Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. ágúst 1963 HÓÐVILJINN SÍÐA 3 Mál Helanders biskuns1 Mi KW<w áhóta • Brmmi'k tekið upp aftur í dag Dœmdur frá embœffi fyrir niSskrif, en taliS að hann verSi nú sýknaSur STOKKHÓLMI 19/8 — Á morgun hefjast fyrir Hæsta- rétti Svíþjóðar, Svea Hovratt, réttarhöld i máli Dicks Helanders biskups, sem vakið hefur meiri athygli en flest önnur dómsmál á Norðurlöndum á seinni tímum, en hann var fyrir tíu árum dæmdur eftir líkum fyrir níð- skrif um keppinauta sína um embættið áður en biskups- kjör fór fram og sviptur embættinu. Þessi dómur var mjög vefengd- ar á sínum tima og árið 1954 sóttu 24 prestar í biskupsdæminu Strángnás-stifti) um náðun fyrir felander, en hann baðst bá und- m bví að vera náðaður og sagði: - Ég er saklaus, get því ekki eðið um náð, heldur aðeins .rafizt réttlætis. Áfrýjun hafnað Málið hafði verið rekið fyrir réttinum í Uppsölum og höfðu KScSfSíKSiSOSK Helander í biskupsskrúða dómaramir orðið sammála um sök Helanders. Á sömu leið fór fyrir Svea Hovrátt. Æðri dóm- stóll (Högsta domstolen) neitaði einnig einróma beiðni Helanders um að fá málið tekið upp aftur. Það leit því ekki úr fyrir að Hel- ander myndi nokkru sipni fá tækifæri til uppreisnar æru sinni, en á siðustu árum hefur verið safnað miklu af gögnum honum í vil, og voru þau svo viðamikil að Svea Hovrátt sá sér ekki lengur fært að standa gegn því að málið yrði tekið fyrir aftur. Hlutur Kiellands Sönnunargögnin sem urðu til að fella Helander biskup voru hvorki mörg né traustvekjandi. Þar var helzt um að ræða. að nokkrir sérfræðingar í fingraför- um töldu sig hafa vissu fyrir að®. för sem fundust á sumum bréf- anna væru eftir Helander. Einnig báru aðrir sérfræðingar að stíll- inn á bréfunum bæru ýms sömu einkenni og ritverk Helanders. Norski blaðamaðurinn og leik- skáldið Axel Kielland varð einna fyrstur til að efast um að hin- ar einrómu niðurstöður dómstól- anna hefðu við riægileg rök að styðjast. Hann skrifaði bók um málið „La os se pá saken“, þar sem hann gagnrýndi forsendur dómsins (og reyndar varð málið honum efniviður í leikrit sem sýnt var víða, m.a. í Reykjavík). Þar sem fingraförin höfðu skipt svo miklu máli í forsendum dómsins vakti það geysilega at- hygli þegar einn helzti fingra- farasérfræðingur Scotland Yards og aðrý- slíkir fræðimenn bæði frá Noregi, Finnlandi og Sviss, komust að þeirri niðurstöðu að engin leið væri að nota fingra- förin sem fundust sem sönnun- <■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ Loftárás gerð á i olíustöð á Kúbuí , “ , HAVANA 19/8 — Blaðið : „Revolución“ skýrir frá því : \ að sncmma sunnudagsmorguns ■ | hafi verið gerðar sprengju- ■ ; árásir úr flugvél á olíuflutn- : : ingalest og olíugeyma í hafn- j ; arborginni Casilda í miðhluta j i fylkisins Las Villas. Blaðið ■ i birti myndir af hinum eyði- ■ | lögðu olíugeymum. Þetta er : : önnur Ioftárásin sem gcrð er j i á Kúbu að nóttu til síðustu : ■ daga. Á fimmtudaginn var • i varpað sprengju að sykur- ■ | hreinsunarstöð í Camaguey- : ■ en hún hæfði ekki. Fyrsta verkfall í um fjörutíu ár LONDON 19/8 — Byggirigaverka- menn í Bretlandi eru nú að leggja út í fyrstu verkföll sín í nær 40 ár. Ætlunin er að 150. 000 af um milljón verkamönmim í iðngreininni taki þátt í skyndi- verkföllum, en félagar þeirra hægi á sér við vinnuna. Þetta er gert til að knýja fram kröf- ur um 40 stunda vinnuviku og um 10 króna kauphækkun á klukkustund. Til vdnstri er eitt þcirra fingrafara sem fannst á einu níðbréfanna, en til hægri er fingrafar Helanders biskups. Á sjö stöðum sem merktír eru ber fingraförunum saman, en yfirleitt þykir nauðsyn- legt að samræmið sé miiklu meira til þess að fingraför séu nothæf sein sonnunargögn argögn, þótt þeim svipaði að nokkru leyti til fingrafara Hél- anders. Einn þessara sérfræð- inga hélt því m.a.s. fram að fingraförin gætu alls ekki verið eftir Helander og það hlyti því að vera önnur persóna sem hand- fjatlað hefði bréfin. Dómstólamir höfðu hins vegar stuðzt við á- litsgerðir sérfræðinga dönsku lögreglunnar og bandarísku sam- bandslögreglunnar FBI sem töldu óyggjandi að fingraförin væru Helanders. Kvcnmaður höfundurinn? Einnig hefur þótt mikil ástæða til að efast um niðurstöður sér- fræðinganna sem þóttust geta haldið því fram með vissu að sömu stíleinkenni væru á bréfun- um og á ritverkum Helanders. Aðrir jafn nafntogaðir sérfræð- ingar hafa komizt að þveröfugri niðurstöðu, þ.e. að óhugsandi sé að Helander hafi skrifað bréfin. Þeir hafa haldið fram að ekki komi til mála að háskólamennt- aður maður^ hefði skrifað sumt af því sem stóð í bréfunum eða notað slíkt orðalag og aðrir þykj- ast vissir um að bréfin hafi verið skrifuð af „kvenlegri persónu" Hylmir Helander yfir? Þess hefur verið getið til (það gerði Kielland líka í leikriti sínu) að einhver sem velviljaður var Helander og stóð honum nærri hafi gert honum þann bjamargreiða að skrifa bréfin og að hann viti jafnvel hver það var. Hann hafi því frá upphafi getað hreinsað nafn sitt með því að benda á þann sem sökina átti, en hafi heldur kosið að bera sína byrði en koma upp um hann — eða hana. Löng réttarhöld Fyrri réttarhöldin yfir Heland- er hófust í ágúst 1953 og lauk ekki fyrr en í desember og sekt- ardómurinn yfir honum var síð- an staðfestur árið eftir af Svea Hovrátt eftir löng réttarhöld. Nú þegar málið er loks tekið upp aftur eftir heilan áratug hefur bætzt við svo mikið af nýjum gögnum að fullvíst er tal- ið að dómur verði ekki kveðinn upp fyrr en eftir marga mánuði, varla fyrr en "í desember. Það er mjög almenn skoðun í Svfþjóð að Helander biskup verði sýknaður að þessu sinni á þeirri forsendu að gögn málsins nægi ekki til að sanna sök hans. En ólíklegt þykir að nokkru sinni komist upp um hver það var í rauninni sem skrifaði þessi ör- lagaríku bréf. Forseta þess Kongólýðveldis sem áður var nýlendar Frakka, Foulbert Youlou ábóta, var steypt af stóli fyrir helgina. Það var herinn sem stóð fyrir því, en Youlou hefur verið mjög óvinsæll af alþýðu manna, ekki sízt fyrir þjónustu sína við Frakka. Skipuð hefur verið bráðabirgðastjóm og er forseti hennar Massamba-Dcbat, scm sagður er hafa hreinan skjöld. — Myndin sýnfr mannf jölda í höfuðborginni Brazzaville fagna falli Youlous. 68 ríki hafa gengizt undir sprengingabann undsrrita Moskvusáttmála BONN 19/8 — Fulltrúar vesturþýzku st’jórnarinnar í Moskvu, London og Washington undirrituðu í dag sátt- málann, sem stórveldin gerðu með sér í Moskvu um bann við tilraunum með kjarnavopn alls staðar nema neðanjarðar. Hún hafði þrjózkast við að undirrita sátt- málann, en neyddist til þess að lokum vegna þess hve Bandaríkjastjórn lagði fast að henni. Vesturþýzka stjómin hafði bor- ið fram þá ástæðu fyrir tregðu sinni að undirrita sáttmálann að með því myndi hún óbeinlinis viðurkenna stjórn Austur-Þýzka- lands, sem varð einna fyrst til að undirrita hann eftir að stór- veldin höfðu gert það._____ Hálfan mánuð í Júgóslavíu Krústjoff kemur til Belgrad í dag Sú skýring var ekki talin ann- að en fyrirsláttur. enda lét Bonn- stjómin sér nægja í dag að lýsa yfir að undirskrift hennar þýddi á engan hátt að hún viðurkenndi öll þau ríki sem gerzt hafa að- ilar að sáttmálanum, en meðal þeirra eru mörg sem Vestur- Þýzkaland hefur ekki stjóm- málasamband við. Hina raunvemlegu ástæðu fyr- ir tregðu Bonnstjómarinnar að fallast á sprengingabann er að leita í hinum sérstöku tengslum milli hennar og frönsku stjóm- arinnar, sem algerlega hefur hafnað sprengingabanninu og m. a.s. boðað nýjar kjarnorkuspreng- ingar á næstunni. Brugðið út af venju 1 Moskvu undirritaði samning- inn Scholl sendifulltrúi í fjar- mikla athygli að hann brá út af þeirri venju að nokkur vel valin orð séu sögð við slíkt tæki- færi. Hann stóð upp og mælti: Ég þakka fyrir. Ég hef engu við það að bæta. — Sovézki embætt- ismaðurinn sem viðstaddur var undirritunina leit forviða upp frá skjölum sínum, en tók eftir nokkra stund i útrétta hönd þýzka sendimannsins. Knappstein sendiherra í Wash- ington sem þar undirritaði sátt- málann hélt hins vegar stutta tölu og sagði m.a. að vonir stæðu til að sáttmálinn yrði fyrsta skrefið 4 leið til að draga úr viðsjám í heiminum. BELGRÁD 19/8 — Nikita Krú- stjoff, forsætisráðherra Sovétríkj- anna. er væntanlegur til Belgrad eftir hádegi á morgun og mun hann dveljast í orlofi í Júgó- slavíu fram til 3. september. Enda þótt svo sé látið heita að Krústjoff fari til Júgóslavíu sér til hvíldar og hressingar er enginn vafi talinn á að ferð hans þangað eigi sér pólitískar orsakir og að hann muni nota dvölina þar til viðræðna við Tító forseta um þau mál sem nú eru efst á baugi, bæði í sairiskiptum rikj- anna og á alþjóðavettvangi. 1 för með Krústjoff verður kona hans Nína, Sergei sonur hans og Élena dóttir hans, einn- ig þrír starfsmenn sovézka kommúnistaflokksins, m.a. Júrí Andropoff sem annast sérstak- lega samskipti flökksins við bræðraflokka í öðrum sósíalist- ískum ríkjum. Andropoff var einnig í föruneyti Bresnéffs for- seta þegar hann kom í opinbera heimsókn til Júgóslavíu fyrir tæpu ári. Krústjoff og fylgdarlið mun ferðast víða um landið. Tító for- seti tekur á móti honum við komuna, en næst munu beir hittast um helgina. þá á eyrmi Brioni, þar sem sumarhöll Júgó- slavíuforseta er. Ssldveiði Norð- manna hér eykst BERGEN 19/8 — Glaðnað hef- ur yfir síldveiðum norsku skip- anna á miðunum við ísland síðustu sólarhringa. í skeyti frá flotanum til norsku fiskimála- stjórnarinnar segir að rekneta- bátar hafi fengið allt að 120 tunnum, en hinir allt að 2.000 hektólítrum síðasta sólarhring- veru pendiherrans. Það vakti ail- inn. Gott veður sé á miðunum. ABYRGMRSTARF Ríkisfjárhirzluna vantar karlmann til gjald- kerastarfa. Upplýsingar í skrifstofunni. RÍKISFÉHIRÐIR. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.