikvanginum og 20-25 þúsund fleiri síðari dag- inn. Munu sjaldan hafa verið fleiri áhorfendur samankomnir á leikvanginum til að fylgjast með frjálsiþróttakeppni. Bændur - Nýjung! J »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.