Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. september 1963
ÞIÖÐVIUINN
Deilurnar magnast enn
Kína sakar Sovétríkin um
undirróður við landamærin
PEKING og MOSKVU 6/9 — Kínversk bíöð birtu
í dag langa grein þar sem ýmsar sakir eru bornar
á leiðtoga Sovétríkjanna. Segir þar meðal ann-
ars að Sovétríkin hafi vísvitandi reynt að stofna
til vandræða við landamæri ríkjanna og hafi þau
hvatt kínverska borgara til að flýja yfir landa-
mærin og síðan neitað að framselja þá.
2500 km. landamæri
Kínverska greinin er svar við
opnu bréfi frá Sovétríkjunum
sem birtist 14. júlí síðastliðinn.
Greinin er 40.000 orð og fyllir
fjórar fyrstu síður allra Peking-
blaðanna. Ennfremur var hún
lesin í útvarp og tók sá lestur
þrjár klukkustundir.
Tíu atriði
f iok greinarinnar eru tekin
saman tíu atriði sem sanna eiga
það hvernig Sovétríkin hafa
spillt sambúðinni við Kína. Eitt
þessara atriða greinir frá erj-
um við landamærin milli Kaz-
•akstan i Sovétríkjunum og
Sinkiang sem tilheyrir Kína.
Segir í grein Kínverja að erjur
þessar hafi byrjað fyrir ári og
standi enn.
Kínveriar segja að í aprfl- og
maímánuði síðastliðnum hafi
Sovetríkin með aðstoð hand-
benda sinna í Sinkiang hafið
mikla moldvörpustarfsemi í hér-
aðinu. Hafi tugþúsundir kín-
verskra borgara verið hvattir til
að flýja yfir til Sovétríkjanna
en kínverska stjómin hafi hvað
eftir annað mótmælt þessum að-
förum. Sovétríkin hafi samt sem
áður neitað að framselja flótta-
mennina og borið mannúð fyrir
- sig.
f greininni eru Sovétríkin
ennfremur sökuð um að hafa
æst' til vandræða við landamær-
in á árinu*1960 og segir að það
hafi verið ein af mörgum skrá-
veifum sem Sovétríkin hafi gert
Kínverjum eftir fund kommún-
istaleiðtoganna Búkarest.
Sovétrikin eiga 2500 kílómetra
löng landamæri að Sinkiang-
héraði. Héraðið hefur nokkra
sjálfstjóm og búa þar ýmis þjóð-
arbrot. Kazakstanarnir m«nu
vera næst fjölmennastir. Marg-
ar milljónir Kazakstana búa
Sovét-megin við landamærin og
hafa fréttir borizt af því að
þeir sem búa i Kína vilji gjarna
sameinast sambjóðarmönnum
sínum í Sovétrikjunum.
Frá keisaratímanum
Landamærin á svæði þessu
eru samkvæmt samningum frá
keisaratímabilinu og hefur iðu-
lega komið til orða að þeir
skyldu endurskoðaðir. enda þótt
ekki hafi orðið úr því. Fyrir
kinversku byltinguna áttu Sov-
étríkin mikil ítök í Sinkiang og
á fjórða tug aldarinnar var kín-
Stokkhólmsfundinum lokið
Ráðherrarnir for-
dæmdu Verwoerd
verski landsstjórinn í héraðinu
ákaflega háður stjórninni í
Moskvu.
50.000 flóttamenn
Fréttamenn Moskvu fullyrtu
i dag að um 50.000 kínverskir
borgarar hafi flúið yfir landa-
mærin til Sovétríkjanna frá því
á hálfnuðu síðasta ári. Á tala
þessi að vera byggð á upplýs-
ingum frá ábyrgum embættis-
nrönnum í Sovétríkjunúm.. Sam-
kvæmt fréttum þessum vísa
ráðamenn Sovétríkjanna algjör-
lega á bug þeirri staðhæfingu
Kínverja að kinverskir borgar-
ar hafi verið hvattir til að flýja
yfir landamærin.
íStalín á dagskrá
í kínversku greininni sem birt
var í dag er vikið að ýmsu
öðru en landamæraérjunum.
Meðal annars er farið hörðum
orðum um Krústioff forsætisráð-
herra fyrir að hafa logið illu
um Stalín. Segir í greininm'
ágreiningur Sovétrikianna
Kína hafi byriað á 20. flokVc:-
binsinu í Moskvu begar Krúst-
joff réðist gegn stefriu Stalins
og persónudýrkuninni.
Ennfremur er Krústjoff sak-
aður um að hafa stutt „flokks-
fjandsamleg“ öfl innan kin-
verska kommúnistaflokksins og
fyrir að 'hafa lagt á ráðin um
undirróður gegn forystumönn-
um kommúnistaflokka í ýmsum
öðrum löndum.
'á'.
• .
Þannig er umhorfs í Huntsville'og víðar í Alabama þessa dagana.
Fylkisstjórinn beið ósigur
Mæiur ruddust mei börn
sjn fram hiá lögreglunni
HUNTSVILLE 6/9 — Hinn alræmdi negrahatari
Wallace ’fylkisstjóri í Alabama beið mikinn ósig-
ur í dag er hvítar mæður þrengdu sér með börn
sín gegnum lögregluvörðinn umhverfis skólana
í Huntsville, enda þótt fylkisstjórinn hafi fyrir-
skipað að þeir skyldu vera lokaðir fram á mánu-
dag til að hindra að svört börn feiigju að stunda
þar nám ásamt hvífum jafnöldrum sínum.
-$>
STOKKHÓLMI 6/9 — Fundi
utanríkisráðherra Noröurland-
anna í Stokkhólmi er lokið en
hann stóð í tvo ^ daga. 1 dag
samþykktu ráðherrarnir að fá
sérfræðinga til að rannsaka
hvaða ráðstafanir væri unnt að
gera til þess að knýja stjórnar-
völdin í Suður-Afríku til að láta
af stefnu sinni f kynþáttamál-
um.
Ýmsar tillögur
1 tilkynningu sem birt var
var eftir fundinn segir að fyrst
skuli kannað hvaða afstöðu ein-
staka aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna hafa til þeirra ýmsu
tillagna um afskipti af Suður-
Afríkumálum sem liggja fyrir
öryggisráðinu og allsherjarþing-
inu og hvaða afleiðingar það
myndi hafa ef þeim yrði hrynt
Kúrdar stofna
eigið ríki
LONDON 6/9 — Kúrdarnir j fr-
ak hafa lýst því yfir að þeir
-hafi stofnað sjálfstætt ríki og
hafi lelðtogi þeirra Mullah
Mustafa el Barzani verið skip-
aður forseti þess. Kúrdarnir
hafa að undanförnu barizt
harðri baráttu gegn yaldhöfun-
um í írak.
í tilkynningu Kúrdanna seg-
ir að Barzani muni gegna for-
setaembættinu þar til þing hef-
ur verið kosið. en það á að ger-
ast í lok ársins.
í framkvæmd. Ráðherramir
leggja áherzlu á að ríkisstjóm-
in Norðurlanda fordæmi harð-
lega kynþáttaofsóknir valdhaf-
anna í Suður-Afríku og tillits-
leysi því sem þeir hafa sýnt
gagnvart vilja þeim sem komið
hefur fram á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna.
Eina frumkvæðið
Eins og nú standa sakir telja
utanríkisráðherramir sér ekki
fært að hafa frumkvæði að öðr-
um ráðstöfunum en þeirri að
stofnuð verði sérstök nefnd emb-
ættismanna til að rannsaka hvað
gera skuli. Eftir því sem NTB-
fréttastofan norska skýrir frá
snérust umræðurnar 1 dag eink-
um um það hvað uppi yrði á
teningnum þann dag sem stjórn-
in í Suður-Afríku breytti um
stefnu í kynþáttamálum og fer
að virða mannréttindasáttmála
Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt
tilkynningunni eiga sérfræðing-
amir einnig að leita leiða til
lausnar þeim vandamálum sem
upp munu koma þegar það ger-
ist.
Fundur í Höfn
Á Stokkhólmsfundinum sátu
Guðmundur 1. Guðmundsson,
utanríkisráðherra Islands, Per
Hækkerup, utanríkisráðherra
Danmerkur, Erling Wikborg,
utanríkisráðherra Noregs, Tor-
stein Nilsson, utanríkisráðherra
Svíþjóðar og Mac Jakobson.
deildarstjóri frá Finnlandi, en
þar er stjórnarkreppa í landi,
eins og kunnugt er. Næsti fund-
ur ráðherranna verður haldinn
í Kaupmannahöfn á næsta ári.
Þessi mynd var tekin í Philadelphia fyrir skömmu og sýnir hvíta
unglinga æpa ókvæðisorðum að svartri fjölskyldu sem dirfðist að
fá sér húsnæði í ,,hvítu“ hverfi þar í borg. Um 1000 hvítir menn
söfnuðust saman umhverfis húsið og brutu ailt og brömluðu með
grjótkasti. Fjölskyldan lét þó ekki bugast og flutti inn I húsið.
Um 500 lögreglumenn þurftu að aðstoða negrana, slíkt var æði
skrílsins.
Wallace fylkisstjóri braut í
bága við vilja skólayfirvalda
borgarinnar er hann mælti svo
fyrir að skólarnir skyldu ekki
opnaðir fyrr en á mánudag og
skipaði fylkislögreglunni að sjá
til þess að hvorki kennarar né
nemendur kæmust þar inn fyrir
dyr. Skóiayfirvöldin tilkynntu
að skólahald skyldi hef jast í dag.
Lögreglumennimir slógu hring
um skólana og stóðu þar búnir
hjálmum og í alla staði hinir
vígalegustu. Um 20 til 30 hvítar
mæður létu sér þó ekki bregða
og þrengdu sér með böm sín
gegnum fylkinguna til East
Clinton-skólans. Á sama tima
hrópaði rödd í hátalara að þeim
skyldi hleypt í gegn. Var þá
lögregluliðið enn eflt að mönn-
um. Síðar bárust fréttir af hlið-
stæðum atburðum við hina skól-
ana þrjá.
Vísað frá .
Tveimur negradrengjum sem
ætla að stunda nám við East
Clinton-skólann var vísað frá
af lögreglunni. Annar þeirra
heitir S. W. Hereforéd og er
sonur negraleiðtoga sem hefur
kært kynþáttaaðskilnaðinn í
skólum fyrir dómstólum. Hinn,
John Brewton. reyndi ásamt
móður sinni að komast til skól-
ans en var gripinn af lögreglu
Wallace.
Ibúarnir í Huntsville eru
100.000 að tölu og 'er aðeins 17
prósent negrar og er það mun
lægri hlutfallslega en annars
staðar í Alabama.
Einræðisherra
1 gækvöld varð Ijóst að skóla-
yfirvöldin myndu virða fyrir-
mæli fylkisstjórans um að skól-
arnir skyldu vera lokaðir fram
á mánudag að vettugi. Málið
kom einnig fyrir borgarstjórnina
sem skoraði á Wallace að skipta
sér ekki af skólamálum. Einn
borgarfulltrúanna lét svo um-
mælt að Wallace ætlaði sér að
verða éinræðisherra í Alabama.
Jacob Javits, öldungadeildar-
maður repúblikana frá New
York-fylki sagði í Washington
í dag að vel gæti hugsazt að
Kennedy sendi lið úr sambands-
hemum til Alabama.
Vonast eftir
milljón hl síldar
ÁLASUNDI 6/9 — Norðmenn
hafa nú veitt um 750.000 hl. af
síld við íslandsstrendur og von-
ast þeir eftir að vertíðaraflinn
nái milljón hl. ef aflabrögð hald-
ast óbreytt nokkra daga til við-
bótar. Um 15 skip munu nú
vera á leiðinni til Noregs með
samtals 50.000 hl. ÖIl þessi skip
svo og þau sem stödd eru í Nor-
egi með síld, munu snúa aftur
til Xslandsmiða.
Loftárás
á Kúbu
HAVANA 6ii9 — Kúhanska
landvarnaráðuneytið til-
kynnti í dag að tvær flug-
vélar hefðu varpað sprengj-
um á horgina Santa Clara
i Las Vilias-héraðinu á
Kúbu snemma í gærmorg-
un. Eirni maður lét lífið i
órásinni en brjú börn
^rðust. Landvarnaráðu-
ueytið telur að BanfHríkia-
•nenn beri óhvrcð á árás-
’uni og varar há vi« a«
->t>u„rtaka þennan Ijóta
ieik, ^
©•
0
NY HUSGOGN
Á SÝNINGU í SÝNINGARSKÁ LANUM VIÐ KJRKJUSTRÆTI
SVND ERU:
GERÐ-
TEIKNARI:
„KONTOR“-SYSTEM
„PIRAMID“-SYSTEM
,.PIRA“-SYSTEM
SIGGI KARLS
SIGGI KARLS
OLAV PIRA, SVÍÞJÓÐ
KOMIÐ OG KYNNIÐ YÐUR NÝUNGAR í HÚSGÖGNUM ■
! OPIÐ DAGANA 7.—15. SEPTEMBER KLUKKAN 14—22 j
FRAMLEIÐANDI: HELGI EINARSSON, BRAUTARHOLTI 26.