Þjóðviljinn - 24.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.08.1963, Blaðsíða 3
SÍÐA 3 I-augardagur 24. ágúst 1963 HððVILIINN Stjórnarskipti í Noregi Stjórn Gerhardsens felld með vantrausti OSLÓ 23/8 — í gærkvöld réðust örlög sósíaldemó- kratastjórnar Gerhardsens í Noregi, er stórþing- ið samþykkti vantrauststillögu borgarailokkanna f jögurra eftir langar og ákafar umræður um námu- slysið á Svalbarði. Með tillögunni greiddu atkvæði 74 þingmenn borgaraflokkanna og tveir þingmenn Sósíalistíska þjóðarflokksins en gegn henni 74 þingmenn Sósíaldemókrataflokksins. Pví næst var gengið til at- kvæða um tillögu Finns Gustav- sens, annars þingmanns Sósíal- istíska þjóðarfiokksins, þess efn- is að þingflokkur sósíaldemó- krata skyldi hafa á hendi for- göngu um myndun næstu rík- isstjórnar. Engir greiddu at- kvæði með tiilögu þessani nema hinir tveir þingmenn Sósíaiist- íska þjóðarflokksins. Fyrsta sinn í 28 ár Þar með er ákveðið að borg- araleg ríkisstjóm setjist að völdum í Noregi í fyrsta sinn í 28 ár. Síðasta borgarastjómin í Noregi var stjórn Mowincel úr Vinstri flokknum, en krata- foringinn Nygaardsvold leysti hann af hólmi árið 1935. Ger- hardsen hefur verið forsætis- ráðherra frá því 25. júní 1945 að undanteknu tímabilinu frá 19. r.óvember 1951 til 22. janúar 1955 þegar Oscar Torp var fyr- ir ríkisstjórn sósíaldemókrata. / Lausnarbeiðni á \ morgun Einar Gerhardsen mun biðj- ast lausnar fyrir sig og ráðu- Fangelsisvist fyrir laga- yfirtroðslur PRAG 23/8 Tékkneska fréttastoí- an Ceteka skýrði frá því í nótt að tveir fyrrverandi innanríkis- ráðherrar í Tékkóslóvakíu hefðu verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa útbúið falskar ákærur og farið í kringum lögin í póli- tískum málaferlum á árunum frá 1949 til 1954. Prchal ofursti var dæqidur í sex ára fangelsi og Kostal ofursti í sjö. Báðir hafa menn þessir verið Rudolf Slansky sviptjr þegnréttindum. Ofurst- arnir tveir voru varainnanrikis- ráðherrar til ársins 1956. Dómur var kveðinn upp eftir beim skömmu eftir að fyrrverandi framkvæmdast. tékkneska komm- únistaflokksins. Rudolf Slansky, var sýknaður af öllum ákærum post mortem. neyti sitt á morgun og mun þá Ólafur konungur fela for- manni stærsta stjómarandstöðu- flokksins, John Lyng í Hægri flokknum, að mynda nýja rík- isstjóm. Þeir flokkar sem ásamt Hægri flokknum munu taka þátt í stjómarmynduninni eru Vinstri flokkurinn, Miðflokkur- inn og Kristilegi þjóðarflokkur- inn. Hægri flokkurinn mun fá fimm ráðherra, Miðflokkurinm fjóra, Kristilegir þrjá og Vinstrir þrjá. Enn hefur ekki verlð geng- ið frá ráðherralistanum að fullu en búizt er við því að svo geti orðið strax eftir helgina. Situr minnst í mánuð Eins og kunnugt er lét Finn Gustavsen, leiðtogi Sósíalistíska þjóðarflokksins, svo ummælt í þinginu í gær að flokkur siinn myndi bera fram vantrauststil- lögu á stjóm borgaraflokkanna þegar fyrsta daginn sem hún sýndi sig í þinginu. Talið er ólíklegt að kratar muni greiða þeárri tillögu atkvæði og benda því allar Iíkur til að borgara- flokkastjórnin muni sitja að völdum að minnsta kosti fram yfir bæjar- og sveitarstjórna- kosningarnar sem fram eiga að fara eftir mánuð. UmræðuTnar um námaslysið sem lauk í kvöld höfðu staðið í fjóra daga — 40 klukkustund- ir samtals. Um það bil hékn- ingur þingmannanna 150 tóku til máls, sumir oftar en einu sinni. Ber mönnum saman um að frá striðslokum hafi engar umræður á norska þinginu vak- ið slika athygli sem þessar . Jafnrétti í bankanum! Kennedy stendur í ströngu . Þingið vill skera aðstoðina við nögl WASHENGTON 23/8 — Þessa dagana ræðir bandaríska full- trúaþingið áætlim Kennedys forseta um aðstoð við önnur Iönd á næsta ári. f gær sam- þykkti þingið breytingatillögu sem bannar alla efnahagsaðstoð við ríki sem verzla við Kúbu- menn. Þingmenn úr hópi demó- krata báru tillögu þessa fram. Kennedy forseti lagði til að samtals 4,1 milljarð dollara yrði varið til aðstoðar við önnur lönd Þingið samþykkti í dag að lækka þessa upphæð niður í 3,1 millj- arð. Efnahagsaðstoð við vanþró- uð lönd var skert um 600 millj- ónir dollara, fjárveiting til Suð- ur-Ameríku um 150 milljónir og hemaðaraðstoð við önnur lönd um 225 milljónir. Þingið sam- þykkti í gær breytingatillögu frá repúblikönum og mælir hún svo fyrir að helmingur lánanna til Suður-Ameríku verði veittur einkafyrirtækjum. Síðan mun öldungadeildin fjalla um áætlun- ina. Ákærðar fyrir þátttöku í lestarráninu LONDON 23/8 — í dag var bók- haldari nokkur dreginn fyrir rétt í Bretlandi og sakaður um hlut- dcild í lestarráninu mikla, þegar ræningjahópur komst undan með um það bil 300 milljónir króna í pokahorninu. Maður þessi heitir Charles Wilson og er þrítugur að aldri. Hann kom fyrir rétt í þorpinu Lunsdale í Buckinghamshire, skammt frá ránsstaðnum. Hann var handtekinn á laugardaginn. Lögreglan í Leicester mun í dag hafa handtekið enn einn mann sem grunaður er um þátt- töku í ráninu. Hinn handtekni var þegar sendur til Jylesbury, en bar hafa þeir sem annast rannsókn málsins aðalbækistöðv- ar sínar. 'íténriedý fórseti gaf í kvöld út fréttatilkynningu og sagði að samþykkt þingsins um að skera niður efnahagsaðstoðina bæri bæði vott um skammsýni og á- byrgðarleysi. Kvað hann re- públíkana ekki hafa hegðað sér svo illa í þessutn efnum allt frá stríðslokum, en margir demó- kratar greiddu einnig atkvæði með breytingatillögu þeirra. Taldi forsetinn þunglega horfa ef öldungadeildin samþykkti breytingar fulltrúaþingsins. •— Myndu þá Sovétríkin veita Kúbumönnum jafn mikla aðstoð og Bandaríkin veita öllum öðr- um ríkjum í Rómönsku Amer- íku samtals og yrði þá illt að eiga við kommúnismann í þeim heimshluta. Barátta bandarískra negra fyrir jafnréttindum á við hvíta menn heldur áfram af fuUum krafti. Fyrir skömmu varð lögreglan I East St. Louis aö fylkja liði til að ryðja salarkynni banka elns, en þar höfðu um 2000 negrar komið sér fyrir á gólfinu og létu þar mcð í ljós mótmæli sín gegn því misréttii sem bankayfirvöldin beita við ráðningu starfsmanna. 30—100 búddatruarmenn hafa fallið Herinn í Suður-Víetnam hefur tekið við völdum SAIGON 23/8 — Fregnír frá Suður-Vietnam herma að herinn hafi tekið við stjórn landsins og munu öll ráðuneytin hlýða fyrirskipunum það- an. Haft er fyrir satt að hróðir Diems forseta, Ngo Dinh Nhu, sé nú valdamesti maður lands- ins, en hann var skipaður yfirmaðnr sérstaks her- ráðs er herlög gengu í gildi á miðvikudaginn. Utanríkisráðherrann í Suðúr- Vietnam, Vu Van Mau, sem sagði af sér emtoætti í gær vegna gerræðis Diems, hefur rakað höfuð sitt að hætti búdda- munka. Ennfremur hefur hann skýrt frá því að hann muni bráðlega leggja upp í pílagrims- ferð til Indlands. Foreldrar frú Nhu Sumir heimildarmenn hafa það fyrir satt að Diem ein- ræðisherra hafi alls ekki fall- izt á afsögn ráðherrans. Hins- vegar mun hann hafa fallizt á lausnarbeiðni Washington-sendi- herrans Tran Van Choung. Kona ,Skemmdarverka- menn' saksóttir PRETORlU og GENF 23/8 — Dómsinálaráðherra Suður-Afríku, Balthazar Vorster. skýrði frá því í dag að 165 menn, bæði hvítir og svartir, ýrðu á næstu tveimur mánuðum dregnir fyrir rétt sak- aðir um „skemmdarverk“ og önn- ur hliðstæð afbrot. Auk þess heldur lögreglan áfram að rann- saka mál 85 „grunaðra“. Lögregluríki Eins og kunnugt er hefur stjórn þeirra Verwoerds og Vost- ers sett lög sem leyfa að mönn- um sé haldið þrjá mánuði ífang- elsi án þess að mál þeirra komi fyrir rétt. Þar að auki er heim- ilt að framlengja þessa fanga- vist ef valdsmönnum sýnist svo. Alþjóðlega lögfræðinganefndin í Genf birti í dag yfirlýsingu þar sem segir að lög þessi staðfesti svo ekki sé um að viUast að S- Afríka sé lögreglurfki. Ennfremur segir í skýrslu lög- fræðinganna að ríkisstjómin í Suður-Afríku hafi tekið sér. vald sem vera eigi í höndum dóm- stólanna. Þar að auki meðhöndli stjómarvöldin pólitíska fanga þannig að það brýtur í bága við öU mannréttindi. Sendiherrar heim Suður-afríska ríkisstjómin hef- ur nú kallað heim sendiherra sína í London. Ottawa, Washing- ton og hjá Sameinuðu þjóðunum. 1 tilkynningu stjómarinnar um þessa ákvörðun er ekki greint frá ástæðum og hvorki utanríkis- ráðherrann, Eric Louw. né aðrir ráðamenn hafa fengizt til að gefa skýringu á þessu. Búizt er við að stjómin ætli sér að ráð- færa sig við sendiherrana um utanríkismál áður en allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna kemur saman, en gert er ráð fyrir að þá muni Afríku- og Asíuriki enn vekja máls á kynþáttaofsókaun- um í Siður-Afríku. hans hefOT"Verið áheyrnarfull- ■ trúi Suður-Vietnams hjá Sam- einnðu þjóðumum. Hún er búdda- trúar og þefur henni nú verið veitt lausn frá embætti. Þau hjónin eru foreldrar frú Ngo Dinh Nhu, mágkonu Diems, en hún hefur gengið fram fyrir skjöldu í ofsóknunUm á hendur búddatrúarmönnum og ‘ kveðst bíða þess með tilhlökkun að næsti búddamunkur brenni sjálf- an sig í hel fyrir trú sína. 30—100 féllu Ríkisstjórnin hefur sent um 1000 hermenn til Hue til þess að gæta þess að útgöngúbann stjómarinnar sé virt. Sjónar- vottum segist svo frá að þús- undir manna hafi snúizt til vamar er herlið og lögregla réðist að helztu búddahofum i borginni á miðvikudaginn. Fólk þetta beitti alls konar barefl- um og tókst þvi i fyrstu að hrekja hermennina brott frá hof- unum. Fólkið varð þó að láta undan síga er hermennirnir vörpuðu táragassprengjum. Segja sumir að herinn hafi orðið að beita skriðdrekum áður en tókst að ryðjast inn í hofin. Stjórnin hafði tilkynnt að eng- Inn hefði látið lífið í átökum þessum en samkvæmt frásögn- um sjónarvotta féllu að minnsta kosti 30 menn í Hue og ef til vill allt að 100. sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Vietnam, kom til Sagon í gærkvöld. Var þangaðkomu hans flýtt um nokkra daga vegna viðsjánna í landinu. Ekki vildi hann segja blaðamönnum neitt sem fréttnæmt þætti. Prófessorar hand- teknir Meira en 300 stúdentar efndu til mótmælaaðgerða úti fyrir tækniháskólanum i Saigon dag. Lögregla umkringdi hóp- irin en ekki kom þó til átaka. Margir háskólakennarar í Saig- on hafa sagt af sér í mótmæla- skyni við trúarbragðaofsóknirn- ar. Handteknir hafa verið 17 af þeim 47 prófessorum i Hue sem sagt hafa af sér. Henry Capot Lodge, hinn nýi Sprenging enníUSA WASHINGTON 23/8 — Bandaríkjamenn sprengdn í daa kjarnorkusprengju neðanjarðar í Nevada- auðninni. Segir í tilkynn- ingu kjarnorkumálastjórn- arinnar bandarísku að styrkleiki sprengjurinar hafi verið tiltölulega lít- ill. Bandaríkjamenn hafa sprengt margar kjarnorku- sprengjur neðanjarðar síð- an Moskvusamningurinn um takmarkað tilraiina- bann var undirritaður. Eins og kunnugt er bannar samningurinn allar kjam- orkutilraunir í andrúms- loftinu, úti í himingeimn- um og undir yfirborði sjávar en kveður ekki á um sprengingar neðanjarð- ar. Línan milli leiðtoganna brátt tilbáin WASHINGTON 23/8 — Banda- ríska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag að símalínan milli Hvíta hússins í Washington og Kreml I Moskvu yrði að öllum líkindum tilbúin til notkunar 1. september. Bandarikjamenn komu útbún- aði sínum fyrir í Moskvu þegar 1. ágúst og sovézku tækin sem 1 setja á niður í Washingtoia koma þangað á mánudaginn og verður strax hafizt handa um að koma þeim fyrir. Þegar fjarritunarkerfið verður komið í gagnið geta Kennedy Bandarík j aforseti og Krústioff forsætisráðherra náð sambandi hvor við annan tafralaust ef nauðsyn krefur. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.