Þjóðviljinn - 15.09.1963, Qupperneq 7
Sunnudagur 15. september 1963
HOÐVIUINN
SlÐA 7
Johnson varaforseti á hestbald á búgarði sínum, sem hann
nefnir „the L.B.J. Ranch“.
formaður var sagt að allir öld-
ungadeildarmenn demókrata
nema þrír lytu forustu hans
með glöðu geði.
Sími í trjánum
Á stjórnarárum Eisenhowers
notaði Johnson deyfð og að-
gerðarleysi forsetans óspart til
að auglýsa sjálfan sig og flokk
sinn. Þégar sovétmenn sendu
Spútnik fyrsta á loft brá John-
son við, skipaði öldungadeiid-
amefnd undir forsæti sjálfs sín
til að kanna hvers vegna Banda-
ríkin hefðu dregizt afturúr á
geimkapphlaupinu og yfirheyrði
200 vitni. Um áramót gaf hann
út sína eigin skýrslu um ástand
ríkisins tveim dögum á undan
lögboðinni skýrslu forsetans.
' Tvennt er það sem mest er
áberandi í fari Johnsons. dugn-
aður hans og hégómagirni.
Meðan hann stjórnaði þing-
flokki demókrata í öldunga-
deildinni vann hann að jafnaði
fjórtán kiukkutíma á sólarhring
og oft meira. 1 skrifstofu sinni
í þinghúsinu hafði hann sex
síma og á föðurleifð hans í Tex-
as er komið fyrir símum i trján-
um kringum húsið.
Lyndon B. Johnson setur
fangamark sitt á alla skapaða
hluti. Þegar hann er staddur á
búgarði sínum blaktir þar v;ð
hún fáni með LBJ saumuðu
gullnu letri. Dætur þeirra hjóna
heita Lynda Bird og Lucy Bain-
es. Ermahnappar hans eru gull-
likan af Texas með LBJ tetr-
uðu á. Alla' aðra smáhluti til
daglegra þarfa vill hann hafa
úr gulli þar sem þvi verður
við komið. Hann kemur aldrei
í föt sem kosta innan við 10.
000 krónur. Hann lét koma ljós-
um svo fyrir í skrifstofú sinni
i þinghúsinu að geislabaugur
myndaðist unV höfuð honum
þegár hann sat við skrifborðjð.
Viðskiptavit Lady Bird sér
fyrir því áð þau hjón burfa
ekki1 að horfa í aurana. Hún
kom með nokkrar milljónir
dollara með sér í búið og hef-
ur ávaxtað eignimar rækilega.
Baðmullarbú hennar í Ala-
bama ná yfir tæplega »00 ekr-
ur og hún á útvarpsstöð og
einu sjónvarpsstöðina í Austin,
höfuðstað Texas.
Þótt Johnson tæki oft afstöðu
með frjálslyndari armi demó-
krata i þjóðmálum. stóð hann
jafnan dyggan vörð á þingi um
hagsmuni valdamesta hópsins í
Texas, olíumilljónaranna. Hann
barðist fyrir að taka oliuréít-
indi f landhelgi undan sam-
bandsstjóminni og fá þau fylkj-
unum til ráðstöfunar. Þeir
þingmenn sem skerða vildu fá-1
ránlega háar afskriftir eigenda
olíulinda og jarðgasbrunna áttu
jafnan honum að mæta.
myndlist
Dugði ekki til
Olíuauðmennirnir studdu John-
son líka dyggilega í keppninni
um framboð af hálfu demó-
krata í síðustu forsetakosning-
um. Sú saga er sögð af einni
veizlunni til undirbúnings fram-
boði hans. að milljónari nokk-
ur frá Fort Worth kom heldur
seint í eins hreyfils, flugvél
sinni. Þegar hann flaug yfir
einkaflugvöUinn, sá hann Þar
standa 62 tveggja hreyfla flug-
vélar. Maðurinn hætti við að
lenda, flaug aftur heim og kom
í leigubíl.
Það hefur ekkj komið fyrir
í 100 ár að / suðurríkjamaður
sé kjörinn Bandaríkjaforseti,
og stuðningur Suðurríkjanna
hrökk Johnson skammt á flokks-
þingi demókrata. Kennedy var
valinn frambjóðandi í fyrstu
atkvæðagreiðslu. Þegar forseta-
efnið fór að svipast eftir vara-
forseta varð Johnson fyrir val-
inu, þrátt fyrir kala þeirra á
milli. Kennedy hafði aflað sér
stuðnings margra flokksleiðtoga
í Miðvesturríkjunum og á
Kyrrahafsströndinni með þvi að
láta í það skína að þeir væru
að sínum dómi tilvalin varafor-
setaefni, en þegar til alvörunn-
ar kom varð það þyngst á met-
unum að Johnson var líkleg-
astur til að hindra að Suður-
ríkin hlypust undan merkium
demókrata eins og gerðist f
bæði skiptin sem Eisenhov/-
er var kosinn forseti.
Og nú stendur þessi gamal-
reyndi þingleiðtogi í snúning-
um fyrir forsetann unga. 1
þetta skipti er hann gerður út
til að leggja drög að því að
Norðurlönd standi með Banda-
ríkjunum gegn tollmúrastefnu
EBE á ráðstefnu sem halda á
næsta vor.
Á fyrstu ' utanlandsferðum
sínum var Johnson hinn mál-
reifasti. Bauð hann heim úlf-
aldareka einum sem hann tók
tali á götu í Karachi í Bakist-
an. Úlfaldarekinn tók Johnson á
orðinu og var gestur hans bæði
í Washington og á LBJ-búgarð-
inum. Kennedy lét sér fátt um
þetta frumkvæði finnast. og á
ferðalaginu sem nú stendur j’iir
má Johnson ekki segja orð við
fréttamenn. Varaforseti Banda-
ríkjanna er ekki aðeins valda-
laus til að gera neitt sem máli
skiptir, hann má ekki einu sinni
láta sér annað um munn fara
opinberlega en það sem hon-
um er sagt að segja.
« M. T. Ó.
Heimildir: Time vol. LXI no.
25; vol. LXXIno. ll;vol. LXXV
no. 17; vol. LXXVI no. 3. John
Gunther: Inside U. S. A., New
York 1947, bls. 823, 848-853.
HKL skrifar um skáldsögur
Laugardaginn 27. júlí birti
i bókmenntab'laðið Litera-
túmaja Gazéta grein eftir Hall-
dór Laxness, og er greinin
skrifuð að beiðni ritstjómar-
innar. Þar er dregið saman
margt af því er skáldið hefur
látið frá sér fara á síðustu miss-
erum um skáldsagnagerð og
leikritun í greinum, svörum við
spumingaskrám og viðtölum.
H"
H
álldór vitnar til svars við
sál-
fræðilegu skáldsögur sem
sprottnar eru af ofsalegum á-
huga á nokkrum hugmyndum
Freuds. Þykir honum það næsta
leiðinleg þróun að skáldsaga
verði sá vettvangur sem sér-
vitringar nota til að berjast á
við eigin ótta og meinlokur,
fobíur og maníur allskonar eða
reyna að troða inn í hana marg-
víslegri móðursýki eða geð-
veiki og fleiri dæmi rekur hann
hnignun skáldsögunnar þar sem
hann kvað það manninum eðli-
legt og meðfætt að segja sög-
úr af þeim miklu viðburðum
sem gerzt hafa í heiminum og
mjmdi því þessi iðja aldrei
úreltast. komast úr tízku. Hann
bætir þvi við að engin forskrift
sé að sjálfsögðu til fyrir því
hvemig ná megi tökum á þeirri
erfiðu list að segja sögu, né
heldur verði hún lærð í nokk-
urri menntastofnun. Þó minn-
ist hann sem og ósjaldan áður
á Snorra Sturluson og aðra
forna íslenzka höfunda er náð
hafi þeim árangri í þessari list
að aðrir hafi ekki gert bet’.n
síðar.
Er
''n þótt Halldór sé þannig
ófús til að trúa á formúlur,
þá telur, hann ástæðu til að
vara við ýmiskonar gildrum
sem skáldsagnahöfundum er
hætt við að falla í. Þær séu
einkum tvennskonar: ýmist fái
höfundar miklar mætur á ein-
hverjum einum þætti skáldsög-
unnar og lítilsvirði aðra, eða
að þeir nota skáldsögur í þágu
markmiða sem ekki eiga skylt
við eðli hennar — eins og þeg-
ar þeir prédika einhvern sann-
leika á vettvangi hennar „í stað
þess að stíga upp á sápukassa".
Skáldsagnahöfundur er. segir
Halldór Láxness, annálsritari
sem finnur hugsun sinni form
í sögum sem hann býr til sjálf-
ur. Hann lifir í staðrejmdum.
Heimurinn er honum ekki stað-
ur þar sem menn verða fyrir
opinberun. Heimurinn er hon-
um aðeins veruleiki. Og því lýt-
ur hann staðrejmdum og ó-
hrekjandi rás þeirra. Sögumaður
sem gleymir staðreyndum í
hlaupum sínum á eftir einhverj-
um Sannleika hlýtur að hafna
í hópi þeirra sem lýsa heilagra
manna ævi.
Halldór Kiljan Laxncss.
um „misnotkun“ skáldsögunn-
ar. Hann nemur og staðar við
„and-skáldsöguna“ sem hann
telur eðlilegt og forvitnilegt
svar við yfirþyrmandi „sál-
fræði" aldarinnar. En Halldór
lætur í ljós takmarkaða hrifn-
ingu á þessu fyrirbæri þar sem
reynt sé að lýsa umhverfi „utan
tíma og rúms. þar sem hrær-
ast blóðlausar verur sem á eng-
an hátt eru tengdar hver ann-
arri“ og næsta óþarft að hefja
þetta lesmál upp til skýja og
lýsa það algilda aðferð skáld-
sagnagerðar fyrir heim allan.
Þá telur Halldór og mjög
varhugavert að höfundar reyni
að bæta fyrir listrænar syndir
sínar með prédikun. til varnar
eða gegn skátahreyfingu, jazz,
brennivíni rófnarækt o.s.frv.,
að skáldsagan sé álitin tæki til
MÁL VERKASÝNING
JES Þ0RSTEINSS0NAR
!
*
\
Undanfama daga hefur staðið
yfir sýning á verkum ungs
málara, Jes Þorsteinssonar, í
Ásmundarsal við Freyjugötu.
‘Jes hefur lagt stund á húsa-
gerðarlist í Frakklandi síðast-
liðin átta ár, en er þó engan
veginn neinn viðvaningur hvað
málaralist viðvíkur, því ber
sýning hans glöggt vitni.
Sýning þessi, sem er fyrsta
sjálfstæða sýning Jes, saman-
stendur að mestu leyti af olíu-
málverkum frá síðustu árum
auk vatnslitamynda og teikn-
inga. Ef frá eru skilin nokkur
gömul landslagsverk. má segja
að Jes fylgi í höfuðatriðurr
Frihyggjustefnunni (tkc,hisma',
! mólaralist, þótt hann gerí
bað á sinn eigin hátt. Sýning-
!n er að öllu lejríi hin nútíma-
'egasta. þar koma fram hin
vmsu temu, sem mest hafa
verið áberandi í myndlist upp
4 síðkastið. En hvers virði væri
ir væru ekki notaðar sem
persónulegt túlkunarmeðal.
Nýr tími krefst nýrra að-
ferða en sjálft innihaldið er
ótímabundið.
Picasso sagði eitt sinn svo
ágætlega. „Það, sem sklptir
máli, er ekki hvað listamaður-
inn gerir, heldur hvað hann
er. Ég mundi engann áhuga
hafa á Cézanne hefði hann lif-
að og hugsað eins og Jacques
Emile Blanehe jafnvel þótt
eplin, sem hann málaði væru
tiu sinnum fallegri.“ En sá er
einmitt höfuðkostur þessarar
sýningar Jes, að i myndum
hans birtist hans eigin per-
sónulega sýn, túlkuð með að-
ferðum hins nýja tíma. Sitt-
hvað hefur þó flotið með á
bessari sýningu, sem ekki ætti
þar að vera, einkanlega sum-
ar teikninganna. En það skipt-
ir 'í rauninni ekki máli að svo
það í rauninni. ef þær aðferð-
stöddu. Hitt skiptir öllu máli,
að Jes hefur ekki valið hinar
auðveldari leiðir. f list hans
kveður við nýstárlegan tón,
sem ætti að geta náð fullum
styrkleika. ef vel er á haldið
Það ætti að vera þvi fólki
forvitnilegt, sem ekki hefur
mjmdað sér þá óbifanlegu
skoðun, að Ásgrímur og Kjar-
val séu upphaf og endir is-
lenzkrar myndlistar, að þeim
ágætu mönnum ólöstuðum. Það
Hefur verið anzi áberandi upn
á síðkastið, að islenzka þjóð-
in vill vera hlutgeng á ýmsum
-viðum, en það skyldi þó ekki
’era að listin yrði þar að ein-
'werju leyti útundan.
Sýningu Jes lýkur eftir
nokkra daga. Ég vil eindregið
Hvetja þá, sem á annað borð
hafa áhuga á nýjungum i is-
lenzkri málaralist, að sjá þes-o
sýningu.
Vilhjálmur Bergsson.
að hrinda í framkvæmd ýmsum
góðum málefnum.
f grein sinni vikur Halldór
JL einnig að þeirri ákvöröun
sinni að skrifa ekki skáldsög-
ur um nokkra hríð — og hefur
hann í viðtölum áður gert grein
fyrír viðureign sinni við „herra-
manninn X“ sem viðstaddur er
i hverri sóldsögu „eins og
strákur sem kíkir á fullorðna
gegnum skráargat". Og sé þessi
herramaður þeim mun hvim-
leiðari sem hann sætti sig ekki
við lítið hlutskipti í frásögn-
inni heldur troði sér allstaðar
fram fyrir — einnig í þeim
sögum þar sem höfundur reyn-
ir allt til að samnefna sig sjálf-
an ekki sögumanni.
En að dómi Halldórs hverfur
margt það af sjálfu sér í leik-
riti er villir um fyrir skáld-
sagnahöfundum. Þar á meðal
herra X. Ekki svo að skilja að
leikritasmíði geri minni kröfur
(til höfundar en skáldsagnagerð.
'öðru nær. Leiksviðið krefjist
þess enn ákveðnar en skáld-
saga að öllum óþarfa sé rutt
burt. að ekki sé eitt orð látið
falla sem falli úr samhengi. Og
ennfremur ræðir hann um hætt-
ur móralíseringar og nefnir
dæmi um ýmsa góða menn sem
fallið hafa í þá gildru allt frá
Goethe og Ibsen til Ionesco.
Birting þessarar greinar í
Literatúmaja Gazétá er
að mörgu leyti athyglisverður
viðburður þessi misserin. Að
sjálfsögðu er afstaða þessa blaðs
til Freudista og „and-skáldsög-
unnar“ að mörgu leyti svipuð
afstöðu Laxness. Öðru máli
gegnir um. gagnrýni Halldórs á
notkun skáldsögunnar í þágu
Sannleikans, hún hljómar eins
og versta villutrú á síðum
blaðsins. Ritstjómin víkur að
þessu í stuttum formála að
greininni og kveðast álíta að
skoða beri „staðreyndadýrkun"
höfundar í tengslum við verk
hans. Og kemst að þeirri nið-
urstöðu að rithöfundurinn sé
ekki að verja staðreyndimar
fyrir sannfæringu listamanns-
ins. heldur fyrir þeim sem „af-
skræma" lífið í túlkun sinni.
Æ T>
i
i
4
i