Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA ÞI6ÐVILI1NN Fimmtudagur 29. ágúst 1963 S KOTTA Ég er ekki alveg viss, en mér finnst endilega, að þú hafir gleymt einhverju. Greiddi 2,5 millj. kr. í arð á sl. ári lega og það bar engan árangur. Nú er kominn tími til að beita þeirra eigin aðferðum. — Aðferðum hverra? — Stjómmálamannanna. Ég hef rætt þetta við Adam og hlustaðu nú á: við getum gert margt og mikið. Og það er allt saman fullkomlega og algerlega löglegt. Stórvaxni maðurinn kveikti í pípu sinni. tottaði hana með ákafa. — En hvers vegna fór hann þá ekki til embættismannanna? sagði Tom. — Fyrst hann hefur svona merkilegar ráðagerðir, hvers vegna fór hann þá ekki með þær til — — Vegna þess að hann hefði ekki komizt upp með- moðreyk. Notaðu skynsemina, maður. Satt- erly er endemis auli og lögfrseð- ingamir okkar eru bara ekki nógu útsmognir. Og það sem verra er, þeir hafa ekki bein i nefinu. Og það þurfum við að hafa. Bein í nefinu. — Ég vissi ekki að þú hefðir svona mikinn áhuga á stjómmál- um, Veme sagði Tom hneyksl- aður. Shipman sýndist enn bein- laus og mjúkur í sterku sólskin- inu eins og ofalinn krakki. Allt í einu langaði Tom til að segja: Eftir aðgerðarleysi heillar ævi, hefurðu allt í einu áhyggjur af Caxton. Þú hugsaðir aldrei um þennan stað fyrr en Cramer kom. Þér stóð á sama hvort hér yrði samskólaganga eða ekki. Nú tal- ar þú um að hafa bein í nef- inu. — Þetta er dálítið hranalegt, sagði Shipman og stillti sig vel — En þetta er satt og ég er maður til að viðurkenna það. Tom, þú hefur þekkt mig langa, langalengi, svo að ég get ekki blekkt þig. Ég hef vanrækt skyldur- mínar. Vanrækt! hugsaði Tom. Þú hefur ekki haft hugmynd um að þú hefðir neinar skyldur. — En maður getur alltaf vakn- að, og það er það sem kom fyrir mig. hélt Shipman áfram. ■— Ég vaknaii. Og nú er ég rejðubúinn til að berjast til aa bjarga borginni minni. Honum hitnaði í hamsi og fór að stika um herbergið. Ef við stöndum Hárgreföslan Hárgrelðslu og snyrtistofa STEINU og DÖDÖ Daugavegi 18 III. h. (Iyfta) SIMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNAKSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megln. — SlMI 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) taugavegi 13 •— SlMI 14656 « Nuddstofa á sama stað. — allir saman núna, sagði hann, — getum við afgreitt þetta á mánuði. Kannski enn skemmri tíma. Og þessir aular í hæsta- rétti geta þá séð að þeir gátu ekki hlunnfarið okkur — og þar með er málið úr sögunni. Ham- íngjan góða, maður kemst bók- staflega í assing við tilhugsunina um að núna, á þessari stundu, sitji niggarar við hliðina á hvít- um stúlkum í skólanum okkar! Shipman tók glas Toms, hellti slatta af gini í það. — Þetta verður ofsaleg barátta, sagði hann. — Næstum eins gaman og að veiða! Hann hafði ekki ætlað að segja þetta. En nú var of seint að snúa við. — Það er einmitt lóðið, ,Verne? Þér hefur leiðzt árum saman, og nú er dálítil spenna og þig langar í tuskið. — Nei, sagði Shipman hægt. — Það er alls ekki rétt. — Fyrirgefu. Það var heimsku- legt af mér að segja þetta. — Já, Shipman kveikti aftur í pípu sinni og gekk að borðinu. — Hvað sy.0 sem þú heldur, Tom. þá vill svo til að ég er sannfærður. Ef til vill fellur þér ekki við piltinn. Það er ekk- ert viö þvi að segja. En hann hefur opnað augu mín, -upp á gátt; og hann hefur sýnt að hann er leiðtogi. Fólk hlustar á hann. Hann rótaði í skúfftmni sinni. — Hefurðu séð þetta? Tom tók við myndinni af svert- ingjanum sem var að kyssa hvíta stúlku. Hann leit á hana og fleygði henni aftur á borðið. — Ég sá þetta fyrir tíu árum, sagði hann. — Þetta hefur verið í um- ferð síðan 1946. Hún var tekin í París. Svertinginn er hermað- ur. Shipman roðnaði. — Jæja, það skipiir engu máli. Þetta- sama á sér stað um öll Bandaríkin núna. Það gæti hæglega gerzt í Caxton. — Það er ég ekki svo viss um, sagði Tom. — Af hverju held- urðu endilega að um leið og jafn- rétti kemst á. fari allir svert- ingjar að sofa hjá hvítum kon- um? Heldurðu að þessar konur standi bara og bíði eftir því að það verði? — Það er ekki mergurinn málsins. sagði Shipman. — Jæja, mér stendur á sama hvað er mergurinn málsins. Ég veit aðeins þetta. Við höfum allt sem unnt er til að komast hjá samskólagöngu í Caxton, en lögin mæla svo fyrir að hún skuli verða og ég lít svo á að fólk eigi að hlýðnast lögunum. Cramer virðist ekki gera bað. Mér fellur ekki við hann; ég treysti honum ekki og ég ætla svo sannarlega ekki að birta þessa sóðalegu auglýsingu hans. Það geturðu sagt. honum. Tom tók hattinn sinn og opnaði dymar. — Hann virðist hafa gleymt því að ég er ritstjóri Messengers. — Þú virðist líka hafa gleymt dálitlu, sagði Shipman. — Hvað er það, Veme? — Ég á meirihluta hlutabréf- anna í Messenger. Þú ert í vinnu hjá mér. Adam Cramer og SÞBF. 1 hví- vetna. Tom horfði á Shipman drykk- langa stund. ’Síðan sagði hann: — Áður en ég tók við ritstjóra- starfinu, seldist Messenger í tvö þúsund eintökum. Það kom út þrisvar í mánuði og var rekið með tapi. Sex mánuðum seinna var eintakafjöldinn kominn upp í tólf þúsund. Nú er hann tutt- ugu þúsund. Við erum ofaná. Og við höfum þrisvar fengið við- urkenningu fyrir ágæta blaða- mennsku. Allan þann tíma hef- urðu aldrei stigið fæti á skrif- stofuna né haft fyrir því að sendá mér línu. Ög ætlarðu nú að fara að kenna mér að stjóma dagblaði? Shipman var stundarkorn á báðum áttum. hvort hann ætti að reiðast eða leita sátta. — Það er ekki það, Tom, sagði hann. — Þú hefur unnið afbragðs starf og því dytti mér aldrei £ hug að neita. Ég er ekki að segja þér hvemig á að reka dagblað...... — Hvað ertu þá að segja mér? — Það er aðeins spursmál um 6tefnu. Að taka fáeinar auglýs- ingar, byggja Cramer dálítið upp — fjandinn sjálfur, það getur varla sakað. — Hvað nú ef ég neita að birta auglýsinguna? Hvað nú ef ég segi þér í eitt skipti fyrir öll að ég ætli mér að gera allt sem í mínu valdi stendur til að losna við Cramer og samtök hans? Shipman reis á fætur, dálítið tvílráður. — Við höfum verið vinir í langan tíma, Tom. sagði hann. — En ef þú segðir það við mig, þá yrði ég að fara fram á uppsagnarbeiðni frá þér. — Þannig er það í pottinn búið. ' — Þannig er það í pottinn bú- ið. Shipman hikaði. — Jæja? spurði hann. — Hvað ætlarðu að gera? Tom hugsaði um starfið sem beið hans í New York, um Rut og Ellu, um heimilið, um árin sem hann hafði dvalizt þama og lært að elska borgina og um- hverfið. — Ég virðist ekki hafa um margt að velja, sagði hann og hataði sjálfan sig fyrir að segja þetta. Hann fyrirleit sjálfan sig 'fyrir að verða máttlaus í fótun- um. Alla leiðina heim til Ship- mans hafði hann sagt við sjáif- an sig hvemig hann ætlaði að leysa frá skjóðunni. Hann yrði að fá að ráða þessu og ef Ship- man félli það ekki. þá gæti hann náð sér í annan ritstjóra. En þetta hafði farið öðru vísi. — Ég fer aðeins fram á eitt, Tom, sagði Veme Shipman bros- andi. — Að Cramer fái dálítinn stuðning. Þú ert ennþá ritstjór- inn! Stórvaxni maðurinn fylgdi honum til dyra, lagði þungan arminn á öxl honum. — Við skulum afgreiða þetta leiðindamál í flýti. Bíddu bara og sjáðu til. Heimurinn mun ekki gleyma Caxton í flýti! Tom gekk niður malarstíginn að bílnum sínum og honum leið eins og svo oft fyrir mörgum ámm þegar hann var ungur og hugurinn fullur af óleystum vandamálum og spumingum sem enginn í heiminum gat svarað. Á leiðinni til borgarinnar fór hann aftur að hugsa um Cahier prófessor og hann mundi allt í einu eftir taugaóstyrkum náunga með úfið hár sem hét Lubin. Dulvitund hans virtist hafa hald- ið áfram að fást við þessa löngu liðnu daga. Herman Lubin, hláturmildur og óharðnaður þá; hárlitill og fljótmæltur skrifborðsforstjóri núna. Lubin hinn metnaðar- gjami...... — Tómas, þú ert vitlaus. Þú húkir í þessum ómerkilega smá- bæ alla ævina og kannski birt- irðu stöku sinnum leiðara sem þú færð viðurkenningu fyrir — Til hins mikilhæfa ritstjóra Músarholusnepilsins — og þú rammar skjalið inn og deyrð sæll. Svei attan, Tómas. Þetta er til skammar. Þú ert alltof góð- ur blaðamaður til þess. Hendumar á Tom urðu rakar á plaststýrinu þegar hann gerði Bér ljóst hvers vegna hann hafði rifjað þetta upp. Hann steig benzínið í botn og hélt því þannig megnið af leið- inni á beinni brautinni. Nokkr- um mínútum seinna á skrifstofu sinni tók hann upp símann og bað um langlínusamtal. og tók eftir því sér til nokkurrar gremju að hann var örlítið skjálfhemt- ur. Fimmtíu mínútum seinna eftir þagnir og truflanir og tengingar til og frá, var hann að tala við manninn sem hann hafði löng- um skrifazt á við, en ekki séð augliti til auglits í meira en tuttugu ár. Lubin heilsaði hárri röddu. Bakvið hann heyrði Tom í rit- vélum og öðrum áhöldum og hann sá sem snöggvast fyrir sér hinn stóra sal í heimsborginni. — Svei mér þá, maður! Þú ert enn með þennan drafandi mál- hreim? Drottinn minn, ég trúi þessu ekki. Breytist aldrei neitt þama niður frá? Tom brosti, án kæti, án sér- stakrar beizkju, og fann það eiít að harrn var að tala við dagblað en sjálfur var hann ekki dagblað. — Ojú. jú, sagði hann. — Við höfum fengið nýja hurð fyrir klósettið. Röddin hló tröllslega úr fjarsk- anum. — Jæja, sagði Lubin. — Hvemig í skollanum líður þér annars? — Ágætlega, Hermann. — Það er aldrei að vita. Þið Suðurríkjamennimir eruð allir eins. Hæ, bíddu andartak, Tóm- as — Meðan Lubin tók einhverja merkilega ákvörðun, þerraði Tom á sér ennið og leit í kringum sig í þröngu, óhrjáðu herberginu. Hann leit á innrömmuð viður- kenningarskjölin á veggnum. Hauginn af auglýsingum á borð- inu. Óhreint, vanhirt trégólfið. — Tómas? — Já, hér er ég, Hermann. — Fyrirgefðu. Hvert vomm við komnir? Ég veit — þú ætlar að fara að segja mér að þú værir orðinn leiður á þessari sveita- blaðamennsku og vildir fá starf hjá mér. Ekki satt? Tom lækkaði símtólið ögn, fann fiðring gagntaka sig, hjart- að slá hraðar. en svo sagði hann í skyndi: — Ég veit ekki, Her- mann. Ég veit ekki hvemig ég stæði mig sem prófarkalesari. Aftur kvað við hlátur. — Próf- arkalesari! Góði, bezti, ég var að tala um merkilegt starf. Næturvörður, maður! Ha?! Hvemig líður konunni og krökk- unum? — Ágætlega. Hermann — heyrðu, áður en símareikningur- inn verður of hár. — — Dæmigerð sveitamennska! Hræddur við síma. Skelkaður við langlínusamtöl. — Ég þarf að tala um alvöru- mál við þig. — Það var svo sem auðvitað, sagði Lubin. — Þú ert svo mikill alvörúmaður. Hefur alltaf verið það. En ótryggur ........ Láttu það koma. — Það er dálítið að gerast hér, sagði Tom. — Það gæti Laugardaginn 24. þ.m. var haldinn aðalfundur fulltrúa- ráðs Brunabótafélags, Islands í Félagsheimili Kópavogs. For- maður framkvæmdastjórnar setti fundinn með stuttri ræðu. Fundarstjórar voru kjö-rnir: Guðlaugur G’íslason, alþni. og Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri. Fundarritarar voru kjömir: Áskell Einarsson, bæjarstjóri og Sturla Jónsson, hreppstj. Formaður, Jón G. Sólnés, bankastjóri, minntist í upphafi skýrslu sinnar Jóns Steingríms- sonar, sýslumanns, er látizt hafði frá því síðasti fundur var haldinn, en hann var stjórnar- maður félagsins. Risu fundar- menn úr sætum og vottuðu hin- um látna virðingu sína. Formaður rakti rekstur fé- félagsins í stórum dráttum. Skýrði hann frá kaupum á við- bótarhúsnæði o. fl. Heildarið- gjaldatekjur félagsins námu í árslok 1962 kr. 33,9 millj. For- maður skýrði frá lánveitingum félagsins til sveitarfélaga, sem hefðu aukizt mikið, Lagði hann áherzlu á þýðingu þessara lán- veitinga fyrir sveitafélögin og segja mætti að lánastarísemi félagsins sé vísir að sveitafé- laga banka. Forstjóri, Ásgeir Ólafsson, rakti. reikninga félagsins og skýrði einstaka liði í rekstri þess. Rekstursafkoma síðasta reikningsárs hafði mjög aukizt. Varasjóður félagsins var í árs- .lok. kr. 38.850.000,00. Arður til viðskiptamanna félagsins á síð- asta reikningsári nam kr. 2.296.405,00. Heildarútlán fé- lagsins voru 14. okt. 1962 kr. 51.429.092,24. Hrein eign er rúmar 40 millj. 1 framkvæmdastjórn fyrir næstu 4 ár voru kjörnir: Jón G. Sólnes, bankastjóri, Akur- eyri, Emil Jónsson, ráðherra, Hafnarfirði, Björgvin Bjama- son, sýslumaður, Hólmavik. Varamenn: Ólafur Ragnars, kaupmaður, Siglufirði, Sigurður Óli Ólafsson, alþm. Selfossi, Bjami Guðbjömsson, banka- stjóri, IsafirðL Nú? Ég vil að dagblaðið styðji rúmar alla fjölskyldunæ kynnið yðub MODEL 1963 24204 5»®ÍH»UB3ÖRNSSON * CO- P.O. BOX 1M4 • REYK3AVIK Svæfingalæknir Staða svæfingalæknis við Landakotsspítalapn í Reykja- vík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. september 1963. Laun í samræmt við launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri I störf sendist vfirlækni spítalans dr. med. Bjama Jónssyni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.