Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 2
SÍÐA mmimm Föstudagur 30. ágúst 1963 Nokkrar ályktanir 7. lands þings Samb. sveitarfélaga Lyf og nauðsynjar til Skopljebúa Eins og írá hefur verið skýrt í fréttum hér í blaðinu lauk 7. landsþingj Sambands íslenzkra sveitarfélaga sl. laugardag en þar voru til umræðu merk mál. Á þinginu voru samþykktar ályktanir og er hinna helztu þeirra getið á útsíðum blaðsins í dag en hér fara á eftir nokkrar aðrar ályktanir þingsins: Vatnsveitumál a. Framkvæmd vatnlagna 7. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga felur stjórn sam- bandsins að gera athugun á bví, hvernig tryggja megi rétt sveitar- stjórna við framkvæmd III kafla vatnalaga nr. 15 frá 20. júni 1923 um töku vatns í landareign í eigu einstaklinga með hliðsjón af ákvæðum stjómarskrárinnar um friðhelgi eignaréttarins. b. Leit að neyzluvatni. 7. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga felur stjóm sam- bandsins að hlutast til um, að Jarðboranir ríkisins annist alla sérfræðilega aðstoð við leit að neyzluvatni. Þingið leggur áherzlu á brýna nauðsyn þess að sveitarfélög í nábýli hafi með sér samvinnu um leit að nýtingu neyzluvatns og jarðhita, þar sem aðstæður gefa tilefni til. c. Aðstoð til vatnsveitna Landsþingið felur stjóm sam- bandsins að hlutast til um, að lögum um aðstoð til vatnsveitna nr. 93/1947 verði breytt á þá leið, að framlag ríkissjóðs til vatns- veituframkvæmda nái einnig til dreifikerfis vatnsveitna. Gatna- og vegagerð Landsþingið telur mjög aðkall- andi að sveitarfélögum landsins skapist frambúðarmöguleikar til framkvæmda í varanlegri gatna- og vegagerð. Þingið álítur rétt að stofnaður verði sérstakur sjóður til að sinna þessu hlut- verki. 1 þessa sjóði renni árlega á- kveðinn hluti af innflutnings- gjaldi af benzíni (eigi minna kr. 0.50 á lítra miðað við núver- andi verðlag) og samsvarandi hluti af þungaskatti bifreiða. Ef ríkisstjóm og Alþingi telja ekki unnt að greiða framlögin af nú- yerandi tekjum ríkissjóðs af þessum skattastofnum, leggur þingið til, að gjöld þessi verði hækkuð sem þessu svarar. Um úthlutun og lánveitingar úr sjóðnum verði settar ákveðn- ar reglur, er meðal annars tryggi að fé sjóðsins verði eingöngu varið til varanlegrar gatna- og vegagerðar og mótframlög komi úr sveitarsjóðum. Sjóðnum verði einnig veitt heimild til aþ taka Leik- araskapur Rfkisstjómin hefur ákveðið að sleppa brezka togaranum Milwood úr haldi, og Bretar sem hingað eru komnir til að sækja gripinn segjast hafa orðið mjög undrandi vegna þessarar óvæntu ákvörðunar. Undrunin stafar af því einu að sjómennimir þekkja ekki hinar sérstæðu starfsaðferðir íslenzkra stjcmarvalda. Lagt var hald á togarann Milwood i vor vegna þess að þá voru kosntngar framundan og ríkis- stjómin þurfti á því að halda að sýna einbeitni sína í sam- skiptum við erlenda ofbeldis- menn. En nú er togaranum sleppt vegna þess að kosning- ' amar eru afstaðnar og ráð- herramir telja sig geta komið til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þetta eru hliðstæð vinnubrögð og notuð voru í næstu kosningum á undan. Fyrir kosningamar 1959 sóru leiðtogar stjómarflokkanna að þeir skyldu aldrei hvika þumlung frá óskertri 12 mílna landhelgi, og til þess að sanna hörku sína i samskiptunum viö Breta var sendiherra Is- lands í Lundúnum kvaddur heim og látinn búa á Hótel Borg mánuðum saman. Þegar kosningunum var lokið og stjómarflokkamir höfðu tryggt sér meirihluta var sendiherrann tafarlaust látinn flytja sig til Lundúna á nýjan leik. og síðan var samið um landhelgina sjálfa. Kyrrsetningin á Milwood var aldrei annað en sýndar- leikur. Framferði veiðiþjófs- ins var ekki alvarlegasti þátt- ur landhelgisbrotsins heldur hegðun brezkra stjómarvalda. Það var brezkt herskip sem bjargaði skipstjóranum á Mil- wood úr greipum íslenzKra Vöggæzlumanna; f þvi skyni braut brezki skipherrann meðal annars hátíðleg loforð sín; og því næst var veiði- þjófnum hleypt á land á Bret- landi sem frjálsum manni, og hann var raunar gerður að einskonar þióðhetju í ýmsum bresku blöðunum. Með þessu framferði braut brezki flofmn í senn alþjóðalög og sjálfan undanþágusamninginn um landhelgina, og í sérstakri orðsendingu til íslenzkra stjómarvalda lýsti brezka stjómin fullu samþykki við athafnir flotans. Þar var mót- mælum íslenzku ríkisstjómar- innat vísað á bug, neitað að draga skipherrann á brezka herskipinu til ábyrgöar og refsa honum, hafnað að fram- selja veiðiþjófinn. Þar ( með hafði venjulegt veiðiþjófnað- armál breytzt í alvarlegt milliríkjamál, og á þeim for- sendum bar ríkisstjóm fslands að halda á rétti sínum. Eins og bent var margsinnis á hér í blaðinu, hefði það verið lág- marksaðgerð af hálfu íslenz.ku ríkisstjómarinnar að afnema tafarlaust undanþágur brezkra togara innan 12 mílna land- helgi, eftir að brezka stjómin hafði i verki neitað að virða samningana um það eíni. En íslenzku ráðherramir lyppuðust algerlega niður eft- ir hina hrokafullu orðsend- ingu brezku stjómarinnar. Þeir létu sér nægja að kyrr- setja Milwood og hafa síðan geymt hann i höfninni með æmum tilkostnaði og öðrum til trafala. En nú telur ríkis- stjómin einnig þennan leik- araskap ástæðulausan lengur; hún lætur sleppa togaranum, Bretum til unctrunar — og vafalaxxst aðhláturs — án þess að brezk stjómarvöld hafi í nokkru bætt fyrir hin alvar- legu brot sín. Síðan verður þessi furðulegi leikur væntan- lega kórónaður með því að skipstjórinn á Milwood verði — fjarstaddur — dæmdur í hinar þyngstu refsingar. — Austrl. lán til starfsemi sinnar af þess gerist þörf. Þingið felur stjórn sambands og fulltrúaráði að vinna ötullega að framgangi þessa máls við Al- þingi og ríkisstjóm. Ráðstafanir sveitarfélaga vegna geðsjúklinga I tilefni af erindi því, sem Tómas Helgason prófessor flutti á þinginu um ráðstafanir sveit- arfélaga vegna geðsjúklinga vek- ur 7. landsþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga athygli á því alvarlega ástandi, sem rík- ir í málefnum geðsjúkra og fel- ur sambandsstjóm að leita sam- starfs við ríkisstjóm um athug- un á því, hvemig hagkvæmast verði að leysa þessi aðkallandi vandamál. Lánamál sveitarfclaga Landsþingið þakkar ríkis- stjóminni og sérstaklega fjár- málaráðherra Gunnari Thorodd- sen, fyrir þá vinsamlegu afstöðu til lánamála sveitarfélaganna, sem fram k?mur í yfirlýsingu ráðherrans á þessu landsþingi um að mú haf i verið skipuð r.efnd til að undirbúa stofnun sveitarfélagabanka eða lánadeild- ar fyrír sveitarfélög landsins. Fjármálaráðherra tilkynnti f ávarpi sínu við setningu þings- ins áð hann hefði skipað í umrædda nefnd eftirtalda menn; Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóra, formaður, Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneyt- isstjóri, Sigtryggur Klemenzson, borgarritari, Jón Maríasson for- maður bankastjómar Seðlabank,- ans, Ásgrímur Hartmannsson Ólafsfirði. Umgengnl í Iandinu ' Landsþing Sambands íslenzkra sveitarfélaga leyfir sér hér með að vekja athygli sveitarstjóra á greininni: „Umgengnin í land- inu“ eftir Þóri Baldvinsson, teiknistofustjóra, sem birt var í 2. hefti tímarits sambandsins, Sveitarstjómarmál. þetta ár. Skorara landsþingið á sveit- arstjómir að taka til umræðu hverjar hjá sér, málefni þau, er greinin fjallar um og gera ráðstafanir til þess að tryggja, svo sem unnt er, viðunanlega lausn þeirra innan sins sveit- aríélags. Bendir landsþingið á, að rétt geti verið að fela sér- stökum fulltrúum á hverjum stað að rannsaka ástandið, gefa sveitarstióminni skýrslu um það og leggja fram tillögur um framkvæmdir til úrbóta. íbúum borgarinnar Skoplje í Júgóslavíu sem fór í rúst i jarðskjálfta rétt fyrír síðustu mánaða- mót hefur borizt aðstoö víða að, en sósialistísku löndin í Austur-Evrópu hafa þó verið einna rausn- ariegust. Austur-Þjóðverjar hafa ekki iátið sitt eftir liggja, eins og sjá má af myndinni, sem sýn- ir vörubíla leggja af stað frá ráðhúsinu í Dresd en suður á bóginn með Iyf og aðrar nauðsynjar handa hinu nauð stadda fólki. Sprengjuárásir á stöðvar Bandaríkjanna i Venezúe/á Undanfarið hafa hvað eftir annað vcrið gerðar sprengju- árásir á stöðvar Bandaríkja- manna í Venezúeia, einnig á lögregiustöðvar stjómar Betan- court. Víst þykir að skæruliðar úr þjóðfrelsishemum hafi stað- ið fyrir þessum árásum. Um síðustu helgi var olíu- leiðsla bandaríska félagsins Texas Oil Company í nágrenni hafnarborgarinnar La Cruz í Anzoategui-filki sprengd upp á þremur stöðum. í Maracay, um 60 km frá höf- Ungur maður sem starfar við bankastörf og les utan skóla undir stúdentspróf, óskar eftir herbergi. Kemur ekkii í hcrbergið fyrr on 1. okt- óber. Uppiýsingar í sima 19143 eftir kl. 5 e.h. Bækur — Tímarít Kaupi ávallt gamlar og nýjar ísienzkai bækur og tímarit og alls konar smápésa. Hátt verð fyrir fágætar bækur. Einnig kaupi ég notuð íslenzk frímerki. Fyrsta dags umslög og laus merki. BALDVIN SIGVALDAS0N, Hverfisgötu 16A. Ibúð óskast i—3ja herbergja ibúö, helzt innan Hring- rautar, óskast til leigu nú þegar. Upplýsingar skrifstofu Þjóðviljans, sími 17-500. bifreiðaleigan HJÓL Simi 16-370 Hverfisg. 83. uðborginni Caracas, var þremur sprengjum kastað að húsi und- irforingja að nafni William Elliot í bandaríska flughem- um. ■ Sprengja fannst við Tembla- dor-Caripito olíuleiðsluna sem Standard Oil félagið á í Mat- urxn, en hún var gerð 'óvxrk áður en hún spiyngi. Árás var gerð á lögreglu- stöðina i Lidicehverfinu í Cara- cas og féll einn lögreglumaður í þeirri viðureign. Skærur urðu einnig allmiklar í öðru fylki og tók þjóðfrelsisherinn þar þrjá menn úr öryggissveit- um stjómárinnar höndum. Brottnám Di Stefano Það var einnig um síðustu helgi að skæniliðar námu á brott hinn heimsfræga knatt- spyrnumann Di Stefano. Þeir náðu honum á sitt vald I gisti- húsi því i Caracás sem hann var staddur, höfðu hann á brott með sér og geymdu hann á af- viknum stað í góðu yfirlæti í rúman sólarhring, en létu hann þá lausan. ^ Brottnápn Di Stefano var gert til að vekja athygli á bar- áttu þjóðfrelsishreyfingarinnar í Venezúela og fyrirmyndin greinlega sótt til skæruliða Castros á Kúbu. sem á sínum tíma vöktu athygli manna um allan heim á baráttu sinni gegn einvaldinum Batista, þegar þeir námu á brott á svipaðan hátt hinn fræga argentiska kaop- akstursmann Fangio, sem stadd- ur var þá í Havana. Vörtihappdræiti sIbs PIIHUSIAN ' AUGAVEGI 18 SÍMI 19113 IbUðir óskast Höfum kaupendur með miklar útborganir að: 2—3 herb. kjallara- og risíbúðum. 2— 3 herb. íbúðum í srmö- um einnig eldri. 3— 4 herb. íbúðum á hæð- um. Húscign, sem næst mið- borginni með 2—4 íbúð- um; gott timburhús kem- ur til greina. Einbýlishúsi á góðum stað. Iðnaðarhúsnæði. BílaverkstæðS; má vera 6- fullgert. Sumarbústöðum. Lóðum. TIL SÖLU 1 SMlÐUM: 4 herb. jarðhæð við Safa- mýri, tilbúin undir tré- verk og málningu nú þegar; sér inx'gangur og sér hitaveita. 4 herb. íbúð við Háaleit- isbraut á 1. hæð. 4 herb. íbúðir við, Holtsr götu; seljast fokheldar, tilbúnar undir tréverk og málningu. 1 160m2 hæð í Stóragerði með allt sér. Bílskúr. Selst fokhelt. Parhús við Digranesveg á 3 hæðum. 61m2 hvor hæð. Lítil íbúð á 1. hæð. 5 herb. íbúð á eiri hæðum. Tvennar svalir. Bflskúrs- réttur. Góð kjör. Haflið samband við okkur, ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinriur að meðaltalil Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Reykvíkinear! Norrænu sundkeppninni lýkur 15. september, Sundetld KR skorar á alla þá Reykvíkinga, sem , ?nn hafa ekki synt 200 metr- ana, að ijúka því nú þegar. Gerum hlut Reykjavíkur sem stærstar heildarsigri landsins SUNDDEILD K R 1 k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.