Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 27 júlí 1963 ÞlðÐVILIINN I — Mamma. sagði Danni, — viltu gefa mér hund. — Mamma hans leit á hann. — Danni, sagði hún, — Hvað baðstu mig um í síðustu viku? Og hverju svaraði ég? — Ég bað um hund og þú sagðir nei — svaraði Danni. — Og í vikunni þar, áður baðstu mig líka um hund. og hverju svaraði ég? — Þú sagðir nei — sagði Danni. — Danni minn. mér þyk- ir það leiðinlegt, en húsið okkar er svo lítið að við getum ekki haft hund. — sagði manna hans Danna. — En ég er búinn að finna svo gott nafn á hund, hanr á að heita Klói. — Hættu nú að suða sagði mamma hans Danna, Og Danni heyrði á röddinni að nú var þolinmæði hennar þrotin. Pramhald. Heimboiið Það var einu sinni líti. stúlka, sem svaf alein í stóru herbergi. Stundum vaknaði hún á nóttunni og leiddist að SÓTI pað var þriðjudag einn í á- gúst. Allir voru uppi á engj- um. Við, vinkona mín og ég. vorum búnar að fá loforð um að fá að ríða á Sóta heim, þegar bróðir minn færi heim með heyhestana, og vorum við nú heldur en ekki upp með okkur. Svo var nú lagt af stað Bróðir minn var á undan, en við á eftir. En við vorum nú fljótt leiðar á að tölta á eft- ir og báðum bróður minn að lofa okkur að fara á undan. en hann var nú ekki alveg á því, og notaði nú tækifærið til að stríða okkur. Okkur fannst tíminn lengi að líða. en loksins komum við að hlöðunni, sem var skammt frá bænum. Bróðir minn fór svo að velta böggunum inn, en við áttum að fara með Sóta heim og ætluðum nú heldur en ekki að láta hann spretta úr spori. Við tíndum okkur sinn puntstrávöndinn hvor og slógum eins og við gátum í síðu klársins. En þá tók nú ekki betra við. Hann tók viðbragð og hentist aí stað, og við ultum báðar af baki. En sem betur fór, meiddumst við ekkert. En við fórum nú samt báðar að háskæla. Við stauluðumst samt á fætur og fórum heim með Sóta. Nú er búið að slátra Sóta fyrir löngu. R.V. Skrítla Einkunnaspjald Georgs var nýkomið heim, og því miður var útkoman af prófinu mjög léleg, svo að foreldrar hans voru allt annað en ánægjuleg- ir á svipinn. „Ég er alveg að missa þol- nmæðina vfir háttalagi þínu.1, 2 3 4 sagði faðir hans. „Hvemig stendur á því, að Hans litli, sem er miklu yngri en þú. er alltaf efstur, en þú neðstur?" Georg litli leit á föður sinn því næst á móður sína og sv< aftur á föður sinn og sagð svo: „Þú verður að taka það mec i reikninginn. pabbi. að Hans litli á líka alveg sérstaklegp vel greinda foreldra". ! I I Hve lengi ertu að svara þessu rétt? Hve lengi ei'tu að svara Þessu réttu? 1. Hvenær eru sólstöður (lengstur dagur)? 2. Hver samdi lagið við þjóð- sönginn okkar? 3. Hver orti þetta ljóð: Nú andar suðrið sæla vindum býðum —? 4. Hver samdi leikritið Fjalla- 5. Hvaða ár tók fyrsti inn- lendi ráðherrann við völd- um hér á landi og hvað hét hann? 6. Hver ræktaði fyrstur kar töflur hér á landi? 7. Hvort fer hraðar, ljósið eðr hljóðið? 8. Hver mælti þessi orð: — Þeim var ég verst er és • ’nní mest —? Myndir frá lesendum geta ekkert gert nema snúið sér upp í hom og reynt að sofna aftur. Eina nóttina vaknaði hún, settist upp í rúminu og horfði á tunglið sem skein glatt inn um gluggann. Þá kom snögg vindhviða, og náttjakkinn fauk af henni. Og i stað þess að lenda á rúminu fauk hann út um gluggann, svo telpan fór fram úr rúminu ’ og út að glugganum til þess að reyna að ná í náttjakkann sinn. En hvemig sem hún reyndi, heppnaðist henni ekki að ná honum. Þá klifraði hún út á sylluna fyrir utan gluggann og baðaði þar út öllum öng- um tJI að ná honum, en það varð til þess að hún datt niður í garðinn. Jakkinn var hvergi sjáanlegur. Laufið af trjánum bærðist i golunni og tunglið skein, og annað var ekki að sjá. Telpan stóð þarna dálitla stund og vissi ekki vel hvað hún átti að gera. Allt í einu heyrði hún fótatak og faldi sig á bak við tré, til þess að sjá hver þar væri á ferð. Sá. sem fram hjá gekk hlaut að vera bréf- beri, þvi að hann var með ein- kennishúfu á höfðinu, en það skrítna var, að hún sá bara húfuna og ekkert ann- að. Þetta er auðvitað ósýni- lesur maðiir bugsaðí telnar — Hann er eflaust með bréf til mín — hugsaði hún og gekk út á stíginn svo hann gæti géð hana, og þegar hann kom spurði hún hvort hann væri með bréf til hennar. — Já, ég er einmitt með bréf til þín — sagði póstur- inn, og rétti henni ósýni- Iegt bréf, Síðan hélt hann á- fram ferð sinni. Gallinn á ósýnilegu bréfi er sá, að það er alveg ómögulegt að lesa það. Telpan hafðj áhyggjur af því að geta ekki lesið það. sem í bréfinu stóð svo hún ákvað að tala við bez.ta vin sinn, en það var götu- viti við hornið á stræúnu, sem hún bjó við. Þangað hljóp hún. og hélt fast utan um ósýnilega bréfið, það mátti alls ek’ki detta, því bað er ekki auðvelt að finna ^'vnileg bréf á sötunni — Góði götuvitl, — sagði hún, — viltu hjálpa mér að lesa þetta bréf —■ í sama bili varð bréfið sýnllegt, og hún las: Telpa Utla, það á að vera vei7.1a í kastalanum I kvöld, vilt þú koma í veizl- una? — Þetta var allt og -umt. það sfóð hvergi frá hverjum bréfið var, eða hvar kastalann væri að finna. Telpan þekkti alla staði í nágrenninu, og vissi a* bar va- ensinn kastali Sem sagt, það var enginn kastali é jörðinni þarna ná- lægt, en það var ekki þar með sagt að hann gæti ekki verið einhversstaðar svífandi í loftinu. Svo hún tók það ráð að klifra upp i tré til bess að sjá betur yfir. Og viti menn! Þama yfir trjá- foppunum var járnbraut. og ein lestin var einmitt að leggja af stað. Hún hoppaði inn i einn vagninn og lestin baut af stað, bátt í loftinu o g nam staðar á næstu brautarstöð, og þar fór hú„ úv. vflmimnr' Framb 7 HvÍt Mjallhvít og Þyrnirós eftir Helenu Hjaltadóttur, Suðurlands- bjraut 90. Mýs í túni efti* Laufeyju Sigurðardóttur Bjargarstíg 15. Caman og alvara Skota nokkurn og konu hans, sem hét Anna, langaði ákaflega mikið til þess að fljúga, en vildu vitanlega ekki þurfa að borga allt of mikið fyrir það. Þau fóru að semja við flugmann einn, sem sagð- ist taka 200 kr. fyrir 10 mín- útna flug. — Það er allt of mikið, sagði Skotinn, ég skal borga þér 100 kr, fyrir 15 mínútur, en alls ekki meira. Þeir þrefuðu nú lengi um verðið. Að lokum tók flug- manninum að leiðast þetta og sagði: — Jæja, ef þið stein- þegið og látið ekkert í ykk- ur heyrast, hvað sem á geng- ur, meðan við erum uppi, þá skal ég fljúga með ykkur fyr- ir ekkert, en annars verðið þið að borga 200 krónumar refjalaust. Skotinn gekk að þessu. Svo settust þau öll upp í flugvél- ina og flugið hófst. Flugmað- urinn lék nú allar þær listir sem hægt er að leika með flugvél í loftinu og hlífðist ekki við. Þegar 15 mínútur voru liðn- ar, lenti hann aftur og sagði við Skotann: — Það heyrðist aldrei svo mikið sem uml til þin, þú skuldar mér þessvegna ekkert. — Það er rétt, sagði Skot- inn, en það lá nú samt við, að mér fataðist einu sinni. — Hvenær var það? spurði flugmaðurinn. — Það var þegar Anna féll útbyrðis. ★ Það var um miðja nótt í janúarmánuði og leiðinda- veður. Gamli Adam hafði verið veikur í nokkrar vikur og nú var honum að stór- versna. Hann bjóst ekki við að lifa af nóttina. Hann vakti því konu sína og bað hana að ná í lækni. María klæddi sie skyndi og var brátt ferðbú i \ I k ! — María, umlaði gamli maðurinn, ég býst alveg eins við að verða dauður, þegar þú kemur aftur. Vertu sæl. góða mín. María fór að kjökra, kysst bónda sinn ástúðlega og gekk fram að dyrunum. Þá nam hún staðar, gekk svo að rúminu aftur og sagði við bónda sinn: — Heyrðu vinur minn! Ef þér finnst, að þú munir ætla að skilja við á meðan ég er í burtu, þá reyndu að slökkva á kertinu áður, svo að það logi ekki yfir engu. F Þegar þrælastríðið stóð i Norður-Ameríku, var einu sinni ungur liðsforingi á ferð og mætti gömlum svertingja sem hann fór að spjalla við Svertinginn var svo snjall i svörum, að liðsforingjanum datt í hug að reyna á þolrif- in í honum og sagði: — Heyrðu, góðurinn minn. þú veizt, að stríðið milli okk- ar og Suðurrikjanna er aðal- lega háð vegna ykkar, svert- ingjanna. — Jú, svo er sagt. sagði svertinginn. — Þig langar til þess að verða frjáls maður, er ekki svo? — Ég býst við því. — Hvers vegna ert þú þá ekki með í stríðinu? Svertinginn klóraði sér lengi í höfðinu. — Heyrðu, sagði hann að lokum, hefur þú ekki oft séð hunda fljúgast á um bein? — Jú, oft og mörgum sinn um. — Já. en hefurðu nokkur tíma séð beinin fljúgast á? Fyrsti skóladagurinn. — Hefurðu nú lært nokku í skólanum fyrsta skóladaginr Ástríður? — Nei, ekki ég, en kennslu konan. Ég sagði henni, hvem- ætti að stafa orðið hundur I i í ------------------ SÍÐA 7 Englendingar veiSa minna Júlímánuður i ár var sá lé- legastj sem runnið hefur yfir fiskveiðibæina við Humberfljót í Englandi í 12 ár. Gildir það jafnt um Grimsby og Hull. í Hull var landað rúml. 84.000 kittum minna magni en i sama mánuðj í fyrra og verðmæti ans var '51.000 sterlingspund- um minna. f Grimsby minnkaði aflinn um 51.000 kit og verðmætið um 149.000 pund. Veiðidagafjöldi á fjarlægum miðum hækkaði einnig nokkuð. Islandsmet ■eða ekki? Guðmundur Si^urðsson, R- vík, hefur sent Þ.ióðviljanum svofellt bréf: „Fyrir nokkru sá ég frétt í Þjóðviljanum úr fsafjarðar- sýslu þess efnis að Gíslamir hefðu tekið úr greni tíu yrð- linga, og var þess getið að hér mjrndi vera um íslenzkt met að ræða hjá villtu refapari, Það má upplýsa að svo er ekki, því að ég sem þessar lín- ur rita hitti í greni í Hnappa- dal vorið 1944 tíu yrðlinga, og ennfremur minnir mig að Jón heitinn Guðmundsson í Ljár- skógum hafi látið þess ein- hversstaðar getið að hann hefði hitt hjá villtu refapari 10 yrð- linga. Til viðbótar þessu langar mig að láta þess getið, að mér finnst ekki að refir í Isafjarð- arsýslu hafi mikið afhroð gold- ið, því að áðurgreint vor, 1944, drap ég 49 tófur alls, yrðinga og fullorðin dýr. Guðmundur Sigurðs Njálsgötu 41.“ Bandariskur ísbrjótur við hafrannsóknir Einn af stærstu isbrjótum bandaríska flotans, Edisto, hélt frá Keflavík í gærkvöld eftir tæpra tveggja sólarhringa við- dvöl Jiar í höfninni. Skipið mun í sumar vera við hafrannsóknir í hafinu norður af fslandi, milli Noregs og Græn- lands, en margir visindamenn eru um borð, haffræðingar og fiskifræðingar. Hingað kom Ed- isto frá Kulusuk og Angmagsa- lik á Grænlandi, en þar aðstoð- aði það skip sem flytja birgðir til bækistöðva Bandaríkjanna á Austur-Grænlandi. I haust mun ísbrjóturinn halda aftur til þessa aðstoðarstarfs. Áhöfnin á Edisto er 240 manns, skipherrann heitir Norval E. Nickerson. Skipið er rúmlega þúsund brúttólestir að stærð, smíðað árið 1947. Laus embætti Héraðsiækn isembættið í Suð- ureyrarhéraði hefur verið aug- lýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 15. nsesta mánaðar. Þessu embætti er slegið upp í síðasta Lögbirtingablaði, en þar eru fleiri stöður auglýstar lausar, m.a. verkfræðingastöður þær sem áður hefur verið get- ið hér í blaðinu. Þá eru auglýstar nokkrar kennarastöður og skólastjóra- stöður, m.a. við bama- og ung- lingaskólana á fsafirði, bama- og unglingaskólann í Ólafsvík, bamaskólann i Suðureyri. Súg- andafirði, og skólastjóra- og kennarastaða við heimavistar- skólann að Laugarlandi, Þela- mörk, Eyjafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.