Þjóðviljinn - 20.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1963, Blaðsíða 3
Föstutagur 20. september 1963 HOÐVILIINN SÍÐA 3 Brezkir þegnar flýja frá Djakarta Indónesíustjórn lofar ai vernda líf og eigur Breta LONDON, DJAKAHTA, KUALA LUMPUR 19/9. Eins og kunnugt er hefur megnrar reiði í garð Breta gætt í Indónesíu að undanförnu vegna stofnunar Malasíusambandsins. Fólk í Djakarta hefur ráðizt á sendiráð Breta þar í borg með í- kveikjum og grjótkasti og spillt eigum Breta á ýmsa lund. Nú hefur Indónesíusfjóm sent brezku stjórninni orðsendingu þar sem hún harmar at- burði þessa og skuldbindur sig til að vernda líf og eigur brezkra þegna í landinu. Diah sendiherra Indónesíu í London afhenti Home lávarði. utanríkisráðherra Bretlands. orð- sendingu stjómar sinnar í dag. Er það í þriðja sinn sem þeir Diah og Home hafa hitzt í tvo síðastliðna daga. Utanríkisráð- herrann spurði sendiherrann að þvi hver yrði hlutur brezkra fyrirtækja í Indónesíu, en Diah Gilchrist með „Sjálfstætt fólk” I höndum. kvaðst ekki geta gefið nein af- dráttarlaus svör við þeirri spum- ingu. Home lávarður bað um að veita sér síðar frekari upp- lýsingar um þetta atriði. Bretar flýja í dag yfirgáfu 128 brezkir þegnar Indónesíu. Bandar. flug- vél flutti fól'k þetta til Singapore. Nokkm síðar flutti önnur flug- vél 55 Ástralíumenn á brott. Megnið af flóttafólki þessu em konur og börn. Ekki vildi fólkið ræða við blaðamenn en fréttir herma að fæstir flóttamanna hafi haft með sér annað en fötin sem þeir voru í. Gert er ráð fyr- ir að 250 Bretar að minnsta kosti muni yfirgefa Djakarta eft- ir hinar ofsafengnu árgsir lands- manna. Fólk þetta mun hafa ver- ið flutt á brott samkvæmt eigin ósk og munu yfirvöldin 1 Indó- nesíu hafa aðstoðað við flutn- ingana. ' Gilchrist hólpinn Þær fréttir berast af Andrew Gilchrist, sendiherra Breta og kunningja okkar Islendinga, að hann hafi fengið inni á bezta gistihúsinu í Djakarta. Þegar múgurinn réðist á sendiráð Breta í gær höfðu menn orð á því að réttast væri að drepa Gil- christ og undirmenn hans, en síð- ar tók lögreglan hann undir vemd sína. 60 starfsmenn sendi- ráðsins dveljast ásamt sendi- herranum í gistihúsinu, en sendi- ráðsbyggingin mun ekki vera í- búðarhæf eftir útreiðina í gær. Uppþot í Kuala Lumpur I Kuala ríumpur, höfuðborg Malasíusambandsins, bar það til tíðinda að 300 menn ruddust inn í sendiherrabústað Indónesíu- manna og lokuðu sig inni. Höfðu þeir einn sendiráðsstarfsmann í haldi sem gísl og hótuðu að brenna sig inni ef lögreglan reyndi að fjarlægja þá. Lögreglu- menn umkringdu þegar staðinn en þeir sem inni voru gáfust ekki upp fyrr en síðar í dag þegar Tungku Abdel Rahman, forsætisráðh. Malasiu. kom á vettvang. Enginn þeirra hús- brotsmanna mun hafa verið handtekinn. í felum Fyrrverandi sendiráðsritari vi.ð sendiráð Malaja í Djakarta skýrði frá því í dag að hann og starfsmenn hans hefðu nauðug- lega komizt undan þegar Indó- nesíumenn réðust að sendiráðs- byggingu Malaja í gær. Kvaðst hann hafa falið sig ásamt starfs- fólkinu í húsi einu í nánd við flugvöllinn meðan múgurinn braut allt og bramlaði í sendi- ráðinu. Eftir að hafa dúsað í fel- um i sex klukkustundir komst fólkið loks undan með flugvél. Reiðin skiljanleg I yfirlýsingu sem Sukarno Indónesíuforseti lét frá sér fara í dag segir að stjórn hans harmi atburði gærdagsins. Hinsvegar er áherzla lögð á það að ríkisstjórn- in skilji reiði fólksins og segir NEW YORK 19/9 — Sovézki ut- anríkisráðherrann Andrei Gro- miko hélt í dag ræðu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna og lagði til að stjórnmála- Ieiðtogar þeirra landa sem sæti eiga í afvopnunarnefnd Samein- uðu þjóðanna kæmu saman í byrjun næsta árs tii þess að ræða um á hvern hátt helzt megi takast að draga úr við- sjám í heiminum, þar á meðal um afvopnun. Gromiko sagði að ríkisstjóm Sóvétrikjanna skoraði á allar ríkisstjómir heims að leitast við að eiga slík samskipti við önn- ur riki að takast megi að leysa allar deilur sem upp kurina að koma við samningaborðið. Skor- aði ráðherrann á ríkisstjómir heims að auka og bæta við- skiptatengsl við önnur lönd, en í yfirlýsingunni að uppþotin í gær hafi verið svar við íkveikj- unni í sendiráði Indónesíu i Kuala Lumpur, sem átti sér stað í fyrradag. Sendiráðum lokað Gilchrist sendiherra hefur lagt til að brezka sendiráðinu í Dja- karta verði lokað og Bandaríkja- mönnum falið að annast hags- muni Breta í Indónesíu um hríð. Málsvari bandaríska utanrílds- ráðuneytisins skýrði frá því í dag að Bandaríkjastjóm hafi látið þessi mál til sín taka. Meðal annars mun bandaríski sendi- herrann hafa snúið sér til Suk- amos forseta. Rusk utanríkisráð- herra kallaði sendiherra Indónes- íu í Washington á sinn fund og gerði honum grein fyrir áfstöðu bandarísku stjómarinnar. 1 dag skoraði blaðið The Washington Post á Bandarikjastjóm að hætta allri efnahagsaðstoð við Indónes- íu og kalla heim sendiherra sinn í Djakarta. Profumo- skýrsla birt i heilu lagi LONDON 19/9. Harold Mac- millan, forsætisráðherra Bret- lands, tilkynnti í dag að ríkiss- stjórnin hyggðist birta skýrslu Dennings lávarðar um Profumo- málið í heild og án þess að draga nokkuð undan. Verður tilkynnt innan skamms hvenær af þessu verður. Að undanfömu hafa ver- ið uppi getgátur um að stjómin myndi ekki birta skýrsluna alla sökum þess að ýmsir voldugir menn kæmuy þar við sögu. LundúnarMaðið Daily Mail fullyrti í dag að allir ráðherram- ir í stjóm MacmilUans séu sýkn- aðir af sakargiftum í skýrslu Dennings. Sögusagnir hafa ver- ið á kreiki um að nokkrir ráð- herranna kæmu verulega við sögu í skýrslunni og gæti svo farið að þeir yrðu að hrökklast úr embættum. Daily Mail segir að sögusagnir þessar séu úr lausu lofti gripnar. slík tengsl væru forsenda stjóm- málalegra og menningarlegra tengsla Miklar kröfur Gromiko! sagði ennfremur að miklar kröfur væru gerðar til þeirra ríkja 1 sem þátt eiga að taka í afvopnuninni og sú mik- ilvægasta væri að ríkisstjóm- irnar og stjórnmálamennirnir vildu einlæglega ná markinu. Þau riki sem sæti éiga í af- vopnunamefnd Sameinuðu þjóð- anna eru: Brasilía. Búlgar;a, Burma, Kanada, Tékkóslóvak- ia, Eþíópía, Frakkland, Indland, Ítalía, Mexíkó, Nígería, Pólland, Rúmenía, Svíþjóð. Sovétríkin, Sameinaða Arabalýðv., Bretland og Bandaríkin. Tillaga Gromikos á allsherjarþingi: Leiðtogar hittist á friðarráðstefnu SuBurríkjafánanum veifað Brezka stjórnin samsek Verwoerd, segir Russell LONDON 19/9 —- Lundúnablað- ið Daily Telegraph birti í dag grein eftir brezka helmspeking- inn og nóbelsverSlaunahafann Bertrand Russell þar sem hann segir m.a. að almenningsálitið í heiminum verði að mótmæla hinum skammarlega stuðningi brezku ríkisstjórnarinnar við lögregluríkið í Suður-Afríku. Russell lávarður segir að Bretar haldi áfram að selja valdhöfunum í Suður-Afríku vopn þrátt fyrir þá ógnaröld sem nú ríkir í landinu og magn- ast stöðugt. Auk þess hafi Bret- ar stutt Verwoerd-stjórnina á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og leyft útsendurum hennar að ræna fólki frá brezkum yfir- ráðasvæðum í suðvesturhluta Afríku. Þar með hefur ríkisstjórnin orðið samsek harðstjóminni i S- Afríku og því verður almenning- ur að mótmæla, segir Russell. Ekki hefur dregið til stórtíðinda í Alabama eftíir níðingsverkin sem unnin vorra í Birmingham á sunnudag, cn blökkumenn eru við öllu búnir. Hatursmenn svertingja hafa heldur hægar nm sig þessa dagana, en þó barst í gær frétt frá Sclma í Alabama um að lögreglan þar hefði handtekið hvítan mann sem staðinn var að því að reyna að troða Iifandi eiturslöngu inn í munn á svertingja einum í bænum. Það er mjög í tizku hjá svertingjahöturum í suð- urríkjunum um þessar mundir að yeifa hinum gamla fána suður- ríkjanna úr þrælastríðinu eins og sést á myndinni. Titó kominn ti! Brasilíu Titó Júgóslavíuforseti kom í gærkvöld flugleiðis til höfuð- borgar Brasilíu, en hún er fyrsti viðkoihustaður í mánaðarlöngu ferðalagi hans um Rómönsku Ameríkn. Hann mun heimsækja Chiie, Boliviu og Mexíkó áður en hann heldur til Washington og ræðir við Kennedy Banda- ríkjaforseta. Loks mun hann fara til New York og sitja nokkra daga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. 108 manna fylgdarlið er f för með forsetanum, þar á meðal kona hans. Jovanka og Koca Popovic utanríkisráðherra, Joao Goulart forseti var meðal þeirra sem tóku á móti Tító á flug- vellinum í Brasilíuþorg. Það er hagur allrar lunnar að lesa ÞJÓÐVILJANN Við hringjum í dag og fáum blaðið í fyrramálið SÍMINN ER 17500 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.