Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. september 1963 HðÐVILTINN SlÐA iiiiiiiiilMMiiÍliiiÍiiMIMMW Frá Ágústmóti T af Ifélagsins Ágústmót Taflfélags Reykja- víkur fór að þessu sinni fram dagana 16.—23. ágúst s.l. Þátttakendur voru 19 og tefldu 7 umferðrr eftir Mon- radkerfi. Þarna voru margir ágætir skákmenn samankomn- ir þótt toppmenn okkar flesta vantaði. Þessi stuttu sumar- mót, sem Taflfélagið hefur gengizt fyrir síðustu árin, eru ágæt til æfingar undir haust- og vetrarvertíðina. Sigurvegari að þessu sinni varð Björn Þorsteinsson, skákmeistari, en hann er sem kunnugt er í hópi hinna efni- legustu af yngri skákmönnum okkar. Björn fór þó að þessu sinni ekki verulega hratt af stað; gerði snemma tvö jafn- tefli, en vann síðan afgang- inn og hlaut þannig 6 vinn- inga. Vegna öryggis þess, er Björn sýndi í mótinu verður<j>- hann að teljast ágætavel að sigrinum kominn. Annað sætið hreppti Trausti Björnsson; ungur skákmaður, ekki sérlega mikið þekktur, en í örum vexti. Hlaut hann 5% vinning. 1 3.—4. sæti voru þeir svo jafnir að vinningum, Björn Jóhannesson og Guðjón Stef- ánsson með A)/> vinning hvor. Björn er þekktur meistari frá fyrri tíð, harðvítugur keppn- ismaður, sérstaiklega illskeytt,- ur í þungunninni stöðubar- áttu, en getur einnig vel teflt sókn, því hann er marghugull og glöggrur á tækifæri þau er staðan býður. Björn hefur undanfarin ár lítt getað sótt skákmót í Reykjavík á vetrum, því hann hefur stundað kennslu utan- bæjar. En nú hyggst hann staðfesta sig í Reykjavík, og er fengur að því fyrir skák- líf bæjarins. Guðjón Stefánsson er' svo- til óþekktur skákmaður, og er þetta því glæsilegasta frammi- staða hjá honum. Var hann um skeið í efsta sæti. 1 sambandi við mót þetta get ég ekki stillt mig um að geta þess, að mér finnst bæj- arblöðin hafa gefið móti þessu alltof lítinn gaum. Þau hafa varla minnzt á hina ungu meistara, sem þar eru að ryðja sér braut til frama og frægðar og ávinna sér æfingu, til þess, meðal annars, að berjast síðar fyrir þjóð sína á erlendri grund. Það er þó uppörvun ungum mönnum, að þess sé getið, sem þeir gera vel, bæði í í- þróttum, listum o. fl. greinum. Eg viðurkenni, að blöðin áttu ýmsum hnöppum að hneppa, þar sem fegurðar- drottning okkar var t.d. að vinna sér heimsmeistaratitil, um svipað leyti. Enginn sér eftir þvi rúmi, sem blöðin eyddu, til að geta þeirra góðu tíðinda. En það er aðall góðra dagblaða að vera fjölbreytt í fréttaflutningi) og stikla á fleiru en hinum allra stærstu tíðindum. Skáklistin er svo snar þátt- ur í menningarlífi þjóðarinn- ar, að við verðum að veita þeim mönnum einhverja upp- örvun, sem leggja hönd á plóginn, til að yrkja sem bezt' jarðveg hennar. Þátturinn er hrifinn af fegurðardrottning-1 um. En hvað gefur drottningu fegurð, ef ekki glampi beirr- ar menningar, sem hún er' sprottin úr? I Hér kemur svo f jörug skák frá ofannefndu móti. Hvítt: Bjöm Þorsteinsson. Svart: Guðjón Stefánsson. SIKILE YJARVÖBN: 1. e4, c5 2. Rf3, Rc6 3. d4, cxd4 4. Rxd4, Rf6 5. Rc3, a6 (Oftast er leikið 5. — — d6, og eftir 6. Bg5 kemur þá fram hin svonefnda Richter- Rauzer árás hjá hvítum. Leik- ur Guðjóns er nokkuð hæg- fara og hentar ekki fyllilega þessu varnarkerfi). 6. Bc4, e6 7. Bb3, (Til að hindra----d5 eða í vissum tilvikum — — Rxe4). 7. ------Be7 8. 0—0, b5 9. Hel, Dc7 10. Rf3, d6 11. Bg5, 0—0 (Björn hefur gert lítið að Vilja 35 stuiída vinnuviku í USA WASHINGTON 6/9 — Banda- ríska verklýðssambandið AFL- CIO skoraði í dag á Kennedy forseta að grrípa til róttækra ráðstafana til að draga úr hinu geigvænlega atvinnuieysi sem nú hrjáir Bandarikin. Verklýðssambandið leggur til að byrjað verði með . þvi að taka upp 35 stunda vinnuviku. Sambandið mun senda öllum meðlimafélögum sínum sundur- greinda tillögu um það hvernig hátta skal baráttunni gegn at- vinnuleysinu áður en þing þess kemur saman í New, York því að reyna að ná yfirburð- um út úr byrjuninni, og má teljg, að svartur hafi náð tafl- jöfnun, enda þótt hann færi vafasamar byrjunarleiðir. En því miður er það ekki ávallt svo, að menn sigli heilu skipi I höfn, þótt útsiglingin takist þokkalega), 12. Rd4, Rxd4 13. Dxd4, Dc5 14. Dd2, Bb7 15. Be3, Dc6 16. f3, Hf—d8 17. Ha— dl, Ha—c8 18. Df2, Rd7 19. Dg3 J ' (Björn er yfirleitt mjög snjall að halda uppi sóknar- þrýstingi; ekki endilega mjög þungum, en viðvarandi og ó- þægilegum). 19.-------R«5 20. Bd4, f6? (Þarna fatast Guðjóni held- ur betur tökin, enda víst kom- inn í tímahrak. 20. —----Bf8 var sjálfsagður leikur og skortir þá þungann í sókn hvíts). 21. Rd5! (Það er ekki oft sem hest- arnir hrapa oní slíkar happa- gjótur). 21.--------Hd7 22. Bxf6, Bxf6 (Hér veitti 22.----Bf8 auð- vitað meira viðnám, þótt svörtum sé eigi viðbjargandi úr þessu). 23. Rxf6f, Kf7 24. Rxd7, Dxd7 25. Hxd6, De7 26. He— dl, Bc6 27. De5, Rxb3 28. axb3, Hc7 (Flýtir enn ósigrinum). 29. Hxe6, Dxe6 30. Dxc7f og Guðjón féll á tíma, en staða hans er auðvitað alla- vega töpuð. Saknæmt a$ nafn- greina nazista V-þýzka myndablaðið Stern birti nýlega grcin um háttsett- an Ieyniþjónustumann sem áð- ur starfaði í Gestapo undir stjórn H. Himmlers. Mað- ur þessi er ekki nafngreindur heldur aðeins kallaður „nafn- lausí maðurinn". Blaðið grípur til þessa ráðs vegna þess að fulltrúi innanrikisráðuneytis- ins í Bonn hcfur skýrt blaðinu frá því að þeir sem nafngreini fyrrvcrandi nazistaböðla sem nú eru háttsettir I vestur- þýzku leyniþjónustunni geti átt það á hættu að vera saksóttir fyrir Iandráð. Stern skýrir frá því að „nafn- lausi maðurinn“ vinni nú að því að þjálfa starfsmenn leyni- þjónustunnar. Hann þarf ekki að vera einmana þar sem fjöl- margir fyrrvcrandi SS-, SD,- og Gcstapo-menn séu foringjar stofnunarinnar. Afklæddu nunn- ur í leit að þýfi Brczka lögreglan Ieitar nú dyrum og dyngjum að fjárfúlg- um þcim sem ræningjaflokkur- inn sem ræntli póstlcstina við Cheddington á dögúnum hafði á brott með sér og cr nú sum- um farið að þykja nóg um. Það er í frásögur fært að lög- reglan í Dublin á írlandi stöðv- aði nunnur tvær, sem voru að koma út úr flugvél frá London. Grunaði lögreglumennina að þar i færu lestarræningjar í nunnuklæðum. Voru nunnurnar afklæddar og grandskoðaðar hátt og lágt en ekkert grun- samlegt fannst. Að þessu af- stöðnu skýrði lögreglan frá bví að tvær nunnur til viðbótar væru væntanlegar frá London síðar um daginn og fylgdi oað sögunni að þær yrðu líka rann- sakaðar nánar. SUNNUDA GSKROSSCÁ TAN L Á R É T T . 1 sveigur 4 kaupstaður 8 meiðsli 9 pen- ingur 10 gagn II nýlegt 13 glæta 15 ó- möguleg 17 afkvæmið 19 ögn 21 kristni 23 binda 26 fuglinn 27 afhendirtg 28 lög- fr. stöif. L Ó Ð R É T T . 1 sálast 2 kvöld 3 fjandi 4 höfuðfat 5 hár 6 gætilega 7 þyngd 12 hætta 14 menn 16 tófan 18 nagaði 20 hvílubún- aður 22 hnöttur 24 fötagafli 25 bjánar 2b skinrt fjanðíðíHiö mynöístosRólínn DAGDEILDIR: Forskólinn (Alm. undirbún- ingur að námi í sérgreinum myndlista). — Frjáls myndlist. — Frjáls grafik. — Aug- lýsingateiknun. — Teiknikennaradeild.— Vefnaðarkennaradeild. — Listvefnaður. — Tízkuteiknun. SÍÐDEGIS- 0G KVÖLDNÁMSKEIÐ: Teikn- un, málun og föndur barna. — Teikning og málun unglinga og fullörðinna. — Bók- band. — Tauþrykk, batik, sáldþrykk. — Alm. vefnaður. — Fjar-víddarteiknun. — Letrun. — Teiknun fyrir menntaskólanem- endur og stúdenta. SKRIFSTOFUR SKÓLANS: Skipholti 1. sími 19821 — Opin mánud., miðvikud. og föstu- daga kl. 5—7. Námsskrár og umsóknar- eyðublöð fást í skrifstofu skólans og Bóka- verzlun Lárusar Blöndal Skólavörðustíg og Vesturveri. Umsóknif um inngöngu skulu hafa borizt skrifstofu skólans eigi síðar en 25. sept. n.k. SKÓLASTJÓRINN. Fjarritarar Oskað er eftir að -áða nokkra menn eða konur til fjar- ritunnar í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelii. Ensku- og vélritnnarkunnátta nauðsynleg. Laun og vaktaálag samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist -uttdirrituðum íyrir 25. september. Flugmá'astjórinn Agnar Koíoed-Hansen Frá Gagnfræðaskólanum / Kópavogi Lokaskráning nemenda í alla bekki skólans fer fram í skólanum mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10- september, k). 1—4 síödegis báða dagana. Foreldrum og forráðamönnum barna í bænum skal á það bent, að þetta eru síðustu forvöð og vafi, hvort unnt er að taka þá, er síðar koma. S K Ó LASTJÓRI. MÁL VERKASÝNING Jes Einars verður opin 7. sept. — 15. sept. dagiega frá kl. 14 til kl. 22 í Ásmundarsal við Freyjugötu. Heimilisfólk yðar og gestir njóta gœðanna I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.