Þjóðviljinn - 15.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.08.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA---------------------------------------- VIÍIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóra. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skóiavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. BL ðamannaverkfall Fiagblöðin á íslandi hafa ekki komið út í hálf- an mánuð vegna verkfalls blaðamanna, og er það í fyrsta skipti sem þvílíkur atburður gerist hér á landi. Er verkfall þetta býsna lærdóms- ríkt bæði fyrir blaðamannasamtökin og launþega almennt. Verkfallið er til marks um það að Blaða- mannafélag íslands hefur nú þróazt í eðlilegt stéttarfélag sem lítur á það sem meginverkefni sitt að tryggja félagsmönnum sómasamleg kjör og starfsskilyrði. Var full samstaða í félaginu um kjarabaráttuna nú, eins og marka má af því að heimildin til vinnustöðvunar var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu með öllum atkvæðum gegn tveimur. Blaðaxnenn verða öðrum fremur dregnir í pólitíska dilka og stunda enda pólitíska þrætulist flestum öðrum fremur; því má samstaða þeirra í kjaradeilunni án tillits til stjórnmála- skoðana verða til fyrirmyndar öðrum stéttarfé- lögum sem einatt er reynt að sundra með stjórn- málaágreiningi. Blaðamannafélag íslands hefur staðizt fyrstu eldraun sína á myndarlegan hátt. |7nda þótt íslenzkir blaðamenn hafi nú í fyrsta skipti sjálfir staðið í alvarlegri kjaradeilu hafa sumir þeirra haft ærin afskipti af verkföll- um annarra. íslenzku blö.ðip jbaía. til að.^tnynda haft mjög ákveðnar skoðanir á kjarabaráttu laun- þegasamtakanna og stundum hafa skrif um þau efni verið aðalverkefni stjómmálaritstjóra og fleiri blaðamanna vikum saman. Það fer ekki hjá því að síðustu tvær vikurnar hefur almenningur oft rifjað upp afstöðu sumra blaðanna til kjara- ^ baráttunnar, harkalegar árásir á launþega, tilraun- til að sundra þeim eftir stjórnmálaskoðunum, kröf- ur um að verkfallsréttur yrði skertur til muna eða afnuminn með öllu með þeim rökum að „verk- föll séu úrelt í nútímaþjóðfélagi“ eins og það hef- hefur verið orðað. Væntanlega hafa stjórnmála- greinahöfundar þessara blaða lært af reynslunni í sínu eigin verkfalli, þannig að þeir skrifi eftir- leiðis um réttindabaráttu launþega af meiri skiln- ingi og hófsemi. Er það ánægjulegt fyrir laun- þegasamtökin almennt að mega nú vænta stuðn- ings þar sem áður var fullur fjandskapur. |>laðamenn hafa einnig fengið að kynnast því ** í þessari deilu að ákvörðun um kaup og kjör er ekki einfalt samningsatriði launþega og at- vinnurekenda. Þegar verkfall hófst munaði næsta litlu á tilboðum og kröfum, en um leið og full- trúi ríkisvaldsins — sáttasemjari ríkisins — komst í mádið voru samningatilraunir felldar niður í nærri hálfan mánuð! Er þar auðvitað um að ræða pólitísk afskipti ríkisstiórnarinnar, og hvatir hennar hafa m.a. verið þær að torvelda blaða- mönnum við dagblöðin að ná hliðstæðum kjara- bótum og fréttamennirnir við ríkisútvarpið höfðu þegar fengið með kjaradómi Hefur ríkisstjórnin sem kunmmt er reynt að halda því fram að kjara- dómur mesp' ekki vera fordæmi fyrir neina aðra Með samníngum blaðamanna er sú fáránlega kenning brotin á bak aft.ur og því munu samning- arnir vekia athvgli bn^ ú+ fyrir raðir þeirra sem í verkfallinu stóðu. — m. HÓÐVIUINN Fimmtudagur 15. ágúst 1963 Fleiri börn fæðast vansköpuð Almenningur í Bandaríkjunum er mjög ugg- andi vegna þess hve geislavirkni regnvatnsins hefur aukizt gífurlega að undanfömu. Sam- kvæmt skýrslu sem United States Geological Sur- vey hefur birt, hefur geislun aldrei verið meiri en nú. Sumstaðar í Bandaríkjunum er geislunin nú átta sinnum meiri en á sama tíma í fyrra. Tal- ið er að þetta stafi frá sprengingunum 1961. Geislavirka úrfellið hefur nú náð frá háloftun- um niður til jarðar. Athygli vísindamanna hcfur einkum beinzt að tritium-inni- haldi regnvatnsins, en tritium er geislavirk tegund vatnsefnis en við eðlilcgar aðstæður finnst aðeins örlítið af því í náttúr- unni. Við kjarnorkusprengingar myndast tritium í háioftunum. Þar sameinast það súrefni og myndar geislavirka vatnsdropa sem berast til jarðar sem geisla- virkt regnvatn. Regnvatnið hefur áhrif á svo til allt líf á jörðinni. jafnt menn og dýr sem gróður, og er því von að almenningur sé skelfdur. Móísagnir Heilbrigðisyfirvöldin banda- rísku hafa brugðið við og lýst því yfir að regnvatnið sé ekki hættulegt enda þótt það innihaldi þetta mikið af tritium. En heil- brigðisyfirvöldin hafa á undan- fömum árum gefið svo margar mótsagnakenndar yfirlýsingar og ruglandi greinargerðir að al- menningur hefur ekki nema tak- markaða trú á sannleiksgildi þeirra. Heilbrigðisyfirvöldin hafa meðal annars þvingað þingið til að fallast á að menn viti ekki hver „hættumörk" geislavirkn- innar eru. Ennfremur hefur komið á daginn að handbók sú sem heilbrigðisyfirvöldin vitna nú í var fyrir skömmu úrskurð- uð allsendis óhæf í trúnaðarbréfi frá sömu yfirvöldum. Vansköpun Það varð og til að auka á ringulreiðina að varla höfðu bandarísku heilbrigðisyfir- vöidin birt yfirlýsingu sína þcgar blöðin birtu niðurstöður rannsókna kanadískra lækna sem stríða algjörlega á móti henni. Kanadísku læknarnir fullyröa að regnvatnið væri skaðlegt enda þótt það inni- hcldi mun minna af tritium en raun er á. Segja þjeir að, geislavirkni orsaki það að miklu flciri börn fæðast van- sköpuð en ella. Verkíallsmðniium Hótao brottrekstri Heimsmet Verkfallsmönnum í námunum á Norður-Spáni hefur verið til- kynnt að þeim hafi verið sagt upp starfi, en þeir verði endur- ráðnir ef þeir beygja sig fyrir atvinnurekendunum og lýsa þvi yfir að þeir séu reiðubúnir til að taka aftur til starfa. Litið verð- ur á þá sem nýráðna og missa þeir þar með ýmis hlunnindi sem þcir menn hafa sem unnið hafa lengi í námunum. Eftir því sem næst verður komizt eru um 15,000 námumenn í verkfalli og hafa forystumenn þeirra lýst því yfir að þeir muni ekki gefast upp þrátt fyrir hót- anir vinnuveitenda. Námamenn- imir hófu verkfall sitt til þess að mótmæla ofbeldisaðgerðum gegn ýmsum vinnufélögum þeirra og til þess að fylgja fram kröfum sínum um hærri laun. Forystumenn verkfallsmanna draga þó ekki dul á það að mik- ilvægari málefni eru þeim einnip í huga. — I raun og veru er um að tefla kröfu verkamanna um rétt til að mynda sín eigin stétt- arfélög i stað sambandsins sem nú er við lýði og stjórnað er af vfirvöldunum í Madrid. hefur einn forystumannanna sagt og minnir á það að betta er ekki i fyrst sinn sem verkamenn á Norður-Spáni hafa gert verkfall á undanförnum árum. fískimenn / Kanada ótt- ast veiði EBE - skipa Bandaríska fréttastofan AP segir í skcyti frá Halifax að fiskii- menn i Kanada hafi þungar áhyggjur út af fyrirætlunum Efnahagsbandalags Evrópu að koma upp miklum útgerðar- míðstöðvum á Srönsku eyjunum St. Pierre og Miquelon, sem eru skamt undari strönd Nova Scotia í Kanada. Það fylgir fréttinni að bandalagið hafi í hyggju að verja 305 milljónum dollara í þessa verstöðvar, sem ætlaðar vcrði eingöngu fiski- skipum frá aðildarríkjum barflalagsins, Kanadamenn óttast að það muni hafa í för með sér afveiði á miðunum fyrir aust- urströnd Kanada. ef úr þessari fyrirætiun vcrður. Nýlega fór fram í London landskeppni í frjálsum íþróttum- og áttúst þar við Bretar og Bandaríkjamenn. Bandaríkjamenn unnu karlakeppnina með 120 stigum gegn 91, en Bretar kvennakeppn- ina með 65 1/2 gegn 511/2. Tvö heimsmet voru sett í keppniinni. Brezka sveitin í 100 hetra húfcupi kvenna -ann skeiðið á 15,2 sekúndum og Bandaríkjamaðurinn John Pennel bætti sitt eigið heimsmet í stangarstökkii, stökk nú 5,136m en fyrra metið var 5,098. Myndin sýnir Pennel í metstökkinu. Viöurkennlng úr óvæntri átt: „Marx hefurrétt fyrir sér þegar til /engéar fctur '' „Ég bið ykkur að sýna okkur skilning og umburðarlyndi". sagði Robort Kennedy, dóms- málaráðherra og forsetabróðir þegar hann ræddi við erlenda stúdenta fyrir skömmu um kyn- þáttavandamálið í Bandaríkjun- um. „1 raun og veru er þetta vandamál efnahagslegs eðlis“. «agði hann. „Slík vandamál hljóta ævin lega að koma til sögu, þegar um er að ræða samskipti manna. Þess vegna biðjum við ykkur að sýna okkur skilning og umburð- arlyndi þegar þið dæmið um at- hafnir okkar“. Ráðherrann lagði áherzlu á að Bandaríkjastjórn myndi aldrei | sætta sig við óbreytta aðstöðu ! svertingja í Bandaríkjunum. j „Mannréttindi svertingja er ] mesta vandamálið sem Banda- ríkin hafa nú við að slíma“ sagði hann. ★ Einn stúdentanna hafði orð á því að Kari Marx hefði sagt að bjóðfélagslegar athafnir manna stjórnuðust af efnahagsleari að- stöðu þeirra og spurði hvort betta ætti þá líka við ■' bessu falli. „Þér megið ekki halda að ée sé marxisti“ svaraði Rober' Kennedv bá „en ég viðurkennj fúslega að þetta er ré+' ^°sar til lengdar lætur".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.