Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 5
t>riðjudagur 20. ágúst, 1963 ÞI6ÐVILIINN SlÐA Telkning eftir Clarke í „Daily Sketch“ í London. HÆNSNASTRIDIÐ GETUR RÐID AFDRIFARÍKT Nýr háski steðjar að Atlanz- hafsbandalaginu'. Megin- landsríki Vestur-Evrópu hafa serzt ber að slíkum fjandskar og lúalegri framkomu í garð bandarískra hænsna að viðbúið er að „varnarsamtök frjáisra þjóða“ liðist sundur af þeim sökum, ef trúa má öllu sem sagt hefur verið í Washington síðustu viku. William Fullbright. öldungardeildarmaður frá hænsnaræktarfylkinu Arkansas og formaður utanríkismála- nefndar deildarinnar, hefur jýst því yfir að verði tollmúrar Efnahagsbandalags Evrópu gegn bandarískum alifuglum ekki jafnaðir við jörðu hið skjót- asta geti svo farið að banda- rískt herlið verði kallað heim frá Evrópulöndum. Ríkisstjórn Kennedy hefur ekki enn geng- ið svo langt að lýsa því yfir að Evrópumenn sem ekki vilja leggja sér bandarískt hænsna- kjöt til munns eigi ekki skil- ið að njóta verndar bandarískra vopna, en forsetinn boðaði í fyrri viku að viðskiptastríð yrði hafið 16. september næstkom- andi gegn Efnahagsbandalags- rfkjunum láti þau ekki af ó- sæmilegri framkomu við frysta hænsnaskrokka frá Bandarikj- lilefni harðyrða þessara og hótana er ákvörðun ráð- herranefndar EBE um síðustu mánaðamót að halda fast við hækkun á verðtolli á innfluttu hænsnakjöti úr 15 í 45%. Hækkun þessi hefur svipt bandaríska hænsnabændur álit- legum markaði í Vestur-Þýzka- landi. Fyrstu fimm mánuði árs- ins 1962 átu Vestur-Þjóðverjar 31.100 tonn af bandarískum hænsnum en á sama tímabili þetta ár hrapaði innflutningur- inn niður í 10.700 tonn. Banda- ríkjastjórn metur skaða hænsnaútflytjenda sinna 46 milljónir dollara á ári, og jafn- . .skjóttv og ráðherrar . anna staðfestu tollhæklíunina skipaði. Kennedy viðskiptamála- ráðuneytinu að undirbúa hefnd- arráðstáfáriif, ’ ‘'þár' sérn'' ÍCUgh væri goldið fyrir auga og tönn fyrir tönn. Embættismenn Bandaríkjastjórnar brugðu skjótt við og birtu í fyrri viku lista með 19 vörutegundum sem hentugt væri að hækka tolla á til að ná sér niðri á hænsnaníðingunum evrópsku. Innflutningur á þessum 19 varningstegundum frá löndum EBE til Bandaríkjanna nam á síðasta ári 111.5 milljónum dollara, en Bandaríkjastjórn kveðst muni fara í öllu eftir tollasamningi GATT og láta sér nægja að útiloka með tolia- hækkunum frá bandarískum markaði vörur frá EBE fyrir nákvæmlega sömu 46 milljón- irnar og hún telur tjón sinna þegna nema. Vörulistinn sem velja á úr í hefndartoilaflokkinn er að yfirlögðu ráði, hafður óþarfiega umfangsmikill. Ætlun banda- rískra stjórnarvalda er að hræða sem flesta framleiðend- ur og útflytjendur i löndum Afle’ðingar afvopnunar eru ekki vandamál fyrir Svía Minna en fimm hundruðs- hlutar af samanlagðri fram- leiðslu Svíþjóðar fara til hern- aðarþarfa. Þess vegna mundi það ekki valda Svíum sérlega miklum erfiðleikum að endur- skipuleggja vinnuaflið og efna- hagslífið, ef til almennrar af- vopnunar kæmi. segir í skýrslu sænsku stjórnarinnar til Sam- einuðu þjóðanna i tilefni af at hugun samtakanna á efnahags- legum og félagsiegum' afleiðing- um af.vopnunar. Slík endurskipulagning ■ er þeim mun auðveldari sem Svíar hafa yfir að ráða handhægu og fljótvirku kerfi til að gera nauðsynlegar breytingar á efna- hagslífinu .segir í svarinu. End urskipulagning efnahagslífsins eftir afvopnun mundi þar aí* auki að líkindum taka yfir a1! langan tíma. Því næst gefur skýi’slar greinat'gerð um þær ráðstafani’ sem gerðar eru í Svíþjóð til að koma í veg fyrir röskun á vinnu.markaðinum, og er bai einkum nefnd örvun á tilfærslu vinnuaflsins, aðstæður til nýrr- ar menntunar og viðleitni við að skapa nýja atvinnumögu- leika. Ennfremur segir í svarinu. að afleiðinga afvopnunar muni gæta víðar en á vinnumarkað- inum. þó þær verði sennilega ekki jafnvíðtækar annars stað- ar. Sumar iðngreinar helgi meiri eða minni hluta starfsemi sinnar framleiðslu hergagna, en bær geti breytt um til annarrar framleisðlu. Vandamálið virðist ekki fyrst og fremst vera það. hvort iðn- greinarnar geti breytt um fram- leiðslu. heldur hvort hægt verður að finna markaði fyrir' hina nýju framleiðslu. 1 þessu sambandi er sú spurning fróð- ieg, að hvaða marki batnandi Kfskjör í þróunarlöndunum muni skapa aukna eftirspurn eftir- hluta af bessari fram- 'eiðslu. t.d. bílum. skipum og landbúnaðarvélum. Stuðla ætti að slíkri þróun á þann hátt, að bróunarlöndunum verði hjálp- að til að kaupa þá framleiðslu. sem ekki þjónar vígbúnaði. EBE, svo að þeir.gangi í skrokk á stjórnum sínum og knýi þær til að afturkalla að öllu eða einhverju leyti tollahækkunina á bandarískum hænsnum. Eins og geta má nærri ráku ýmsir þessara aðila upp ramakvein. svo sem þýzkir framleiðendur ljósmyndapappírs. sem óttast að tapa 15 milljón dollara ár- legri sölu til Bandaríkjanna. Aðrir, eins og til dæmis Volk- wagen-bílasmiðjurnár. létu sér fátt um finnast. Sagði fulltrúi Volkswagen að fyrirtæsínu stæðu opnir nógir aðrir mark- aðir fyrir sendiferðabíla sína og fólksflutningabíla þó sá bandaríski lokaðist. Edward O.Toole, fréttaritari New York Times í aðalstöðvum EBE í Brussel, er þeirrar skoðunar að áhrifin af hótun Bahdaríkja- stjórnar hafi orðið þveröfug við það sem fyrir henni vakti. Við- leitni hennar til að hræða sé svo augljós að menn í EBE- löndunum hafi fokreiðst og þjappi sér nú saman í fyrsta skipti síðan de Gaulle útilokaði Breta frá samtökunum í vetur. Sitji EBE við sinn keip á næsta ráðherrafundi, sem halda á 23. september, verður Bandaríkja-^ stjóm að gera alvöru úr hótun sinni. Þá má búast við gagnráð- stöfunum af hálfu Evrópuríkj- anna, sem telja Bandaríkja- menn meta markaðsmissi sinn alltof hátt, „og þar með væri hafið miskunarlaus-t við skiptasfríð". segir. O’Toole. Akvörðun Bandaríkjastjórnar að leggja út í hænsnakjöts- stríð við EBE stafar ekki nema að nokkru leyti af þörfinni á að gera hænsnabændum og þingfulltrúum þeirra til hæfis Fryst hænsni námu aðeins 1.2% af innflutningi EBE-landanna frá Bandaríkjunum á síðasta ári. En Kennedy hefur marg- lýst yfir af afstaða Bandaríki anna til EBE muni fara eftir því hver kjör varningi frá Bandaríkjunum, og þá fyrst og fremst landbúnaðarafurðum, verða búin á hinum sameigin- lega markaði, og hann telur ekki seinna vænna að sýna að hugur fylgir máli. Stefna EBE í landbúnaðarmálum er enn ó- ráðin, en Bandaríkjamenn taka tollmúrinn gegn hænsnakjöti vestan yfir Atlanzhaf sem merki vaxandi tilhneigingar í þá átt að gera EBE að hátolla- svæði þar sem þjóðirnar stefni að því að vera sem mest sjálf- um sér nógar um matvælafram- leiðslu. Snemma á næsta ári kernur saman ráðstefna um tollamál, og markmið Banda- ríkjastjórnar er að gera þar samning um gagnkvæihar toiia- lækkanir sem tryggi banda- rískum varningi greiðan aðgang að mar-kaðnum innan EBE Hótunin um hefndarráðstafamr vegna hænsnakjötstollsins á að sýna Evrópuríkjunum að í því máli muni Bandaríkjastjórn ekki sætta sig við afsvar held- ur beita öllum tiltækum ráðum til að hafa vilja sinn fram. Rómarsamningurinn, stofn- skrá EBE, kveður svo á 1 að sameiginlegur búvörumarkaður aðildarríkja þurfi ekki að vera kominn á fyrr en 1969, en nú hefur de Gaulle Frakklands- forseti krafizt þess opinberlega að stefna í landbúnaðarmálum verði mörkuð fyrir fullt og allt áður en yfirstandandi ár er úti. Þetta er ekki fróm ósk af hans hálfu heldur úrslitakostir. Á síðasta fundi sínum með frétta- mönnum lýsti de Gaulle yfir að misræmið milli frjálsra verzlunar með iðnaðarvarning og hömlubundinna viðskiota með búvörur milli ríkja EBE gæti ekki ríkt óbreytt lengur. Þar að auki benti hann á tolla- viðræðumar sem framundan eru við Bandaríkin og nýjar viðræður við Bretland og sagði nauðsyn bera til að bandalagið hafi skipað hinum þýðingar- mestu málum til frambúðar áð- ur en þær hefjast. Verði það ekki gert, ef það dregst fram- yfir áramót að ná samkomulagi um landbúnaðarmálin, má bú- ast við að EBE líði undir lok segir Frakklandsforseti. Ekki fór de Gaulle í neina launkofa með hverju hann hyggst koma fram með úrslita- kostum sínum. Stefna stjórnar hans er að gera lönd EBE sjálf- um sér nóg um landbúnaöar- afurðir. ört vaxandi framleiðsla fransks landbúnaðar á að koma í stað innflutnings frá Banda- ríkjunúm og b’rezkum sámveld- islöndum. Viðskiptastríð milli meginlandsríkja Vestur-Evróou og engilsaxneskra ríkja sem leiða hlýtur af þessari stefnu er frönskum valdhöfum ekkert á móti skapi, það er yfirlýst stefna de Gaulle að hnekkja áhrifum Engilsaxa á megin- landinu. Fyrir de Gaulle vakir að knýja Vestur-Þýzkaland til að velja og velja í snatri milli Frakka og Engilsaxa. Þýzkaland er helzti búvöruinnflytjandinn innan EBE og hefur því fljótt^ á litið sterka samningsaðstöðu gagnvart Frakklandi, en de Gaulle þykist kunna ráð við því. Krafan um að skipan land- búnaðarmála EBE verði ákveð- in fyrir næstu áramót er dul- búin hótun í garð vesturþýzku stjórnarinnar. 1 viðleitni siwni til að hindra samkomulag milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna sem feli í sér viðurkenn- ingu Vesturveldanna í verki á Austur-Þýzkalandi reiðir stjómin í Bonn sig á stuðmng Frakklands. De Gaulle hyggst láta Þjóðverja gjalda fulltingið því verði að fallast á stefnu hans í landbúnaðarmálum EBE. Á næstu mánuðum verður úr því skorið hvort Sovétríkjunum og Vesturveldunum tekst að kom sér saman um ráðstafanir CltókeUtt Thé D»iÍjiSití(tÖ».. Xionaoú til að draga úr viðsjám í Mið- Evrópu, og de Gaulle krefst þess að Vestur-Þjóðverjar fall- ist fyrir áramót á landbúnaðar- stefnu af hálfu EBE sem hon- um er að skapi. Franski forsetinn stefnir enn sem fyrr að því að gera EBE að nýju, vesturevrópsku stórveldi undir franskri forustu. Honum er ósárt um þótt band- arískar hersveitir í Vestur- Þýzkalandi taki saman föggur sínar og hverfi heim, þeim mun háðari verða vesturþýzkir vald- hafar frönskum kjarnorkuvopn- abúnaði. Nokkur undanfarin Ar hefur greiðslujöfnuður Banda- ríkjanna verið óhagstæður og gull streymt út úr Knoxvirki í fjárhirzlur ríkisbanka Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands. Svo er komið að Bandaríkja- stjórn hefur í fyrsta skipti í sögu landsins lagt hömlur á út- flutning fjár með því að skatt- leggja kaup bandarískra aðila á erlendum verðbréfum og eign- um. Greiðsiuhalli Bandaríkj- anna stafar ekki af óhagstæð- um viðskiptajöfnuði, honum veldur fyrst og fremst herkos’tn- áður Bandaríkjanna víða um heim, en einkum í Vestur-Evr- ópu. Verði bandarískum varn- ingi bolað burt af markaðs- svæði EBE, gerast þær raddir í Bandaríkjunum sem krefjast þess að tjónið verði bætt með hcimkvaðningu hers frá Vest- ur-Evrópu vafalaust æðihávær- ar, En forseti Frakklands græt- ur það þurrum tárum að orð Fulbrights öldungadeildarþing- manns rætist. M. T. Ó. Sænsk gjöf til flóttamanna Ávísun á fjárhæð sem nemur 18.000 dollurum var afhent Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna 18. júlí sl. af forstjðra sænska Rauða krossinn. Jan de Geer. Ávísunin er enn ein gjöf til flóttamannahjálparinnar frá minningarsjóði Elsu Brand- ström, sem stofnaður var 1947 til minningar um Elsu Brand- ström og hið mikla mannúðar- starf hennar. Féð verður notað til »ð mennta unga flóttamenn í Austurríki. (Frá Sameinuðu þjóðunum) Ráðstefna um barnavernd haldin í Varsjá Meðal þeirra efna, sem rædd eru á svæðisbundinni ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Varsjá dagana 6.—19. ágúst, eru hin skaðlegu áhrif sem ákveðnar glæpa og hryllingsfrásagnir í myndablöðum, útvarpi, sjón- varpi og kvikmyndum hafa ? „réttindi barnsins”. Þátttakend ur eru frá 25 aðildaríkjum Sam" einuðu þjóðanna eða sérstofn- unum þeirra í Evrópu. Meðal þeirra eru háttsettir embættis- menn í félagsmálastarfi ein- stakra ríkja, prófessorar í lög- um, fulltrúar ákæruvaldsins oe ' ippeldisf ræðingar. Umræður ráðstefnunnar nunu fara fram á grundvelli vfirlýsingarinnar um réttindi barnsins, sem samþykkt var af Allsherjarþinginu 20. nóvember 1959. 1 10 liðum kveður yfir- lýsingin á um rétt bamsins til þess að njóta 'sérstakrar verndar, s:ð fá tækifæri til að þroskast á heilbrigðan og eðli- legan hátt við frjálsar og mann- sæmandi aðstæður og alast upp „í anda skilnings, umburðar- lyndis, vináttu þjóða á milli, friðar og alþjóðlegs bræðra- lags”. Til að komast að niðurstöðu um, hvemig bezt verði stuðlað að framkvæmd bessara mark- miða ræðir ráðstefnan m.a. vandamál eins og: vanræksla eða grimmd, læknishiálp. leik- ir og dægradvöl, vangefin Framhald á 7. síðu. I I Á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.