Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 10
v v/
SÍS heldur
sýningu
Næsta sunudag verður opnuð
sýning á iðnvamingi Sambands
íslenzkra samvinnufélaga í Ár-
múla 3 og verður opin almenn-
ingi frá kl. 14 til kl. 22 þann
dag og næstu daga frá kl. 14
) til 22.
Þetta, er í fyrsta skipti sem
SÍS hefur slíka sýningu í
Ydtteýkjavik og hafa þær áður
verið haldnar á Akureyri.
Á sýningumni verður sýnt það
nýjasta sem er á döfinni og
kemur sá iðnvamingur í verzl-
anir fyrir jólin.
Nánar verður sagt frá þess-
ari sýningu hér í blaðinu næsta
laugardag.
' NámskeiS í Skál-
holti á vegum
þjóðkirkjunnar
Námskeið kirkjuorganista og
söngstjóra verður haldið í Skál-
holti á vegum þjóðkirkjunnar
dagana 29. ágúst til 6. september.
Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar
Róbert A. Ottósson, veitir nám-
skeiðinu forstöðu. Dómkirkjan
verður aðeins opin almenningi
kl. 2—í e.h. á þessu túnabili.
Ysan hækkaði um
7%, en ekki 9,5%
1 frétt í Þjóðviljanum í gær
ufn verðhækkun á nýjum fiski
varð sú missögn að sagt var að
ný ýsa hækkaði í kr. 12.80 úr
kr. 11.50. Þetta er rangt. Ýsan
hækkaði í kr. 12.30 og er verð-
hækkunin á henni þvf 7% cn
ekki 9,5% eins og sagt var í
blaðinu.
Eldur í bifreið
Um kl. 16,17 í gær kom upp
eídur í bifreiðinni R-6052 er
hún var á ferð í Fossvogi.
Slökkviliðið var kvatt á vett-
vang en búið var að slökkva
eldinn að mestu er það kom á
staðinn. Talsverðar skemmdir
urðu á bílnum.
Sæmileg rekneta-
veiði vestra
Isafirði í gær. — Þrír bátar
hafa nú byrjað reknetaveiðar
héðan frá Isafirði. Einn þeirra,
Gunnvör, er héðan en hinir tveir,
Svanur og Trausti em aðkomu-
bátar. Afli bátanna hefur verið
sæmilegur, t.d. fékk Gunnvör 250
tunnur í róðri fyrir helgina. Sfld-
in er fryst til beitingar.
Gustavsen hefur
enn í hótunum
ÓSLÖ 28/8 — Foringi Sósíalist-
íska alþýðuflokksins á þingi,
Finn Gustavsen, lét svo um mælt
í dag, að ef Verkamannaflokkur-
inn bæri fram vantraust á stjóm
borgaraflokkanna, gæti flokkur
hans vel hugsað sér að greiða
því atkvæði. Það er ekkert aöal-
atriði fyrir okkur að bera sjálfir
fram slíka tillögu, sagði Gustav-
sen. en við munum nota tækifær-
ið til þess að lýsa vantrausti
okkar á borgaralega ríkisstjóm.
Annars endurtek ég fyrri um-
mæli mín um það, að borið verð-
ur fram vantraust á hina nýju
ríkisstjóm, þegar er hún sýnii
sig í þinginu._____________
JAKARTA 28/8. — Samkvæmt
heimildarmönnum, er standaind-
ónesísku stjóminni nærri, er það
harla ósennilegt > að Indónesía
sendi eigin nefnd til þess að
vera viðstödd er sendimenn Ú
Þants rannsaka það, hver sé
skoðun fbúanna í Sarawak og
Norður-Bomeo á hinu fyrirhug-
aða Malaysia-sambandi.
Þetta hefur í för með sér. að
Indónesía áskilur sér rétt ti1 að
efast um niðurstöður rannsókn-
arinnar.
Náttúruundur
á Ruuðunesi
Fyrir nokkru var
vblaðamaður frá Þjóð-
viljanum á ferð norð-
ur í Þistilfirði og gafst
honum þá kostur á að
skoða sérkennileg og
falleg náttúruundur
sem þar er að finna.
Staður sá sem hér um
ræðir heitir Rauðanes
og gengur það út í inn-
anverðan fjörðinn að
vestan.
Rauðanesið rís allhátt og
bratt úr sjó og á löngum
kafla austan á nesinu hefur
sjórinn grafið inn í bergið
marga og stóra hella og göng
þar sem linari bergtegundir
hafa verið. Einnig rísa þama
allmargir sérkennilegir drang-
ar úr sjónum við ströndina.
Þessi fallegi staður hefur
ekki til þessa verið í alfara-
leið og munu fáir ferðamenn
hafa lagt þangað leið sína til
þess að skoða hann. Nú fer
þeim ferðamönnum hins vegar
sífjölgandi sem leggja leið
sína til Þistilfjarðar. einkum
eftir að vegarsamband komst
á á milli Þistilfjarðar og
Vopnafjarðar að austan og
milli Raufarhafnar og Þistil-
fjarðar að vestan, og er því
ekki úr vegi að benda mönn-
um á þennan stað.
Það var Óli Halldórsson
bóndi og kennari á Gunnars-
stöðum í Þistilfirði, sem sagði
blaðamanni Þjóðviljans frá
staðnum og var svo góðviljað-
ur að fylgja bonum þangað
eitt kvöldið. Ekki er bílfært
út á Rauðanesið en frá af-
leggjaranum að Vöflum er
stuttur gangur út að innstu
hellunum á nesinu. Hins veg-
ar er um klukkutíma gangur
út á nestána sjálfa og margt
að skoða á leiðinni sém að
sjálfsögðu tefur tímann. Því
miður skall yfir þokuslæðing-
ur áður en við komumst afla
leið út á nesið og náði blaða-
maðurinn því ekki myndum
nema af sumum sérkennileg-
ustu stöðunum þama og ýmsa
heflana er heldur ekki hægt
að skoða eða mynda nema fra
sjó. Hægt er að sigla inn i
suma hellana sem bæði eru
langir og víðir og á öðrum
stöðum rísa steinbogar og
hvelfingar er tengja einstaka
kletta við land.
Myndirnar tvær sem hér
fylgja gefa ofurlitla hugmynd
um það hvað þarna er að sja.
Stærri myndin er tekin fram-
arlega á nesinu af voldugum
gatkletti er ris úr sjó og ber
tvo dranga, er skaga upp úr
sjónum lengra frá landi, í
gegnum gatið. Á minni mynd-
inni sést hins vegar haglega
gerður steinbogi, ein af mörg-
um dvergasmíðum náttúrunn-
ar sem þarna er að finna.
— ( Ljósm. Þjóðv. S.V.F.)
Nýr Listamannaskáli
Félag íslenzkra listamanna hefur ákveðið að reisa
nýjan listamannaskála hér í borg. í þessum tilgangi er
hafin sala á happdrættismiðum og verða þeir seldir á
sýningum í Listamannaskálanum eftirleiðis.
<•>-
Vinningurinn er Volkswagen-
bifreið árgerð 1964 og verður
dregið um hana þann 15. desem-
ber. Það er óhætt að segja að
mál sé komið að hugsa um
by.saingu oýs skála. Lista-
mannaskálinn við Kirkjustræti
hefur r.ú gegnt hlutverki sínu
um 20 ára skeið og er orðinn
mjög hrörlegur enda var hann
í upphafi aðeins byggður með
það fyrir augum að nota hann
fyrir listsýningar í 5 eða 6 ár.
Staður fyrir hinn nýja skála
hefur ekki enn verið endanlega
ákveðinn.
Ekið ó bifreið
I fyrradag var ekið á bifreið-
ina R-3700 þar sem hún stóð á
bílastæðínu hjá Breiðfirðingabúð
og brotnáði luktin vinstra meg-
in. Þetta átti sér stað einhvern-
tíma á tímabilinu' frá bví
snemma um morguninn tfl kl 18.
Rannsóknarlögreglan biður bá
sem gætu gefið einhverjar upp-
lýsingar um árekstur þennan að
gefa sig fram.
Rauði krossinn
100 ára 1. sept.
Næstkomandi sunnudag, 1. september veröur aldar-
afmælis Rauða torossins minnzt víða um heim. Aðal-
hátíðahöldin fara fram í Genf og þar munu koma saman
fulitrúar Rauða krossins frá 90 til 100 löndum.
Frá Rauða krossi íslands fara
þrír fulltrúar til Genfar, þau
Þorsteinn Scheving Thorsteins-
son, dr. Jón Sigurðsson borgar-
læknir, formaður Rauða kross
íslands og Ragnh. Guðmunds-
dóttir læknir.
1 Reykjavík mun aldarafmæl-
isins verða minnzt með sam-
komu í Þjóðleikhúsinu og hefst
hún á sunnudagskvöld klukkan
8.30. Þar flytja ávörp, Bjarni
Benediktsson, Sigurður Sigurðs-
son landlæknir, Geir Haflgríms-
son borgarstjóri og Valur Gísla-
son leikari flytur þætti úr ald-
arsögu Rauða krossins. Nokkrir
þekktir hljómlistarmenn munu
skemmta þ. á. m. Guðmundur
Jónsson óperusöngvari og Rögn-
valdur Sigurjónsson píanóleikari.
Frá klukkan 8 til 8.30 mun
Lúðrasveit Reykjavíkur leika á
tröppum Þjóðleikhússins. Sam-
komunni í Þjóðleikhúsinu mun
verða útvarpað á sunnudags-
kvöldið. Aflir meðlimir og vel-
unnarar Rauða krossins eru vel-
komnir í Þjóðleikhúsið á sunnu-
dagskvöld, meðan húsrúm leyfir.
Aldarafmælisins verður nánar
getið í blaðinu á sunnudaginn.
Yfirlitssýning á verkum
Nínu Tryggvadóttur
Næstkomandi föstudagskvöld mun frú Nína Tryggva-
dóttir listmálari opna yfirlitssýningu á verkum sínum í
Listamannaskálanum. Á sýningúnni verða urr 60 mál-
verk, mörg þeirra hafa ekki verið sýnd hér áður og önn-
ur ekki síðastliðin 20 ár.
Nína hélt síðast sýningu í
Listamannaskálanum árið 1953
og mun þetta eflaust verða
mörgum kærkomið tækifæri til
þess að sjá verk hinnar_þekktu
listakonu. Elztu myndirnar á
sýningvnni eru frá árinu 1939
svo að þama fæst ágætt yfirlit
yfir listaverk Nínu Tryggvadótt-
ur síðastliðin 25 ár. Nína heftir
haldið sýningar víða erlendis,
í París. London og New York
en þar hefur hún búið sl. fjögur
ár. Síðasta sýning hennar var í
Osló í vor.
Eins og fyrr segir verður sýn-
ingin opnuð í Listamannaskál-
anum á föstudagskvöldið og þá
aðeins fyrir boðsgesti, en síðan
verður hún opin almenningi í
tvær vikur og er sýningartími
frá klukkan 1 til 10 e.h. daglega.
Flest málverkin eru til sölu.
Fuglinn Fönix
Á dögunum var afhjúpað
listaverkið „Fuglinh Fönix“ eftir
Ásmund Sveinsson myndhöggv-
ara, á fallegum grasbletti fyrir
utan húsið Suðurgötu 10 hér í
bæ og verður til augnayndis
bæjanbúum, sem þarna eiga
leið um í framtíðinni.
Listamaðurinn hélt ræðu í
gær á heimili eigandans að við-
stöddum blaðamönnum og lét
þau orð falla til skýringar á
verkinu, að hann hefði alltaf
verið hrifinn af gamalli list
Egypta og meðal annars þeirri
eilífðarhugsjón, sem birtist í
sögunni um Fönix. sem ætíð hélt
lífi frískur og fallegur.
Hann væri hrifinn af grískri
tist.
En hún er hjóm borið sam-
an við hina gömlu egypzku list
fom-Egypta.
Ásmundur upplýsti einnig, að
þetta fallega heimili í Suður-
götu 10 væri fyrsti einstaklings-
aðili • hér á landi til að reisa
myndastyttu eftir ha-nn í garðin-
uni sínum.
Gamli maðurinn var næstum
klökkur.
Fyrir 28 árum stofnsetti O.
Komerup Hansen verzlunar-
fyrirtæki hér í bænum og gaf
því nafnið Fönix Hann upplýsti
í ræðu við sama tækifæri, að
hann hefði haft í huga sömu
langlífishugsjón fyrir fyrirtæki
sitt.
Þetta er líka oitt traustast.a
verzlunarfyrirtæki sinnar teg-
undar hér í Reykjavík og flyt-
ur meðal annars inn Nilfisk
ryksugur og njóta þær almennra
vinsælda hér á markaðnum.
Á síðastliðnu ári átti eigand-
inn sextugsafmæli, og er þetta
listaverk afmælisgjöf frá fjöl-
skyldunni og til verðugs sóma.
O. Kornerup Hansen sagðist
ekki hafa verið upprifinn af
abstrakt list um sina daga, en
hann hefði lært mikið síðustu'
daga um þetta form.
Það er ekki sama með hvaða
hugarfari listaverk er nálgazt
í fyrsta skipti og sér þætti þeg-
ar orðið vænt um það. Svo lengi
lærir sem lifir.
Abstraktunnandi á gamals
aldri.
Ásmundur Sveinsson lét þau
orð falía, að sér þætti vænt :um
það óskiljanlega í listinni. Það
er draumurinn í lífinu.
Blikksmiðjan Glófaxi smíð-
aði afsteypuna eftir frummynd
Ásrmmdar og sendi fyrirtækið
Ásgeir Matthíasson á vettvang
með rörabúta og stálþynnur.
Þar kom einn haeleiksmaður-
inn í viðbót til sögu.
Brencnir fyrir bil
Síf'degis í gær var drengur á
fjr'-it, ári fyrir bifreið á Löngu-
hlíð skammt frá Háteigsvegi.
Drr^gprinn var fiuttur f slysa-
varðstofuna en meiðsli han«
reyndust lítfl.