Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 27. júlí — 28. árgangur — 166 'tölublað Þúsundir týndu Sífi í Júgóslavíu: GóB afíahrota eftir þríggja vikna brælu Eftir margra daga brælu og landlegu komust síldveiðiskipin fyrir Norður- og Austurlandi aftur í veiði í fyrrakvöld og fyrrinótt og varð þetta ein bezta aflahrota sumarsins. Milli 60 og 70 skip fengu afla, alls um 30 þúsund mál og tunnur. «>- -<?> Heil borg eyddist í ógurleg- um jurBskjálftum í gærdug í ógurlegum jarð-. BELGRAD 26/7 — Þúsundir manna létu lífið skjálfta, sem varð í Makedóníu. Borgin Skoplje, sem telur 200,000 íbúa, varð harðast úti. Þrír fjórðu hlutar borgarinnar eru í rústum. Stærsta hótel borgarinnar, Hótel Makedónía hrundi til grunna og fórust allir sem þar bjuggu, um 300 manns. Trúlega flestir út- lendingar. Jarðskjálfti þessi átti upptök sín í 150 km. fjarlægð frá borginni og 66 km. fjær upptökunum en Skoplje er, hrundu hús til grunna. Hann kom fraan á jarðskjálftamælum víða um heim, m. a. í Reykjavík. Klukkan 7 í gærmorgun hafði síldarleitinni á Raufarhöfn verið tilkynnt um afla 64 skipa á svæðinu frá Langanesi suður í Reyðarfjarðardýpi. Þessi 64 skip voru með um 30.000 tunnur, en auk þess var síldarleitinni kunn- ugt um að nokkur skip til við- bótar höfðu fengið afla, en ekki vitað hve mikið. Þetta er fyrsta verulega síld- veiðin á sumrinu, en nú hefur ver' nær 3ja vikna samfelld bræla á miðunum. Góðar horfur eru taldar á áf ramhaldandi veiði. Flest skipanna munu hafa farið til Raufarhafnar og Seyð- isfjarðar, einnig nokkur til Nes- kaupstaðar. Saltað var af kappi á öllum þessum stöðvuim í gær. Af norður- og vestursvæðinu voru harla litlar fréttir í gær, þó höfðu fundizt nokkrar góðar torfur djúpt út af Hraunhafna- tanga, en síldin þar var stygg og ill viðureignar. Þessi skip voru með 500 tunn- ur eða meira: Hamravík 700, ölafur Magn- ússon 700, Sæfari 850, Grótta 1300, Faxaborg 700, Oddgeir 1200, Hringver 500, Erlingur III. 700, Björg 600, Helgi Helgason 700, Þorbjörn 700, Jón Garðar 800, Fagriklettur 700, Helgi Flóvents- Framhald á 2. síðu. Fyrsti kippurinn kom klukkan I fundist og 2000 alvarlega særðir. rúmlega 5 eftir íslenzkum tíma, hann var langur og mjög harður. Tvær þýzkar stúlkur, sem voru gestir á Hótel Makadónía segja frá því, að þær hafi verið að stíga fram úr rúmunum, þegar jarðskjálftinn reið yfir og hlaup- ið sem fætur toguðu út á götu. Ekki voru þær fyrr sloppnar út, en hótelbyggingin hrundi sam- an eins og spilaborg. Álitið er að stúlkur þessar séu þær einu, sem sluppu lífs úr því húsi. Ekki var í gær hægt. að gera sér neina grein fyrir rnanntjón- inu og bar fréttum um það ekki saman. 1 frétt frá Aþenu seint i gærdag sagði að 300 lík hefðu Öttast var í gær að manntjón- ið væri ekki undir 10.000. Aðstaða öll til björgunar var ákaflega erfið í gær. Göturnar þaktar braki og illar yfirferð- ar, skelfingu lostið fólk æddi um rústimar í blindni og hinir dauðu og særðu lágu sem hrá- viði innan um brakið. Flugmað- ur, sem flaug yfir borgina í gær, sagði svo frá að hún væri ver útleikin en eftir hina verstu loftárás, eldar væru víða uppi og yfir borginni lægi þykkt rykský. Allt samband við borgina rofn- aði þegar, vatns og rafkerfi urðu óvirk og allar samgöngur Síðustu fréttir: 10.000 fórust Þegaf blaðið var að fara í prentun höfðu þær fréftir síðast borizt af jarðskjálftanum mikla í Júgóslavíu, að meir en tíu þúsund manns hefðu farizt eða væri saknað. lögðust niður. Sambandslaust var við borgina frameftir gærdegin- um. Strax og fréttist um jarð- skjálftann sendi alþjóða Rauði- krossinn í Genf út hjálparbeiðni og júslavneskt her- og hjálp- arlið var sent á vettvang. Danski Rauði krossinn sendi þegar í gær flugvél með sjúkragögn áleiðis til Júgóslavíu, en sjúkrahúsin í Skoplje eru meira og minna í rúsfcum og óstarfhæf. Sérstak- lega er skortur á blóðplasma og hefur Rauði krossinn óskað gér- staklega eftir því. Einnig hefur verið óskað eftir sótthreinsun- arlyfjum. Borgin Skoplje er ekki sérstak- lega vinsæll ferðamannabær, en hefur verið rómuð fyrir fagrar byggingar. Hún var reist á rúst- um annarar borgar, sem hrundi í jarðskjálfta árið 1518. Talsvert snarpur jarðskjálfta- kippur varð á Italíu um líkt leyti og kippurinn varð í Skop- Ije. Nokkur skelfing greip um sig á ítalíu, en tjón varð ekkert. Útilit er fyrir að þessi jarð- skjálfti í Júgóslavíu sé einn hinn mesti sem orðið hefur í heiminum síðan 1930 og sá lang- skæðasti sem orðið hefur í Evr- ópu á þessu tímabili. Sá næst- Framhald á 2. síðu. ,,r iiii Á kortinu er lciöin, scm Sigríður hafði farið, þegar hún fannsi, merkt inn með striki. Osk juvatn dýpsta stöðuvatn landsins—mældist 220 m. annst i gær og var hin hressasta SigríSur Jóna Jónsdóttir, sem leitað hefur verið a'ð undanfarið fannst síðdegis í gær við Skammá milli Arn- arvatns og Réttarvatns. Veiðimenn úr Reykjavík fundu Sigríði við Skammá og hlynntu að henni í tjöldum sín- um, en skömmu síðar kom hjálparsveit skáta á þessar slóðir og lét vita um, að Sigríður væri fundin. Nú eru sex sólarhringar frá því að Sigríður lagði upp frá Kal- mannstungu, og ljóst er að hún hefur legið úti í fimm nætur í versta veðri án þess að hafa nokkurn viðlegu- útbúnað, tjald eða svefnpoka. AKUREYRI 27/ 7 — Sigurjón Rist, vatnamæl- ingamaður, kom í dag til Akureyrar frá Öskju- vatni. Hefur hann dvalizt þar að undanförnu við mælingar á dýpi vatnsins. Sigurjon er fyrrver- andi formaður Ferðafélags Akureyrar, og bauð stjórn félagsins honum til kaffidrykkju síðdegis í dag, ásamt fréttamönnum. Töpygy í 8. og 9. umf erð 1 8. og 9. umferð Evrópumeist- aramótsins í bridge í Baden Bad- en töpuðu lslendingar fyrir Norömönnum mcð 64 sliguni gegn 107 eða 0:6 og fyrir Spáni með 79 stigum gegn 91 eða 1:5. * Við þetta tækifæri skýrði Sigurjón frá niðurstöðum mæl- inganna á Öskjuvatni, en mörg- um hefur leikið hugur á að vita, hvort þar væri eigi að finna dýpsta vatn landsins. Sig- j urjón og félagar hans fóru með j bát til Öskjuvatns og fluttu á kerru. sem hálfbelta dráttarvé! dró frá vegarenda að vatninu. Tók sá flutningur hálfan þriðja dag, en a'ls fór hálfur mánuður I i þennan leiðangur. í bátnum er bergmálsdýptar- mælir, sem notaður var við mælingarnar. Var vatnið mælt með tilliti til þess að kort- leggja botriinn. Valdir voru púnktar á ströndinni og siglt milii þeirra, þannig að net myndaðist af ferðum bátsins. Er þar skemmst frá að segja, að allt reyndist vatnið mjög djúpt, en mesta dýpi um 220 metrar. Er það því langdýpsta vatn landsins, sem mælt hefur verið, og mjög ósennilegt, að annað finnist dýpra, því öll helztu vötn landsing hafa þegar verið mæld nema Hópið í Húnavatnssýslu, sem talið er fremur grunnt. Mesta dýpi, sem áður var kunnugt í hérlendu vatni, var 160 m í Hvalvatni. Önnur vötn dýpri en 100 m eru Þingvallavatn 114 m og Þórisvatn 109 m. Ennfremur Framhald á 2. síðu. Síðdegis í gær, er Þjóðviljinn átti tal við Henrý Hálfdánar- son hjá Slysavarnafélagi fs- lands, skýrði hann svo frá, að Sigriður hefði fundist við Skammá milli Réttarvatns' og Arnarvatns. Leitin að henni hefur verið mjög viðtæk, og hefur verið leitað bæði á landi og úr lofti. Fyrst voru það bændur úr Borgarfirði, sem hófu leitina. menn frá Atvirinu- deild Háskólans, sem voru þarna staddir á tveim bílum tóku þátt í leitinni, ' en síðan fóru einnig af stað hjálparsveit skáta og björgunarsveit úr Reyk'javík. Samkvæmt fregnum, er bár- OfsaveSur í Kópavogi 1 gærdag gerði ofsarok í Reykjavik og nágrenni. Er til marks um það, að veggir hrundu í hálfbyggðu barnaskólahúsi efst á Digraneshálsi. Fjórir veggir höfðu verið reistir, en voru ófrá- gengnirj og stóðust því ekki storminn. Ekki mun tjónið veru- legt utan vinnutjón. ust í gærkvöldi, voru það veiði- menn úr Reykjavík, sem fundu Sigríði við Skammá í gær. Hafa þeir dvalið þarna við veiðiskap hjá vötnunum undanfarið. Urðu þeir fyrst varir við hest Sig- ríðar. Ljóma, og.var hann án reiðtýgja. Nokkru síðar fundu þeir Sigríði við ána og fóru með hana heim í tjöld sin og veittu henni aðhlynningu eftir beztu Setu. Var hún dálítíð rugluð í ríminu eftir alla hrakn- ingana, en annars hin hressasta. Hjálparsveit gkáta kom á þessar slóðir síðdegis í gær og lét þá tafarlaust vita, að Sig- ríður væri fundin. Eins og fyrr segir var hún hi4 hressasta og vildi heizt halda áfram ferð sinni inn á Hveravelli. Ekki mun þó verða úr því ferðalagi að sinni, ,þar sem hún hafði tapað bæði hnakk og öðrum farangri, og biðu leitarmenn eftir bíl, sem flytti þá ásamt Framhald á 2. síðu. Sigríður Jónsdóttir með Ljóma sínn, vel útbúin tll ferðalaga eins og sjá má. 1 hrakningum sinum núna mun Sigríður hafa haft sama höfuðbúnað og sést á þessari mynd. — Benedikt Gunnars- son tók myndina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.