Þjóðviljinn - 15.08.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.08.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 15. ágúst 1963 — 28. árgangur tölublað. Nefndir launþega og atvinnurekenda Verklýðssamtökin og samtök atwinnurekenda hafa nú skipað nefndir til þess að fjaila am rannsokn þá í efnahagsmálum í samibandi við kaupgjaldssamn- inga sem samkomulag varð um fyrr í sumar. 1 nefnd Alþýöu- sambandsins eiga sæti Björn Jónsson, formaður verkalýðsfé- lagsins Einingar á Akureyri, Hjalti Kristgeirsson hagfræðing- ur og Sigurvin Einarsson al- þingismaður. 1 nefnd atvinnurek- enda eru Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, Helgi Bergs framkvæmdastióri frá Vinnumáiasambandi samvinnu- félaga og Þorvarður Alfbnsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenzkra iðnrekenda. Héldu nefndirnar fyrsta sameiginlega fund sinn í fyrradag; í gær voru en sameiginleg fundarhðld. HYALFJO UR KAFBATALÆGI OG QLIUBIRGDASTOD NATO H Ríkisstjórnin hefur ákveðið að afhenda Atlanzhafs- bandalaginu Hvalf jörð sem olíubirgðastöð og lægi fyrir kafbáta og herskip. Verður komið upp 25—28 olíu- geymum handa Atlanzhafsbandalaginu, byggð haf- skipabryggja, og á 4—5 stöðum í firðinum verður gengið frá skipalægjum fyrir herskip, þar á meðal kjarnorkukafbáta. Eru verkfræðingar og herfræðingar frá Atlanzhafsbandalaginu nú að kanna aðstæður í Hvalfirði, en að þeirri rannsókn lokinni verður samn- ingurinn gerður. Hefur Atlanzhafsbandalagið þá náð marki sem að hefur verið stefnt í heilan áratug; hafa kröfur um Hvalf jörð verið bornar fram oftar en einu- sinni á þessu tímabili en íslenzk stjórnarvöld jafnan hafnað þeim — þar til nú. . hafa Guðmundur í. Guðmundsson viðurkenndi þessar s'iað- reyndir allar í viðtali sem hann átti í fyrradag við fulltrúa frá þingflokki Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðsson. Mótmæltu þeir þessum ráðagerðum fyrir hönd Alþýðubandalagsins og kröfðust þess að engir samningar yrðu gerðir án þess að alþingi væri kvatt sam- an. Hét ráðherrann því að koma þeim mótmælum og kröf- um á framfæri en kvað afstöðu ríkisstjórnarinnar þá að gera þennan samning án þess að kalla saman þing. Ríkisstjérnin ætlar að gera samning um stóraukn- ar hernámsframkvæmdir án samþykkis Alþingis Frétt til að fela staðreyndir Fyrir rúmri viku, í miðiu hlaðamannaverkfallinu, þirti rík- isstjórnin í útvarpsfrétt yfirlæíis- lausa fréttatilkynningu þess efnis að Atlanzhafsbandalagið hefði farið fram á að fá aö bæta við nokkrum olíugeymum í Hval- firði. Fréttatilkynningu þessari var auðsjáanlega ætlað að draga úr umtali, eftir að sérfræðingar frá Atlanzhafsbandalaginu höfðu hafið rannsóknir sínar í Hval- firði. Það var hins vegar þegar ljóst að með tiikynnin^u sinni var ríkisstjórnin ekki að segja fréttir heidur fela þær. Atlanz- hafsbandalagið hefur ekki haft neina olíugeyma í Hvalfirði, heldur hafa þeir verið ftormleg eign Olíufélagsins h.f., en pað hefur geymt olíu fyrir handa- ríska hernámsliðið gegn greiðslu í dollurum (eins og menn muna frá síðasta gjaldeyrissvikamáli félagsins). Hér var því ekki um neina aukningu á fyrri aðstöðu að ræða heldur nýjar fram- kvæmdir. auk þess sem í ljós kom að ráðamenn Olíufélagsins h.f. höfðu ekki verið kvaddir til neinna samninga um aukna starfsemi í þágu hernámsins. Einnig varð fljótlega Ijóst að rannsókn sérfræðinganna í Hval- firði var ekki bundin við olíu- geyma eina saman, og því duld- ist ekki að verið var að undir- þúa samninga um miklu alvar- legri frarnkvæmdir. Utanríkismálanefnd ekki talin til Lögum samkvæmt skulu öll ut- anrdkismál þorin undir utanríkis- málanefnd Alþingis. Ríkisstjórn- in hefur hins vegar lýst yfir því að hún telji að sú nefnd sé ekki til. þar sem umboð fyrri þing- manna hafi faliið niður með kosningunum í sumar og ný nefnd hafi ekki enn verið kosin. Því fóru þingflokkar stjórnar- andstöðunnar fram á að fá vit- neskju um samningana í Hval- firði með öðru móti, og féMst Guðmundur 1. Guðmundsson á að eiga viðræður við fulltrúa frá þeim. Eins og áður greinir ræddu Hannibal Valdimarsson og Eð- varð Sigurðsson við ráðherrann í fyrradag, en áður höfðu farið fram hiiðstæðar viðræður við fulltrúa frá Framsóknarflokkn- um, Þeir Hannibal og Eðvarð lögðu fyrir ráðhisrrann fjöimargar spurningar um fyrirættanirnar í Hvalfirði, og verða nú rakin meginatriðin í framburði hans. Olíustöð og haf- skipabryggja Ætlun Atianzhafsbandalagsins er sú að koma upp í Hvalfirði 25—28 stórum olíugeymum, en ekki kvað ráðherrann hafa verið rætt um að koma þar fyrir ann- ars konar birgðum. í sambandi við geymana verður byggð mikil hafskipabryggja fyrir skip sem koma með olíu og taka olín til iiutnings og komið fyrir nauð- BARÁTTAN GíGN HVALFJARÐARSAMNINGUM ÞAÐ HEFUR verið kwnnugt Iengi að Atlanzhafsbandalagið hefur stefnt að því að lesgja iindir sig Hvalfjörð. Hefur sú saga veriö rakin hér í blaðinu stig af stigi allt frá því að fyrsta krafan var borin fram fyrir um það bil áratug, en henni var þá hafnað af ríkis- stjórninni. Hefur Þjóðviljinn Takið sérstaka athygli á því hvernig viðbrögð íslenzkra stjórnarvalda hafa breytzt síðustu árin með lóranstöðinni á Snæfellsnesi og með mæl- ingunum á botni Faxaflóa: þær ráðstafanir voru aðdrag- andi þeirra samninga sem nú á að gera. SAMTÖK HERNÁMSAND- STÆÐINGA hafa varað þjóð- ina mjög alvarlega við fyrir- ætlunum um Hvalf jörð. 23. og 24. júní í fyrra gengust sam- tökin fyrir mótmælagöngu úr Hvalfirði til þess að vekja fólk til andstöðu við fyrir- ætlanirnar um kafbátalægi og herstöðvar þar. Tók geysi- mikill mannfjöldi þátt í mót- mælafundinum að göngunni lokinni. en myndin hér á síð- unni er tekin í Hvítanesi í göngubyrjun. Aður höfðu Samtök hernámsandstæðinga fiíengizt fyrir mótmælafundi á Lækjartorgi, þegar yfirflota- foringi Atlanzhafsbandalags- ins kom í stjórnarráðið til viðræðna við Guðmund f. Guðmundsson um Hvalf jörð. HERNAMSBLÖÐIN hafa ævin- lega mótmælt frásögnum Þjóðviljans og Samtaka her- námsandstæðinga um Ilval- fjörð, og of margir hafa fest trúnað á mótmæli þeirra, Nú sker reynslan enn einu sinni úr um það hverjum megi treysta. synlegum tækjum í sambandi við olíustöðina. Ekki kvað ráðherr- ann afráðið hvar þessum mann- virkjum yrði komið fyrir í firð- inum, og ekki hefðu enn komið fram nálkvæmar óskir um stærð bryggjunnar eða dýpi við hana. Væru verkfræðingar frá Atlanz- hafsbandalaginu nú í Hvalfirði að rannsaka aiHar aðstæður. og yrðu ákvarðanir teknar í sam- ræmi við niðurstöður þeirra, Framhald á 2. síðu. Matvæli hafa hækkað um59% 1 júlímánuði siðastliðn- um hækkaði vísitalan fjfcír matvöru um þrjú stig og var komln upp í 159 stig 1. ágúst s.I. Hafa matvæll þá hækkað mest af öllum vörutegundum í grundvclli visitölunnar, eða um 59% á hálfu fjórða ári. Er það til marks um þá stefnu ríkis- stjómarinnar að láta verð- bólguna koma harkalegast i'ram á nauðþurftum al- mennings, á sania tima og létt hefur verið undir með hátekjumönnum og t'yrir- tækjum með mjög vemleg- um skattaívilnunum. ¦k I flokknum „vörur og þjónusta" varð sú breyting einnig í juli að liðurinn „ýmis vara og þjónusta" lækkaði um eitt vísitölustig, niður í 154 stig án þess að kunnugt sé hvaðan sú dul- arfulla laakkun stafar. Nemur þá meðalvísitalan fyrir vörur og þjónustu 152 stigum, og hefur hækkað um tvö stig frá fyrra mán- uði. Abnennt verðlag á nauðsynjum vísitölufjöl- skyidunnar hefur þannig hækkað um 52% síðan í ársbyrjun 1960. Af Sðrum I.iðum fram- færsluvísilölumiar hafa op- inber gjöld vísitöluf jöl- skyldunnar hækkað um eltt s'X, unp f 112 stig. Borgar vísitölufjðlskyldan þannig 12% hærri beJn gjöld en hún gerði í upphafi vi»- reísnar, og er það til marks mn Þann áróður stjómar- flokkanna að með viðreisn- ínni hafl verið Iækkuð bein gjöld á ulmcnníngi. •k Hin opinbera vísitala framfærslukosthaðjar er svo fengin me* því að draga frá fjölskyldubætur og reikna alltaf með óbreytt- um húsnæðiskostnaði. Var hún 1. ágúst 133 stig og hafði haekkað um eitt stig frá næsta mánuði á undan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.